Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984
Listahátíö
í Reykjavík
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aóstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Deilt um
kaupmáttinn
innuveitendasambandið
hefur sent frá sér greinar-
gerð þar sem fram kemur að
kaupmátturinn verði jafnvel
ívið meiri á þessu ári en á síð-
asta ársfjórðungi 1983. Þessi
fullyrðing stangast á við sjón-
armið Alþýðusambands ís-
lands sem telur að í stað 3%
launahækkunar 1. september
næstkomandi, sem um var
samið í febrúar, sé nauðsynlegt
að hækka launin um 7% þenn-
an dag til að ná markmiðum
kjarasamninganna frá 21.
febrúar síðastliðnum, en þau
voru hjá Alþýðusambandinu að
tryggja sama kaupmátt á
samningstímanum, eða til 15.
apríl 1985, og var á 4. ársfjórð-
ungi 1983. Samkvæmt útreikn-
ingum Vinnuveitendasam-
bandsins, sem kynntir voru hér
í Morgunblaðinu í gær, ætti
kaupmáttur í ár að óbreyttum
samningum að verða 100,2 mið-
að við 100 á 4. ársfjórðungi
1983. í greinargerð Vinnuveit-
endasambandsins er á það
bent, að kaupmáttarstigið
verði 99,9 í ár samkvæmt út-
reikningum Alþýðusambands-
ins, sé tekið mið af félagslegu
aðgerðunum á liðnum vetri og
þær metnar sem aukning á
kaupmætti, en að öðrum kosti
99,2 stig.
Ætli Alþýðusambandið að
vera sjálfu sér samkvæmt og
byggja á sama grunni og lagð-
ur var með samningunum í
febrúar, er mikilvægt að sam-
staða náist um það milli for-
ystumanna Alþýðusambands-
ins og vinnuveitenda, hvað þá
greinir á um við mat á kaup-
mættinum. Vinnuveitendasam-
bandið telur að ágreiningurinn
standi um tvennt: Alþýðu-
sambandið spái meiri verð-
bólgu frá upphafi til loka árs
1984 (14,3%) en Vinnuveit-
endasambandið (13,8%) og að-
ilar hafi ólíka afstöðu til áhrifa
félagslegu aðgerðanna síðast-
liðinn vetur á kaupmáttinn.
Nauðsynlegt er að þessi
grundvallarsjónarmið verði
rækilega skýrð út af aðilunum
til að allir fái sem skýrasta
mynd af efnisþáttum kjara-
deilunnar sem virðist í sjón-
máli. Að vísu er ljóst að þeir
sem vilja beita kjaravopninu í
pólitísku valdabrölti telja upp-
lýsingar eins og þær sem hér
hafa verið kynntar lítils ef ekki
einskis virði. Sjónarmið þess-
ara aðila eru gamalkunn, sem
sé að það nægi til að bæta
Iífskjörin að setja fram sem
hæstar kröfur og knýja fram
miklar prósentuhækkanir,
helst með hörðum átökum þar
sem andstæðingnum er sýnt í
tvo heimana.
Þeir sem vilja taka mark á
reynslunni vita að háu kröf-
urnar og offors við að knýja
þær fram leiða ekki að jafnaði
til þess að pyngja launþegans
þyngist. Krónunum í henni
kann að vísu að fjölga um
stundarsakir, en þær eru létt-
ari en hinar sem hann átti áður
nema raunveruleg verðmæta-
sköpun búi að baki launahækk-
unum. Pappírsákvarðanir á
sáttafundum auka því miður
ekki þjóðarframleiðsluna.
í greinargerðinni um kaup-
máttinn leiðir Vinnuveitenda-
sambandið líkur að því að 7%
launahækkun 1. september
muni sprengja 5% rammann
sem ríkisstjórninn hefur sett
um gengissig á árinu; ríkis-
stjórnin muni sjá sig knúna til
að fella gengið í því skyni að
afstýra atvinnuleysi. Er þetta
rétt mat hjá vinnuveitendum?
Við þessari spurningu er nauð-
synlegt að fá svar á næstu dög-
um.
ólgan í efnahagslífi þjóðar-
innar er mikil, umbrotin á pen-
ingamarkaðnum eru rétt að
byrja, framtíð sjávarútvegsins
er enn í óvissu. Við þessar að-
stæður ættu forystumenn
launþega og vinnuveitenda að
taka höndum saman og leitast
við að sameinast um þær að-
gerðir sem þeir telja skynsam-
legastar til að skapa festu og
jafnvægi. — Ef niðurstaðan í
greinargerð Vinnuveitenda-
sambandsins er rétt, ber ekki
mikið á milli.
NT og SÍS
Strax eftir að Tíminn skipti
um föt og klæddist í blá-
gulan skrúða NT, var ljóst, að
afstaða málgagns Framsóknar-
flokksins til SlS og sambands-
fyrirtækja hafði ekkert breyst.
