Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 Sigurður farinn að æfa Hinn snjalli leikmaöur Skagamanna, Siguröur Jónsson, ar nú óöum aö ná sór af meiöslum þeim, sem hann varö fyrir í vor. Hann hefur nú hafiö æfingar undir stjórn þjólfara síns, Harðar Helgasonar, en enn sem komiö er æfir hann einn og beinast æfingarnar einkum aö því aö þjálfa hné og vöðva, enn hann gekkst sem kunnugt er undir uppskurð á hné. Fljótlega mun þó Sigurður geta hafiö æfingar meö félögum sínum og vonir standa til aö hann taki þátt í lokabaráttu Skagamanna viö aö halda báöum „stóru bikurunum“ á Akranesi. Myndin var tekin í íþróttahúsinu á Akranesi þar sem Siguróur hefur æft. JG Gott gengi siglinga- strákanna ÍSLENSKU siglingamönnum gekk mjög vel í annarri keppni sinni hér á Ólympíuleikunum, í keppni á „470“-bátum í dag. Þeir náðu góöu starti og hjá fyrstu baujunni voru þeir ( 7. sæti og sigldu mjög vel. Þaö var meiri vindur nú en fyrsta keppnisdag- inn og þeim sem gengið haföi mjög vel í fyrstu keppninni gekk nú frekar illa. Jón og Gunnlaugur komu inn í 12. sæti og geta vel viö unaö — þeir voru hálfum metra á undan Vestur-Þjóöverjunum, sem unnu keppnina daginn áöur, í mark. „Ég er mjög ánægöur meö frammistöðu drengjanna,” sagöi Ari Bergmann, formaöur siglinga- Ólympíuleikarnir ganga vel: Sigur fyrir banda- rísku Ólympíunefndina Los Angelo*. 2. ágúst. Frá Þórarni Ragnarssyni, biaðamanni Morgunblaósins. Ólympíuleikarnir hér í Los Angeles hafa fengið fljúgandi start ef svo má aö orói komast, og ef svo fer sem horfir bendir margt til þess aö þeir veröi mikill sigur fyrir bandarísku ólympíu- nefndina. Allt hefur gengiö fram- úrskarandi og þeir sem spáóu því aö ýmislegt myndi fara úrskeiöis hafa ekki reynst sannspáir. Enn er verið aö ræða um manna á meöal hina stórglæsilegu setn- ingarathöfn. Hún fór fram úr öllum vonum og það sem á eftir hefur komiö hefur veriö í sama dúr. Keppendur hér á leikunum hafa allir lýst því yflr í blööum og sjón- varpi aó þeir séu einstaklega ánægöir meö keppnisstaöina, aö- búnaö, matinn og allt annaö sem aö þeim snýr. Ekki skemmir hiö Ijúfa Kaliforn- íuveöur og loftslag fyrir keppend- um. Þeir voru margir sem héldu því fram aó mengunin væri of mikil í Los Angeles til aö vel mætti til tak- ast á slíkri íþróttahátíö en himinn- inn hefur veriö silfurtær hér dag eftir dag og sést hefur til fjalla, sem þykir nokkuð óvanalegt hér um slóöir, og sólin hefur náö aö hella geislum sínum fyirr leikana í orðsins fyllstu merkingu. En þaö liggur mikil vinna á bak viö sltka leika — og hér starfa 50.000 sjálfboöaliöar kauplaust viö hin ýmsu atriöi varöandi keppnina. Allir gera þeir þetta af miklum vilja og gleöi og þaö sem einkennir starfsmennina hér á Ólympíuleikunum eru þægilegheit og elskulegheit. Allir eru vingjarn- legir og vilja allt fyrir mann gera og þrátt fyrir aö öryggisgæslan sé á stundum of mikil og geti jafnvel fariö í taugarnar á manni á stund- um er ekki hægt annað en dást aö Vatnsþétt utanhuss Thoro-efnin hafa um árabil verið notuð hér á íslandi meö góöum árangri. Þau hafa staöist hina erfiöu þolraun sem íslenzk veörátta er og dugaö vel, þar sem annaö hefur brugöist THOROSEAL vatnsþéttingaefni Thoroseal er sementsefni sem fyllir og lokar steinunum og andar eins og steinninn sem þaö er sett á. Thoro- seal má bera á rakan flöt. Thoroseal er vatnsþétt, flagnar ekki og er til í mörgum litum. ■i steinprýði