Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984
Skarphéðinn Magn-
ússon - Minning
Fæddur 16. febrúar 1921
Dáinn 26. júlí 1984
Mig langar að minnast bróður
míns með örfáum orðum. Skammt
er milli lífs og dauða er sagt. Eng-
um dettur þó í hug að dauðinn sé
nálægur þeim sem hraustir eru og
hafa alla tíð verið. Guð einn ræður
dauðastund þótt mannleg hönd
reyni af fremsta megni allt til að
halda í lífsneistann. En höggið
verður meira á þá nánustu sem
eftir lifa, ef andlát ber að, með
þeim hætti sem varð þegar bróðir
minn Skarphéðinn lést, hraustur,
glaður að degi til og fram á kvöld
en dáinn fyrri part nætur. Hann
kvaddi okkur Katý og litlu Pálínu
Ósk með kossi á sunnudag vegna
þess að hann ætlaði að fara dag-
inn eftir og vera í burtu eina viku
með konu sinni á Laugarvatni, til
hvíldar og skemmtunar. Fréttin
barst á fimmtudagsmorgun eins
og reiðarslag. Hann sem var
hraustastur af okkur systkinun-
um, og kenndi sér einskis meins.
Ég gat ekki trúað þessu. Hann
hafði farið fyrir örfáum árum í
hóprannsókn hjá Hjartavernd af
því honum var boðið að koma og
þá reyndist allt í besta lagi, og
þótti alveg sérstakt að hann skyldi
aldrei hafa legið svo mikið sem
einn dag á spítala. Þó man ég eftir
einu skipti sem hann var talinn
sjúklingur um hríð þá 11 ára, en
hann tolldi ekki í rúmi því hann
fann engan lasleika og enginn sá
að hann væri veikur, en tvö systk-
ina hans yngri, Einar þá 8 ára og
ég 6 ára, vorum meira veik, með
skarlatsótt og öll í sóttkví í nokkr-
ar vikur og enginn mátti fara út.
Hann sagði mér seinna að hann
hefði ekkert verið veikur nema
hvað einn flekkur hefði verið á
fætinum en hefði verið ómögu-
legur yfir að komast ekki út allan
þennan tíma, en það hefði hjálpað
mikið að pabbi spilaði og tefldi við
okkur og hafði ofan af fyrir hon-
um. Jafnvel fór í fótbolta við hann
að mig minnir því stóra stofuborð-
ið var tekið upp í rúm á meðan.
Margt rifjast upp frá þessum ár-
um. Ég átti marga bræður og var
litla systir, yngst af hópnum og
enginn furða þó eftir mér væri lát-
ið þótt ég muni það ekki allt.
Én alla vega höfum við Héðinn
verið mjög samrýnd í gegnum ár-
in, ekki síst eftir að dóttir mín
fæddist en hún. var skírð Karítas
Skarphéðinsdóttir. Það var lengi
vonast eftir því að hann eignaðist
telpu. Héðinn var einstaklega
barngóður frá því ég man eftir
mér og alla tíð. Honum þótti vænt
um fósturbörn sín tvö ekki síður
en sín eigin börn og einnig þeirra
börn. Mér fannst hann halda upp
á þau öll en mest hafði hann af
Benedikt Bjarka að segja vegna
þess að hann var hér á Islandi en
hin tvö í Bandaríkjunum. Benni
var sólargeislinn hans enda oft
hjá afa og ömmu. Nú, svo var
kominn einn enn sólargeisli og
hefur hann verið skærastur sið-
ustu tvö árin að ég held en það var
Pálína ósk 2ja ára dóttir Karitas-
ar og hennar manns Lárusar. Síð-
asta gjöfin til hennar er óupptekin
því hún á að fá hana þegar hún
kemur i heimsókn næst og hafa
hana þar, til að leika sér að eins og
hann sagði. Þetta sýnir hvernig
hann hugsaði um börnin. Hann
hafði alltaf eitthvað fyrir þau sem
komu í heimsókn.
Skarphéðinn fæddist í Hnífsdal
16. febr. 1921 en þar bjuggu for-
eldrar hans Karítas Skarphéð-
insdóttir og Magnús Guðmunds-
son nokkur ár en þau fluttu til
ísafjarðar 1922 þar sem hann ólst
upp. Hann fór mjög ungur á sjó-
inn, fyrst á einn samvinnufélags-
bátinn Auðbjörn, þar sem bróðir
hans Þorsteinn var þá stýrimaður.
