Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984
í
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
City of Hartlepool 27. ágúst
Bakkatoss 5. sept.
City of Hartlepool 24. sept.
Bakkafoss 2. okt.
NEW YORK
Clty of Perth 28. ágúst
Bakkafoss 4. sept.
City of Perth 25. sept.
Bakkafoss 3. okt.
HALIFAX
Bakkafoss 8. sept.
Bakkafoss 6. okt.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Álafoss 5. ágúst
Eyrarfoss 12. ágúst
Álafoss 19. ágúst
Eyrarfoss 26. ágúst
FELIXSTOWE
Álafoss 6. ágúst
Eyrarfoss 13. ágúst
Álafoss 20. ágúst
Eyrarfoss 27. ágúst
ANTWERPEN
Álafoss 7. ágúst
Eyrarfoss 14. ágúst
Álafoss 21. ágúst
Eyrarfoss 28. ágúst
ROTTERDAM
Álafoss 8. ágúst
Eyrarfoss 15. ágúst
Álafoss 22. ágúst
Eyrarfoss 29. ágúst
HAMBORG
Álafoss 9. ágúst
Eyrarfoss 16. ágúst
Álafoss 23. ágúst
Eyrarfoss 30. ágúst
VESTON POINT
Grundarfoss 6. ágúst
Grundarfoss 20. ágúst
LISSABON
Vessel 27. ágúst
LEIXOES
Vessel 28. ágúst
BILBAO
Vessel 29. ágúst
NORÐURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 3. ágúst
Mánafoss 10. ágúst
Dettifoss 17. ágúsl
Mánafoss 24. ágúst
KRISTIANSAND
Dettifoss 6. ágúst
Mánafoss 13. ágúst
Dettifoss 20. ágúst
Mánafoss 27. ágúst
MOSS
Dettifoss 3. ágúst
Mánafoss 14. ágúst
Dettifoss 17. ágúst
Mánafoss 24. ágúst
HORSENS
Dettifoss 8. ágúst
Dettifoss 22. ágúst
GAUTABORG
Dettifoss 8. ágúst
Mánafoss 15. ágúst
Dettifoss 22. ágúst
Mánafoss 29. ágúst
KAUPMANNAHÖFN
Dettifoss 9. ágúst
Mánafoss 16. ágúst
Dettifoss 23. ágúst
Mánafoss 30. ágúst
HELSINGJABORG
Dettifoss 10. ágúst
Mánafoss 17. ágúst
Dettifoss 24. ágúst
Mánafoss 31. ágúst
HELSINKI
Elbström 6. ágúst
GDYNIA
Elbström 13. ágúst
ÞÖRSHÖFN
Mánafoss 11. ágúst
N. KÖPING
Elbström 9. ágúst
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtilbaka
frá REYKJAVÍK
alla mánudaga
frá ÍSAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
alla fimmtudaga
Aögerðir ríkisstjórnarinnar
EIMSKIP
*
Óveruleg lagfæring
segir Jón Ingvarsson formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
„ÞÆR aðgerðir sem snúa að
sjávarútveginum eru tvíþætt-
ar. í fyrsta lagi er rekstrar-
staðan bætt um 2%, en
samanlagt tap útgerðar og
fiskvinnslu er að minnsta
kosti 17—20%. Þarna er því
um óverulega lagfæringu að
ræða, sem lítið gagn er í,“
sagði Jón Ingvarsson, for-
maður stjórnar
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, þegar blaðamaður
Morgunblaðsins spurði um
álit hans á þeim aðgerðum,
sem ríkisstjórnin hefur gripið
til vegna rekstrarörðugleika í
sjávarútvegi.
„Hækkun vaxta um 2% er
auðvitað íþyngjandi fyrir sjáv-
arútveginn, en erfitt er að meta
þau áhrif til fulls. í öðru lagi er
um að ræða aðgerðir til að létta
á greiðslustöðu sjávarútvegs-
ins, þ.e. skuldbreyting að fjár-
hæð 500 milljónir króna og
hækkun afurðalána í 75 af
hundraði. Skuldbreytingin er
góðra gjalda verð, en gengur
allt of skammt. Erfitt er að
segja til um hvaða þýðingu
Jón Ingvarsson
hækkun afurðalána hefur í
raun, því sennilega njóta marg-
ir 75% afurðalánahlutfalls nú
þegar.
