Morgunblaðið - 01.07.1984, Page 36

Morgunblaðið - 01.07.1984, Page 36
36 Terry Madden, framkvæmdastjóri i tökustað. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR L JÚLÍ 1984 Hazel Crombie og Jón Þór Hann- esson, annar tveggja eigenda Saga film i skrifstofunni i Höfn. Arthur Wooster, leikstjóri hópsins (tv.), og Peter Bennet, aóstoóarleikstjóri. ísjakinn sem notaður er við kvikmyndatökurnar. Rúningadeildin að störfum, f.v.: Árni Árnason, Alpaklúbbs- Ekki verður sagt að stóll leikstjórans liti mikið yfir sér. maður, Ragnheiður Harvey, umsjónarm. búninga og Martin Grace, ihættuleikari. Isjakmn sjaldnast þar aö morgni sem skid var viÖ hann aö kvökH Kvikmyndagerðarmenn við Jökulsárlón á Breiðamerkusandi, þar sem unnid er að Bond-myndinni „A View to a Kill“ heimsóttir MYNDIR OG'TEXTI; VILBORG EINARSDÓTTIR JÖKULSÁRLÓN i Breiðamerkur- sandi hefur löngum heillað margan útlendinginn og ferðamenn haldið þaðan með myndrænar minningar i filmum. Enn á ný eru útlendingar að mynda við lónið, en i nokkurn ann- an máta en tíðkast hefur til þessa. 28 Bretar og um 20 íslendingar vinna þar við kvikmyndatökur fyrir upphafsatriði næstu myndar um meistara Bond. Hún mun bera yfir- skriftina „A View to a Kill“, sem útleggst á íslensku „Víg í sjónmáli“. Framleiðandi er Albert Broccoli og er þetta 14. Bond-myndin sem hann framleiðir. Aðstoðarframleiðandi er Tony Pevsner, en kvikmyndafyrir- tækið á bak við myndina er E.O.N. Production Ltd. Handritið við sögu lan Flemmings gerðu Michael Wil- son og Richard Maibaun. Kvikmyndatökuhópur 2 nefnist sá sem vinnur við lónið, en hann annast tökur án leikara. Er um að ræða kvikmyndatökur með stað- genglum og áhættuleikurum og eru það flestar útitökur í mynd- inni. Leikstjóri hópsins er Arthur Wooster og aðstoðarleikstjóri við íslandstökurnar er Peter Bennett. ísland er fyrsti viðkomustaður hópsins, sem á eftir að taka í Sviss, París og í San Fransisco á næstu sex mánuðum. Kvikmynda- hópur 1 hefur vinnu sína í ág- ústmánuði, en áætiað er að mynd- in verði frumsýnd í janúar 1985. Kvikmyndatökur fara fram á Jökulsárlóni og á Breiðamerkur- jökli, sem lónið kemur undan. Við lónið hefur hópurinn komið sér upp vinnubúðum í tjöldum, en tíu litlir bátar eru notaðir til að flytja fólk og farangur á tökustaðina. Þegar blm. Mbl. heimsótti hópinn á dögunum var blíðskaparveður eins og það gerist best og tökur í fullum gangi. Rigningin var þó að vanda ekki langt undan og gerðu veðurskipti lítil boð á undan sér. Aðspurður um áhrif veðursins á kvikmyndatökur sagði Bennett að enn sem komið væri hefði það ekki haft teljandi áhrif, en tökurnar hér yrðu gerðar í góðviðri, eins og reyndar Bond-myndir almennt. „Birtan hér er það góð að við þurf- um ekki að nota endurkastsspegla við tökurnar og hún setur okkur engar skorður hvað varðar töku- tíma á hverjum degi, enda er vinnudagurinn við lónið um 12 stundir. En það fer náttúrulega ekki allt í tökur,“ sagði Bennett. „Það tók okkur tvo daga að finna hentugan ísjaka til nota við tökur og Það eina sem við eigum í erfiðleikum með straumurinn í lóninu. Hann er í sjálfu sér ekki mjög mikill, en nægur til þess að ísjakinn sem við notum við kvik- myndatökurnar er sjaldnast á sama stað þegar við komum að honum á morgnana og við skildum við hann að kvöldi. Þetta getur haft með sér nokkra örðugleika varðandi bakgrunninn, en þar þurfum við að hafa jökulbrúnina. Það hefur ýmislegt verið reynt til að stöðva þetta flakk á ísjakanum, með misjöfnum árangri. Enn hef- ur þetta ekki komið að sök, en gæti orðið vandamál," sagði hann. Peter Benett starfar nú við sína fjórðu Bond-mynd, en flestir Bret- anna í hópnum hafa áður átt þátt í gerð James Bond-myndar. Má þar nefna Terry Madden, fram- kvæmdastjóra á tökustað sem er að vinna við sína 3. og áhættuleik- arann Martin Grace, sem er stað- gengill Rogers Moore og starfar nú í 5. sinn við Bond-mynd. íslendingarnir sem vinna við myndina eru þar á vegum Saga film, fyrirtækis Jóns Þórs Hann- essonar og Snorra Þórissonar, sem er íslenskur umboðsaðili myndar- innar. í þeim hópi eru Ágúst Bald- ursson, sem ásamt Philip Kohler er umsjónarmaður á tökustað, Vera Siemsen, hjúkrunarfræðing- ur og Ragnheiður Harvey, bún- ingameistari. Létu þær aðspurðar vel að öllum aðbúnaði og Ragn- heiður sagði sína vinnu vart felast í öðru en að hafa eftirlit með bún- ingunum og sjá um smávægilegar breytingar sem gera þyrfti, því að fyrir þá átta menn sem mögulega þyrftu búninga i tökunum hér, Grace og varamann hans, þyrlu- flugmanninn og aðstoðarmann, auk íslensku skíðamannanna, hefðu komið komið þrír aukabún- ingar við hvern og einn aðalbún- ing-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.