NT er einskonar sjálfvirkur
málsvari SÍS með sama hætti
og Tíminn áður eins og skýrt
kom fram í forystugrein NT í
gær, þar sem því er lýst hvílík
fásinna það sé, að Hagkaup og
Vörumarkaðurinn hafi leitað
eftir leigu á sláturhúsi Kaupfé-
lags Skagfirðinga.
NT fjallar ekki um málið
með hliðsjón af hagsmunum
bænda, heldur lítur á slátur-
húsið á Sauðarkróki sem mál-
gagn stjórnar SÍS og kaupfé-
lagavaldsins. Þannig staðfestir
NT enn einu sinni að það er
málgagn SÍS-valdsins og að-
stöðunnar sem kaupfélögin
hafa en ekki þeirra sem við
stórfyrirtækið verða að skipta.
— eftirSvein
Einarsson
Það þættu heldur misvitrir*og
óábyrgir spaugarar, sem legðu tog-
ara um óákveðinn tíma í refs-
ingarskyni, vegna þess að í einum
veiðitúr hefði ekki þótt fá nóg fyrir
aflann. Listahátíð í Reykjavík hefur
nú verið haldin hér á lslandi annað
hvert ár í hálfan annan áratug. Svo
virðist sem einhverjir dragi í efa, að
sú útgerð borgi sig. Nú verður auð-
vitað aldrei lagður sami mælikvarði
á togaraútgerð og listahátíðir, fyrra
dæmið er hægt að gera upp að
bragði (eða ætti að vera það), hið
síðara seint eða aldrei, enda af-
raksturinn aldrei tiundaður í tölum
einum. Útgerð er nefnilega hægt að
stunda hallalaust (eða ætti að vera
það), eins og komið var inn á í
ágætri forystugrein í Morgunblað-
inu nýlega, en Listahátíð aldrei, ef
hún á að gegna hlutverki sinu af
nauðsynlegri reisn. Enn hefur von-
andi enginn haldið þvi fram að hinn
andlegi aflinn sé lifi þessarar þjóð-
ar óþarfur. Og Listahátíð er ein
þeirra veiðiaðferða sem sér til þess
að sá afli verði ekki þorskurinn
einn.
Nýafstaðin listahátíð
Tilefni þessara hugleiðinga er
auðvitað nýafstaðin listahátíð. Ég
hygg, að það sem þar tókst best hafi
ekki staðið að baki þvi sem minn-
isstæðast og frjóvænlegast hefur
reynst frá fyrri listahátíðum. En
aðsókn varð minni en efni stóðu til
og halli meiri en æskilegt er og þvi
hafa sprottið eðlileg og að mörgu
leyti nytsamleg blaðaskrif. Það er
auðvitað harla litilmannlegt, ef
hver reynir að kenna öðrum um það,
sem ekki fór eftir vonum, en hins
vegar mega allir, sem að listahátíð
standa, jafnt launaðir starfsmenn,
framkvæmdastjórn og fulltrúaráð
taka svolítið í hnakkadrambið á sér,
„Tilefni þessara hugleið-
inga er auðvitað nýaf-
staðin listahátíð. Eg
hygg, að það sem þar
tókst best hafi ekki stað-
ið að baki því sem minn-
isstæðast og frjóvænleg-
ast hefur reynst frá fyrri
listahátíðum. En aðsókn
var minni en efni stóðu
til . . . “
líkt og útgerðarmennirnir, og hugsa
málin. Hinu skulum við þó ekki
gleyma, sem bent hefur verið á af
forsvarsmönnum Listahátíðar, að
hún nýtur hlutfallslega miklu minni
opinberrar fyrirgreiðslu en sam-
bærilegar hátíðir í grannlöndunum,
líkt og Þjóðleikhúsið borið saman
við svipuð leikhús erlendis, og er
það í sjálfu sér ekki nema gleðilegt
að ekki er þörf á meiru, svo fram-
arlega sem menn rjúka ekki upp og
vilja ganga af fyrirtækinu dauðu, þó
að einu sinni útaf beri.