Síðan fór hann á ýmsa báta og
togara. Hann útskrifaðist úr
Stýrimannaskólanum 1950. Eftir
það var hann stýrimaður á skipum
sem ég man nú ekki hvað heita.
Nú síðast starfaði hann í Sunda-
höfn hjá Eimskipafélagi íslands.
Skarphéðinn giftist eftirlifandi
konu sinni, Aðalheiði Sigurðar-
dóttur, þann 6. júní 1953, hún mis-
sti fyrri mann sinn á stríðsárun-
um. Börn hennar og fósturbörn
hans eru bæði gift. Sigrún Jóns-
dóttir f. 14. nóv. 1938, gift Omer B.
Kundak, þau búa f Dallas, Texas,
og eiga tvö börn, öddu Cathaerine
og Jón Ali. Sigurður Ægir Jónsson
f. 20. mars 1943, giftur Helgu Guð-
mundsdóttur þau eiga einn son
Benedikt Bjarka sem fermdist í
vor. Tvo syni eignaðist Skarphéð-
inn með konu sinni, þeir eru:
Magnús f. 6. ág. 1949, hann hefur
búið með foreldrum sfnum, og
Reynir f. 10. des. 1952, hann býr í
Dallas, Texas, þeir eru báðir ógift-
ir og barnlausir.
Systkini Skarphéðins sem eftir
lifa eru tvö hálfsystkini, Sófus á
Akranesi og Hildur í Reykjavík og
tvö alsystkini, Einar í Reykjavík
og undirrituð.
Ekki má ég ljúka þessum orðum
án þess að minnas á áhugamál
hans en það var knattspyrnan.
Hann lét ekkert framhjá sér fara í
sambandi við knattspyrnuna
heima og heiman. Auðvitað var
iBl, isfirska liðið, hans uppáhald,
enda snerist hann fyrir þá sem í
því eru eins og hann gat þegar þeir
voru fyrir sunnan og kallaði þá
„strákana sína".
Héðinn bróðir var dóttur minni
góður og er ég honum þakklát
fyrir þá umhyggju og ást sem
hann veitti henni frá því hún
fæddist og alla tíð eins og faðir
væri. Adda mágkona átti sinn þátt
í því. Öddu og börnum hennar,
Sigrúnu, Ægi, Magnúsi, Reyni og
barnabörnum votta ég samúð
mína.
Pálína Magnúsdóttir
f dag verður til grafar borinn
frá Fossvogskapellu mágur minn,
Skarphéðinn Magnússon, stýri-
maður, Hraunbæ 92.
Hann var fæddur í Hnífsdal 16.
febrúar 1921, en ólst upp á ísa-
firði. Foreldrar hans voru Karitas
Skarphéðinsdóttir og Magnús
Guðmundsson. Þau hjón eignuðust
10 börn.
Það lætur að líkum að oft hefur
verið þröngt í búi hjá svo barn-
margri fjölskyldu á kreppuárum
fyrir stríð. Um skólagöngu um-
fram barnaskóla var ekki að ræða.
Að vinna baki brotnu var hlut-
skipti unglinga á þeim árum.
Skarphéðinn var aðeins 15 ára,
þegar hann bvrjaði sjómennsku á
bátum frá Isafirði. Hann lauk
prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1950. í rösk 40 ár
starfaði hann á bátum og togur-
um, sem háseti og síðar stýrimað-
ur. Síðustu árin starfaði hann sem
27
verkamaður í landi m.a. hjá Eim-
skipafélagi fslands.
Skarphéðinn kvæntist 1948
systur minni, Aðalheiði, sem þá
var ekkja eftir Jón Sigurgeirsson,
stýrimann, sem fórst með togar-
anum Max Pemberton á stríðsár-
unum, með tvö ung börn, Sigrúnu,
sem gift er í Dallas og Sigurð Ægi,
sem er innheimtustjóri hjá Krist-
jáni ó. Skagfjörð hf. Þau Skarp-
héðinn eignuðust tvo syni, Magn-
ús, vörubifreiðastjóra hjá ísbirn-
inum hf., og Reyni sem er vöru-
flutningaverktaki í Dallas. Skarp-
héðinn var umhyggjusamur og
góður heimilisfaðir og fóru
stjúpbörn hans ekki varhluta af
því.
