Morgunblaðið - 03.08.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.08.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 var ég ekki til mikilla verka, svo mest lenti á Karli. Þeir sem ekki hafa komiö á hestbak í nær tuttugu ár, ættu aö reyna aö ríða í einni stiklotu nokkra dagleiö á fjöll. Því fylgir undarleg tilfinning um tvískiptingu lík- amans, og er stundum eins og hægri hiut- inn ætli aö ganga í öfuga átt viö vinstri hlutann. Ég var sem sagt aö reyna aö halda líkamshlutunum saman á meöan Karl tjaldaöi, kveikti á prímus og hitaöi ketil- kaffi. Yfir kaffinu sagöi hann mér sögur úr forneskjunni og talaöi um vini sína í sveit- inni handan Litlasands. Hann vildi aö mér læröist að meta Jón á Ánastöðum, sem var auövelt, en Stefán faöir hans var líka merkilegur, þótt meö öörum hætti væri. Þeir voru aldir upp saman Jón og Karl og voru með strákapör viö Stefán. Einn vor- dag voru þeir aö reka fé í rétt neöst i Ánastaöatúni. Stefán sat á hesti uppi á hól í fyrirstööu. Þá geröu strákarnir þaö af skömmum sínum aö trutta fénu sem æsi- iegast inn á túniö. Þegar Stefán sá þetta ætlaöi hann í skyndi aö ríöa fyrir féö, rak hælana fast í síöur hestsins og rak upp mikiö hljóö um leiö. Hesturinn tók svo hart viöbragö aö hann stökk fram úr klofinu á Stefáni, sem sat eftir á hólnum og hljóðaöi mikinn, en þaö var vani hans, ef eitthvaö kom fyrir hann. I annan tíma var Stefán aö rýja fé, og hélt kona hans í horn. Þá var rúiö meö hníf. Ein kindin slengdist eitthvaö til, en viö það rak Stefán hnífinn í lærið á sér og rak upp skræöisóp, sem von var. Hann linnti ekki hljóðum góða stund, en kona hans, sem vön var þessum óhljóöum, leit upp meö hægöinni og sagöi: Hvaöa óskaplegur hljóöagangur er þetta í mann- inum. Og skrafinu um Stefán yfir Bugakaff- inu lauk svo meö sögunni af uppboöinu á Steinsstööum. Stefán á Ánastööum keypti öll ósköp af leirtaui í dánarbúi Sigmars á Steinsstööum. Erfitt var um flutning á svo brothættri vöru, svo Stefán brá á það ráö aö troöa leirtauinu á sig framanveröa. Síö- an kvaddi hann vini og kunningja og steig i ístaöiö. Um leiö og hann hallaöi sér yfir hestinn rann leirtauiö út um halsmál jakk- ans og mölbrotnaöi á hlaöinu. Þetta voru nú sögurnar af Stefáni, en margt fleira kom til og þekkt skáld fyrir noröan orti seinna brag um þessa fjallaferð okkar og oröaöi söguganginn á þann veg, aö viö heföu sofnaö á kvöldin „lémagna af aö Ijúga hvor í annan“. Einar sonur Karls haföi haft meö sér veiöistöng, og notaöi ég hana á meöan Einar og Jón á Ánastööum komu ekki meö hrossin. Bugakvíslin renn- ur nokkurn spöl fyrir austan kofann, og þangaö héldum viö daginn eftir, ég meö stöngina en Karl meö tvíhleypta hagla- byssu ef hann skyldi sjá tófu. Til skýringar er vert aö geta þess aö Karl var stórfræg skytta noröanlands og hitti allt sem hann miöaöi til. Ég sá fljótlega tvær stóra bleikj- ur í einum árbugnum og fór aö reyna viö þær. Þaö var sólskin og hiti og ég sá aö Karl gekk meö byssuna yfir í grjóteyri sunnanvert viö buginn á ánni og tók sér fótabaö. Buslaöi hann þarna berfættur góða stund. Allt í einu heyröum viö grund- ina syngja undan hófaslætti noröurundan og mátti sjá á höfuö og föx hesta okkar yfir