Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 35 Oft líöur langur tími i milli þess sam stokkiö or og hann nýtti Sólveig til að taka í prjóna. Sólveig Þorvaldsóttir um fyrsta stökkiö Hver taug í líkamanum spennt til hins ítrasta Á MEÐAL fjögurra kvenna sem tóku þátt í námskeiöinu var Sólveig Þorvaldsdóttir og stökk hún sex sinnum. „Fyrsta stökkiö, þaö var ólýsanlegt,“ sagöi Sólveig, aöspurö um hvernig tilfinning þaö væri aö svífa um loftin blá í fyrsta sinn. „Þegar ég sat niöri á jöröinni og beiö þess aö fara í fyrsta sinn fannst mér þetta ekki vera svo mik- iö mál. Síöan fórum viö í loftiö og smám saman fór ég aö finna fyrir spennunni innra meö mér sem óx jafnt og þétt þar til aö ég var komin út og beið þess aö kennarinn segöi „stökkva“. Síöan stökk ég og til- finningin var eiginlega alveg ólýs- anleg. Þegar fallhlífin haföi opnast sveif maöur um loftin í himneskri sælu.“ Engin hræóala viö aö eitthvaó færi úrakeiöia? „Nei, ég var ákveðin í að stökkva og þó aö hver einasta taug í líkamanum væri spennt til hins ýtrasta haföi ég engar áhyggjur af aö eitthvaö kæmi fyrir, t.d. aö fallhlífin myndi ekki opnast. Annars er mjög erfitt aö lýsa fyrsta stökkinu, margir segjast alls ekki geta munaö hvernig þaö var og ég er ekki frá því aö þvi sé eins fariö meö mig, þaö sem ég man var aö upplifunin var stór- kostleg. Þaö tók mig eiginlega hálftíma aö komast niöur á jörö, þótt fæturnir væru komnir á fast, þá var hugurinn ennþá í loftinu. Seinna stökk ég „free- fall“-stökk, þar sem maöur veröur aö treysta í einu og öllu á sjálfan sig. Þaö var önnur eins upplifun og fyrsta stökk- ið.“ Sólveig sagöist staöráöin í aö halda fallhlífastökki áfram, en hún starfar meö Hjálparsveit skáta í Kópavogi, hefur klifiö fjöil og gengiö jökla á þeirra veg- um, þannig aö fallhlífastökkiö bætist nú viö í „tómstundasafniö".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.