Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984
41
aö tvær fyrstu vélarnar fljúga tómar til is-
lands. Þaö sama gerist þegar flugáætlun-
um okkar lýkur á haustin. Þá fara vélarnar
tómar utan í tvær síöustu feröirnar til þess
aö ná í síöustu farþegana. Þetta er hlutur,
sem erlendir aöilar þurfa ekki aö berjast
viö, því þeir eru meö leiguflugskeöjur, sem
eru í gangi ailt áriö um kring. Og þó þaö
myndist eitthvert tómarúm þá eru þaö
miklu fleiri farþegar, sem bera þann auka-
kostnaö, sem er innan viö 1% af veröinu.
Þetta þýöir aö flugveröiö hækkar hjá ís-
lensku feröaskrifstofunum frá 12—16%.
Sést aö hér er um verulegan kostnaöar-
auka aö ræöa. Flugfélögin ættu aö skilja
þennan vanda. Þau ættu aö aöstoöa ís-
lensku feröaskrifstofurnar og allan almenn •
ing, en án hans væru engin flugfélög, til aö
gera flugiö hagkvæmara. Samkvæmt lög-
um höfum viö ekki leyfi til aö selja í þessi
sæti erlendis frá. Viö megum til dæmis ekki
láta vélar okkar lenda í Luxemborg eöa
Dusseldorf í bakaleiöinni og taka uþþ far-
þega. Þaö eru áætlunarstaöir flugfélag-
anna. Viö höfum ekki heimiid til aö nýta
þessar feröir. En flugfélögunum eru kunn-
ugar áætlanir okkar 4—5 mánuöi fram í
tímann. Þannig aö meö góöu skipulagi
gætu þau nýtt þessar feröir. Besta dæmiö
um samvinnu sem þessa er leigflug Sam-
vinnuferöa Landsýnar til Danmerkur. I
sameiningu hefur flugfélaginu og feröa-
skrifstofunni tekist aö nýta auö sæti og
meö því aukið hagkvæmni flugsins veru-
lega. Hvers vegna er ekki hægt aö taka
upp sambærilegt samstarf á öörum leiöum
okkar? Svo dæmi séu tekin, væri ekkl
hægt aö setja upp áætlunarflug frá þeim
stööum sem flugfélögin fljúga þegar frá?
Þá væri hugsanlegt aö skipuleggja skoöun
og eftirlit vélanna erlendis á þeim tíma,
sem tómu flugin eru. Ef þetta væri gert
þyrfti ekki aö greiöa fullt verö fyrir vélina
og sparaöist kostnaöur og fyrirhöfn, sem
kæmu öilum til góöa. Ég er ekki þar meö
aö fara fram á aö flugfélögin bæru allan
þennan kostnaö heldur mætti ná fram
verulegri hagræöingu, sem um munar.
Séu þeir möguleikar, sem hér hafa verið
nefndir, nýttir, stenst sú fullyröing mín aö
hægt sé aö ná veröi á leiguflugi niöur um
25—30%.
Þó aö flugfélögin hafi sagt aö þau geti
fengiö þaö verö á leigufluginu annars staö-
ar, sem þau láta okkur greiöa, þá er þaö
ekki alltaf rétt aö mínu mati. Því flugfélögin
hafa veriö í leiguflugi í verkföllum, sem
bæöi norska flugfélagiö Braathens lenti í
svo og bresku flugfélögin. Þetta voru flug,
þar sem leigutakarnir höföu nánast ekki
neinn annan kost. Þeir uröu bara aö taka
því sem í boði var.
Á síöastliönum þremur árum hafa komiö
fram mörg tilboö erlendis frá, sem sýnt
hafa verulegan verömismun samanboriö
viö íslensk leiguflugsverö. Viöbrögö ís-
lensku flugfélaganna viö þessum boöum
hafa veriö öll á einn veg, aö hér séu erlend-
ir aöilar meö undirboö til aö komast inn á
íslenskan markaö. Þessu vísum viö til föö-
urhúsanna. Erlend flugfélög stunda enga
góögeröarstarfsemi í þágu íslenskra feröa-
langa, þeirra eina markmiö er ágóöavonin.
Aö lokum vil ég segja þetta: Bent hefur
veriö á aö of hátt verö á sólarlandaferöum
gæti legiö t of hárri álagningu feröaskrif-
stofanna. Þetta er auðvelt aö hrekja. Opin-
berar töiur sýna, aö flestar þeirra eru
önnum kafnar viö aö láta enda ná saman.
Þar af leiöandi hljóta böndln aö berast aö
þætti flugsins í verölagningu.
Ef ein rökin fyrir of háu veröi flugfélag-
anna eru smæö markaöarins væri þá ekki
reynandi aö ná veröinu niöur, sem gæti
leitt til aukinna verkefna og um leiö fengju
flugfélögin þakklætí þeirra mörgu sem ann-
ars heföu ekki átt kost á sumarauka er-
lendis?“
H.E.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
VARMO
SNJOBRÆÐSLUKERFI
VARMO snjóbræðsltikerfið nýtir affallsvatnið til
að halda bílaplönum, götum, gangstéttum og
heimkeyrslum auðum og þurrum á veturna. Við
jarðvegsskipti og þess háttar framkvæmdir er lagn-
ing VARMO snjóbræðslukerfisins lítill viðbótar-
kostnaður og ódýr þegar til lengri tíma er litið.
VARMO snjóbræðslukerfið er einföld og snjöll
lausn til að bræða klaka og snjó á veturna.
VARMO = íslensk framleiðsla fyrir íslenskt
hitaveituvatn.
VARMO = Þolir hita, þrýsting og jarðþunga.
VARMO = Má treysta í a.m.k. 50 ár.
VARMO = Heildarkerfi við allar aðstæður.
iTll BYCGlNGAVOBUBl
•■■■■■ HRINGBRAUT 120 - SÍMI 28600
OLÉR-TORK
tvistinn
og fuskuri
HH
mm
Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur,
sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum.
Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn
þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt.
Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi
af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu
í handhægri, 32 metra rúllu, sem sarnsvara u.þ.b.
því magni af tvisti, sem sést á myndinni
Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum.
Vesturgötu 2. Simi 26733, P.0. Box 826,101 Reykjavík