melbrún, þar sem þelr steöjuöu hraöfari meö götunum heimleiöis. Karl þreif byss- una og ég henti stönginni en komst lítiö áfram fyrir kargaþýfi, enda ómögulegur í hnjánum eftir reiötúrinn daginn áöur. Ég sá aö Karl hljóp í einum spretti yfir ána og eyrina og aftur yfir ána, og þaut eins og kólfi væri skotiö upp melinn og í hvarf. Skömmu seinna heyröi ég tvo skothvelli og hugsaöi með mér aö nú væri hann oröinn snarvitlaus aö skjóta hestana. Brátt tókst mér líka aö komast upp á melbrúnina. Gaf þá á aö líta. Karl sat á steini og var aö reyna aö þerra blóörisa fætur sína meö vaxaklút, en hestarnir voru snúnir viö og hímdu meö höfuðin í áttina aö kofanum i móaslakka nokkru noröar. Þaö er Ijóst aö þegar hestar eru hlaupnir af staö og búnlr aö taka götuna, eins og þaö er kallaö, er varla haagt aö stöðva þá nema hafa hest til aö ríöa þá uppi. Þegar Karl kom yfir melinn voru hestarnir komnir nokkuö fram fyrir hann og til hliöar. Hann tók þá þaö ráö aö skjóta úr báöum hlaupum byssunnar rétt fyrir framan þá, en þaö haföi þau áhrif aö hestarnir snarbeygðu og hlupu í stórum sveig út úr götunni og yfir holtiö og stöns- uöum í slakkanum noröurundan. Eftir þetta voru þeir heftir. Fyrst kom Eiríkur Valdimarsson í Valla- nesi meö fé sitt. Hann stóö stuttu viö í Bugakofa áöur en hann hélt áfram inn á heiöina. Síöan komu þeir Einar og Jón meö Ánastaðahrossin. Þaö var góöur skriöur á þeim, enda sparaöi Jón ekki hesta sína í rekstri og Einar var alvanur hestum. Þeir hleyptu stóöinu í flóann fyrir sunnan kof- ann og riöu í hlaö. Meöan setiö var aö mat var ákveöiö aö viö fylgdum Jóni aö Hauga- kvísl. Hann reiö jarpskjóttum hesti, sem virtist nokkuö glapalegur og ekki taminn samkvæmt þýska reiöskólanum. Mýrar taka viö sunnan kofahólsins og er þar víöa slarksamt Þótt Jón væri snarmenni hiö mesta var hann ekki liöugur aö sama skapi. Hann steig nú í ístaöiö heima viö kofann. En um leiö og hinn fóturinn var laus viö jörö tók sá jarpskjótti á tryllings- legan sprett niöur af hólnum og út í keld- urnar. Viö sáum hvar Jón fleygöist áfram á hliöinni á hestinum og meö fótinn á lofti viö aö reyna aö komast meö hann yfir hests- hrygginn og í rétta asetu, en vegna svipt- inganna í mýrinni gekk þetta ekkl fyrr en seint og um síöir. Þá var stóðflotinn kom- inn á fleygiferö í áttina aö Þingmannahálsi undan þeim jarpskjótta og Jóni og okkur hinum var ekki til setu boðið. Eftir aö flóanum í Bugum sleppti var haldiö upp á Þingmannaháls, sem er illur vegur fyrir hesta. Aö vísu voru hrossin orö- in rekstrarvön, en stöku þeirra vildu samt rása út úr grýttum götuslóöunum. Var þá ekki aö sökum að spyrja, aö lítiö varö fyrir fótum þeirra annaö en urö, lítt jökulnúin, og var lítiö gleöiefni aö sjá járnalaust stóö- iö kóklast yfir steinnybburnar. Jón á Ána- stööum fann líka til meö stóöi sínu og var óragur aö beita þeim jarpskjótta á grjótiö. Mátti sjá margan sprettinn, þegar Jón var aö snúa hrossum sínum í götuna aö nýju, og þegar Þingmannaháls var aö baki var jarpskjóni bæöi móöur og sveittur og meö blóöuga leggi. Skipti Jón um hest þegar kom af hálsinum og lagöi á gráan og teymdi annan gráan. Framundan voru sléttar götur og mjúkar meö sand og leir- flákum á milli