Ennfremur liggur fyrir tilboð
frá ríkisstjórninni um að að-
stoða aðila við að taka óhag-
kvæm fiskiskip úr rekstri.
Þetta er mjög athyglisvert, í
ljósi þess að flest fiskiskip virð-
ast vera óhagkvæm í dag miðað
við rekstrarafkomuna. Þetta
tilboð er þeim mun merkilegra
fyrir þá sök, hversu áhugasöm
stjórnvöld voru fyrir að útgerð-
armenn á Austfjörðum héldu
skipum sínum úti á veiðum."
Að lokum sagði Jón Ingvars-
son: „Það er umhugsunarvert
hversu djúpt íslenskur sjávar-
útvegur þarf að sökkva áður en
stjórnvöld grípa til raunhæfra
ráðstafana."
Mörg orð um lítið efni
segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ
„ÉG HEF sagt að mér finnist
þetta vera mörg orð um lítið
efni. Hvað skuldbreytinguna
varðar er það Ijóst að hún
gengur allt of skammt, þó við
fögnum því að verið er að út-
vega aukið fjármagn. Þá
óttast ég að það verði miklir
örðugleikar fyrir útvegsmenn
að fullnægja því skilyrði að
fá lán hjá viðskiptamönnum
sínum fyrir 60 % af skuldinni,
gegn því að greiða af henni
40% með því láni er þeir eiga
að fá af þessu opinbera fé,“
sagði Kristján Ragnarsson,
formaður LIÚ, þegar blaða-
maður Morgunblaðsins innti
hann eftir áliti hans á aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar til
lausnar vanda sjávarútvegs-
ins.
„Það má hins vegar ekki
gleyma að þegar verið er að
ræða um skuldbreytingu, þá er
í raun verið að lána útgerðar-
mönnum fyrir taprekstri.
Þannig eru þeir að taka verð-
tryggð lán með verulegum
vöxtum til að fjármagna tap,
slíkt getur aldrei þjónað til-
gangi, nema sem neyðarúrræði,
ef menn sjá fram á betri daga.
Við sjáum aftur á móti ekki
góða daga framundan. Stjórn-
völd verða því fyrst og fremst
að koma í veg fyrir áframhald-
andi taprekstur ef skuldbreyt-
ingin á að koma að gagni.
Það eina sem bætir rekstur-
inn er 3% viðbót af skiptaverði
úr Aflatryggingarsjóði, sem
Kristján Ragnarsson
ríkissjóður ætlar að endur-
greiða, en á aðeins að standa í
þrjá mánuði. Endurskoðun
verðgrundvallar olíu er mjög
jákvæð og þýðingarmikil. Nú er
hún tímasett og gefinn ákveð-
inn frestur og það hefur verið
leitast við að gera þetta áður,
án árangurs. Stjórnvöld hafa
sýnt að það er vilji fyrir hendi
að skoða verðlagningu olíunnar
á þann veg að útgerðinn fái olíu
á hagkvæmara verði en verið
hefur og jafnframt að hið
dæmalausa verðjöfnunarkerfi
sé einnig skoðað.
Nokkurs misskilnings hefur
gætt vegna tilboðs stjórnvalda
um að hjálpa útgerðarmönnum
að leggja óhagkvæmum skip-
um. Að gera ráð fyrir því að
stofnlánasjóðir gefi eftir skuld-
ir ef skipum yrði lagt, er ekki
rétt því að á þeim skipum sem
tekin yrðu úr rekstri hvíla ekki
lán frá stofnlánasjóðunum,
vegna þess að um gömul skip er
að ræða. Á slíkum skipum hvíla
fyrst og fremst lán sem eru
bundin fyrri eigendum. Þannig
ef aðeins er um að ræða lán frá
stofnlánasjóðunum, gengur
þessi ráðstöfun skammt," sagði
Kristján Ragnarsson að lokum.
