Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 31 Júdó: Dregið í riðla Lm Angeles, 2. ágúst. Frá Svslni Svsins- syni, fráttsmsnni Morgunblsðsins. BÚIÐ er aö draga í riðla í júdó- keppninni sem hefst á Ólympíu- leikunum á fimmtudaginn í næstu viku. Bjarni Frióriksson situr hjá í fyrstu umferð en á sfð- an aö glíma við sigurvegaranr Mr viöureign þeirra Jensen fiá Danmörku og Lanutti frá Argent- ínu. Kolbeinn Gíslason keppir viö Kolambo frá Frakklandi í fyrstu umferö, en hann er talinn mjög sterkur júdómaöur. Með jjeim í riðli er meöal annars „júdómaöur aldarinnar", Yamasahita frá Japan, en hann hefur ekki tapaö viöureign í sjö ár. Gísli Þorsteinsson, þjáifari júdó- manna okkar, sagöi aö Bjarni heföi getaö verið heppnari, en hann glímir sennilega viö núverandi Ólympíumeistara, Van De Walle frá Belgíu, ef hann vinnur fyrstu viöureign sína. „Þaö getur þó allt gerst í íþróttum og þaö væri gam- an ef viö næöum í verðlaun og þaö er alls ekki útilokaö," sagöi Gísli Þorsteinsson þjálfari. Japani í 12 ára bann í GÆR var einn af aðstoðar- mönnum japanska blakliösins dœmdur frá þátttöku í Ólympíu- leikum næstu 12 árin vegna þess aö hann lét einn blakarann í liði sínu, Mikiyasu Tanaka, taka óleyfíleg lyf. Ekkert var gert viö blakmanninn en japanska liðið fékk áminningu um aö gera slíkt ekki aftur. Þetta er fyrsta brottvísunin sem gerö hefur veriö á þessum Ólymp- íuleikum vegna misnotkunar lyfja. Kanadísku lyftingarmennirnir sem vísaö var heim höföu falliö á lyfja- prófi sem tekiö var fyrir leikana og úrskuröur barst ekki fyrr en leik- arnir voru hafnir. • Oddur Sigurðsson, einn þeirra frjálsiþróttamanna okkar sem boðið hefur verið til Seoul til aö taka þar þátt (móti. Einar hættur með ÍBV-liöiö - Kjartan og Viktor eftirmenn hans Vestmannaeyjum, 2. ágútt. Einar Friðþjófsson hefur látiö af störfum sem þjálfari 2. deild- ariiðs ÍBV ( knattspyrnu. Knattspyrnuráö ÍBV ákvað (dag að leysa Einar frá störfum og munu þeir Kjartan Másson og Viktor Helgason annast þjálfun og stjórnun ÍBV-liðsins út keppnistímabilið. „Liöið hefur ekki skiiaö þeim árangri sem menn væntu og viö erum aö freista þess aö breyta til áöur en lokaspretturinn í deild- inni hefst,“ sagöi Jónas Sigurós- son i knattspyrnuráöi ÍBV i sam- tali viö Morgunblaöiö. Jónas vildi aö ööru leyti ekki tjá sig um mál- iö. Kjartan Másson verður aöal- þjálfari liösins og mun Viktor vera honum tíl aöstoöar. Báöir hafa þeir áöur þjálfaö liö ÍBV meö góöum árangri. ÍBV varö fyrir þeirri blóötöku í vor aö missa fimm af bestu leikmönnum sínum á einu bretti og hefur • Kjartan Másson. árangur liösins í sumar veriö ákaflega slakur, liöiö hefur aö- eins hlotiö 16 stig úr 11 leikjum í 2. deildinni. Vestmannaeyingar féllu niöur í 2. deild í fyrra. — hkj. Stórmót í frjálsum íþróttum í Seoul í Kóreu: Þremur íslending- um boðin þátttaka I AA AmaIaa O Lulal Eai kArarni Darrnaraaunl klaAamanni UArnnnMaAáÍllá ^ Lo* Angeles 2. ágúst. Fré Þórami Ragnarssyni, blaóamanni Morgunblaðsins. ÞREMUR íslenskum frjálsíþrótta- mðnnum, Einari