Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 57 fclk í fréttum Jane Fonda hefur sínar skoðanir á góðgerðarstarfsemi + Kvikmyndastjarnan Jane Fonda þykir mjög harösnúin í viöskiptum en þó mátti hún sætta sig viö aö borga breska söngvaranum Billy Ocean um sex milljónir kr. gegn því að hann færi ekki í mál viö hana. Billy samdi á sínum tíma lag, sem hann kallaöi „Nights“, og leyföi Jane Fonda aö nota þaö á plötunni meö leikfimiæfingum hennar. Var um þaö samiö, aö greiöslan fyrir lagiö rynni til bar- áttunnar gegn krabbameini en Billy komst síðar aö því, aö hún haföi öll runniö í kosningasjóö eiginmanns Jane, sem heitir Tom Hayden og langaði til aö veröa ríkisstjóri í Kaliforníu. Billy varö aö sjálfsögöu æva- reiöur þegar hann frétti um svikin og Jane Fonda sá sér þann kost vænstan aö semja viö hann. Jane Fonda — notaði pen- ingana til að fjármagna pólitísk- ar framavonir mannsins síns. Brooke er nóg boöiö + Leikkonan Brooke Shields er aö fara í mál og finnst flestum sem hún hafi til þess ærna ástæöu. Brooke stundar nú há- skóiann af kappi og svo vill tii, aö í New York er verið aö sýna mynd sem heitir „Brooke fer í há- skóla" og segir í auglýsingum frá framleiöendum myndarinnar, aö aöalleikkonan heiti Brooke Shields. Sú Brooke vinnur sér þaö helst til frægöar aö vera kviknakin alla myndina út í gegn. Buxurnar hans Steve McQueen til sölu + Börnin hans Steve McQueens, bandaríska kvikmyndaleikarans, sem lést úr krabbameini fyrir nokkrum árum, eru ekki á flæði- skeri stödd fjárhagslega og gætu lifaö margsinnis án þess aö þurfa aö dýfa hendi í kalt vatn. Mikið vill hins vegar meira eins og kunnugt er og systkinin tvö hafa þess vegna ákveöið aö veröa sér úti um nokkra dollara í viöbót meö því aö selja allar reitur fööur síns, sem enn er ekki búiö aö skipta, allt frá buxum upp í bíla. Veröur uppboóiö haldiö á fínu hóteli í Las Vegas í nóvember. Prince — sjö milljón dollara hagnaður af myndinni „Purple Rain“ á einni viku. Prince — hinn skæði keppinautur Michael Jacksons + Michael Jackson hefur nú fengiö skæöan keppinaut, sem heitir Prince og er á hraöri leið upp á stjörnuhimininn vestra. hann er svartur, íþróttamann- lega vaxinn, hræöilega feim- inn, reykir hvorki né drekkur og býr á afskekktum búgaröi umkringdur lífvöröum — alveg eins og Michael Jackson. Þetta eiga þeir Prince og Michael sameiginlegt en annaö ekki. Prince syngur nefnilega um allt þaö, sem Michael léti sér aldrei koma til hugar aö nefna á nafn. Hann syngur um kynlífiö í hinum undarlegustu myndum og heldur því fram, aö þar um geti hann trútt tal- aö. Textarnir eru raunar svo svakalega margir, aö enginn vildi neitt af honum vita en loksins sló hann í gegn í mynd- inni „Purple Rain“, sem á elnni viku hefur rakaö saman sjö milljónum doilara i hreinan hagnað. Segja sumir, aö í þessari mynd séu einhverjar stórkostlegustu hljómleika- upptökur, sem um getur. Prince átti vægast sagt erf- iða æsku og átti marga „feöur“ og raunar margar „mæöur“ líka þar til hann lagöi einn af staö út í heiminn aöeins 12 ára gamall. Telja flestir,_ aö til þessarar reynslu hans megi rekja yrkisfefniö i söngvum hans en nú þegar frægöin blasir viö hefur Prince raunar ákveðiö aö leggja allt kynlifs- hjal á hilluna. Hann segist ekki vilja lenda á einhverjum „kyn- lífsbás" og ekki kæra sig um aö hrekja frá sér aödáendur sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.