Félag íslenskra iðnrekenda:
Jákvætt skref stig-
ið í peningamálum
STJÓRN Félags íslenskra
iðnrekenda hefur sent
Morgunblaðinu samþykkt
er hún gerði í tilefni að-
gerða ríkisstjórnarinnar í
peningamálum og fer hún
hér á eftir í heild:
Með aðgerðum ríkisstjó»-n-
arinnar í peningamálum er
stigið jákvætt skref að því
leyti að dregið verður úr
miðstýringu á peningamark-
aði. Vaxtaákvörðun færist að
talsverðu leyti til viðskipta-
banka og sparisjóða og þar
með nær markaðnum. Við
þetta ættu vaxtaákvarðanir
að verða sveigjanlegri en áð-
ur. Þessar breytingar munu
væntanlega hafa í för með sér
hækkun á vöxtum fyrst um
sinn. Slík vaxtahækkun
íþyngir fyrirtækjum og því er
afar brýnt að ríkisstjórnin
vinni skipulega að því að ná
jafnvægi í þjóðarbúskapnum
þannig að vextir geti lækkað á
ný. Hér skiptir miklu máli að
dregið verði úr mikilli fjár-
þörf hins opinbera vegna
halla á ríkisbúskapnum. Þetta
er líka forsenda þess að unnt
verði að halda óbreyttri
stefnu i gengismálum. Hér
þarf þó að líta til þess að
vegna áframhaldandi hækk-
unar dollars að undanförnu
hefur gengi krónunnar gagn-
vart helstu Evrópumyntum
hækkað þar sem dollar vegur
mjög þungt í gengisvog krón-
unnar. Verðbólga er hins veg-
ar enn talsvert meiri hér á
landi en í Evrópulöndum og
samkeppnisstaða iðnaðarins
gagnvart framleiðslu frá Evr-
ópu hefur því versnað tals-
vert. Nauðsynlegt er því að
endurskoða gengisvogina í
ljósi gengisþróunar í heimin-
um að undanförnu.
t ráðstöfunum ríkisstjórn-
arinnar er einnig gert ráð
fyrir því að í haust verði hætt
endurkaupum afurðalána af
hálfu Seðlabankans og þessi
viðskipti að öllu leyti færð til
viðskiptabanka og sparisjóða.
Það hefur lengi verið álit Fé-
lags íslenskra iðnrekenda að
þessa skipulagsbreytingu eigi
að gera. I fréttatilkynningu
ríkisstjórnarinnar segir:
„Venjuleg afurðalán frá
viðskiptabönkum út á útflutn-
ingsframleiðslu verða fram-
vegis ekki lægri en 75%.“
Meðan núverandi kerfi er enn
við lýði eða hlutfall afurða-
lána með einhverjum hætti
ákveðið af stjórnvöldum,
verða allir að sitja við sama
borð, hvort sem þeir fram-
leiða til útflutnings eða fyrir
innlendan markað. Að öðrum
kosti yrði viðhaldið þeirri
mismunun í fjármögnun
fyrirtækja, sem núverandi
kerfi hefur haft í för með sér.
í umræðu um vanda sjávar-
útvegs og ráðstafanir vegna
hans að undanförnu hafa
heyrst raddir um að nauð-
synlegt sé að greiða niður
kostnað útgerðar eða styrkja
hann með öðrum hætti við nú-
verandi aðstæður, þ.e. að taka
upp styrkja- eða millifærslu-
kerfi. Með greiðslu bóta úr
Aflatryggingasjóði, sem nú
þafa verið hækkaðar tíma-
bundið úr 4% í 7% af afla-
verðmæti, er nánast um milli-
færslur að ræða, þótt fjár-
mögnun þeirra sé enn um
margt óljós. í frétta-
tilkynningu ríkisstjórnarinn-
ar segir, að með hækkun bót-
anna nú sé verið að endur-
greiða söluskatt af smurolíu
og önnur opinber gjöld af olíu
til fiskiskipa. Hér má benda á,
að einfaldasta leiðin til að af-
nema söluskatt og önnur op-
inber gjöld af rekstrarað-
föngum fyrirtækja er að taka
upp virðisaukaskatt.
Vegna umræðu um málefni
sjávarútvegsins leggur Félag
íslenskra iðnrekenda áherslu
á að allar styrkja- og milli-
færsluaðgerðir til lausnar
vanda sjávarútvegsins ganga
algjörlega í berhögg við þær
efnahagslegu forsendur, sem
þátttaka íslendinga í fríversl-
un innan EFTA og með samn-
ingum við Efnahagsbanda-
lagið byggir á.
FÍI vill enn einu sinni
minna á að uppbóta- og milli-
færslukerfi samrýmist ekki
þeirri fríverslun sem er for-
senda aukinnar framleiðslu
og útflutnings okkar íslend-
inga.