Morgunblaðið - 29.07.1984, Síða 28

Morgunblaðið - 29.07.1984, Síða 28
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 1983 Unlv.r.il Pr... S.ndlcl. „Gtetufbu ekk\ minn'st eitth\ja£><x db Hún eiqi ekki a& \jera~ ob vasasi i 5tereá-grdcjunum mínum." ást er... ... eins heit og sandurinn á sólarströnd TM Rea U S Pat Ott — all rights reserved «1984 Los Angeles Times Syndicate & Ekki veit ég hvort dóttir mín hefur sagt þér að stundum missi ég stjórnina á sjálfum mér, þegar hún er ekki heima á þeim tíma sem hún stefnir vinum sínum hingað? Eyrirgefðu pabbi, ég hélt þú svæf- ir? HÖGNI HREKKVtSI „ BG 'ALÍTAP jpú skfZT KVEFAPUR.." íslensku Ólympíufararnir. Erfitt að gera svo öllum líki íþróttamaður skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um afsögn Haraldar ólafssonar lyftingamanns úr Ól-liði íslands vegna óánægju hans með skipaðan þjálfara og fararstjóra á Ólympíu- leikana. Sem íþróttamaður langar mig til að segja hér nokkur orð varð- andi þetta mál, þar sem ég er kunnug Guðmundi Þórarinssyni og hef reynslu af fararstjórn hans og aðstoð í landsliðsferðum hjá f rj álsíþróttalandsliði. Haraldur segir í útvarpsviðtali Sigríður skrifar: Kæri Velvakandi! Heldur þykir mér leitt að þurfa að amast við armóðum starfs- mönnum Tollstöðvarinnar, en svo er komið fyrir mér að ég fæ ekki orða bundist. Um daginn þurfti ég að leysa út pakkakríli mér sent erlendis frá, og varð það erindi mitt ekki áreynslulaust. Ég er gömul kona, keyri ekki og fór því með strætis- vagni ofan úr Breiðholti. Og ferð- irnar urðu fleiri en ein, því ekki fékk ég liðlega afgreiðslu f Tollin- um. Fyrst var ég send milli hæða, þá milli húsa og svo loks heim, engu nær pakkanum mínum en áður. 26. júlí, að Guðmundur sé ekki hæfur til að gegna hlutverki farar- stjóra og þjálfara á ól-leikunum. Þetta kemur mörgum á óvart sem Guðmund þekkja og þá sérstak- lega frjálsíþróttamönnum. Hann hefur bæði verið fararstjóri og þjálfari hjá landsliðinu í frjálsum íþróttum í mörg ár og ætíð staðið sig mjög vel. Og ekki þjálfar hann alla í landsliðinu. Haraldur segir það tvennt ólíkt að keppa í frjálsum íþróttum og lyftingum. Það er rétt hjá honum, Heimsóknir mínar í Tollinn urðu þrjár. Ég var með öll tilskilin skjöl í höndum, en afgreiðslufólk- inu virtist vera meira í mun að koma afgreiðslu málsins yfir á næsta mann og veitti mér loðin svör. Ekki fann ég neitt upplýsinga- búr í þessu völundarhúsi, þar sem leið mín hefði getað verið greidd. í staðinn var ég send heim í tví- gang, dauðlúin og með útrunninn skiptimiða. Vil ég beina þeim tilmælum til starfsfólks Tollstöðvarinnar að það reyni að létta viðskiptavinum sínum róðurinn í skerjagarði tollskjala og myndi það farsælleg- ast öllum. þetta eru ólíkar keppnisgreinar, en er ekki sami keppnisandinn og einbeitingin ríkjandi á svo stórum mótum sem ólympíuleikarnir eru, þar sem vanir keppendur eiga að vera hæfir til að standa á eigin fótum? Haraldur segir í sama við- tali, að hann geti ómögulega keppt á leikunum nema þjálfari hans sé á staðnum og aðstoði hann. Hann segir líka, að þjálfari hans gefi ráðleggingar sínar og æfingaplön í gegnum sína, enda búi þeir tveir á sitt hvorum landshlutanum. Nú spyrja sjálfsagt margir: Er ekki eins statt fyrir þjálfaranum og Guðmundi að sjá Harald aðeins í keppni? Það er alltaf erfitt að velja fararstjórn og þjálfara I utanlandsferðir íþróttafólks svo öllum líki og á þetta sjálfsagt við um flestar greinar íþrótta. En eitt er víst, að í þessar stöður eru aldr- ei valdir menn sem ekki valda þeim. Ég harma það að Haraldur Ólafsson lét sérþarfir sínar aftra sér frá þátttöku í stærsta íþrótta- móti sem sögur fara af. Lyftingamenn, hafið þetta hug- fast: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Þessir hringdu . . . Myndum samtök SJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Mig langar til að koma hér dálitlu á framfæri varðandi heimavinnandi húsmæður og skattamálin. Þær konur sem fara út á vinnumarkaðinn slá því gjarn- an fram, að þær verði að fara út að vinna. Það má hins vegar hafa það í huga að margar hús- mæður verða að vera heima, og á ég þá sérstaklega við að bjarnafjöldi hamli því, að þær geti farið út á vinnumarkað- inn. Þær konur eiga engra kosta völ, frekar en hinar sem verða að fara út að vinna. Hinar síðarnefndu sleppa hins vegar miklu betur i skatt- amálum, en í staðinn niðst á þeim heimavinnandi. Þvi er e- kki hægt að hafa þarna réttlát- an hátt á og láta heimavinn- andi konu fá helming af tekj- um eiginmannsins yfir á sig? Ég skora nú á heimavinn- andi húsmæður að mynda með sér samtök til að koma málum sfnum á framfæri, þannig að þær séu ekki niðurníddur þjóð- félagshópur sem á er traðkað. Strætisvagnaferðir gömlu konunnar í Tollinn urðu allmargar áður en hún fékk afgreiðslu þar. Loðin svör

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.