Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 1
Sunnudagur 29. júlí 99 ... á líkan hátt og höfundur Njálu Hugleiðingar á ártíð Sturlu sagn ari tara Þórðarson ar 66 EFTIR MAT7HÍAS JOHANNESSEN I Tvennt er víst: enginn skrifar Njálu nema stórskáld og unnt er að skrifa land- fræðilega lýsingu í skáldverki án staðar- þekkingar sem byggist á nánum tengslum höfundar við æskuumhverfi. Enn eitt er víst: enginn skrifar listaverk eins og Njálu án mikillar æfingar og verkkunnáttu, ekki sízt heimildaþekkingar og úrvinnsluhæfi- leika. Halldór Laxness hefur kunnað öðrum rithöfundum betur að vinna úr heimildum eins og við sjáum í íslandsklukkunni og Ljósvíkingnum. í þessum verkum fer sam- an skáldleg sýn og óvenjuleg tök á efni sem rætur á í lífinu, en er endurunnið með einstæðum hætti af listrænni fimi svo úr verða mikil skáldverk. Höfundur þessara tveggja rita sem nefnd hafa verið hefði aldrei getað skrifað þau án mikillar reynslu, ögunar og æfingar í ritmennsku. Hið sama er uppi á teningnum þegar Svartfugl Gunnars Gunnarssonar er ann- ars vegar. Slíkt rit stekkur ekki einn góðan veðurdag alskapað úr höfði höfundar síns. Samt var Gunnar enginn sérfræðingur í staðfræði Sjöundár, umhverfi sögunnar. Laxness er ekki heldur sprottinn úr um- hverfi Ljósvíkingsins fyrir vestan. Samt er sífelldlega verið að leita að höfundi Njálu i umhverfi Bergþórshvols. Það er að sjálf- sögðu harla langsótt hugmynd að enginn hafi getað skrifað Njáls sögu nema sunn- lendingur eða einhver gjörkunnugur stað- háttum Rangárþings. Laxness er Reykvík- ingur og Mosdælingur og Gunnar Gunn- arsson er austfirðingur. Ef enginn þekkti höfunda Ljósvíkingsins og Svartfugls, væri því vafalaust haldið fram, að Guð- mundur G. Hagalín hefði sett skáldverkin saman, þar sem hann væri öðrum mönnum kunnugri staðháttum fyrir vestan og nán- ast samtimamaður Ljósvíkingsins. Væri ekki þeim sem skrifaði Kristrúnu í Hamravík trúandi til að segja fyrir Ljós- vikinginn og Svartfugl? Þegar ég spurði Halldór Laxness eitt sinn að því hvaða kafli honum þætti bezt- ur í Gerplu, nefndi hann lýsingu á sólfari á Grænlandi og er vitnað í þennan kafla i Skeggræðum gegnum tíðina. Gunnar Gunnarsson sagði brosandi við mig af þvi tilefni: Halldór hafði aldrei komið til Grænlands! Það þarf ekki einu sinni að vera að höfundur Njáls sögu hafi komið í Rangárþing. Meistarinn hafði islenzkt mannlíf og islenzka staðhætti i blóðinu. En þó hefur hann ekki hárrétta tilfinningu fyrir fjarlægðum á söguslóðum Njálu. Það var t.a.m. meira í ráðizt að fara milli Hlíð- arenda og Bergþórshvols en ætla mætti af sögunni. Hér ræður fjarlægðarskyn utan- f Wtðncttt rwaj&J* x ViAyrftlnU L-. a % 'íhst; ^ tiutn ?>4v*y,r,» ~ tousf xrmm mi0hn vBébnxy.vmÍibe Vfmr vi pnV-.í*■ : ------ OrS’íi MtpmniaibiifiltaBafenlisMrariS* fMt "V 'VrVWfcjrun.kðfnÁ-itnífWmS'WJ* iSU, i»rÍímín(B»*tajiJCj5arnllciU. mÖfearnrÁ V Y* tta^*'m«itari»8S!hBíá,;tnk3.rS tfnaraefni&ncrnag Wmtn TðSnalV l Ma ITutra cjAm r*uT«J<n Jn fJrr»rajtilB«SrtaC.inn»Vrt«rKf / tn«frW SAikd?.Wi.«s«0*n-WíÆ*(i» •SiýfavTOaJHr>*h'“F,“" wnkrvtiMtAítiialtnnrf^Hfifia" wrn*Bii|U«k^frWa'“1,r>» ■■■ t»fiS>« 1*1 fAi’oíHí tvt’Swtroifnr jrtWtafi^FrraMrtÖkirSniíí ' fiiir»515(1 V,«árr‘”í®,liJ:rIa*i Wr»3t.V''«fr*JiÁ^lWrÁ IU 'míiitwrDA KfinivAt \ ■^Soiír.t'MfBntlrtiMr-ris.ilirMr fWfnu;|mi ijf% miwnár \ Vn..lfiMU,Kli)«M IWkjf níÉTía.'í, íSr-fegg * * * jr 'tmn lf . ft*i*i.»li'í 1» r.m'- íom, iA »»SC .U ■’'<**■ »,ÍV v-'jsaf"* /.JJ*' >i"•>«1 «*» t• Mfc. • ■ f' ” Y' .: ' * t” >*f 1 Hwt.« "T* V j, ^ *** V ■*- * ■ jg.. Öi .“í -.■•- JS1* -Ó W. *r W %Í5 *f sM> 4‘ «• • ðtÁ -trstU niýt •mbw.Í' spr- Ui.,' xib fc t l*rt4t * • *** ViA -«r i» t wcfi IPít^ : |ík-& ^ív-r» tpr «. |m) . ; V*W- f» taftK liSm* 'ð * |nr *[ i í**fes; ■ ($*•«- W'sS » 1= • «*? - W Uðw r fUtf umí M’-'í* r xar.; i'há ifcfcwf.t '*Un»U 'fttjK"" **te m*( «w*4- * eU?