Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Seinni hluti OFBELDI GEGN BÖRNUM Texti: Áslaug Ragnars Ofbeldi gegn börnum, er það vandamál á íslandi? Þessari spurningu var_________ varpað fram í fyrri hluta greinar um þetta málefni, sem birtist síðastliðinn _ föstudag í Morgunblaðinu. Þar var meðal annars leitað svara við spurningunni hjá Huldu Guðmundsdóttur, yfirfélagsráðgjafa á barnageðdeildinni við Dal-_____ braut, og hjá Pétri Ludvigssyni barnalækni. Þá var rætt við konu, sem ólst upp við barsmíðar, hótanir, skammir og niðurlægingu. Hér birtist síðari hluti grein- arinnar, sem er eins og fyrri hlutinn skrifaður af Áslaugu Ragnars blaðamanni. framhaldsmeöferð og látiö fylgja upplýsingar um aö þar væri aö öll- um líkindum um aö ræöa annaö en eölilega orsök, t.d. vanrækslu. Slíkar grunsemdir vekja aö sjálf- sögöu þá spurningu hvort barniö væri e.t.v. meö fleiri áverka, s.s. gamalt beinbrot, og þá heföi barn- iö aö sjálfsögöu átt aö fara í mjög nákvæma myndatöku. i þessu til- viki var látiö nægja aö mynda þann áverka sem blasti við. Þetta dæmi sýnir aðeins hversu vanbúin viö erum aö grípa á svona málum.“ „Hvaða viöbúnaö gætum viö haft?“ „Viö ættum aö hafa nefnd eöa hóp sérhæfös fólks sem öllum málum af þessu tagi væri vísaö til. Slíkir hópar („Child Abuse Teams”) eru starfandi í ýmsum löndum, m.a. í Kanada og Flórída þar sem ég þekki til starfa á þessu sviði.“ „Og hverjir ættu aö vera í slík- um hópi?“ „Nærtækast væri líklega aö slíkur hópur væri skipaður lækni, hjúkrunarfræöingi, lögfræöingi, fó- lagsráögjafa og sálfræöingi. Þetta væri þá hópur þar sem fólk væri í beinni snertingu viö vandamálið, hvert á sínu sviöi.“ „Þú talar um vanrækslu." „Já, þaö er sú miöur góöa meö- ferö sem ég verö helzt var viö. Jafnframt starfi mínu sem heimil- islæknir á Heilsugæzlustööinni i Fossvogi er ég skólalæknir í nær- liggjandi skóla og hef því allgóöa yfirsýn yfir heilsufar og almennt ástand barna sem ég er í sam- bandi viö. Þaö er óhætt aö halda því fram aö flest börnin komi frá heimilum þar sem aöstæöur og efnahagur eru meö því betra sem gerist en þrátt fyrir þaö verö ég aö segja aö ég hef áhyggjur af aöbún- aöi margra barna. Margir foreldrar verja æ minni tíma meö börnum sínum og kenni ég þar um hinni miklu útivinnu foreldra sem líta má á sem þjóöfélagsböl. Afleiðingar þess sjást sífellt betur. Ég veit dæmi um heimili þar sem foreldr- arnir vinna báöir úti og átta eöa níu ára krakkar eru aö staöaldri látin gæta yngri systkina. Þó sér hver heilvita maöur aö barn á þessum aldri er ekki fært um aö gæta sjálfs sín, hvaö þá heldur þeirra sem yngri eru í ofanálag. Afleiöingarnar láta heldur ekki á sér standa. Börn eru í tilfinninga- legu ójafnvægi, öryggislaus og stundum vannærö og aö flestu leyti vansæl. Öryggisleysiö tak- markast ekki aðeins viö þann tíma er foreldrarnir eru víös fjarri og börnin eftirlitslaus og ganga aö mestu leyti sjálfala, því aö fólk sem vinnur úti myrkranna á milli er skiljanlega örþreytt þegar þaö kemur heim og veldur því ekki aö taka þá til óspilltra málanna viö aö sinna börnum, heimilisstörfum og fjölskyldulífi. Astandið i þjóöfélag- inu er meö þeim hætti aö tekjur einnar fyrirvinnu nægja yfirleitt ekki til aö framfleyta fjölskyldu í samræmi við almennar kröfur, sízt á því skeiöi í lífi fjölskyldu þegar hún er aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö, en þaö er venjulega þegar börnin eru ung og þurfa mest á umönnun aö halda.“ „Þú segir aö börn séu van- nærö.