Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGOST 1984 15 Samkomulag um framtíð Hong Kong Samkvæmt því verður frjálst hagskipulag þar áfram við lýði Loodon, 2. kfÚBL AP. SIR Geoffrey Howe, utanríkis- rádherra Bretlands, kom í morg- un heim úr fór sinni til Kína og Hong Kong, þar sem hann kunngerði, að samkomulag hefði verið gert varðandi af- hendingu nýlendunnar til Kína, sem myndi tryggja hið frjálsa hagskipulag hennar. Howe átti fjögurra daga við- ræður við kínverska leiðtoga í Dollarinn lækkar aðeins London, 2. ágúst AP. DOLLARINN féll örlítið í verði f dag eftir metgengi síðustu daga. Pundið féll mjög gagnvart dollaran- um í gaer en rétti nokkuð úr kútnum ídag. Þegar kauphallarviðskiptum lauk í gær fengust ekki nema 1,3035 dollarar fyrir pundið en nú á miðjum degi var sú tala komin í 1,3065. Staðan gagnvart öðrum gjaldmiðlum var þessi ef miðað er við einn dollara: 2,9070 v-þýsk mörk; 2,4630 svissneskir frankar; 8,9255 franskir frankar; 3,2770 hollensk gyllini; 1.782,25 ítalskar lírur og 1,3059 kanadískir dollar- ar. í dag fengust um 245 japönsk yen fyrir dollarann. Gullverð hækkaði örlítið í dag þegar gengi dollarans minnkaði frá því, sem það var í gær. Peking og skýrði síðan frá niður- stöðum þeirra er hann var kom- inn þaðan til Hong Kong. Sagði hann, að fulltrúar Breta og Kín- verja myndu undirrita bráða- birgðasamkomulag um þetta í september. Blaðið Financial Times skýrir hins vegar svo frá í morgun, að þetta samkomulag geti „ekki dul- ið þá staðreynd, að sérhvert sam- komulag, sem gert er við Kín- verja, eigi allt undir góðum vilja valdhafanna í Peking hvað árangur snertir og þeim yfirlýsta vilja þeirra að varðveita Hong Kong, sem velmegandi eyju hins frjálsa framtaks á mörkum þess stóra landsvæðis, sem kommún- istar ráða.“ Utanríkisráðherrarnir Sir Geoffrey Howe og Wu Xueqian eftir viðræður sínar í Peking. Hleranir í Bretlandi Strassbourg, Frakklandi, 2. ágúst AP. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassbourg hefur kveðið upp þann úrskurð, að brezka rikisstjórnin hafi gerzt sek um mannréttindabrot með því að leyfa að símar grunaðra af- brotamanna séu hleraðir. Úrskurðurinn var samhljóða. Þar sagði að aðgerðir af þessu tagi sem væru samkvæmt brezkum lögum og væri framfylgt að minnsta kosti i Wales og Eng- landi, væru ekki réttlætanlegar og væri brot á persónufrelsi fólks. í lögunum er kveðið svo á um að liggi maður undir grun um að hafa framið alvarlegt afbrot og sím- hleranir gætu leitt til að málið upplýstist, séu hleranir heimilað- ar. _______, t t_____ Fjöldamorð- ingi dæmdur Aichorage, Alaxka. 28. júlf. AP. Tölvufræðingur, sem myrti einn þriðja allra íbúa heimabæjar síns var dæmdur í 634 ára fangelsi í dag. Maðurinn myrti alls 6 manns og særði tvo er hann gekk berserks- gang í smábænum McCarthy. Ætlaði hann að myrða alla íbúa bæjarins og freista þess að eyði- leggja olíuleiðsluna um Alaska. Noregur: Jákvæður við- skiptajöfnuöur Frá Jan-Erik Lauré I Osló. 2. ágúst. Viðskiptajöfnuður Norðmanna við útlönd varð jákvæður um 19,6 milljarða norskra króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er þetta 49,1% aukning frá þvf á síðasta ári, eða sem samsvarar 13,1 millj- arði norskra króna. Panasonic Endurtekur ævintýrið. 5 þriggja tíma VHS myndsegulbandsspólur í pakka á aóeins kr. 399.- spólan. Ekki kasta krónunni og spara aurinn. veljiö þaö besta frá Panasonic, stærsta VHS framleiöanda heims. Ath. fást nú líka í HAGKAUP Skeifunni Akureyri Niaróvik 180 180 180 180 180 VUHK> cassstts NVE180 VIDfiO CJtSSfiTTE itssiao VIDBO CASSBTT* NVB180 VIDRO CASSKTTB NVBiao VIDSO CASS8TT® NVEtSO VIIS 7Í1BS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.