Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 25 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Fuglalíf Tjarnarinn- ar og íslensk skordýr Náttúruverndarrélag Suðvesturlands fer ekki í ferð laugardaginn 4. ágúst en vill benda áhugasömum náttúruunnendum, sem heima sitja á höfuðborg- arsvaeðinu um verslunarmannahelgina, á hið fjölbreytta fuglalíf Tjarnarinnar og sýningu á íslenskum skordýrum í Norræna húsinu. A Tjörninni eða í nágrenni henn- ar hefur verið hægt að sjá eftir- taldar tegundir: Stokkönd, garg- önd, duggönd, skúfönd, æðarfugl, grágæs, sílamáf, hettumáf, kríu, tjald, stelk, hrossagauk, sandlóu, heiðlóu, þúfutittling, starra, skóg- arþröst, auðnutittling og máríerlu. I anddyri Norræna hússins hefur verið komið fyrir sýningu á ís- lenskum skordýrum. Sýningin er á vegum Náttúrufræðistofnunar ís- lands og mun standa til 13. ágúst. Ýmsir erfiðleikar eru því sam- fara að sýna íslensk skordýr, þar sem flestar tegundanna eru smáar og því oft lítill munur á tegundum sjáanlegur með berum augum. öll dýrin á sýningunni eru þurrkuð og sett á nálar. Mörg skordýr er ekki hægt að meðhöndla þannig og verða aðeins varðveitt í vökva. Af þeim sökum eru ýmsar gerðir ekki sýndar, sem annars eru áberandi I íslensku skordýrafánunni. Skordýrunum hefur verið komið fyrir í fimm borðum. í tveimur þeirra eru ýmis skordýr úr ís- lenskri náttúru. I þeim eru fiðrildi og bjöllur mest áberandi, enda auð- veldast að sýna tegundir þeirra ættbálka. Þar eru einnig dægur- fluga, steinfluga, skortítur, netv- ængja, vorflugur, æðvængjur og tvívængjur. í öðru borði eru ýmis skordýr úr híbýlum, bæði meindýr og skaðlaus dýr. Sumar tegund- anna eru aðeins sýndar á myndum, þar sem ómögulegt er að sýna ein- tök af þeim við þessi skilyrði. Þá er borð með ýmsum erlendum skor- dýrum sem borist hafa til landsins, ýmist með vindum eða varningi. Að síðustu er borð með búum geitunga og hunangsflugna ásamt tilheyr- andi dýrum. I sambandi við sýninguna vill NVSV minna á tvær ferðir sem fé- lagið fór í ágúst í fyrra í ferða- röðinni „Náttúrugripasafn undir berum himni". í fyrri ferðinni fór NVSV fyrstu skordýraskoðunar- ferð fyrir almenning sem vitað er að farin hafi verið hér á landi undir leiðsögn sérfræðings, en seinni fer- ðin var viku seinna undir nafninu „Skordýr og trjágróður“. (Þessi „ferð“ var að vísu fyrirlestur enda „farin“ þegar áliðið var sumars og fá af þeim dýrum sem fjallað var um voru enn á kreiki eins og segir í kynningu.) Þessar ferðir eins og aðrar í þeirri ferðaröð fórum við til að vekja athygli á stöðunni í bygg- ingamálum Náttúrugripasafns Is- lands. Þá fundum við hve margir söknuðu þess að geta ekki séð skordýr í sýningarsal náttúrugrip- asafnsins, sem er til húsa í hinu þrönga og óhentuga húsnæði við Hlemm. Eftir rúma viku, laugardaginn 11. ágúst, byrjar NVSV sína þriðju ferðaröð og munum við kynna hana næstkomandi föstudag. Við höldum svo áfram ferðaröðinni „Umhverfið okkar" til skiftis við hina nýju. (Frá NVSV) Bær Höfðaströnd: Tvísett í kartöflu- garðinn B«, Hörðaströnd. 31. júlí. ÞOKUSÚLD hefur verið hér að undanfórnu og því lítill þurrkur enda er ísinn í nágrenni og andar mjög köldu af norðri af ísnum. Margir bændur eru þó búnir að hirða upp fyrri slátt og eru jafnvel byrjaðir á seinni slætti. Kartöfluuppskera verður víða góð og veit ég til að á einum stað var sett niður fyrsta maí, en 26. júlí var nokkuð tekið upp af ágætri uppskeru. Á sama stað var þá aftur sett niður í tilraunaskyni og telja menn fróðlegt hvort þar verði hægt að ná uppskeru svona seint á sumri. Laugardaginn 28. júlí var hús- ið, sem verið hefur í byggingu í Drangey, tekið í notkun og fyrst sofið í því þá nótt. Eins og ég hef getið um áður lagði Skagafjarð- arsýsla til efni í húsið, en Jón bóndi á Fagranesi og synir hans, sem hafa eyjuna á leigu, hafa komið húsinu upp. Húsið er tyrft á þaki, mjög vel frágengið og fellur vel inn í landslag Drangeyjar, enda stendur það á góðum stað á eynni. Eitthvað hefur verið um það að ferðafólk hafi heimsótt Drangey í sumar. _ Björn SKYGGNU- FILMU- FRAMKÖLLUN s antöS9>í!í A r samkvæmt ttröng- ustu gæðakrötum (ilmuframleiöenda: EKTACHROME, ILFOCHROME. FUJICHROME, AGFACHROME Sparið allt að 20% meö framköllunar- ávísunum sem aöeins fást hjá okkur. Ath. í sumar höfum viö opiö kl. 9—17. LAUGAVEG1178 SÍMI81919 NÝ SANIXRS TÓMATSÓSA Eftír margra ára vöruþróun, með bestu faanleg hraeftií og ótal bragðprófenir hefur okkur tekíst að ftamleíða fytsta flokks tómatsósu, sem nó feest á kynníngaiverðí. Veljum íslenskt. € Sanitas ♦ ■* tet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.