ÍS - $ A(| Ifchgf 6w« • <«*•***£* 'f - Ví* '*fí i l uy * *U«í P84) W tfti * á- J y*»^aöö ipt Artýp. 4 . ***** 4 1m tötx. S* ?-*«fWt 9 ’'**>*- W -UÍm>;|á Á. WufX ijMS* ie * 'tlTivvjÍMW ■ «y wvú ^ vflffi** «-4-.W«lt. fj- ' ,»<?■< w«Uíf-v»i «**>«*** feír Í V*n n? íjiqC- v*b M •r ■ *1«rr ii'é' t* fí-r* t*-*-- nfcenVfalU S~n*f t*^.«5k 4WIWUWI ífft rVT* Jí W?*'* 5 wuípvU^v uNí.fcw C-Ymét f mwateíCí irUteltyjiil t* (rnte ý*v^» ÍT'-tH'W U&«* £ 4« -W»3<WWj‘ •WÁÍ" I t •, nt,. jM'r ■<** þiUHt.t-'tUiT áf' 'V •- f/r Staðarhólsbók, upphaf Járnsíðu. — Úr Króksfjarðarbók, aðalhandriti Sturlungu. Kafli úr fslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. f hægra dálki má lesa í upphafi kaflans: „Þá er Snorri Sturluson bjó að Borg kom skip í Hvítá, Orkneyjafar, og var stýrimaður Þorkell rostungur, sonur Kolbeins karls bróður Bjarna Biskups." sveltarmanns ferðinni. Fyrir bragðið verð- ur Njáls saga e.k. utansveitarkronika Breiðfirðingsins Sturlu Þórðarsonar; þroskaðasti ávöxtur snilldar hans. Hann sér bæina í Njálu úr fjarlægð og finnst Hlíðarendi og Bergþórshvoll á næstu grös- um hvor við annan, enda húsgötur milli þeirra. Og hann er ekki kunnur staðhátt- um í Rangárþingi eins og Þorvarður Þór- arinsson hlýtur að hafa verið, sem bjó þar. En hann er jafn kunnur Þingvöllum og þeir sem fjölluðu um Sturlungu, enda eru Njála og Sturlunga beztu heimildarit um Þingvelli til forna, sem varðveitzt hafa. Og þótt svo virðist sem höfundur Njáls sögu hafi ekki í hendi sér staðfræði Noregs eins og þarlendur maður, er hann vel kunnur í Borgarfirði og Breiðafjarðardölum, notar jafnvel að sögn Einars ól. Sveinssonar staðháttamálvenju þar um slóðir. Sagan hefst að sjálfsögðu í Breiðafjarðardölum og umhverfi Sturlu Þórðarsonar. Þegar hún er skrifuð var vel ært fyrir bókmennt- ir þar vestra, svo að notað sé orð sem bæði kemur fyrir í Njálu og Sturlungu. II Ef við lítum í kringum okkur á 700. ártíð Sturlu lögmanns Þórðarsonar og virðum fyrir okkur þjóðlíf íslendinga eins og við þekkjum það á seinni hluta 13. aldar þegar skáldverkið er samið, hljótum við i leit að höfundi Njálu að staðnæmast við einn mann á sviðinu öðrum fremur. Án þess við höfum neitt í höndunum því til sönnunar eða staðfestingar að hann sé höfundur Njáls sögu annað en líkurnar, leiðum við óhjákvæmilega hugann að Sturlu lög- manni Þórðarsyni. Að vísu er hann þekkt- ari fyrir sagnfræði en skáldskap, en það var Snorri frændi hans einnig og flökrar þó engum við að eigna honum Eglu, enda hafði hann alla burði til að setja hana saman. Það er ekki síður mikill rithöfund- ur sem skrifar íslendinga sögu Sturlungu en Heimskringlu, þótt listrænni sé með köflum. En þá er á það að líta, að Sturla var skáld gott og I íslendinga sögum hans eru dramatískir sprettir og harla listræn tök, svo að sagnfræðin hefst víða í skáld- legar hæðir. Auk þess hefur Sturlu Þórð- arsyni verið eignuð Grettis saga, enda hafði hann bæði burði til að rita hana og Njálu, ef mið er tekið af öðrum verkum hans jarðbundnari. En eitt er víst: enginn annar mikill rithöfundur en Sturla Þórð- arson er í augsýn, þegar við leitum höf- undar Njálu á síðari hluta 13. aldar. Og hví þá ekki að staðnæmast við það svar við spurningunni um höfund sögunnar sem nærtækast er? Sturlu Þórðarsyni var trú- andi til að semja ritstýrt sagnfræðiverk eins og Njáls sögu upp úr arfsögnum og því blóðuga umhverfi sem hann lifði og hrærð- ist í. Hann skrifaði jafnvel ágæta og óvenjuvandaða sögu Hákonar gamla Há- konarsonar að boði Magnúsar konungs þrátt fyrir lítið vinfengi þeirra í milli. En af hverju leitar Magnús konungur til Sturlu Þórðarsonar, þótt hann viti vel að hann var ekkert ofantekinn fyrir afrekum föður síns — og þá allra sízt afskiptum hans af málefnum íslands? Einfaldlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.