Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 Flugleiöir: Hafa fengið leyfi til áætlunarflugs til Orlando Flugleiðir hafa nú fengið sam- þykki bandarískra flugmálayfir- valda til að fljúga til Orlando í Flórída. Nokkuð hefur tafist að veita Flugleiðum þetta leyfi og hefur það komið niður á undirbún- ingi félagsins fyrir þessa flugáætl- un. Upphaflega var áætlað að hefja flug til Orlando í september en nú er ljóst, að af því getur ekki orðið, en ekki hefur verið ákveðið hvenær flug þangað hefst. Hárgreiðslu- sveinar að nýju í verkfalli Hárgreiðslusveinar verða ( verk- falli í dag, eins og síðasta fostudag, en ennþá hafa ekki samningar tekist með þeim og hárgreiðslumeisturum. Allt virðist standa fast I deil- unni að svo stöddu, því enginn samningafundur hefur verið með deiluaðilum frá verkfallinu síð- asta föstudag og enginn fundur boðaður ennþá. Hárgreiðsíusveinar höfðu í gær ekki tekið ákvörðun um frekari aðgerðir, en stjórn félagsins hefur heimild til frekari verkfallsað- gerða. Lést af slysförum UNGI maðurinn, sem féll úr bygg- ingarkrananum við Seðlabanka- bygginguna á þriðjudaginn, og lést af sárum sínum skömmu síðar, hét Jónatan Valgarðsson og var til heimilis á Framnesvegi 17 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig unnustu. INNLENT Ein bifreið var með öllu ólögleg á götum úti og varð þvf að grípa til þess ráðs að fjarlægja af henni númerið. Það eru Gylfi Dýrmundsson, lög- regluþjónn, og Einar Torfason, bifreiðaeftirlitsmaður, sem hér sjást við störf sín. Ekki allir jafn vel í stakk búnir — Ég ætlaði að fara með bflinn í skoðun á morgun. — Það átti að fara að taka hann ( gegn og fara svo með hann ( skoðun eftir helgi. — Það voru ekki til varahlutir og ég var að bíða eftir þeim. Þetta eru svörin ásamt mörgum fleirum sem bifreiðaeftirlitið og lögreglan fá þegar bifreiðir eru stöðvaðar á göt- um úti í því skyni að athuga ástand þeirra. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins fengu í gær að fylgjast með lögrcglunni og bif- reiðaeftirlitsmanni er þeir at- huguðu ástand bifreiða. Kom ( ljós að ekki voru allir jafn vel í stakk búnir til að bruna um göt- ur borgarinnar. Einn hafði svo mikið að gera að hann hafði ekki getað komið þvi við að láta skoða bilinn, ann- ar var nýbúinn að fá sinn bíl út af verkstæði þar sem hann hafði verið á annan mánuð. Þrátt fyrir það var bíllinn ekki í betra ástandi en það að það þurfti að líma á hann rauðan miða sem merkir að eigandi bílsins hafi einungis tækifæri til þess að aka honum á verkstæði. Þá voru einnig þeir sem höfðu fengið frest til að koma sínum bílum í lag fyrir ákveðinn tíma og höfðu látið það undir höfuð leggjast þó svo fresturinn væri að renna út. Hjá Baldvini Óttóssyni, lög- regluvarðstjóra umferðardeild- ar, fengust þær upplýsingar að lögreglan myndi í dag og á morg- un athuga ástand þeirra bifreiða sem væru á leiðinni út úr bæn- um í samvinnu við bifreiðaeftir- litið. Sagði hann að undanfarið hefði verið farið um bæinn og ástand bifreiða kannað og væri ljóst að margir ættu eftir að koma lagi á sínar bifreiðir og færa þær til skoðunar. Vildi hann að lokum hvetja alla