Morgunblaðið - 01.07.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚU 1984
43
Minning:
Jeanne Berthelmess
Thorsteinson
Fædd 21. maí 1901
Dáin 24. júní 1984
Á morgun þegar ég kveð tengda-
móður mína, Jeanne Berthelmess
Thorsteinson, hinstu kveðju, get
ég ekki látið hjá líða að minnast
ævi hennar sem var svo óvenju
viðburðarík og ólík því sem við Is-
lendingar eigum að venjast.
Hún fæddist 21. maí árið 1901 í
Liege í Belgíu. Voru foreldrar
hennar bæði belgísk úr franska
hluta Belgíu. Faðir hennar, Julian
Fafin, var kunnur listmálari sem
skreytti kirkjur með listaverkum
sinum, var hún yngst þriggja
barna þeirra hjóna. 011 voru þau
systkinin sett i klausturskóla að
heldri manna sið og átti Jeanne að
vera þar til 18 ára aldurs. En ör-
lögin breyttu því eins og svo
mörgu í hennar lífi. Ung að árum
fékk hún bók í verðlaun fyrir góða
frammistöðu i klausturskólanum
sem hét „Fiskimenn við íslands-
strendur". Finnst manni það ein-
kennileg tilviljun að velja slíka
bók handa lítilli telpu, sem aldrei
hafði séð sjó, hvað þá að hún
þekkti nokkuð til sjómennsku eða
lífs sjómanna, og vissi ekki einu
sinni að ísland væri til, nema þá
kannski sem punktur á landabréfi.
Minntist hún oft með gleði og
þakklæti veru sinnar hjá nunnun-
um og hringekjunnar og annarra
leiktækja i klausturgarðinum. Að
sjálfsögðu ólst hún upp við
strangt trúarlíf og guðstrúin bar
hana yfir margan örðugan hjall-
ann alla tíð. Þegar fyrri heims-
styrjöldin braust út árið 1914 fór
Belgía ekki varhluta af þeim hild-
arleik. Þjóðverjar tóku af fjöl-
skyldunni húsið, klaustrið eyðilagt
og börnin send heim. Heimili
hennar hafði verið fallegt menn-
ingarheimili þar sem tónlist og
aðrar listir voru í heiðri hafðar.
Eldri systir hennar varð kunnur
píanóleikari og spilaði gjarnan
undir þegar Jeanne dansaði ball-
ett. Að vísu fékk fjölskyldan að
hírast i kjallara eigin húss þar til
þeim tókst að flýja og veit það
enginn nema sá sem reynt hefur
slíkt, hvað það er að vera striðs-
hrjáður flóttamaður með brauð
bundið um hálsinn til að seðja sár-
asta hungrið og smápinkil með því
sem manni er allra kærast. Þegar
þau komu til Englands var vel tek-
ið á móti belgíska flóttafólkinu.
Hún bað guð daglega að uppræta
úr hjarta sínu hatrið sem heltók
hana á þessum erfiðu árum lífs
hennar. Fjölskyldan tvístraðist,
Jeanne fór með móður sinni til
Ameríku en faðir hennar, systir
og bróðir fóru heim í stríðslok.
Báðar mæðgurnar veiktust af
spönsku veikinni árið 1918 og lágu
þær saman á sjúkrahúsi í New
York þar sem móðir hennar lést.
Það var mesta áfallið i hennar lifi
og komst hún eiginlega aldrei yfir
það, 17 ára unglingur stóð hún al-
ein í framandi landi, frönskumæl-
andi, og þekkti ekki nokkurn
mann.
Þú barðist ein í heimsins harða straum
en hjartað veika felldi svo mðrg tár.
Það var svo ungt, en bar þó svo þung sár
og svölun enga fann í lífsins draum.
(G.P.)
Franskar nunnur höfðu hress-
ingarheimili i New York og þang-
að fór hún og dvaldi þar til hún
komst til heilsu á ný. Enn gripu
forlögin inn í hennar líf. Á hress-
ingarheimilinu kynntist hún
franskri konu sem gift var Islend-
ingi. Hún heimsótti þau hjón eitt
sinn og var þá staddur þar ungur
Islendingur, Axel Thorsteinson,
rithöfundur, sem hafði verið sjálf-
boðaliði í kanadíska hernum og
hafði komist til Belgíu í stríðslok
og var á heimleið með herdeild
sinni. Þarf ekki að orðlengja það,
að það var ást við fyrstu sýn. Þau
gengu í hjónaband 25. október
1919. Eignuðust þau þrjá syni,
Steingrím Harry, fæddan 15. októ-
ber 1920 i Pittsfield i Bandaríkj-
unum, kvæntan undirritaðri og
eiga þau sex börn, fimm dætur og
einn son; Axel Grim Julian, fædd-
an 13. september 1922 í Winnipeg i
Kanada, og Halldór, fæddan 4.
febrúar 1930 í Reykjavik. Eftir-
striðsárin voru ungu hjónunum
erfið, lítil og stopul atvinna, veik-
indi og basl og var þvi ákveðið að
fara heim til Islands. Heim var
komið i maimánuði árið 1923.
