Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGtJST 1984 Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna hefst í dag: Bandaríkjamönnum spáð sigri í flestum greinum Los Angeles, 2. égúst. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaðsins. Undankeppnin í frjólsíþróttakeppni Ólympíuleikanna, sem jafnan er hvaö mest í sviösljósinu ó slíkum leikum, hefst é morgun, föstudag. Alls veröur keppt (41 grein og án efa eiga mörg heimsmet eftir aö falla. Bandaríkjamenn eru meö yfirburöaliö ( frjélsum íþróttum og eiga eftir aö sópa til sín verölaunum. Gert er réð fyrir því aö Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis vinni fern gullverðlaun og yröi þaö í fyrsta skipti sem slíkt geröist í frjélsum (þróttum síöan biökkumaöurinn Jesse Owens vann þaö afrek é leikunum í Berlín 1936. Sérfrœöingar spé Bandaríkjamönnum allt aö 55 verölaunum — þar af 33 gullverðlaunum. • Carl Lewis er talinn Kklegur sigurvegari (fjórum greinum é Ólymp- íuleikunum. Fimieikar: Rúmenar unnu liða- keppnina Los Angelos, 2. ágúst. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgun- blaósins. Rúmenska fimleikalandsliö- iö sigraöi í liðakeppni kven- fólksins é Ólympíuleikunum ( gar. Sigurinn var naumur — aóeins eitt stig skyldi liö Rúm- eníu og bandarísku stúlkn- anna aö. Bandarísku stúlkurnar ætl- uöu sér aö leika sama leikinn og landar þeirra í karlaliöinu: aö ná sér í gull, og litlu munaði aö kraftaverkiö geröist — draumur þeirra yröi aö veru- leika. Rúmenar fengu 392,20 stig eftir tveggja daga keppni en Bandaríkjamenn 391,20 stig. Minni gat munurinn varla veriö. Af öörum hápunktum keppn- innar á miövikudag var sigur Bandaríkjamanna í fjögurra kílómetra hjólreiöakeppni og grísk-rómverskri glímu, en þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn vinna til gull- verölauna í þessum greinum á Ólympíuleikum. Aö kvöldi miövikudags höföu Bandaríkjamenn unniö 18 gull- verðlaun og 29 verölaun í allt. Kínverjar höföu unniö til 13 verölauna, þar af 6 gullverö- launa. Yfirburöir Bandaríkjamanna i körfuknattleiksíþróttinni eru hreint út sagt ótrúlegir. Bæöi karla- og kvennaliö þeirra ieika sér aö mótherjum sínum eins og köttur aö mús. í gær sigraöi bandaríska karlaliöiö liö Uru- guay meö 104 stigum gegn 63, og það fer ekkert á milli mála aö gullverölaunin fara til Bandaríkjamanna í þessari íþróttagrein. í nútíma fimmtarþraut sigr- aöi liö Ítalíu, en Bandaríkja- menn uröu i ööru sæti, hlutu silfur, og Frakkar brons. í ein- staklingskeppninni í fimmtar- þraut sigraöi ítali, Svíinn Ras- musson nældi í silfriö — hafn- aöi í ööru sæti. Þaö vekur mikla athygli hér á leikunum hversu vel banda- rísku áhorfendurnir styöja viö bakiö á sinu fólki. Þeir hrein- lega hvetja sína menn áfram beint á verölaunapallinn. Þá eru áhorfendastæöin eitt fána- haf — jafnt stórum sem smáum bandarískum fánum er veifaö í sífellu og bandarísku áhorfend- urnir kunna svo sannarlega vel aö meta glæsilega frammistööu sinna manna. Viö skulum líta á keppnisgrein- arnar og sjá hverjir eru líklegir sig- urvegarar — innan sviga er heims- metiö. 100 m hlaup (9,93 sek.): Lewis á best 9,99 sek. og er næsta öruggur sigurvegari i greininni. Brown og Graddy frá Bandaríkjun- um munu aö öllum líkindum berj- ast um silfurverölaunin en hugs- anlegt er aö Haas frá Vestur- Þýskalandi laumist upp á milli þeirra. 200 m hlaup (19,72 sek.): Lewis á best 19,84. Hann gæti sett heimsmet i greininni ef aöstæöur veröa hagstæöar. Félagi hans, Kirk Baptiste, á 20,05 sek. og þykir líklegur í annaö sætiö — og Italinn Mennea, fyrrum heimsmethafi, ætti aö ná þriöja sætinu. 