“ „Já, á mjög mörgum heimilum er næringu barna ábótavant. Söngurinn um „súrmjólk í hádeg- inu og Cheerios á kvöldin" er því miður engin gamanvísa heldur marktæk ádeila. Ég veit dæmi um ung börn sem tina þaö til sjálf sem þau boröa og sjá jafnvel um inn- kaupin líka af því aö foreldrarnir gefa sér ekki tíma til þess. Þá vill matseöillinn veröa í þessa veru. Þaö er vandaverk aö sjá til þess aö börn, sem eru aö vaxa, fái rétta næringu. Ég held líka aö þaö sé furöu algengt aö fólk hafi mjög litla þekkingu á þörfum barna þegar þaö fer aö gegna foreldrahlut- verkinu. Enda þótt nú sé vanda- laust aö ákveöa hvort og hvenær börn skuli fæöast er engu líkara en nýir einstaklingar komi í heiminn meira og minna fyrir tilviljun og án þess aö búiö sé í haginn svo þeir geti dafnaö og þroskazt eins og þeir eiga kröfu á. Þaö aö vera for- eldri er ekki bara sjálfsagður hlut- ur heldur mikill ábyrgöarhluti og þessa ábyrgö ætti enginn aö tak- ast á hendur nema hann sé reiöu- búinn aö axla hana og geri sér grein fyrir því sem í húfi er.“ „Nú fer þeim börnum ört fjölg- andi sem einungis alast upp hjá ööru foreldranna.“ „Já og sú staöreynd krefst þess aö þjóðfélagið taki til alvarlegrar athugunar hvernig búiö skuli aö börnum. Á þessum heimilum er ein fyrirvinna og mann grunar aö þar sé víöa viö mikla erfiöleika aö etja, þó ekki væri nema af því aö þar er allt álagiö á einni manneskju, öll vinna og öll ábyrgö, og engan þarf aö undra þótt hún sé í slæmri aö- stööu til aö veita barni eöa börn- um nauösynlegt atlæti og á ég þá ekki sízt viö tilfinningalega. Kjarnafjölskylda nútímans er líka illa sett aö því leyti aö hún er fá- menn og þar eru þaö tvær kyn- slóöir sem búa saman en ekki fleiri eins og áöur tíökaöist. Þetta veid- ur spennu í samskiptum. Þaö er enginn sem gegnir hlutverki „stuö- púöans" eins og algengt var aö afar og ömmur geröu fyrrum." „Hverjar eru aö þínu mati grundvallarþarfir barna?“ „Þau þurfa ástúö, öryggi, at- hygli, rétta næringu og hreinlæti. Allt eru þetta atriöi sem krefjast mikillar vinnu, umhugsunar og tíma. Ég held aö full ástæöa sé til aö búa fólk betur undir foreldra- hlutverkiö en gert er. í mörgum til- fellum hefst vanræksla ekki eftir aö barniö er fætt heldur um leið og nýtt líf kviknar." Gunnar Helgi Guðmundsson heimilislæknir: „Líta má á mikla útivinnu foreldra sem þjóðfélagsböl“ „Heimilislæknar eru í ágætri aðstööu til að gera sér grein fyrir því er börn sæta illri meðferð. Öll fjöl- skyldan er í umsjá heimil- islæknisins sem er þá hnútum kunnugur og hef- ur nauðsynlega yfirsýn sem gerir honum oft kleift að gera viðeigandi ráöstaf- anir,“ segir Gunnar Helgi Guömundsson læknir í Heilsugæzlustööinni í Fossvogi. „í starfi mínu sé ég stundum börn sem sæta miður góöri meðferð en í langflestum tilfellum er þá um að ræöa van- rækslu. Með vanrækslu á ég við vanhirðu, tilfinn- ingalegt afskiptaleysi eða kúgun, og slys sem rekja má beint til þess að láðst hefur að gera viðeigandi varúöarráðstafanir svo börnin fari sér ekki aö voöa. En misþyrmingar í þess orðs algengustu merkingu verður maður sem betur fer sjaldan var við. Að mínu áliti skortir mikið á að nægilega vel sé búið aö börnum hér og um leiö er þjóðfélagið vanbúiö Gunnar Helgi Guömundaaon. að koma til hjálpar þegar á þarf aö halda. Mikiö vantar á aö viö séum vak- andi fyrir því þegar börnum veröur eitthvaö aö meini sem ekki er hægt aö flokka undir venjuleg veikindi eöa raunverulega slys þar sem engu ööru er um aö kenna en óheppni. Ég hef sent frá mér höf- uökúpubrotiö barn í viöeigandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.