Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 14
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Eitt sumar í PARÍS Molar um Hemingway og Fitzgerald í París 1929 Sem ungur maður bjó rithöfundurinn Ernest Hemingway í átta mánuði í Toronto. Hann kunni hvorki við Toronto né Kanada en sumir Kanadamenn halda að hvort sem honum líkaði við sig eða ekki, hafi dvöl hans þar, fyrst árið 1920 og síðan 1923—24, haft afgerandi áhrif á rithöfundarferil hans. í bók, sem nýlega var gefín út, segir kanadíska skáldið David Donnell að Hemingway hafí „uppgötvað fjölbreytileika stuttra setninga þegar hann hamraði þær á ritvél við fréttamannaborð í Toronto við strönd Ontario-vatns“. Aðrir gagnrýna þetta, m.a. kanadíski rithöfundurinn Morley Callaghan, sem vann með Hemingway í Toronto og var með honum í París seint á þriðja áratugnum. Þegar Callaghan var spurður að því hvort dvölin í Kanada hefði haft áhrif á rithöfundarferil Hemingways svaraði hann: „Alls ekki.“ * Aþriðja áratugnum voru til þeir gagnrýnendur, sem trúðu því að Callaghan væri efnilegri rithöf- undur en Hemingway eða F. Scott Fitzgerald. Hemingway lét m.a. í ljós öfund sína á honum í bréfum sinum frá þessum tíma. En Call- aghan varð þó aldrei eins stórt nafn í bókmenntaheiminum og þessir tveir bandarísku vinir hans. Árið 1963 skrifaði hann bók um samband sitt við Hemingway og Fitzgerald, sem heitir „That Summer in Paris“, og segir frá kynnum hans við þá í París sumarið 1929. En hann kann ekki við að tala mikið um það núna. „Mér leiðist," sagði hann „að tala um samband mitt við Hem- ingway." Það hófst á blaðinu „Toronto Daily Star“ árið 1923. Callaghan var sumarafleysingamaður á „Star“ og dag nokkurn síðla sumars var sagt við hann: „Góður blaðamaður er að koma að vinna á ritstjórninni. Fréttaritari okkar í Evrópu, Ernest Hemingway." Callaghan þekkti ekkert til hans og sagði bara, „ó.“ Um haustið hittust þeir fyrir tilviljun á bóka- safni blaðsins og tóku tal saman. Hemingway lét í ljós álit sitt á hinum betur þekktu blaða- mönnum á ritstjórn. Þessi var „góður blaðamaður". Annar var „sá besti í því, sem hann hefur með höndum". En aðrir fengu verri útreið. „Hann. Hann hefur enga sjálfsvirðingu." Og þessi hafði hommalegan stíl. Síðan fóru þeir að tala um bókmenntir. „James Joyce er besti rithöfundur í heimi,“ sagði Hem- ingway. „„Huckleberry Finn“ er mjög góð bók,“ og þar fram eftir götunum. Hann spurði Callaghan hvort hann skrifaði eitthvað og bað um að fá að sjá eitthvað af því við fyrsta tækifæri og þeir ákváðu næsta stefnumót. Callaghan gat ekki staðið við það og Hemingway reiddist en næst þegar þeir hittust var það aftur á bókasafninu. „Komstu með söguna?“, spurði Hemingway. „Ég kom með þetta,“ sagði hann svo og rétti Callaghan próförk af fyrstu útgáfu litlu bók- arinnar „In Our Time“, sem hann skrifaði í París. „Ég les þína sögu,“ sagði hann „og þú lest þessa.“ Svo settust þeir hvor gegnt öðrum og lásu og sögðu ekki orð. Eftir lesturinn hrósaði Hem- ingway Callaghan og öfugt og Callaghan spurði: „Hvað segja vinir þínir í París um þessa bók?