Vilhjálmssyni, Oddi Sigurðssyni og Þórdísi Gísladóttur hefur veriö boöiö á gífurlega stórt frjáisfþróttamót ( Seoul i Kóreu, sem fram fer 29. september. Allur kostnaður við feröina verður greiddur, flugfar og uppihald, og þau fá einnig greidda dagpeninga. Eins og kunnugt er fara næstu Ólympíuleikar fram í Seoul og er undirbúningur þegar hafinn. Þetta stóra mót er hluti af undirbúningn- um og þangað er boöiö flestum bestu frjálsíþróttamönnum heims- ins. Sett voru lágmörk fyrlr kepp- endur og Islendingarnir þrír náöu þeim lágmörkum — en þaö var 1,86 m í hástökki kvenna, 46,10 sek. í 400 m hlaupi karla, og 85 metrar i spjótkasti. Tryggvi setti Islandsmet - enginn íslensku keppendanna áfram Loa AngolM, 2. ágútl. Frá Svuini Svoinssyni, I dag kepptu hér á Ólympíu- leikunum ( Los Angeles þau Tryggvi Helgason, Árni Sigurös- son og Guðrún Fema Ágústdóttir og kepptu þau ðll (sundi. Tryggvi og Árni Þór kepptu báðir ( 200 metra bringusundi en Guðrún Fema keppti ( helmingi styttra sundi, eða 100 metra bringu- sundi. Tryggvi Helgason gerði sár lítiö fyrir og setti nýtt glæsilegt íslandsmet þegar hann synti , fráttamanni Morgunbladaina. vegalengdina á tveimur mínútum 32,03 sekúndum. Tryggvi átti eldra Islandsmetiö sjálfur en þaö var 2:32,21 mínúta og bætti hann því árangur sinn um 19/ioo úr sekúndu. Tryggvi varö fimmti í sínum riöli og komst hann ekki áfram, varö í 37. sæti af 47 keppendum. Árni Sigurösson frá Vestmanna- eyjum keppti einnig í sömu vega- lengd ( bringusundinu og Tryggvi en hann varö fyrir því óhappi aö gera ógilt í einum af snúningunum, rak hælana upp úr vatninu og var því dæmdur úr leik og komst þar af leiöandi auövitaö ekki áfram í sundinu. Einn annar islendingur keppti á Ólympíuleikunum í dag og var þaö einnig í sundinu. Guörún Fema Ág- ústdóttir, sundkona úr Ægi, keppti í 100 metra bringusundi og synti hún þá vegalengd á elnni minútu, 16,70 sekúndum og er þaö nokkuð frá hennar besta tíma, sem er einnig gildandi islandsmet. Þau Tryggvi, Arni og Guörún Fema hafa nú lokiö keppni á Ólympíuleikunum aö þessu sinni en fjóröi sundmaöurinn frá íslandi, Ingi Þór Jónsson keppir á morgun, föstudag, í 200 metra flugsundi og veröur þaö síöasta sundgreinin sem við keppum í aö þessu sinnl. • örn Eiðsson. Litlu munaöi að hann kæmisf í nafnd hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Örn náði ekki kjöri Los Angotos, 2. égúst. Fré Þórsrni Ragnartsyni, biaðamanni Morgunbladsins. ÞEIR Örn Eiðsson og Sigurður Bjðrnsson sátu þing alþjóða frjálsíþróttasambandsins hér í Los Angeles ( dag og ( gær. örn var í framboöi til nefndar, sem sór um vföavangshlaups heims- ins og munaðí aðeins tveimur at- kvæðum að hann næði kjðri ( þessa ellefu manna nefnd. Á þinginu voru ýmsar lagabreyt- ingar samþykktar og ákveöiö var aö efna til heimsmeistaramóts ( frjálsum íþróttum fyrir unglinga 19 ára og yngri. Nú eiga 175 þjóöir sæti í alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Það besta verður ávallt ódýrast" ^ - 326.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.