Þegar sjómennskunni lauk gafst
loks tími til ýmissar tómstunda-
iðju, sem ekki hafði verð unnt að
sinna, eins og t.d. að fara á
knattspyrnukappleiki og ferðast.
Sem unglingur hafði Skarphéðinn
ekki átt þess kost að stunda
knattspyrnu, vegna sjómennsk-
unnar.
Á seinni árum lét hann sig ekki
vanta á neinn knattspyrnukapp-
leik, sem máli skipti hér í Reykja-
vík. Þá voru og sumarleyfi notuð
til að kynnast landinu. Á hverju
sumri fóru þau hjónin með tjald
sitt og gistu alla helstu merkis-
staði landsins í sveit og við sjó. Þá
fóru þau nokkrum sinnum til
Bandaríkjanna til að heimsækja
börn sín tvö, sem búsett eru í Dall-
as í Texas. Þessara ferðalaga nutu
þau í ríkum mæli. Þau voru á ferð,
stödd að Laugarvatni er kallið
kom, fyrirvaralaust. Tími til að
kveðja og þakka gafst ekki.
ótal ánægjulegar minningar frá
liðnum árum leita á hugann. Að
leiðarlokum þakka ég Skarphéðni
vináttu og ánægjulega samfylgd
og ekki síst, hve hann var hlýr og
góður við aldraða móður mína,
sem hann var lengi samvistum
við.
Hann var drengur góður. Bless-
uð sé minning hans.
Ásberg Sigurðsson
Brœðraminning:
Olafur Sigurbergur Sigurgeirs-
son og Sigurjón Sigurgeirsson
Það er skammt stórra högga á
milli í ættinni. Bræðurnir í Hlíð
báðir látnir með rúmlega hálfs árs
millibili. Okkur langar til að
minnast þeirra í fáum orðum nú
að leiðarlokum.
Þeir bræður bjuggu félagsbúi að
Hlíð, Austur-Eyjafjallahreppi, og
var samstarf þeirra með eindæm-
um gott. Báðir unnu ættjörð sinni
og sveit og gat hvorugur hugsað
sér annan samastað en Hlíð.
Daprast ekki trú og tryggð
traust og fegurð ástarinnar.
Fann ég gleði, frið og dyggð,
fól þér leyndarmál og hryggð.
Eyjafjalla indæl byggð,
unaðsheimur bernsku minnar.
((T.E.) Ljóð Rangæinga.)
Ólafur Sigurbergur Sigurgeirs-
son bóndi í Hlíð lést í Landakots-
spítala 26. október 1983 eftir
stutta en erfiða sjúkdómslegu.
Bergur, eins og hann var alltaf
kallaður, fæddist 3. mars 1916.
Var hann þriðji í röð 10 barna
hjónanna Sigurgeirs Sigurðssonar
og Sigurlinu Jónsdóttur í Hlíð og
komust niu þeirra upp. Faðir hans
lést árið 1934. Var það mikill
missir fyrir konu með stóran
barnahóp, en þá voru fimm systk-
inanna innan við fermingu. Kom
það f hlut elstu barnanna ásamt
móður þeirra að sjá heimilinu far-
borða. Þá kom sér vel samheldni
og hjálpfýsi þeirra hvert við ann-
að eins og reyndar við alla sem
þau hafa átt samskipti við. Hefur
sú samheldni systkinanna í engu
dvínað eftir að þau fóru að heiman
og stofnuðu sínar eigin fjölskyld-
ur. Á heimilinu var einnig móðir
Sigurlínu, Þóranna Sveinsdóttir,
og var hún mikil stoð þeirra því
nóg var að gera. Hún dvaldi í Hlíð
allt til æviloka, en hún lést 1948.
