Morgunblaðið - 04.08.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 04.08.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 21 Noregur: Fyrsta lengingaraö- gerð á Norðurlöndum Osló, 3. ágúsL Frá Jan Erík Lanre, fétUritara Mbl. SAUTJÁN íra gömul stúlka, Wenche Silseth, fri Gjemnesi i Mæri, er nú í sjöunda himni. Hún er nefnilega orðin sex og hilfum senti- metra hærri en hún iður var. Þetta hefur tekist eftir margar, erfiðar aðgerðir, þar sem læknar hafa lengt báða fætur stúlkunnar. Er þetta í fyrsta skipti á Norður- löndum sem slík aðgerð á sér stað. Wenche hefur verið lágvaxin alla ævi. Bekkjarfélögum hennar fannst það aðhlátursefni, að hún skyldi ekki vera hærri en 151 sentimetri. Þeir gerðu grín að henni, og litlu stúlkunni þótti lífið ömurlegt. Svo las hún í vikublaði nokkru, að stúlka hefði verið stytt um þó nokkra sentimetra fyrir tilstilli lækna. Þá ætti alveg eins að vera hægt að lengja mig, hugsaði Wenche með sjálfri sér og hafði samband við sjúkrahús í Osló. Með þvingum, aðfengnum bein- merg og beinflísum hefur tekist á nokkurra mánaða tímabili að „prjóna við“ stúlkuna 6,5 senti- metrum. Hingað til hafa aðgerðirnar kostað yfir 200.000 n.kr. og verið greiddar af ríkinu. Litið er svo á, að það hefði verið svo íþyngjandi fyrir Wenche að vera svo stutt sem hún var, að allur kostnaður vegna aðgerðanna greiðist úr sjúkratryggingum. Samstöðuleiðtogar vara við áfenginu Varajá, 2. áfrÚKt. AP. PÓLSKA kirkjan hefur tekið undir þá áskorun, sem leiðtogar Samstöðu hafa sent frá sér, þar sem hvatt er til að Pólverjar dragi úr áfengisneyzlu. Segir í áskorun kirkjunnar, að hún beini þeim tilmælum til fólks að neyta ekki áfengis í þessum ný- byrjaða ágústmánuði. Síðan megi svo sjá hver árangur þessa áróðurs verði. Pólverjar neyta mikils vodka eins og kunnugt er. 1 plaggi kirkjunnar sagði að lfta mætti á þetta sem táknræn mót- mæli gegn þeim „sem hafa kúgað og undirokað okkur". í AP-fréttum segir, að áfengis- neyzla sé mjög alvarlegt félagslegt vandamál. Sumir verkalýðsleiðtog- ar hafa staðhæft að verð á vodka sé haft svo lágt, að menn freistist til að kaupa það og áfengineyzla sé til þess eins að draga úr baráttuanda og djörfung verkalýðsins. Framseldur Seamus Shannon úr írska lýðveldishernum (IRA), sem lýst var eftir vegna morðanna á fyrrverandi forseta þingsins á Norður-írlandi, Sir Norman Strong, og syni hans, framseldur norður-írskum lögreglumönnum á landamærum frska lýðveldisins og Norður-írlands. Shannon var framseldur samkvæmt úrskurði hæstaréttar frska lýðveldisins. Fellibylur á Englandi Gofham. Kmrlandi. 3. áirúst AP. ^ Gotham, Knglandi, 3. ágúst AP. FELLIBYLUR fór um bæinn Got- bam á Mið-Englandi í gær og olli skemmdum á um 50 húsum, auk þess að rífa tré upp með rótum og valda öðrum minniháttar skemmd- um. Lögreglan telur mildi að enginn skyldi hafa hlotið meiðsl í felli- bylnum, sem aðeins stóð yfir í nokkrar minútur. Tryggingamenn hafa metið tjónið i Gotham á um 200.000 sterlingspund, eða rúm- lega átta milljónir ísl. króna. Hraði fellibylsins var um 160 km á klukkustund og fór hann um 150 metra breitt svæði, að sögn starfsmanna veðurstofunnar í Nottinghamshire. Þeir segja að nokkrir fellibyljir fari um Eng- land á hverju ári, en þeir haldi sig aðallega við opin svæði og fáir verði þeirra varir. | Við eram komin í eina sæng Bókaverslun Snæbjarnar er nú flutt á einn staö, í gjörbreytt og rúmbetra húsnæöi aö Hafnarstræti 4. í hinni nýju verslun veröur einungis boöiö upp á enskar og íslenskar bækur, auk fjölbreytts úrvals kennslugagna á spólum og myndböndum. Bókaverslun Snæbjarnar var stofnuö 1927. Þaö var yfirlýst stefna Snæ- bjarnarJónssonaraðhafaeinungisvandaðarbækuráboðstólum, ogmun hin nýja verslun starfa í anda stofnanda síns. í hver mánaðarlok verður kynning á völdum bókum, sem boðnar veröa á sérstöku kynningarveröi. Sntrbj ör nUónss on^ Co.h.f Hafnarstræti4, simi 14281 % VERIÐ VELKOMIN í BÓKAVERSLUIM SNÆBJARNAR AÐ HAFNARSTRÆTI 4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.