Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 f 17 Of framleiðsla í Reykj av íkurbré f i Sveinn Einarsson „Við vöknuðum upp í vor við 100 þúsund króna skuld frá því í fyrra og fórum að velta því fyrir okkur, hvernig við ættum að greiða hana. Þessi skuld var orðin okkur erfið, komin yfir á vini og vandamenn. Þá gerðum við samning við Bjarna Olafsson hjá Listahátíð og eygðum i honum von um að losna úr skuldun- um. Að hátíðinni lokinni ætluðum við að halda áfram og vorum farin að gera okkur vonir um að fá jafn- vel kaup í fyrsta sinn síðan leikhóp- urinn var stofnaður í fyrravor." Nú vona ég að ég verði sfðastur manna til að mæla bót aðstöðuleysi og féleysi ungra leikhópa og er það önnur og vond saga. En elsku vinir, til þessa var ekki efnt til Listahá- tíðar, hún er ekki atvinnubótavinna. ingartilvikum, varla þó þannig að hann beri leiklist atvinnumanna ofurliði að magni. Allar þessar hug- leiðingar eru að gefnu tilefni. Það er nefnilega hvorki skylda né nauðsyn, að öll aðildarfélögin taki þátt í há- tiðinni hverju sinni, en þá helst ef þau hafa eitthvað einstakt fram að færa. Næsta hátíð Frá listahátíðinni í vor er margs góðs að minnast. En hún stóð á þriðju viku og atriðin voru nálega fimmtíu, þar af mörg tvítekin, og því verður að segjast eins og er að hún fór úr böndum. Ég vil því leggja til, að næsta Listahátíð, sem haldin verður vorið 1986, verði skipulögð sem hér segir: Gengið sé út frá því í upphafi, að fyrir valinu verði sem næst 20 atriði og frá því ekki vikið, nema einstak- ur hvalreki komi í sjónmál síðar. Þetta svarar sem nemur 3 atriðum á hverja listgrein. En þar frá dregst, að kvikmyndalistinni er helguð sér- stök hátíð og danslist og bygginga- list hafa löngum þurft að láta sér nægja sem nemur einu atriði og kannski má við það una í þetta sinn. Bókmenntirnar, aðrar en leikbók- menntir, hafa og oft verið hornreka og vil ég ekki mæla því bót: nú er beinlínis þörf og skylda að hafa í heiðri penna og bók. Ef tvö atriði yrðu helguð bókmenntum næst, eitt danslist og eitt byggingalist (Gaudí?), þá er eftir sem áður svig- rúm fyrir þær listgreinar sem öðr- um fremur og venju samkvæmt mynda uppistöðu í listahátíðum, tónlist, myndlist og leiklist. Segjum að innlendum fulltrúum þessara listgreina yrði gert að velja tvö at- riði innlend úr hverri grein, ég myndi halda kannski að einhver ágreiningur kynni að rísa, en það yrði vandað til valsins! Eitt meiri háttar atriði úr hverri grein kæmi eftir Pálma Jónsson alþingismann Svo sem að líkum lætur er öðru hvoru fjallað um landbún- aðarmál í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins. Þótt stundum hafi skort nægilega þekkingu í skrifum þessum hefur þar oft verið ritað myndarlega og af skilningi á þýðingu þessa at- vinnuvegar. Óhætt er að segja að regin- djúp hafi verið staðfest á milli Morgunblaðsins og Dagblaðs- ins, síðar DV, í skrifum um þessi efni. Nú hefur hins vegar brugðið út af. í stuttum kafla um land- búnaðinn í Reykjavíkurbréfi blaðsins 22. júlí sl. kveður við nýjan tón. Þar verður hvorki sagt að ritað sé af þekkingu eða skilningi. Eftir að blaðið hefur fjallað um vandamál sjávarút- vegsins segir, að ekki megi gleyma því, „að önnur atvinnu- grein er orðin landsmönnum býsna dýr, svo ekki sé meira sagt.