Stórhöfða 16, sími 83340 — 84780. því hve öll keppnin og skipulagiö leikur í höndum ólympíunefndar Bandaríkjanna og þeim fjölmörgu sem vinna meö henni. Skipting verðlauna á leikunum Bandaríkjamenn hafa aukiö forskot sitt frá því í gær í baráttunni um verölaunin á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Þeir hafa hlotiö 29 veröiaunapeninga og þar af 18 gull. Næstir eru Kínverjar meö 13 verölaun og Vestur-Þjóöverjar hafa hlotiö 10 verölaun til þessa. Staöan í verölaunabaráttunni er annars þannig: silfur 9 Bandaríkin Kina V-Þýskal. Kanada Ítalía Bretland Ástralía Sviþjóö Rumenía Frakkland Holland Japan Sviss S.-Kórea Brasilía Kolómbía Perú Belgia Noregur Taiwan Finnland guii 18 6 3 3 4 1 0 0 1 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 brons 2 4 4 1 1 4 4 2 0 2 3 4 1 0 0 0 0 1 1 1 1 alls 29 13 10 7 6 6 6 5 4 4 4 4 2 1 1 1 1 1 1 1 1 sambands islands. „Þeir voru vel fyrir ofan mióju og vonandi veröur áframhald á þessari góöu frammi- stööu þeirra. Nú fór ekkert úrskeiöis og þaö var mikill og góöur hraöi á bátnum hjá strákunum," sagöi Ari. Svekktir kaupmenn ÞAÐ hefur valdiö kaupmönnum og veitíngamönnum hér ( Los Angeles miklum vonbrigöum aó víöskipti skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. Þeir áttu von á því aö viðskipti myndu allt aö þv( þrefaldast og nóg yröi aö gera frá morgni til kvölds. En raunin er önnur. Það hefur frekar dregiö úr viöskiptum, ef eitthvaö er, aö þeirra sögn, fólk viröist halda í dollarana — þaö er hrætt viö aö versla þegar þaö finn- ur aö veröiö er uppsprengt og sumir halda því fram aö feröa- mannastraumurinn, sem jafnan er mikill til Kaliforníu, sé ekki eins mikill og oft áöur — ekki eins mik- iö af hinum almenna feröamanni — þeir hafi verið hræddir um aö lenda í öngþveiti hér í borginni vegna Ólympíuleikanna og því eytt sumarleyfi sínu einhvers staöar annars staöar. Bandaríska sjónvarpsstööin ABC sjónvarpar frá leikunum frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld og gerir Ólympíuleik- unum aö sjálfsögöu óhemju góö skil. ABC borgaöi 250 milljónir dollara fyrir sjónvarpsréttinn og veröur því aö fá eitthvaö fyrir sinn snúö þegar hún selur auglysingar. Verö á auglýsingunum er hærra en áöur hefur þekkst og kostar 30 sekúndna auglýsing nú 175.000 dali — tæplega 530 þúsund ís- lenskar krónur, og þrátt fyrír þetta háa verö komast færri aö meö auglýsingar í sjónvarpinu en vilja. Auglýsingarnar munu án efa skila sér, því könnun sem fram fór í Bandaríkjúnum í gær sýndi fram á aö fjórir aö hverjum fimm Banda- ríkjamönnum fylgjast mjög grannt meö þessum glæsilegu Ólympíu- leikum. __ Jaðarsmótið um helgina Jaöarsmótiö, opið gólfmót, veröur haldið á Jaöarsvelli viö Akureyri um helgina. Keppni hefst í fyrramáliö og lýkur á sunnudag. Leiknar veröa 36 holur meö og án forgjafar. Ólympíublaðið Ólympíublaóiö, 2. tbl. 1. ár- gangs er komiö út. I blaöinu er kynning á öllum ís- lensku keppendunum á Ólympíu- leikunum í Los Angeles. Hreggviö- ur Jónsson, formaöur Skíöasam- bands islands, skrifar um Vetraról- ympíuleikana í Sarajevo í vetur og þátttöku islendinganna þar og Gísli Halldórsson skrifar grein sem ber nafniö „ísland og Ólympíuleik- arnir", svo eitthvaö sé nefnt. Ým- islegt annaö fróölegt er í blaöinu sem er 30 síöur aö stærð. Ritstjóri er Kjartan L. Pálsson og ábyrgöar- maöur Gísli Halldórsson. Qp -'SfT'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.