til að færa bifreiðir til skoðunar, sem það ættu eftir, til að komast hjá vandræðum vegna þess. Jan Mayen-svæðið: Evrópubandalagið ákveður 105 þúsund lesta loðnukvóta EVRÓPUBANDALAGIÐ hefur ákveð- ið eigin loðnukvóta á svæðinu milli Grænlands og Jan Mayen, alls 105 þúsund lestir. Samningaviðræður milli Norðmanna, íslendinga og Evrópu- bandalagsins hafa fram að þessu verið árangurslausar, en þeir síðastnefndu hafa krafist þess að fá jafnstóran loðnukvóta og Norðmenn hafa, sam- kvæmt Jan Mayen-samkomulaginu frá 1980 milli fslendinga og Norð- manna. En þar er íslenskum skipum tryggður 85% af leyfilegum heildarafla loðnu. og Norðmönnum 15% Að sögn Geirs Hallgrlmssonar utanríkisráðherra, hefur Evrópu- bandalagið ákveðið sama kvóta og Norðmenn eiga á þessu ári, eða 105 þúsund lestir. Heildarloðnukvótinn er 300 þúsund lestir, og geta fslend- ingar veitt 195 þúsund lestir, en vegna mikillar veiði okkar á siðustu verðtið fengu Norðmenn sérstaka uppbót og fengu samtals 105 þúsund lestir, eins og áður segir. Evrópu- bandalagið hefur gert kröfu til sama hlutfalls og Norðmenn eða 15% og vilja sömu uppbót og þeir hafa fengið á þessu ári. Ef ríki Evrópubandalagsins fram- kvæma ákvörðun sina um að veiða 105 þúsund lestir af loðnu gætu ís- lendingar ekki veitt nema 90 þúsund lestir, að óbreyttum heildarkvóta, GENGIÐ hefur verið frá samningi um leigu á færeysku ferjunni Nor- röna ( vetur. Skipið mun sigla milli Trælleborgar í Svíþjóð og Trawe- munde í Þýskalandi. Verður skipið í þessum siglingum frá miðjum sept- ember í haust til miðs maímánaðar á næsta ári. Jónas Hallgrímsson, umboðs- maður Smyril Line á Seyðisfirði, sagði siglingar skipsins milli ís- sem nú er 300 þúsund lestir. Þrjú dönsk nótaveiðiskip hafa þegar hafið veiðar á Jan Mayen- svæðinu svokölluðu gráasvæði, og hafa samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar m.a. tvö þeirra fengið mikinn afla. Dönsku skipin, lands og annarra Norðurlanda endanlega tryggðar. Nokkur óvissa hefði rikt um fjárhagslega framtið fyrirtækisins, en henni hefði nú.verið fyllilega eytt. Þar sem siglingar skipsins væru mjög mikilvægar fyrir Austfirði væru menn þar um slóðir mjög ánægðir með gerð þessa samnings og að framhald siglinganna hefði nú verið tryggt. Strömnes (641 lestir), Geysir (932 lestir) og Strömegg (679 lestir) eru frá Hirtshals. Þá er einnig stór norskur loðnuveiðifloti á veiðum 45 sjómílum undan Jan Mayen. Að sögn Geirs Hallgrimssonar, utanríkisráðherra er vandamálið tvíþætt. Annars vegar hefur ekki tekist samkomulag við EB fyrir hönd Grænlendinga, um hugsanleg- an rétt aðildarrikja bandalagsins, þar á meðal Dana, til loðnuveiða innan lögsögu Grænlands. Hins veg- ar er óleyst deila um lögsögumörkin milli Grænlands og Jan Mayen. Evr- ópubandalagið hefur gert óhóflegar kröfur um loðnuveiðar, en spurning- in er hvaða stefnu málið tekur þegar Grænlendingar ganga úr bandalag- inu um næstu áramót. