Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 176. tbl. 71. árg. FÖSTIJDAGUR 3. ÁGÚST 1984 Prentsmidja Morgunbiaðsins Pólland: Bandaríkjamenn aflétta hömlum Vanjá, 2. áfút AP. Bandaríkja- stjórn hefur ákveðid að af- létta að nokkru leyti þeim hömlum sem settar voru f refs- ingarskyni við setningu her- laga í Póllandi 1981. skiptum og veita pólska ffugfé- laginu LOT lendingarleyfi 1 Bandaríkjunum. Kemur þetta í kjölfar náðunar sex hundruð pólitískra fanga í Póllandi fyrir skömmu. í frétt- inni segir ennfremur, að Banda- ríkjastjórn muni leggjast gegn aðild Póllands að Alþjóðagjald- eyrissjóðnum standi pólsk yfir- völd við heit sitt um náðun pólit- ísku fanganna. Túlkur, sem er með hendur fyrir aftan höfuð sitt, ræðir við flugræningja frönsku þotunnar að beiðni þeirra f Teheran í gær. Flugræningjarnir, sem töluðu arabfsku, gáfust upp skömmu síðar. Þetta kom fram fréttum hinn- ar opinberu pólsku fréttastofu í kvöld. Var hún staðfest af bandarískum sendiráðsstarfs- manni í Varsjá. Samkvæmt fréttinni munu Bandaríkjamenn aflétta banni við vísinda- og menningarsam- Arásir á Austur- Þjóðverja Bonn, 2. igúM. AP. SOVÉTMENN sökuöu í dag Vestur- Þjóðverja í annað sinn á viku um að reyna að grafa undan stjórnskipu- lagi Austur-Þýskalands. Stjórnmálaskýrendur telja að Sovétmenn séu nú æfir vegna leið- ara, sem birtist 1 málgagni aust- ur-þýska kommúnistaflokksins í gær, þar sem haldið er uppi vörn- um fyrir bætta sambúð þýsku ríkjanna. Vestur-þýsk stjórnvöld svöruðu þessum ásökunum ekki opinber- lega í dag, en ónafngreindur emb- ættismaður í Bonn sagði, að ljóst væri að Sovétmenn vildu ekki að Erich Honecker, formaður aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, færi í fyrirhugaða heimsókn til Vestur-Þýskalands í haust. „Þetta er mjög alvarleg gagnrýni hjá Sovétmönnum, og því er rökrétt að álykta, að Honecker verði ekki gert kleift að fara til Vestur- Þýskalands," sagði embættismað- urinn. E1 Salvador: Tóku 125 í gíslingu El Salvador. 2. ágÚHt AP. HÓPUR vopnaðra vinstri skæruliða réðst inn í banka í dag í úthverfi höfuðborgarinnar, San Salvador, og tók 125 manns í gíslingu. Bæði herinn og öryggislögregla landsins hafa umkringt bankann, en talsmaður skæruliðanna sagði að þeir krefðust þess, að allir lög- reglumenn og hermenn við bank- ann hyrfu á brott. Hann bætti því við að yrði ekki gengið að kröfu skæruliða gætu þeir ekki ábyrgst líf hinna 125 gfsla. Flugræningjarnir slepptu gíslunum eftir sprengingu Beirát, 2. ágóxL AP. ALLIR farþegar Boing 737-þotu franska flugfélagsins Air France, sem rænt var á leiðinni frá Frankfurt til Parísar í fyrradag og snúið til frans, eru við góða heilsu, en flugræningjarnir þrír létu þá lausa skömmu eftir hádegi í dag og gáfust upp stuttu sfðar. Flugræningjarnir sprengdu þó upp stjórnklefa þotunnar, áður en þeir létu farþegana lausa og gengu á vald írönsku lögreglunni. Þá hafði sá frestur runnið út, sem flugræningjarnir settu frönskum stjórnvöldum til að verða við kröfum þeirra um að leysa úr haldi fimm íranska hryðjuverkamenn. Voru þeir handteknir í Frakklandi árið 1980 og dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir reyna að ráða Shapour Bakhtiar, fyrrum forsætisráðherra írans, af dögum. Frönsk stjórnvöld neituðu að verða við kröfum flugræningj- anna. Farþegum flugvélarinnar var komið fyrir á hóteli í íran, eftir að þeim var sleppt, en búist var við að þeir færu til Frakklands á morgun, föstudag. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, sagði eftir að flug- ræningjarnir gáfust upp, að flug- ránið hefði verið mikil eldraun og franska þjóðin gæti nú andað létt- ar. Þotunni var rænt yfir Lúxem- borg og hafði skamma viðdvöl í Genf, Beirút, Larnaca og Kýpur áður en henni var snúið til Teher- an. Einni flugfreyju tókst að flýja úr flugvélinni í Larnaca, og öllum konum og börnum, sem voru með- al farþega, var leyft að yfirgefa hana í Teheran. Þá voru eftir 46 Fjörutíu ár eru liðin frá uppreisninni í Varsjá gegn hernámsliði Þjóðverja. Vesturveldin gátu ekki sent uppreisnarmönnum vopn og vistir flugleiðis og vegna aðgerðarleysis Rauða hersins, sem nálgaðist, var uppreisnin bæld niður eftir 63 daga. Myndin er frá óopinberri minningarathöfn um uppreisnina. Kross- inn er til minningar um þúsundir pólskra liðsforingja, sem Rússar tóku til fanga og voru myrtir í Katyn-skógi fyrr í stríðinu. karlmenn af 56 farþegum, flestir af frönsku bergi brotnir. Flugræningjarnir þrír, sem að sögn farþeganna töluðu arabísku, hótuðu að myrða einn franskan karlmann á klukkutima fresti ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. A.m.k. einu sinni virtust flugræn- ingjarnir, sem vopnaðir voru handsprengjum og hnifum, ætla að gera alvöru úr hótun sinni, en samkvæmt íranska útvarpinu tókst írönskum embættismönnum að koma í veg fyrir það. Einnig róaði ensk hjúkrunar- kona sem talar arabísku, flugræn- ingjana niður, með því að ræða við þá um alla heima og geima að eig- in sögn í tvo tíma, eða eftir að flugræningjarnir höfðu hótað að sprengja þotuna í loft upp. Segja Sakharov vinna af kappi Moskvu, 2. ágóat AP. HAFT er eftir sovéskum vtsinda- mönnum, að eólisfræðingurinn og andófsmaóurinn Andrei Sakharov „leggi hart að sér“ við vísindarann- sóknir. Sagði talsmaður hóps banda- rískra vísindamanna, sem nýkom- inn er úr heimsókn til Sovétríkj- anna, að mál Sakharovs hafi að minnsta kosti þrisvar sinnum borið á góma í viðræðum við sovéska vís- indamenn. Hann sagði ennfremur, að ekkert benti til þess að Sovétmenn sneru aftur að samningaborðinu i Genf til að ræða takmörkun kjarnorkuvig- búnaðar. Þó væru Sovétmenn hugs- anlega reiðubúnir að ræða einstök önnur atriði, sem lúta að afvopnun- armálum. Talsmaðurinn sagði, að sam- kvæmt frásögnum þriggja mismun- andi heimildarmanna úr hópi sov- éskra vísindamanna væri Sakharov enn á lifi og ynni af kappi að vis- indarannsóknum, enda þótt þeir hefðu ekki gefið upp hvar hann væri niðurkominn. Hins vegar fréttu bandarísku vísindamennirnir ekkert um konu Sakharovs, Yelenu Bonner, í ferð sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.