og var sprett úr spori á stundum. Gaman var aö Jón á þessu ferðalagi. Viö riöum samsíöa og gátum tal- aö saman og hann fór meö gangnavísur eftir ýmsa hagyröinga úr sveitinni og talaöi um Hraunlækjarmenn og Vestflokk, og hvaö þeir hétu hóparnir, sem héldu í göngur á haustdögum og höföu gert lengi. Eitt sinn var eins og rödd hans ætlaöi aö bresta, þegar hann fór meö sérstaklega hugljúft erindi um Hraunlækjarmenn, svo nærri honum stóöu tilvikin úr einsemdinni á fjöllum uppi. Einar Benediktsson hefur ort fallegt kvæöi um hesta og þá tilfinningu, sem fylg- ir því aö þeysa fram á góöum vegi. Ekki var mér nú kvæöiö í hug, en viö greiddum för okkar vel og þaö voru tekin þrumuspor úr hestum eins og gengur og ryksveimurinn frá stóöinu lék um okkur og heit lyktin af sveittum hestum og þaö var einhver syngj- andi yfir hópnum, sem erfitt er aö lýsa. Viö Vékelshauga áöum viö og var ætlunin aö fylgja Jóni ekki lengra. Haugakvísl rennur á sandi rétt sunnan viö haugana og lætur lítiö yfir sér, en sunn- an hennar taka viö greiöfærar sandsléttur. Viö settumst upp á syöri hólinn og horföum á eftir stóöinu hlaupa yfir ána og renna yfir sandinn eins og sendlingar á leiru. Jón á Ánastööum þreif til nestis síns. Þaö var skreiðarfiskur aö fornum hætti, lögö sam- an flökin og haföi hann stungiö fiskinum í innanávasa treyju sinnar. Hann fletti fisk- inum sundur eins og veski og bauð okkur aö gera svo vel. Viö átum eitthvaö af skreiöinni, en síöan lagöi Jón hana saman og stakk henni aftur i brjóstvasann. Hanh mundi grípa til hennar á ný þegar hann kæmi í Guölaugstungur meö stóöiö. Jón var kært kvaddur viö Vókelshauga, þar sem enn mótar fyrir gangnamannatóft, því sama húsi og Helgi Jónsson frá Ana- stööum kom til í kafaldshríö til aö biöa eftir samferöamanni sínum. Þeir voru aö leita aö kindum. Helgi hélt til byggöa en sam- feröamaöurinn villtist og hefur Pálmi Hann- esson skrifaö skilmerkilega um þetta og /llí 35 kallaöi frásögnina: Villa á Eyvindarstaöa- heiöi. Báöir þessir menn unnu eindæma þrekvirki aö halda lifi i þessari reisu, en Helgi var svo ákafur, þegar hann kom til byggöa og búinn aö uppgefa hross sem hann teymdi, aö hann vildi óöur fara sam- stundis aftur upp á heiöina til aö leita. Sá villti kom fram í Vesturdal um þaö leytl, sem leitarflokkur ætlaöi aö halda á fjöllin. Helgi var einstakt hraustmenni og til dæm- is um þaö brotnaöi þil í Svartárdal undan átökum hans, þegar honum sinnaöist út af sleöa sem honum og bróöur hans var gef- Inn frá Ameríku og þótti gersemi. Var þá mikill gustur af Heiga, sem annars var dagfarsprúöur maöur. Af honum er kominn fjöldi fólks, sem allt er hiö ágætasta, bæöi til líkama og sálar. Jón á Ánastööum, óskyldur Helga, sté á bak gráum hesti sínum viö Vékelshauga og reið til árinnar. Hann teymdi annan gráan eins og fyrr. Hundur sem meö var í ferðinni brá ekki vana sínum viö vatnsföll, heldur stökk upp á þófann aftan viö hnakk Jóns til aö fá ferju yfir ána. Viö lágum í makindum hjá tóftinni og horföum á þetta feröavafst- ur og höföum gaman af. En áhyggjurnar komu til sögunnar, þegar Jón var kominn yfir ána. Þá vildi hundurinn fara af baki og stöövaöi Jón hestinn af því tilefni. Hnakk- ólarnar héngu í