Jeanne vakti strax mikla athygli
hér sökum fríðleiks og suðræns
útlits með sitt blásvarta hár. Mikil
vonbrigði voru fyrir hana að koma
í fásinnið hér og átti hún erfitt
með að samlagast landi og þjóð og
var nánast alltaf útlendingur.
Eftir 17 ára sambúð slitu þau
samvistir. Heiðarleiki, háttvísi,
stundvísi og samviskusemi voru
hennar aðalsmerki. Hún var mjög
músíkölsk, enda alin upp við göf-
uga tónlist og ekki vantaði list-
fengina. Allt lék í höndunum á
henni. Var það sama hvort það
voru pífusvunturnar sem hún
saumaði í þúsunda tali fyrir versl-
un Haraldar Árnasonar, kúnst-
bróderaðar púða-fyrirmyndir
fyrir Eaton-stórverslunina i
Winnipeg eða skór í skóverk-
smiðju. Haraldar Árnasonar og
starfsfólks hans minntist hún
ætíð með þakklæti og virðingu og
aldrei gleymdi hún nokkurra daga
vetrardvöl i Skíðaskálanum i
Hveradölum sem hann bauð
starfsfólki sinu i til hvildar og
hressingar og mun það hafa verið
einsdæmi í þá daga að fá vetrarfrí
á launum.
Þessu viðkvæma blómi, sem
slitið var upp með rótum i sinu
föðurlandi, skolaði á íslands-
strendur. Verðlaunabók litlu
stúlkunnar í belgiska klaustrinu
fylgdi henni alla tið, þar til hún
missti hana í húsbruna, en þá
missti hún aleiguna, og saknaði
hún alltaf rauðu bókarinnar sinn-
ar.
Árunum á Islandi fjölgaði, þau
urðu sextíu alls. Elli kerling sótti
á, heilsan bilaði, þrótturinn
minnkaði og hvíldin var kærkom-
in.
En nú er liðið þetta þunga strið,
og þér er gleymt allt hjartans sáraböl
og nú er liðin sárbær sjúkdómskvöl
þér sæl er byrjuð ný og fðgur tíð.
(G.P.)
Að lokum þökkum við ömmu
Jeanne allar gjafirnar sem hún
gladdi okkur með, greiðviknina og
gjafmildi okkur hjónunum til
handa, börnunum sex og barna-
börnunum tólf. Oft var hún meiri
en fjárráðin leyfðu.
Megi hún hvíla i friði.
IngveMur Ó. Tborsteinson
+ Þökkum öllum þeim sem sýndu fráfall systur okkar og mágkonu, okkur hlýhug og stuöning viö
UNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kópavogshælís og Borgarspitalans.
Magnfrióur Sigurbjörnsdóttir, Guömundur Sæmundsson,
Pétur Sigurbjörnsson, * Ásta Jónsdóttir,
Péll Sigurbjörnsson, Pélina Andrósdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö og hlýhug viö
fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUORÚNAR PÁLfNU MAGNÚSDÓTTUR,
Skúlagötu 80.
Unnur Árnadóttir,
Giali Árnaaon,
Magnús Ámaton,
Þórunn I. Árnadóttir,
Jón Ámi Hjartaraon,
John McDonald,
Holga Einarsdóttir,
Ólina Kriatinadóttir,
Svarrir Hallgrimsaon,
Helga Gisladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
GUÐLAUGAR SIGMUNDSDÓTTUR
fré Hamraendum.
Berta Herbertsdóttir,
Léra Sigmundsdóttir,
Guótaug Maggý Hannesd.,
Hafdis Hannesdóttir,
Helgi Hannesson,
Léra Hannesdóttir,
Sigmundur Hannesson,
Hannes Helgason,
Jón Pétur Jónsson,
Stefén G. Stefénsson,
Guömunda Eyjólfsdóttir,
Hilmar Magnússon,
Arnfriöur Einarsdóttir,
barnabarnabörn.
s\ó<. - m
* ^tsúóte'.^ ortSe<ö^
<*££****<
****** ii
höa< 09 d'sK°'e Ragoa<s
*Fa,a
SPÁNN
FERQÁSKRIFSTOFAN
Laugavegi 28, 101 Reykjavík. Sími 29740
Verð og nánari upplýsingar á skrifstofunni
Fáið baekling og verðlista sendan