Bergur stundaði vinnu utan
heimilis eins mikið og mögulegt
var því jörðin var lítil og gaf lítið
af sér en munnarnir margir sem
þurfti að metta. Aðallega var um
sjósókn að ræða og þá frá Vest-
mannaeyjum og reri hann 16 ver-
tíðir. Ekki var þó fundið fé að fara
á vertíð, því þá var engin kaup-
trygging og kom það jafnvel fyrir,
ef ekki fiskaðist, að hann kæmi
snauðari heim en þá er hann lagði
af stað.
Þegar hann var á vélbátnum
Ófeigi frá Vestmannaeyjum varð
hann einu sinni svo lánsamur að
bjarga mannslífum. Það var í
vondu veðri að báturinn kastaðist
á hliðina. Bergur og tveir aðrir
menn voru á þilfari og tók þá alla
út. Bergi tókst að komast aftur
upp í bátinn og bjarga félögum
sínum tveim um borð. Þegar eig-
andi bátsins, sem var Jón á Hólmi,
frétti af þessari björgun varð hon-
um að orði: „Já, það munar um
handtökin hans Bergs."
Bergur var traustur og tryggur
þeim sem hann umgekkst og öllum
þeim sem áttu þvf láni að fagna að
kynnast honum þótti vænt um
hann. Hann bjó alla tíð i Hlfð og
hvorki kvæntist né eignaðist börn,
en börnunum í Hlíð var hann sem
besti faðir og vinur hvort heldur
það voru heimilisbörnin eða önnur
sem þar dvöldu um lengri eða
skemmri tíma. Er ekki að efa að
þau minnast hans með hlýhug og
þakklæti og þeirra bræðra beggja.
Ungur frændi Bergs ber nafn hans
og þótti honum mjög vænt um
það.
Sigurjón Sigurgeirsson var
næstelstur þeirra Hlíðarsystkina,
fæddur 9.6. 1914, og hafði nýlega
haldið upp á sjötugsafmæli sitt er
hann lést að heimili slnu að kvöldi
dags hinn 17. júlí sfðastliðinn.
Hafði hann fyrr á árinu fengið
fyrirboða þess er koma skyldi, því
hann var f tvfgang á þessu ári bú-
inn að liggja á Landakoti. Sfðustu
vikurnar dvaldi hann heima hjá
ástvinum sínum.
Sigurjón fór snemma að vinna.
fyrst heima fyrir og fljótlega einn-
ig utan heimilis eins og með þurfti
og hægt var. Alla tíð var hann þó
fyrst og fremst bóndi. Hann
stundaði félagsstörf af miklum
áhuga. Ungur gekk hann í Ung-
mennafélagið og starfaði þar og
þeir bræður báðir. Sveitarstjórn-
armál lét hann og mikið til sín
taka og sat í fjölda nefnda og fé-
laga sem stuðluðu að bættum bú-
skaparháttum og var hann í stjórn
margra þeirra, meðal annars í
hreppsnefnd.
Sigurjón og Bergur voru allt frá
æskuárum illa haldnir af astma
(heymæði) sem ágerðist mjög síð-
ustu árin og rændi þá starfsorku.
Kom sér þá vel að eiga Geir bróð-
ur þeirra að, en hann hefur alltaf
verið boðinn og búinn að vinna
heimilinu allt það gagn sem hann
hefur getað.
Sigurjón kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Guðrúnu Eirfksdóttur,
28. des. 1963 og reyndist dóttur
hennar, Hugrúnu Kristfnu Helga-
dóttur, í engu síður en sínum eigin
börnum, en hann var mjög ástrík-
ur faðir. Þau Guðrún og Sigurjón
eignuðust þrjú börn sem öll eru í
heimahúsum. Þau eru: Eirfkur
Ingi, sem tók við hlut Bergs í
búskapnum við fráfall hans, Sig-
urlín Þórlaug og Sigurgeir Hlíðar.
Hugrún er gift og býr í Hafnar-
firði.
Það er þung raun fyrir Guðrúnu
og börnin að sjá á bak elskuðum
eiginmanni og föður.
Við teljum það gæfu okkar að
hafa þekkt fólk eins og Berg og
Sigurjón og viljum þakka af alhug
þriggja áratuga kynni. Guð blessi
minningu þeirra og styrki fjöl-
skylduna f Hlíð og aðra vanda-
menn.
Þórhildur og Silla
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Legsteinar
granít - - marmari
^Kmíi i.f
Opið kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
og helgar sími 620809 og 72818.