lykkjum niöur frá þófanum og niöur í nára hestsins, og bar svo til aö hundurinn renndi framfótunum niöur með lendinni um leiö og hann ætlaöi aö stökkva af. Viö þaö smeygöist lykkjan vinstra meg- in upp á fætur hans og geröist nú margt í senn. Hesturinn ærðist þegar hann fann hundinn klóra í nára sér, en Jón hélt fast viö hann, svo hann gat ekki annað en snú- ist í hringi á sama blettinum. Mikill ryk- mökkur þyrlaöist upp i kringum hesta, mann og hund og sá um tíma ekki í þá fyrir ryki, en viö heyröum ýlfriö í hundinum yfir ána, þar sem hann hékk i ólunum á trylltum hestinum. Jón geröi tilraun til aö komast af baki og lyfti hægri fætinum úr ístaöinu og komst meö hann upp á hestinn. En þar var afturendinn á hundinum fyrir og varö fæt- inum ekki þokaö lengra. Nokkra hringi snerust þeir þannig meö ýlfrandi hundinn. Síðan kom Jón sér aftur fyrir í hnakknum, þreif hraustlega til hundsins og dró hann upp úr lykkjunni og henti honum til jaröar. Meö því lauk hringferöinni og rykiö tók aö sjatna. Viö þremenningarnir á hólnum byrjuöum fyrst aö hlæja að þessum aöför- um, en hættum því fljótt og hlupum til hesta okkar til aö koma til hjálpar. En þá var stríöinu lokiö, og Jón hélt hratt í suður- átt á eftir stóöi sínu án þess aö líta viö, eins og svona flækjur væru alvanalegar. Hund- urinn tók sprettinn líka. Viö snerum heim í kvöldsólinni og fórum mest fetið og sögöum fátt. Við áttum eftir aö vera nokkra daga í Bugum og þaö var furöu gestkvæmt. Páll Sigurösson, seinna á Kröggólfsstööum, kom meö hóp fólks ríöandi einn daginn frá Hveravöllum og ætlaöi í einum áfanga til Varmahlíöar. Ekki heföi ég viljaö leggja á mig slíkan reiðtúr aö mestu oröinn óvanur hestum. Og Reykjafeögar komu í þoku og regni eitt kvöldiö meö fé sitt, Jóhannes hreppstjóri og synir hans Indriöi og Kristján. Þeir voru gegnvotir, en létu þaö ekki á sig fá. Meö þeim var Ingólfur Daníelsson frá Steins- stööum, öldurmannlegur en hress og haföi marga bleytuferöina fariö um fjöllin. Þegar þeir komu vorum viö fluttir inn í kofann, enda var ólíkt hlýrra aö liggja þar en í tjaldi. Enga drauga sá Ánastaöa-gráni eftir aö hafa fælst viö komuna, og ekki var aö tala um okkur. Þeir Reykjamenn og Ingólf- ur lögöu sig um stund í kofanum og steig gufan upp af þeim vegna bleytunnar. Sú mynd lenti síöan í Landi og sonum og margt fleira frá heiðinni, sem ekki heyrir til frásögn af feröalagi. Jón á Ánastöðum kom til baka daginn eftir aö viö skildum viö hann hjá Haugakvísl og haföi legið úti um nóttina. Hann var á jarpskjóna og fór mik- inn. Samt stansaöi hann hjá okkur og þáöi bleikju, sem ég steikti handa honum eftir kúnstarinnar reglum. Bleikjuna og mig blessaöi hann í bak og fyrir, en skreiöar- fiskinn lét hann vera, ef hann var þá ekki búinn meö hann. Mér sýndist nú samt aö ég sæi á sporö þegar hann hallaði sér fram á makka jarpskjóna viö aö fara á bak. Fór þaö eins og fyrr, aö skjóni tók striklö niöur af hólnum meöan Jón var enn með hægri fótinn á lofti einhvers staöar yfir baki hestsins. Löng leiö var fyrir stafni til Ána- staöa og því nógur tími fyrir hraöfara mann aö komast í ístaöiö. Reykjavík 27. júlí 1984. Indriöi G. Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.