Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Ólympíuleikarnir: Að misbjóða líkamanum fyrir gullið ÞRATT fyrir allar þrætur, pólitískar sem aörar, sem í gegnum tíðina hafa risið vegna Ólýmpíuleikanna, virðist almenningur líta leikana sem vettvang hins sanna íþróttaanda, þar sem allir eiga sömu mögu- leika og meginmáli skiptir að vera meö. En hvað ligg- ur að baki gullverölauna á Ólympíuleikunum og hversu margir mæta til leiks með annað í hafur- taskinu en eigið þol og þjálfun? I gegnum árin hafa hvaö eftir annaö vaknaö sögur um lyfjamis- notkun í ríku maeli. Skömmu áður en Ólympíuleikarnir í Los Angeles hófust sagöi einn af íþrótta- mönnunum sem þar keppti til leiks fyrir hönd Bandaríkjanna: „Sam- keppnin er oröin þaö mikil, aö jafnvel besti vinur þinn lætur ekki uppi á hvaöa lyfjum hann er.“ f síöustu Pan American-leikunum, sem voru haldnir í Caracas í Ven- ezúela var 13 íþróttamönnum gert aö skila aftur verölaunum sínum, eftir aö lyfjapróf þeirra höföu veriö jákvæö. Segja má aö áhyggjur manna af lyfjanotkun íþróttafólks hafi komiö upp á yfirboröiö þegar breski hjólreiöamaöurinn Tommy Simp- son lést í keppni í Frakklandi 1966. Dánarorsökin var hjartaáfall vegna ofþreytu, súrefniskorts og vökvataps. Viö krufningu kom í Ijós aö í líkama hans var mikiö magn af amfetamíni. Neysla þess haföi gert þaö aö verkum aö efniö yfirtók náttúrulegt lögmál líkam- ans og geröi Simpson kleyft aö hjóla áfram löngu eftir aö líkams- þrekiö var uppuriö. Simpson sagöi eitt sinn sjálfur, „Ég vil ekki neyta lyfja vegna íþróttanna, en ef þaö aö neyta þeirra ekki þýöir aö ég tapa fyrir hjólreiðamönnum sem ég veit aö eru ekki sambærilegir viö mig, þá tek ég lyfin.“ Eftir dauöa Simpson hafa fleiri íþróttamenn látiö lífiö vegna lyfja- neyslu og eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna oröið strangara. Þrátt fyrir þaö virðist lítil leiö til aö koma í veg fyrir lyfjanotkun. í könnun sem gerö var á meöal ungra bandarískra íþróttamanna var m.a. spurningin: „Myndir þú neyta lyfja sem tryggðu þér gull- verðlaun á Ólympíuleikunum, en myndu líklegast valda dauöa þín- um innan tólf mánuða?" Tæpur helmingur þeirra svaraöi játandi. Þá hafa þeir sem vinna gegn lyfjanotkun fþróttamanna átt viö ramman reip aö draga, sem er sú staöreynd aö yfirvöld víösvegar viðurkenna ekki viöurlög vegna lyfjaneyslu. Þannig vildi þaö t.d. til aö tvær austurrískar skíöakonur fengu jákvæöa niöurstööu úr lyfja- prófun þegar keppni í undanúr- slitum var háö í Frakklandi fyrir vetrarleikana í Sarajevo. Austur- rísk yfirvöld neituöu aö setja þær í keppnisbann og önnur endaöi á verölaunapallinum. Meö vaxandi gæslu vegna lyfja- notkunar hafa ýmsar leiöir veriö reyndar tii aö neyta þeirra, án þess aö eiga keppnisbann á hættu. Á síöastliönum árum hefur notkun örvandi efna minnkaö, en vöðva- byggjandi sterar (steroids) og hormónalyf komiö í þeirra staö. Vöövabyggjandi sterar eru ekki notaöir fyrir keppni, heldur sem stór þáttur í þjálfuninni til aö byggja upp vööva líkamans. Þá örvar neysla þeirra bata eftir meiösli og íþróttamenn geta geng- iö í gegnum mun harðari þjálfun og þannig aukiö möguleika sína á aö vera „bestir". Menn komust fljótt aö því þegar vöðvabyggjandi sterar voru settir á bannlistann eftir Ólympíuleikana í Mexico 1968, aö meö því aö taka þá þar til örfáum vikum fyrir keppni og taka þess í staö testost- erone-karlhormón kom þaö ekki niöur á líkamsþrekinu og testost- erone-karlhormón var ekki á bannlistanum. Þaö var ekki fyrr en 1982 sem testosterone-karlhorm- ón fór á bannlistann, eftir aö lyfja- eftirlitsnefnd Ólympíuleikanna í Moskvu dró þá álytkun aö um 20% allra keppenda, karlkyns sem kvenkyns notuöu testosterone. Þaö er hins vegar ekki hlaupiö aö því aö finna hvort íþróttamaöur hefur tekiö testosterone, hormón- inn er líkamanum eölilegur og próf verða aö sýna mjög mikiö magn testosterone í líkamanum til þess aö grunur leiki á misnotkun þess. Þannig geta prófin aldrei oröiö meö öllu örugg. En neyslu vöövabyggjandi stera fylgja ýmsar aukaverkanir. Hjá karlmönnum eru þær m.a. gula, hár blóðþrýstingur, lifrarsjúkdóm- ar, afleysi og getuleysi. Hjá kven- ISI i r i ' skm -- -— 5 Nýi verðlistinn er yfir 700 síður Aldrei verið stærri. '» Fyrir aðeins 98,- krónur . X ■ / / ■ ■— •• 1 ■■ , I I ■ | | ' færð þú nýja Freemans pöntunarlistann sendan beint heim til þín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.