Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST1984
22
Blómaskálinn Vín:
Veitingarekstur
við Hrafnagil
Akureyri, 30. iúlt. '—*
„AÐSÓKN að þessum nýja
stað okkar hefur verið miklu
meiri og jafnari en við reikn-
uðum með, þannig að Akureyr-
ingar og ferðafóik virðast
kunna að meta það sem við
bjóðum upp á,“ sagði Hreiðar
Hreiðarsson, sem ásamt konu
sinni, Þórdísi Bjarnadóttur,
opnaði 20. júlí sl. nýjan blóma-
skála við Hrafnagil í Eyjafirði,
um 12 km frá Akureyri.
ur eins og er tæplega 100 manns í
sæti.
Hreiðar sagði að byrjað hefði
verið á byggingu skálans, sem er
um 550 fermetrar, í október sl. og
opnað hefði verið 20. júlí, eins og
áður segir. Hann gat þess að hann
hefði notið ómetanlegrar aðstoðar
Valdimars Valdimarssonar, mat-
reiðslumanns, og konu hans, Þur-
íðar Árnadóttur, við uppbyggingu
og fyrirkomulag veitingareksturs-
ins. Ekki er að efa, að Akureyr-
ingar eiga eftir að fjölmenna inn
að Hrafnagili, og segja má að
þarna hafi þeir eignast „Eden“
líkt og Sunnlendingar eiga í
Hveragerði. rj.
Blómaskálann nefna þau Vín, en
þau hjón reka jafnframt gróðrar-
stöðina Vín örlítið norðar í firðin-
um, neðan Kristness. í þessum
nýja skála verða seld blóm og
garðyrkjuafurðir, auk þess sem
stór veitingaskáli er þar, sem tek-
Blómaskálinn Vfn við Hrafnagil í Eyjafirði.
Ljósm. Mbl. GBerg
Þórdís Bjarnadóttir, Valdimar Valdimarsson, Þuríður Árnadóttir og Hreiðar
Hreiðarsson.
Sextugur:
Ingimar Sigurðs-
son Kópavogi
í dag er sextugur drengskapar-
maðurinn Ingimar Sigurðsson í
Kópavogi, Hraunbraut 41, sonur
Kristínar J. Jónsdóttur og Sigurð-
ar Jóhannessonar.
Ingimar Sigurðsson fæddist 3.
ágúst 1924. Hann kynntist
snemma á lífsæfinni örðugum
fjárhag en naut þess að eiga for-
eldra sem settu ofar veraldlegum
efnum hin andlegu gæði og grunn-
inn til sómasamlegs lífs.
Það hefur sannast á Ingimari að
hann hefur notið trausts sam-
ferðamanna sinna enda starfar
hann sem verkstjóri hjá Vegagerð
ríkisins — og hefur gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum, sem
samferðamenn hans hafa falið
honum. Hann hefur numið
járnsmíði og voru honum m.a. fal-
in ábyrgðarmikil störf fyrir stétt-
arbræður sína.
Þá er ekki úr vegi að geta þess
að Ingimar var einn af stofnend-
um Lionsklúbbsins MUNINS og
einn af fyrstu formönnum hans
starfsveturinn 1972—1973. Hann
var einn af þeim er fyrstum var
falin gerð stofnskrár Hjúkrunar-
heimilis aldraðra í Kópavogi —
enda bar hann það málefni í
hjarta sínu og vann þar fölskva-
laust að framgangi þess, enda er
nú svo komið að Hjúkrunarheimili
aldraðra í Kópavogi er glæsileg
staðreynd að Kópavogsbraut 1 —
málefni sem hann og aðrir Kópa-
vogsbúar báru fram til sigurs —
dæmigert um fórnfúst vinnu-
framlag og farsællega unnin störf.
Síðastliðinn starfsvetur hefur
Ingimar Sigurðsson verið svæðis-
stjóri á svæði 7 í Lionshreyfing-
unni á íslandi og kaus umdæmis-
stjóri hans, Svavar Gests, hann
LION fyrir apríl 1984 fyrir það að
hann lagði mikla rækt við hið yfir-
gripsmikla svæðisstjórastarf.
Mér er ljúft að minnast vinar
míns Ingimars, sem mikils
mannvinar og ber þar sérstaklega
hæst aðdáun barnabarna minna á
honum, en sjaldan veit ég meiri
ánægju hjá þeim en þegar þau
heimsækja hann.
Klúbbbræður þínir í Lions-
klúbbnum MUNIN senda þér ein-
lægar afmæliskveðjur.
Með kærum Lionskveðjum,
Stefán Trjámann Tryggvason
Metsölublad á hverjum degi!
ÞARF BILLIIMN ÞINN
Á HRESSINGU AÐ HALDA
AÐ AFLOKINNI VÆTUTÍÐ?
GAS BOOSTER BENSIN-
BÆTIRINN SÉR UM ÞAÐ
0,35 I duga í hverja 100 I og árangurinn verður þýðari gangur,
auðveldari gangsetning, betri nýting eldsneytis því efnið
eyðir alls kyns óhreinindum í eldsneytiskerfinu.
FÆST Á SHELL-BENSÍNSTÖÐVUM
Skeljungur hf
T M Y N
SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219
í HÚSI
HÖTEL ESJU
Þú fylgist með litmyndum þlnum
framkallast og kóplerast á 60
mlnútum. Framköllun sem ger-
ist vart betri.
Á eftir getur þú ráófært þig vió
okkur um útkomuna og hvernig
þú getur tekiö betri myndir.
Opið frá kl. 8—18.