“ „Ezra Pound segir að þetta sé besti prósi, sem hann hefur lesið í fjörutíu ár,“ svaraði Hemingway. Eftir þetta töluðu þeir oft sam- an á bókasafninu um Sherwood Anderson, James Joyce, Ezra Pound og Scott Fitzgerald, sem þá var á hátindi frægðar sinnar, og þótt það virtist Callaghan fjar- lægt þá, þar sem hann sat í Tor- onto, voru þeir að tala um fólk, sem hann átti eftir að kynnast og vera með innan nokkurra ára. Stuttu eftir þetta hélt Hem- ingway til Parísar en Callaghan sendi honum smásögur sem hann skrifaði og stóð í bréfaskiptum við hann fram til sumarsins 1929 þeg- ar Callaghan flutti með konu sinni, Lorettu, til Parísar. Þá höfðu komið út tvær bækur eftir Callaghan, sem útgáfufyrirtækið Scribner í New York hafði gefið út, og hann hafði hlotið lofsam- lega dóma. Hann komst aö því að Scott Fitzgerald hafði séð sumar af sögum hans í París og bent út- gáfufyrirtækinu á hann en ekki Hemingway eins og hann hafði þó haldið að væri líklegra. Þegar þeir hittust í París kynnt- ist Callaghan nýrri hlið á Hem- ingway, keppnismanninum, hann varð að vera sigurvegarinn. Það byrjaði strax í fyrstu heimsókn Callaghans til Hemingways i Par- ís. Hemingway spurði hann fljót- lega hvort hann boxaði eitthvað og jú, Callaghan hafði gert þó nokkuð af því og var áhugamaður um hnefaleika. Hemingway náði þá í boxhanska og sagði: „Komdu, við sjáum til.“ Callaghan var lítt til- leiðanlegur en gaf þó undan eftir nokkurt þref og þeir tóku að boxa í stofunni hjá Hemingway. „Þetta var fáránlegt," skrifar Gallaghan. „En allt í einu virtist hann vera ánægður. Það birti yfir andlitinu á honum og hann tók af sér hansk- ana. „Mig langaði aðeins til að sjá hvort þú kynnir eitthvað fyrir þér í hnefaleikum," sagði hann. Svo settust þeir aftur og Hem- ingway lagði til að þeir færu í Am- eriska klúbbinn daginn eftir og boxuðu svolítið. Það var enginn annar sem gerði það og Hem- ingway saknaði hnefaleikanna. Eftir að hafa boxað saman næsta dag settust þeir inn á kaffihús og töluðu um bókmenntir. Hem- ingway spurði Callaghan hvort hann vildi líta á próförk að nýju bókinni sinni, „A Farewell to Arms“ og náði í hana í töskuna, sem hann geymdi boxhanskana sína í. Hann var á leið með próf- Hemingway með Sylviu Beach fyrir utan bókabúð hennar í París. örkina til James Joyce. „Ég veit að þú myndir vilja hitta Joyce. Ég myndi taka þig með og láta þig hitta hann Morley, en hann er svo feiminn við ókunnuga. Það hefur ekkert uppá sig að ganga beint inná hann. Hann myndi ekki tala um höfunda og skriftir," sagði Hemingway í föðurlegum tón. Einu sinni sem oftar boxuðu þeir í Ameríska klúbbnum. Call- aghan hafði betur og kýldi Hem- ingway í andlitið þangað til það fór að blæða úr munninum á hon- um. Það hafði gerst áður og var ekkert sérstakt. Enn fékk Hem- ingway högg á munninn og honum hélt áfram að blæða. Hann saug upp í sig blóðið. „Hann beið, horfði á mig og fékk annað högg á munn- inn,“ skrifar Callaghan. „Þegar ég kom aftur að honum, stífnaði hann upp. Allt í einu spýtti hann á mig; hann spýtti munnfylli af blóði; hann spýtti í andlitið á mér,“ skrifar Callaghan. „Þetta gera nautabanarnir þegar þeir eru særðir. Þannig sýna þeir fyrirlitn- ingu,“ sagði Hemingway. Callag- han vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið en svo brosti Hemingway sínu breiðasta og allt féll í Ijúfa löð aftur. Fyrstu kynni Callaghans af Fitzgerald í París voru á aðra lund en ekki síður undarleg. Hann hafði þá verið í borginni í nokkurn tíma og m.a. eytt skemmtilegri kvöldstund með James Joyce og konu hans, Noru. Svo ákváðu Call- aghan-hjónin að heimsækja Fitz- gerald-hjónin. Callaghan hafði verið sagt að hann ætti ekki að vera að hafa fyrir þvi að tilkynna komu sína með fyrirvara heldur að banka uppá þegar honum sýnd- ist og það gerði hann með konu sinni, Lorettu, eitt kvöldið. Zelda og Scott tóku ákaflega vel á móti þeim. Þau höfðu verið úti að skemmta sér og eftir nauðsynleg- ar kynningar náði Scott í handrit, sem hann hafði af „A Farewell to Arms“ og las stutta setningu, sem honum þótti ákaflega falleg og spurði Callaghan hvort honum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.