400 m hlaup (43,86 sek.): Tekst Jamaica-manninum Camer- on aö sigra Bandaríkjamennina? Hann á best 44,58 sek. og á góða möguleika aö sigra McKay frá Bandaríkjunum og Sunder Nix. Þá eiga Nígeríumenn góöa 400 metra-hlaupara og gætu þeir sett strik í reikninginn. Hlaupi Oddur Sigurösson vel ætti hann aö kom- ast f undanúrslit og má vel viö þaö una. 800 m hlaup (1:41,73 m(n.): Þetta ætti aö veröa stórkostlegt hlaup — margir hallast aö því aö Bretinn Sebastian Coe sigri, en Brasilíumaöurinn Cruz og Banda- rfkjamennirnir Jones og Gray eru gífurlega sterkir. Þá gæti Hollend- ingurinn Rob Dröppers átt mögu- leika en hann á best 1:44,60 mín. í ár. 1500 m hlaup (3:30,77 mín.): Bretinn Steve Cram á ekki besta heimstfmann í ár í greininni en þykir samt sigurstranglegur. Bandaríkjamaöurinn Steve Scott gæti komiö á óvart og ekki má gleyma Bretanum Steve Ovett, sem er einn besti 1500 metra- hlaupari heims en er aöeins farinn aö gefa eftir. 5 km. hlaup (13:00,41 mín.): Þarna er erfitt aö spá um úrslit — þau gætu ráöist algjörlega eftir þvi hvernig hlaupararnir munu hlaupa hlaupiö. Bandaríkjamaöurinn Pat- illa, Finninn Martti Vainio, Portú- galinn Mamede og Bretinn Moor- croft veröa án efa í fremstu röö, en ekki er gott aö segja hver sigrar. 10 km hlaup (27:13,81 mín.): Bandaríkjamaðurinn Cummings á 4. besta tímann í heiminum í ár og veröur án efa sterkur á heimavelli en Italinn Albert Cova, sem er mjög sterkur á endasprettinum, gæti nælt sér í verölaun. Portúgal- inn Carlos Lopez, sem hlaupiö hef- ur á 27:17 mín. í ár þykir líklegur sigurvegari ef hann keppir í grein- inni. Hugsanlegt er aö hann keppi eingöngu í maraþonhlaupinu. 110 m grind (12,93 sak.): Án efa þrefaldur bandarískur sig- ur. Greg Foster hefur veriö bestur í greininni sföastliöin þrjú ár og sigrar. Finnar eiga sterkan hlaup- ara í Arto Bryggare. 400 m grind (47,02 tek.): Sigurvegari veröur Edwin Moses. Spurningin er aöeins hvort hann setur nýtt heimsmet. Sigri hann í greininni veröur þaö 106. sigur hans í röö. Bandaríkjamenn munu eiga þrjá fyrstu menn, aöeins Vestur-Þjóöverjinn Harald Schmidt á möguleika á aö velgja þeim undir uggum. 3 km hindrunarhlaup (8:05,4 mín.): Þar veröur erfitt aö segja um hver sigrar því margir koma til greina. Maraþonhlaup (2:08,13 klst.): Ástralíumaöurinn Rob de Castella hefur ekki tapaö hlaupi í tvö ár. Sjálfur segíst hann vera viss um sigur en Japaninn Seko gæti gert vonir hans aö engu. Bandaríkja- maöurinn Salaszar er einnig mjög sterkur hlaupari. 4 x 100 m boöhlaup (37,86 sek.): Eina spurningin hér er: setur bandaríska sveitin heimsmet? 4 x 400 m boðhlaup (2:56,16 mfn.): Enginn vafi á því aö Bandaríkin vinna — og aö sett veröur heims- met. Héstökk (2,39 m): Kínverjinn Zhu Jianhua þykir sigur- stranglegur en Þjóöverjarnir Tranhardt og Wögenburg eru lík- legir til aö vinna til verölauna. Stangarstökk (5,91 m): Amerfkaninn Mike Tully og Frakk- inn Vigneron munu mjög líklega berjast um gulliö. Langstökk (8,90 m): Lewis er næsta öruggur meö sigur og félagarnir Larry Myricks og Mike McRae munu tryggja Banda- I ríkjunum þrefaldan sigur ef aö lík- um lætur. Kúluvarp (22,24 m): Bandarfkjamenn þykja líklegir til aö vinna þrefalt en ftalinn Andrei Alessandro gæti þó hugsanlega komist upp á milli þeirra. Spjótkast (10430 m); Þarna er erfitt aö spá um verö- launahafa en fjórum mönnum er spáö góöum árangri, Tom Petran- off, Duncan Atwood, Einari Vilhjálmssyni og Finnanum Reimo Manninen. Tugþraut (8.798 stig): Þetta veröur einvígi milli Bretans Daily Thompson og heimsmethaf- ans Jurgen Hingsen frá Vestur- Þýskalandi. Enginn kemst meö tærnar þar sem þeir hafa hælana. Kringlukast (71,26 m): Þrír Bandaríkjamenn fara á verö- launapallinn — Powell, Wilkins og Burns, en hver þeirra hreppir gulliö er ekki gott aö segja. Þrístökk (17,52 m): Willie Banks, Bandaríkjunum, og félagi hans Mike Conley munu berjast um gullverölaunin. Rúmen- inn Bedrosian er góöur stökkvari og gæti komiö á óvart. QQP IMY ÞJOIMUSTA- MEIRA FYRIR PEIMIIMGANA KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ MYNDIRNAR SAMDÆGURS í FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKAGJALDS. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF LAUGAVEGI 178 tiú s a iii ■mtii • I iPi/ ■ a ■ OG NYJA HUSINU LÆKJARTORGI. nniimmniimmmimn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.