Forsaga
Undirritaður hefur setið í fram-
kvæmdastjórn Listahátíðar nokkuð
oft, fyrst 1970, þegar hátíðin var
sett á laggirnar, og síðast 1980, og
því haft tækifæri til að fylgjast með
mótun hátíðarinnar og þeim vanda-
málum, sem stinga upp kollinum i
hvert nýtt skipti (og að sumu leyti
stafa af of tíðum mannaskiptum við
stjórnvölinn). Sumt af þessu hefur
sögulegar forsendur. Listahátíð í
Reykjavík á sér þrenns konar ræt-
ur. Vladimir Ashkenazy, sem þá
(1968—1969) var búsettur hér á
landi og hefur þótt nóg um einangr-
unina og fábreytni þess sem í boði
var á menningarsviðinu, kom að
máli við menntamálaráðherra og
borgarstjóra og benti á hver menn-
ingarauki mörgum þjóðum hefði
verið að listahátíðum. Fulltrúar
ríkis og borgar létu ekki brýna sig
oft og gengu heilshugar til leiks, en
Ashkenazy bauð fram aðstoð sína,
sem síðar hefur reynst ómetanleg,
ekki aðeins listrænt heldur og fjár-
hagslega, hann hefur átt milligöngu
um að fá hingað suma helstu alþjóð-
alistamenn, sem á hátíðinni hafa
komið fram og fyrir annað og
minna kauð en tíðkast. 1 annan stað
hafði forstöðumaður Norræna húss-
ins, Ivar Eskeland, en húsið var þá
að opna, hugmynd um að nýta húsið
og norræn sambönd þess til að
koma á fót listahátíð. Síðast en
ekki síst var það gamall draumur og
baráttumál Bandalags ísl. lista-
manna að efna til listahátíða, og
það hafði bandalagið reyndar gert
nokkrum sinnum áður og síðast
1964, en án þess þær listahátíðir
yrðu að fastbundinni stofnun með
árvísu hátíðahaldi. Þessar þrjár
hugmyndir voru síðan gerðar að
einni og ríki og borg hleyptu fyrir-
tækinu af stokkunum með talsverð-
um glæsibrag.
íslensk list og erlend
Tengslin við íslenska list og lista-
menn eru treyst með setu valinna
fulltrúa listafélaga og listastofnana
í fulltrúaráðinu. Um hug lista-
manna til Listahátíðar þarf ekki að
efast og má minna á, að hér um árið
gáfu margir listamenn vinnu sina
við Listahátíð svo að af henni mætti
verða. Hinu er ekki að leyna, að líka
hefur borið á því að menn hafa vilj-
að nota Listahátið sem tækifæri til
að koma sér á framfæri, og stafar
trúlega af þvi að aðild og þátttaka
innlendra aðstandenda hefur aldrei
verið skilgreind af neinni fyrirhyg-
gju. Því kom það óþyrmilega við
mig, svo að eitt dæmi af fleirum sé
tekið, er ég las viðtal við leikflokk-
inn Svart og sykurlaust i Þjóðvilj-
anum 18. þ.m. Þar segir orðrétt:
Skrykkdans eða ski
— eftir Baldur
Jónsson
Herra ritstjóri!
í Morgunblaðinu 29. júlí eru
greinar um skrykkdans eða skrykk,
sem nú er farið að nefna svo. Ég
fagna því, að Morgunblaðið skuli
halda þeim orðum fram og vil fyrir
mitt leyti þakka fyrir það. Hug-
mynd að þeim nafngiftum kom upp
í samtali fyrir nokkrum vikum, þeg-
ar blaðamaður frá Mbl. hringdi til
min til að spyrjast fyrir um islenskt
orð yfir e. „break-dance". Við kom-
um okkur saman um, að dansinn
gæti heitið skrykkdans á íslensku
eða einungis skrykkur eins og blaða-
maðurinn stakk upp á. Orðið skrykk-
ur væri karlkyns og beygðist (í ein-
tölu): skrykkur — (um) skrykk —
(frá) skrykk — (til) skrykks. I fyrstu
gætti einhverrar óvissu um kynferði
orðsins og beygingu. Þess vegna bað
ég fyrir athugasemd, sem Velvak-
andi birti um það efni 21. júní sl. Ég
vona, að þetta atriði sé nú orðið
sæmilega Ijóst, þó að einhverrar
óvissu virðist enn gæta um þágu-
fallið í blaðinu i gær (ef ekki er þá
um prentvillu að ræða). En ég hefi
ekki miklar áhyggjur af þessu. Ef
Morgunblaðið tekur að sér að halda
fram orðinu skrykkur og réttri beyg-
ingu þess, ætti því máli að vera
borgið.
En hér kemur fleira til, sem
minna var rætt um í upphafi. Hvað
heitir athöfnin að dansa skrykk, og
hvað heitir sá, sem dansar? Því er
að vísu auðsvarað með þvi að nota
þessi sömu orð, dansa skrykk (eða
skrykkdans), og kalla þann, sem
dansar, skrykkdansara eins og þegar
er farið að tíðkast. En eðlilegt er, aö
menn vilji líka geta gripið til sagn-
arinnar skrykkja og jafnvel mynda
gerandnafn af henni um dansarann,
eins og blaðamaður frá öðru blaði
spurði mig um nýlega. í Mbl. i gær
er einmitt notuð sögnin skrykkja, og
hún hefir sést i blöðum áður. Ekki
er nema gott um það að segja, en þá
verður að virða þá beygingu, sem
þetta sagnorð hefir alla tið haft, uns
þessi sérkennilegi dans kom til sög-
unnar. Kennimyndir eru: skrykkja
— skrykkti — skrykkt Sögnin heitir
sem sé skrykkja (ekki skrykka) og er
Baldur Jónsson