“ Er þar átt við landbúnað- inn. Það verður að telja óvenju- lega fákænsku af útbreiddasta blaði landsins að taka svo til orða um atvinnugrein, sem frá öndverðu hefur haldið lífi í þjóðinni, fóstrað hana gegnum allar aldir og er enn þann dag í dag ein af meginundirstöðum þess, að hér er hægt að halda uppi sjálfstæðu ríki. I framhaldi af þessu er rætt um offramleiðslu, sem búin sé að standa svo lengi, að hún sé óþolandi fyrir skattborgarana. Ekkert er vikið að því, sem gert hefur verið í þessum efnum, eða hvaða horfur eru framundan? Fyrir 1980 var mjólkurfram- leiðslan komin í 120 millj. lítra, en innanlandsneyslan hefur verið í kringum 100 millj. 1. á ári af mjólk og mjólkurvörum á síðari árum. Með samstilltu átaki bænda sjálfra og snörp- um aðgerðum stjórnvalda var brugðist við þessum vanda á þann hátt, að sæmilegu jafn- vægi var náð og mjólkurfram- leiðslan var 102— 106 millj. 1. í þrjú ár. Þá sáust öðru hvoru upphrópanir í blöðum um yfir- vofandi mjólkurskort. Á þessu ári hefur að vísu orð- ið nokkur aukning á mjólkur- framleiðslu, sem e.t.v. hefði mátt bregðast við með skjótari hætti en gert var, en fjarri fer því, að sótt hafi í gamla farið. Að sjálfsögðu er afar erfitt að miða slíka framleiðslu við nákvæmlega ákveðið magn, en flestir vilja að nóg sé jafnan til af mjóik og mjólkurvörum í landinu. Segja má, að slíkt jafnvægi hafi í aðalatriðum náðst síðan 1980. Á síðari árum hafa markaðir okkar fyrir kindakjöt erlendis þrengst og skilað lægra verði. Við þessu hefur verið brugðist á þann hátt, að sauðfé hefur fækkað í landinu á fimm árum um rúmlega 20%, eða um 180 þúsund. Þessi mikli samdráttur hefðbundinna búgreina hefur haft í för með sér gífurlega erf- iðleika fyrir bændastéttina og það er langt frá því, að afleið- ingarnar séu allar komnar fram. Samt hafa bændur brugðist við með framan- greindum hætti og ættu skilið viðurkenningu fyrir en ekki hið gagnstæða. Pálmi Jónsson „Á undanförnum árum hef ég varað við því að fara hraðar í samdrátt á landbúnaðarframleiðsl- unni en gert hefur verið vegna hættu á, að því fylgdi röskun, sem væri ekki einungis bændum heldur og þjóðfélaginu of dýr.“ En þetta hefur haft í för með sér erfiðleika fyrir fleiri en bændur. Samdrátturinn kemur einnig fram í rekstri vinnslu- stöðva og iðnfyrirtækja, af- komu þjónustuaðila, bygginga- fyrirtækja o.fl. og hefur því veruleg áhrif á hag kauptúna og kaupstaða allt í kringum landið. Hagsmunir strjálbýlis og þéttbýlis eru að sjálfsögðu fléttaðir saman, en úti á lands- byggðinni eru landbúnaður og sjávarútvegur þeir hornsteinar, sem allt annað hvílir á. Svo má raunar segja um þjóðfélagið í heild. Talað er um óþolandi ástand fyrir skattborgarana. Þar mun átt við útflutningsbætur. Þegar miðað er við þá fækkun, sem orðið hefur á bústofni síðustu árin, má reikna með að þörf fyrir útflutningsbætur fari nú mjög minnkandi, ef mjólkur- framleiðslan fer ekki að nýju úr böndunum. Framtíðarstefna að því er varðar útflutningsbætur og verðlagningarkerfi landbún- aðarins er hins vegar til með- ferðar hjá sérstakri nefnd á vegum stjórnarflokkanna. Út- flutningsbætur hafa reynst þýðingarmiklar til að tryggja verð á hluta af framleiðslu bænda. Öðrum þræði má líta á þær sem framlag þjóðfélagsins til þess að bændur gætu haldið við byggð í landinu á þann hátt sem orðið hefur. Án þeirrjr hefði þetta ekki tekist. Til * slíkra viðfangsefna verja ýms- ar þjóðir stórum fjárhæðum. Allar þjóðir Vestur-Evrópu verja einnig miklum fjárhæð- um til styrktar sínum landbún- aði. Það er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Á undanförnum árum hef ég varað við því að fara hraðar í samdrátt á landbúnaðarfram- leiðslunni en gert hefur verið vegna hættu á, að því fylgdi röskun, sem væri ekki einungis bændum heldur og þjóðfélaginu of dýr. Á meðan við erum að vinna upp nýjar búgreinar og nýja atvinnumöguleika verðum við nú að staldra