Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Rætt við Helga Gíslason myndhöggvara Texti: Hildur Einarsdóttir „Ég vil í verkum mínum gefa skúlptúrnum hreyf- ingu, sitt sjálfstæða líf, sem byggir á hinum formrænu og tilfinningalegu tengslum við manninn og verk hans, en skilur sig frá hinum ytri raunveruleika, því þekkj- anlega og nærtæka.“ Þann- ig kemst Helgi Gíslason myndhöggvari að orði í sýningarskrá er hann lét gera í tilefni einkasýningar sinnar á Kjarvalsstöðum á síöastliönu ári. Hann heldur áfram aö spinna vlö þessar hugleiöingar sínar þar sem viö sitjum í vinnustofu hans í Vogarselinu og tölum um verk hans. „Form og efni eru órjúfanleg í högg- myndinni,” segir hann. .Éftir aö óg fór aö vinna myndir mínar í brons, en ég haföi unniö í steinsteypu áöur, þá breyttust myndirnar aö inntaki. Þær uröu margræð- ari og myndhugsun mín opnaöist. Bronsiö er líka athyglisvert efni aö þvi leyti aö þaö ber í sér andstæður sínar þaö er í senn mjúkt og sveigjanlegt, en hefur þó hörku málmsins, er létt í umfangi sínu en þungt f eöli sínu. Svo á þetta efni sína sögu “trad- ition” og þaö gefur því líka gildl." Þannig talar Helgi um höggmyndir sínar, sem umkringja hann þöglar en segja samt sögu af innra lífi þar sem aö andstæðurnar togast á líkt og í efninu sjálfu. Þær lýsa léttleika og iöandi lífi og þaö er jafnvel eins og sumar þeirra vilji hoppa af stallinum, sem þær standa á. Aörar tjá tómleika og vonleysi. „Ég hef áhuga á manninum, hann er lífiö sjálft,“ segir Helgi, jjegar blaðamaöur imprar á þessum hugsunum sínum. „Ég reyni aö túlka hlnar mannlegu tilfinningar Ljóam. Arni Sœberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.