Morgunblaðið - 29.07.1984, Side 8

Morgunblaðið - 29.07.1984, Side 8
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 „Sonur okkar skaut forsetann“ Hinckley-hjónin tala um gedveiki sonarins Allt virtist leika í lyndi hjá Hinckley-fjölskyldunni fyrir rúmum þremur árum. Olíufyr- irtækiö gekk vel, hjónabandið var gott og vinir og kunningjar mátu fjölskylduna mikils. I»au hjónin voru sannkallaðir góðborgarar. En allt breyttist einn eftirmiðdag í mars þegar yngsti sonurinn tók upp á því að skjóta sex skotum í átt að Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta, og særði hann og þrjá fylgdarmenn. Sonurinn var sýknaður og settur á geðveikra- hæli en heiður fjölskyldunnar hafði verið svertur fyrir lífstíð. Bréf bárust víða að og í einu stóð: „Nafn ykkar er einskis virði. Þið hafiö engu að tapa. Af hverju segið þið ekki frá syni ykkar?“ l»au hjónin ákváðu að gera það og hafa helgað sig upplýsingastarfsemi um geðheilsu og vona að þannig geti kannski eitthvað gott sprottið af geðveiki sonar þeirra. Hinckley-hjónin hafa helgað sig upplýsingastarfi um geðheilsu. John Hinckley, eldri, er 58 ára. Hann ferðast nú um með Jo Ann, konu sinni, og flyt- ur erindi um geðheilsu sonarins. „Sonur okkar skaut forsetann,“ eru ávallt opnunarorð hans. Hann vonast til að geta hjálpað öðrum sem eiga í erfiðleikum með sín börn. „Við viljum benda fólki á aðvörunarmerki sem fylgia geðveiki. Aðrir ættu að átta sig á einkennum sem við tókum ekki eftir. Á endanum ætti að vera hægt að tala opin- berlega um geðveiki eins og aðra sjúkdóma," segir Hinckley. Þau hjónin stofnuðu í fyrra sjóð, sem þau kalla American Mental Health Fund, og tekjur Hinckleys fyrir ræðuhöldin renna í hann. Þau vonast til að sjóðurinn verði einn góðan veð- urdag jafn áhrifamikill og bandaríska krabbameinsfélagið, sem hefur unnið geysilegt starf á sviði krabbameinsmála. Scott, eldri sonurinn, hefur tekið við rekstri Vanderbilt- orkufyrirtækisins og einbýlishús fjölskyldunnar í Colorado hefur verið leigt. Hjónin búa í tveggja herbergja íbúð í McLean, út- hverfi Washington DC, og heim- sækja John yngri á spítalann einu sinni í viku. Þar eru þau í meðferð með s; ninum hjá sál- fræðingi og segja það gagnlegt en engan dans á rósum. (Þýtt og endursagt, ab.) Frá V-Þýzkalandi skrifar 29 ára þriggja barna húsmóðir með mik- inn Islandsáhuga: Christa Köster, Gustavstrasse 3, 4620 Castrup-Rauxel II, W-Germany. Læknastofa Hef opnaö læknastofu aö Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311. Andrós Sigvaldason. Sérgrein: Lungnasjúkdómar og almennar lyflækningar. Legsteinar granít — marmari Opið kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar sími 620809 og 72818. Frá Ástralíu skrifar 24 ára karl- maður með áhuga íþróttum og úti- veru: Alexander Dordevic, 26 Turner Street, Greensborougb 3088, Australia. Bandarískur háskólastúdent með áhuga á íslandi: Joseph V. Castillo, P.O. Box A-E nr. 5224, C58490 San Luis Obispo, California 93409, U.S.A. Átján ára piltur í Ástralíu með áhuga á ferðalögum og ljósmynd- un: Lino Franich, 31 Windsor Road, Wanneroo 6065, Western Australia. LE( MC Hamarsh tSTEIN, 4R .F. i81960 >SAIK H öfða 4 — Sím Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. i { S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKBvWUÆGI 48 SiMt 76677 ★ ★ ★ ★ ★ ÓLYMPÍULEIKARNIR í LOS ANGELES NORÐURLANDAMÓT UNGLINGA í KNATTSPYRNU ÍSLANDSMÓTIÐ í KNATTSPYRNU ítarlegar og spennandi íþróttafréttir AUGLYSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.