við. Þótt að- stæður séu misjafnar eru sumar byggðir þannig staddar, að meira verður ekki dregið saman, án þess að byggðin falli. Við þurfum a.m.k. tíma til að skjóta fleiri og nýium stoðum undir afkomuna. Áður en við förum að kaupa bændur frá búum sínum, eins og Mbl. legg- ur til, verðum við að gera okkur grein fyrir afleiðingunum og. hvað við eigi að taka. Undir lok greinar sinnar seg- ir höfundur Reykjavíkurbréfs, að landbúnaðurinn sé „búinn að koma sér upp harðsnúnustu hagsmunabaráttusamtökum sem um getur á íslandi". Hér er ekki einungis um að ræða órökstuddan sleggjudóm, heldur algjört öfugmæli. Land- búnaðurinn, bændastéttin, hef- ur aldrei beitt hótunum eða þvingunum í sinni kjarabar- áttu. Er slíkt háttalag þó næsta títt í kjarabaráttu annarra stétta, sem stundum hafa hald- ið slagæðum þjóðfélagsins í greip sinni og gert sig líklega til að munda hnífinn, væri ekki gengið til móts við kröfur þeirra. Er sannarlega vandséð hvað liggur að baki slíkum öfug- mælaskrifum, sem ekki hafa annað í för með sér en að ala á tortryggni og sá rangsnúnum hugmyndum um landbúnaðinn og bændastéttina. Að skaðlausu hefði mátt stytta Reykjavíkurbréf um þann kafla sem hér hefur verið vitnað til. Þar var því um offramleiðslu að ræða. Reykjavík, 1. ágúst 1984. Pílmi Jónsaon er þingmndur SjÁlfstipóLsflokksins í Norður- Undskjördæmi restrn, hann rar landbúnaðarráðherra 1980—83. Listahátíð er annars vegar ætlað að gefa landsmönnum kost á að heyra og sjá það sem hæst ber í list um- heimsins, hins vegar að koma á framfæri því besta, sem skapað er hér við ysta haf og ekki síst því sem ella væri erfitt að ráðast í skipu- lagslega eða fjárhagslega. Og ekki sakar þegar þessu tvennu slær sam- an og hinn erlendi listviðburður ski- lur eftir sig frjókorn og ekki vökula minningu eina. Listahátíð er heldur ekki vett- vangur fyrir ýmiss konar yfirlits- sýningar aðildarfélaga, sem skera sig ekki að gæðum úr þvi sem jafn- aðarlega er á boðstólum þau tvö ár, sem líða milli hátíða; sama máli gegnir um suma hljómleika. Enn fremur er það spurning hvort leik- flutningur áhugamanna á erindi á Listahátíð, nema i undantekn- svo tn vioDOtar ira utionaum log með öllu ástæðulaust að fá sinfóniuhljómsveit að utan á hverja hátíð, en kannski Comedie Fran- caise í alvöru i þetta sinn og af raunverulegum áhuga!). Siðan yrðu svo fimm til sjö atriði til ráðstöfun- ar, eftir því hvað bitastæðast væri í boði og til þess að sinna öllum ald- urshópum áhorfenda. Þessum atrið- um mætti dreifa á tvær vikur, þannig að árekstralaust verði að kalla, en meiri áhersla siðan lögð á að koma einstökum atriðum út til landsbyggðarinnar. Sem sagt: Minni umsvif, strang- ari gæðakröfur. Sreinn Einarsson er leikstjóri og fyrrrer- andi Þjóðleikhússtjóri og leikhússtjóri LR. rykkur í þátíð skrykkti (en hvorki skrykkjaði né skrykkaði). íslensk sagnorð beygjast á ýmsa vegu, og þeim er skipað í marga beygingarflokka eftir þvi. Vitað er, að einn þessara flokka er í örum vexti og sogar til sín obbann af öll- um nýjum sagnorðum, sem bætast við orðaforðann nú á timum, hvort sem þau eru tökuorð eða smiðuð úr innlendu efni. Þetta eru veikar sagnir, sem enda á -aði i þátið. Af þessu leiðir, að aðrir beygingar- flokkar sagna eiga í vök að verjast. Það er þvi ekki með öllu mein- laust að lofa ekki sögninni skrykkja að fylgja sinum gamla flokki. Við þurfum ekki siður að hlynna að beygingarflokkum, sem standa höll- um fæti, en einstökum orðum eða orðasamböndum. Beygingunni skrykkja — skrykkti — skrykkt veitir ekki af liðsstyrk Morgunblaðsins — ölhim, og raunar allra íslenskra fjöl- miðla. Til glöggvunar skulu sýndar helstu beygingarmyndirnar í nútíð og þátíð. NÚTÍÐ: ég skrykki, þú skrykkir, hann/hún skrykkir, við skrykkjum, þið skrykkið, þeir/þær/þau skrykkja. ÞÁTÍÐ: ég skrykkti, þú skrykktir, hann/hún skrykkti, við skrykktum, þið skrykktuð, þeir/þær/þau skrykktu. Áð fenginni þessari beygingu í framsöguhætti fara allir, sem ís- lensku kunna, sjálfkrafa rétt með beygingarmyndir viðtengingarhátt- ar, sem eru aðeins að litlu leyti frábrugðnar. Þá er það gerandnafnið. Sá, sem skrykkir, má auðvitað heita skrykk- dansari sem fyrr sagði, en ef svo vill verkast, má líka hugsa sér að leiða nafn hans af stofni sagnorðsins. Þá liggur nokkuð beint við, að gerand- nafnið verði skrykkir (sem ætti að beygjast líkt og læknir), en fleirtal- an yrði ofurlítið andkannaleg (skrykkjar — (um) skrykkja o.s.frv.), svo að ég á ekki von á, að það orð nái skjótum vinsældum. Þá er að bregða á annað ráð, og mér dettur helst i hug að stinga upp á orðinu skrykkill, i fleirtölu skrykklar. Það orð finnst mér eins og spriklandi af lifi, og á það ekki einmitt svo að vera? Bið ritstjórn Mbl. að taka þessar ábendingar til vinsamlegrar athug- unar. Baldur Jónsson er dósent rið Hi- skóla íslands og formaður ís- lenzkrar málnefndar. Offramleiðsla í landbúnaði Þótt athygli manna beinist nú mjðg aö sjávarútveginum vegna þess, að þar er að finna lykilinn að áframhaldandi 1 Itilli verdbólgu má ekki gleyma því, að I ðnnur atvinnugrein er orðin lands- I mönnum býsna dýrkeypt, svo ekki verði I meira sagt. Pyrir nokkrum dðgum var frá því I skýrt hér í Morgunblaðinu, að í Fœreyj- 1 um helltu menn niður mjólk vegna þes9 I að vinnsla í osta og aðrar mjólkurvörur I væri óhagkvæm, þar sem lágt verð feng- I ist fyrir hina fullunnu vöru. Þessi frétt I vekur 9purningar um þaö, hvort það sé 1 kannski ódýrari kostur að kaupa mjólk- I ina og hella henni niður en vinna úr J henni aðrar afurðir. Auðvitað reka ein- I hverjir upp kvein yfír því að slík hugsun 1 skuli vera opinberuð. En sannleikurinn I er sá, að það er ekkert grín hversu mikið I fé skattgreiðendur á íslandi greiða í I offramleiðslu á landbúnaðarvörum. Það I verður að leita allra skynsamlegra leiða I til þess að draga úr þeirri framleiðslu. Offramleiðslan er gamalt vandamál. Hún er hins vegar búin að standa svo | lengi, að þetta er einfaldlega orðið óþol- andi ástand fyrir skattborgarana i land-1 inu. Það er ekki lengur frambærilegt að| flytja osta út fyrir brot af kostnaðar- verði. Það er heldur ekki hægt að verja| þá miklu umframframleiðslu á dilka- kjöti, sem á sér staö hér ár eftir ár. Viðl verðum að verja ákveðnum fjármunuml til þess að kaupa þessa framleiðendur I frá því að halda framleiðslunni áfram. [ Það er ódýrara fyrir þjóðarbúið þegar | fram í sækir en óbreytt ástand. Hinar gömlu og hefðbundnu atvinnu- greinar okkar standa frammi fyrir I vandamálum, sem eru í raun sama eðlis I og vandamál gamalla atvinnugreina í [ Evrópu og Bandaríkjunum. Við óbreytt- ar aðstæður standast þær ekki lengur | samkeppni. Landbúnaöurinn er búinn j að koma sér upp harðsnúnustu hags- munabaráttusamtökum, sem um getur á I íslandi. Sjávarútvegurinn kemst ekki I með tærnar, þar sem landbúnaðurinn er með hælana í þessum efnum Við höfum hins vegar ekki lengur efni á þessari vitleysu. Þess vegna er nú komið að þvi | að segja hingað og ekki lengra: Það á | eftir að koma í Ijós, hvort pólitísk sam- staða er fyrir hendi og hvort pólitískt I bolmagn er til í landinu til þess að | stöðva ágengni hagsmunasamtakanna. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.