Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984
47
Hveragerði;
Ólafur Th. Ólafsson
ÓLAFUR Th. Ólafsson, mynd- sýningunni í Hveragerði eru 40
listarmaöur, opnar á morgun kl. myndir, unnar með olíulitum og
14 málverkasýningu í Félags- blandaðri tækni. Hún verður
heimili Ölfusinga í Hverageröi. opin frá kl. 14 til 22 um helgar
Sýningin er 5. einkasýning og kl. 16 til 22 virka daga. Hún
Ólafs, en auk þess hefur hann stendur til 19. ágúst.
tekiö þátt í samsýningum. Á
Loksins!
Hljóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Bruce Springsteen and the E
Street Band
Born in the USA.
Steinar hf.
Loksins. Eftir fjögurra ára bið
hefur konungur rokksins, Bruce
Springsteen sent frá sér nýja
plötu. Beðið hefur verið eftir
þessari plötu með mikilli eftir-
væntingu. Ekki sist hjá þeim
sem vissu að hann átti tilbúna
plötu fyrir einu og hálfu ári, en
hætti við hana eftir að hann
hafði heyrt plötu U2, „War“.
„Fyrst þeir geta gert svona góða
plötu hlýt ég að geta gert betur,“
var haft eftir kappanum og eng-
in plata kom út.
Platan sem pilturinn sendir
frá sér heitir „Born in the USA“
og inniheldur hún tólf ný lög. Á
síðustu plötu Springsteen, sem
er tvöföld og heitir „The River",
skiptust lögin bróðurlega í góða
rokkara og rólegar ballöður.
„Born In The USA“ er hinsvegar
hrein rokkplata. Aðeins 2 af 12
lögum eru róleg. Annað heitir
„I’m on Fire“ og er eitt af betri
lögunum á plötunni. Sára einfalt
lag og byggir mest á frábærri
útsetningu. Hitt heitir „My
Hometown" og dæmigert rólegt
BS-lag. Ekki eins gott og „Point
Blank“ en gefur sumum öðrum
rólegum lögum ekkert eftir!
Önnur lög eru sem fyrr segir
hreinir rokkarar. Undantekning-
in er þó ein og er það „Down-
bound Train". Lagið er ballaða í
anda þess sem Bob Seger hefur
gert. „Darlington County“ og
„Working on the Highway" eru
hressir rokkarar. Fyrra lagið
minnti einhvern á The Kinks og
er það ekki fjarri lagi. Laglínan
og uppbygging „Working" er
ekki ókunn þeim sem hlustað
hafa mikið á Springsteen og leið-
ir það hugann að hvort hann sé
að staðna. Besta lagið á plötunni
er án efa „Cover Me“. Þetta lag
verður á næstu smáskífu pilts og
er það vel. Það er ferskt og mun-
ar þar mest um að gítarinn er
látinn hljóma á svipaðan hátt og
í nýbylgjutónlist. Hljómgæði
plötunnar eru góð og er til dæm-
is trommu-“sándið“ mikið og
þétt. Þetta má heyra vel í byrjun
titillagsins „Born in the USA“.
Lagið sjálft er mjög gott, textinn
frábær og krafturinn í rödd
Springsteen ógnandi. „Dancing
in the Dark“ er flestum vel
kunnugt. Þetta er gott lag en
ekki það besta á plötunni. Betra
lag er til dæmis „No Surrender".
Góð keyrsla, grípandi laglína og
fái lagið tækifæri verður það ör-
ugglega vinsælt. „Bobby Jean“ er
hið dæmigerða BS-lag. Góð
keyrsla sem frábær píanóleikur
Roy Bittans leiðir. Annað dæmi-
gert BS-lag er „Glory Days".
Eins og fyrr, góð keyrsla en nú
er það orgelið í viðlaginu sem
gerir lagið dæmigert. Að síðustu
er það „I’m Going Down“. Þetta
lag sýnir að einungis þeir út-
völdu geta endurtekið sama orð-
ið aftur og aftur án þess að eyði-
leggja lagið og gera það leiðin-
legt.
