Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 12
12 MORGTJNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 Rúmlega tvítugur brezkur flugliði, Paul Davies, var nýlega sýknað- ur af ákærum um að hafa útvegað ungverskættaðri konu upplýs- ingar, sem voru hernaðarleyndarmál, þegar hann var í brezka flughernum á Kýpur (eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu). Því var haldið fram að konan, sem var kölluð „Mata Hari", hefði staðið í tengslum við sýrlenzku leyniþjónustuna, en Davies neitaði þeirri ásökun. Myndin var tekin fyrir utan Old Bailey þegar réttarhöldun- um lauk. Enginn bilbugur á Margaret Thatcher London, 2. ágúst. AP. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, sem stundum er sökuð um að vera miskunnarlaus og einstrengingsleg, sagði í viðtali, sem haft var við hana í dag, að hún væri enginn „veikgeðja vingull". ,Ég hlýt að itanda við jtefnu mína og reyni ekki að vera neitt annað en ég er. I mínu starfi þarf að stjórna af skörungsskap, þar eiga ekki heima veikgeðja vinglar," sagði Thatcher í viðtali við óháðu sjónvarpsstöðina bresku nokkru eftir þinglausnir í dag. Kemur þingið ekki saman aftur fyrr en 22. október. í augum margra hefur síðara kjörtímabil íhaldsflokksins ein- kennst af erfiðleikum og ósigrum fyrir Thatcher og stjórnina. Þar ber hæst verkfall kolanáma- manna, sem staðið hefur í 20 vik- ur, og einnig árangursrík barátta sjö hverfastjórna í London gegn þeim fyrirætlunum stjórnarinnar að leggja þær af árið 1986. Þessar hverfastjórnir eru allar í höndum Verkamannaflokksins og í dag sögðu fjórir hverfastjórnar- fulltrúar af sér embætti til þess eins að knýja fram kosningar þar sem aðallega yrði tekist á um ákvörðun stjórnarinnar. Stjórn- völd halda því fram, að stjórnar- farslegar séu margar hverfa- stjórnir í London úreltar auk þess sem gífurlegur kostnaður sé við þær. Engar líkur eru taldar á að verkfall námamanna ljúki í bráð og er hugsanlegur kolaskortur far- inn að valda mönnum áhyggjum. Yfirmenn bresku ríkisrafveitn- anna hafa af þessum sökum tekið upp olíubrennslu í stað kola í mörgum raforkuverum og hafa þau skipti nú þegar kostað þær um 20 milljónir punda. Síðustu at- vinnuleysistölur benda svo til þess, að atvinnuleysið hafi aukist og séu nú 12,7% af vinnufærum mönnum atvinnulaus. ERLENT, Sovézka sendiráðið á Sakharov-torgi 1? Washington, 2. ágúst AP. LAGT HEFUR verið fram frumvarp í bandarísku öldungadeildinni um að svæðið, sem sovézka sendiráðið í borginni tekur yfir, verði skírt upp og kallað í höfuðið á andófsmannin- um og Nóbelsverðlaunahafanum Andrei Sakharov. „Þetta verður Sovétmönnum stöðug áminning um að banda- ríska þjóðin fylgist með málum Sakharovs og hefur áhyggjur af hver hefur orðið framvindan í því,“ sagði Alfonse D’Amato öld- ungadeildarþingmaður frá New York, sem á sæti í umhverfis- og bygginganefnd þeirri sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Fari svo verður sovézka sendi- ráðið að breyta heimilisfanginu úr 1125 16th St. Northwest í Andrei Sakharov-torg númer 1. Á TVEIMUR TÍMUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.