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, hætti eitt danskt nótaveiðiskip við að fara á loðnuveiðar, þegar fréttist um að makríll væri gengin 1 Norðursjó, og fór því þangað. Gengið frá leigu á Norröna í vetur Vikuritið Vísbending: Ávöxtun sparifjár á íslandi betri en annars staðar í Evrópu Á SÍÐUSTU tólf mánuðum hafa raunvextir á erlendum lánum lækkað verulega og er ástæðan stöðugt gengi íslensku krónunnar. Þá hefur kostnaður vegna erlendra lána á árunum 1983—1984 verið lægri en á verðtryggðu (m.v. lánskjaravísitölu), vaxtalausu, inn- lendu láni. Vaxtabyrði fyrirtækja vegna erlendra lána, sem var mjög mikil á árunura 1979 tí) 1982, hef- ur lést verulega. Þessar upplýsingar koma fram í vikuritinu Vísbending 1. ágúst 1984, sem fjallar um er- lend viðskipti og efnahagsmál, en útgefandi er Kaupþing hf. og ritstjóri dr. Sigurður B. Stef- ánsson, hagfræðingur. I ritinu er einnig á það bent að vegna þess að lánskjaravfsitala hefur lækk- að meira en verð á erlendum gjaldmiðlum hefur lánskostnað- ur lækkað hlutfallslega. Þá segir ennfremur: „Evrópsk- ir sparifjáreigendur hefðu því oft ávaxtað fé sitt betur á verð- tryggðum þriggja mánaða reikn- ingi ( íslenskri innlánsstofnun en á útlánsvöxtum (með 1% álagi) í heimalandi sínu — og jafnvel enn betur á óverðtryggð- um reikningi. Erlent sparifé hef- ur þó ekki streymt til landsins. Hins vegar hefur innflutningur vöru og þjónustu aukist verulega það sem af er árinu og má að nokkru leyti rekja þá þróun til hlutfallslega lágs verðs á erlend- um gjaldeyri." í umræddri grein Vísbend- ingar er einnig bent á að nei- Erlendar skuldir Dæmi um áætlada vexti umfram lánskjaravisitölu á árunum 1982 011984, % á ári. Lánsmynt 1982-1984 1983- 1984 1984 Bandaríkjadollari 13,0 1,3 0.0 Yeo 5.6 -3.8 -5.7 Steriingspund 0,2 -6,5 -3.9 Franskirfrankar 0,3 -8,6 1.8 Þýskmöik 3,3 -8,6 -1.7 Norskar krónur 4.0 -2.0 1.4 Svlssn. trankar -0.4 -10,8 -7,7 Meðaltal mynt- annasjó 9,7 -1,3 -i.» Þessi áætlun um raunvexti er miöuó við óbreytt gengi frá júni til ársloka 1984 Reiknaó er með grunnvöxtum I hverju landi með 1 % álagi og gert er ráð fyrii óbreyttum vöxtum frá júnl sl. til áramðta. Meöaltal myntanna sjö I neðstu línu et reiknað eftir hlutdeild hverrar myntar i eriendum skuldum I árslok 1982. kvæðir raunvextir, eins og sést á meðfylgjandi töflu, á erlendum lánum síðustu mánuðina gefi til kynna að staða krónunnar kunni að vera farin að veikjast. Af þessu er ljóst að undanfar- ið hefur verið hagstæðara að skulda víða erlendis en eiga inn- lenda lánardrottna, öfugt við það sem verið hefur undanfarin ár þar sem raunvextir erlendra lána hafa oft verið miklu hærri en hæstu vextir sem þekkjast á innlendum lánamarkaði. Þann 20. júní síðastliðinn var á það bent í Visbendingu að verulegir fjármunir streymi úr landi sem vaxtagreiðslur, fjármunir sem gætu runnið í vasa islenskra sparifjáreigenda ef vextir væru hækkaðir til að hvetja til aukins sparnaðar: „Aukinn sparnaður dregur úr þenslu heima fyrir og minnkar innflutningseftirspurn. Erlent lánsfé stóreykur hættuna á að verðbólga taki sig upp á nýjan leik og grefur undan inn- lendum peningamarkaði. Eina leiðin til að tryggja að innlendir sparifjáreigendur njóti að minnsta kosti sömu kjara og þeir útlendingar sem lána hingað fé er að gefa vexti frjálsa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.