Þegar síðan öllu er á botninn
hvolft stendur þessi plata eftir
sem frábær hljómplata. Það eitt
að hún sé frá hendi Bruce
Springsteen nægir, en málið er
ekki svo einfalt. Lögin eru öll
góð, öll vinna er góð og í raun er
allt gott. Það má hinsvegar finna
þessari plötu eitt og annað til
foráttu. Til dæmis hefði mátt
heyrast mun meira í saxófón-
leikaranum Clarence „Big man“
Clemons og píanósnillingnum
Roy Bittan. En úr þessu verður
ekkert gert og það eina sem
hægt er að gera er að vona að
Bruce Springsteen taki ekki
fjögur ár í að gera næstu plötu.
FERÐIR
Ferðafélag íslands:
Söguferö að
Skógum
Á morgun fer Feröafélagiö í
söguferö austur undir Eyjafjöll, allt
aö Skógum. Fariö verður kl. 10. A
sunnudag er farið í þrjár dagsferö-
ir, kl. 8 er gengiö á Bláfell viö Blá-
fellsháls, á sama tima er ferö til
Hveravalla og eftir hádegi á sunnu-
dag, kl. 13, er gönguferö frá Lækj-
arvöllum um Ketilstíg aö Seltúni
sunnan Kleifarvatns.
NVSV:
Söguferð um
Hafnahrepp
Náttúruverndarfélag Suðvest-
urlands fer á morgun i náttúru-
skoðunar- og söguferð um Hafna-
hrepp. Fariö veröur frá Norræna
húsinu í Reykjavík kl. 13.30 og frá
Kirkjuvogskirkju í Höfnum kl.
14.30. Frá Hafnakauptúni veröur
ekiö aö Ósabotnum, þaöan aö
Stapafelli og Rauöamel og siöan
suöur á Reykjanes. Meö í förinni
veröur jaröfræöingur og liffræð-
ingar, auk áhugamanna um sögu
og örnefni.
Listasafn íslands:
Fimm danskir myndlistarmenn
í Listasafni (slands verður
opnuö á morgun sýning á verk-
um fimm danskra myndlistar-
manna, en þeir eru listmálararn-
ir Mogens Andersen, Ejler Bille,
Egill Jacobsen, Carl-Henning
Pedersen og myndhöggvarinn
Robert Jacobsen. Á sýningunni,
sem hefst kl. 14, eru 89 verk,
flest unnin í olíu en einnig eru
þar skúlptúrar, lágmyndir í tré
og járn auk grafíkmynda. Verkin
eru unnin á tímabilinu 1938 til
1984. Listasafn íslands er nú
aldargamalt og var ákveöið aö
sýna danska samtímalist á
þessum tímamótum, m.a. vegna
þess, aö safnið var stofnaö í
Kaupmannahöfn og danskir
listamenn lögðu fram drýgsta
hlutann af stofngjöf þess.
SÖLUAÐILAR: REYKJAVÍK: Sess Garöarstræti 17. HAFNARFJÖRÐUR: Sess Reykjavíkurvegi 64.
AKRANES: Versl. Bjarg. BORGARNES: Kaupfél. Borgfiröinga. ÓLAFSVÍK: Kompan. STYKKIS-
HÓLMUR: Húsiö. PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúö Jónasar. TÁLKNAFJÓRÐUR: Bjarnabúð. ISA-
FJÖRÐUR: Húsgagnaversl. Isafjarðar. HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmasonar. BOLUNGARVlK:
Jón Fr. Einarsson. BLÖNDUÓS: Kaupfél. Húnvetnmga. SAUÐÁRKRÓKUR: Hátún. SIGLUFJÖRÐ-
UR: Bólsturgeröin Siglufiröi. ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg. DALVlK: Versl. Sogn. AKUREYRI: Versl.
Grýta Sunnuhlíö. HÚSAVÍK: Versl. Hlynur. EGILSSTAÐIR: Versl. Skógar. SEYÐISFJÖRÐUR. Versl.
Dröfn. NESKAUPSSTAÐUR: Nesval. SELFOSS: 3K Húsgögn og Innréttingar KEFLAVlK: Dropinn.
VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar.