Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 * Ast er ... ... fallegar hugsanir. TM Am. U.S. Pat Oft,—all rtqhts reswvad •1984 Los Angetes Ttmes synrtlcate Fabbi lokaði bfllyklana inni í bfln- um! Nei, bíddu aðeins, ég verð að segja þér söguna af hafmeynni og sjó- manninum! HÖGNI HREKKVISI SoRp- vuiCnMjDA/ „ QUWMA GÓe>A !... H\JAV EláUM \JlV Aí? GERA VlPAULAR þCSSAR KALKÖHA-LEVfAR?/ * Bréfrítari er þeirrar skoðunar að verið sé að bruðla með peninga með byggingu nýja útvarpshússins. Borgum fyrir listasjónvarp Siggi flug skrifar. „Kæri Velvakandi! Ég get nú ekki setið á mér leng- ur og ætla því að skrifa þér nokkr- ar línur um sjónvarpið okkar ís- lendinga og það sem okkur hefur 1679-2691 skrifar: Kæri Velvakandi! f sambandi við hjónaskattinn eða húsmæðraskattinn langar mig til að koma á framfæri þeirri at- hugasemd, hvort ekki þurfi að taka tillit til kostnaðar útivinn- andi kvenna, eins og til dæmis vegna barnagæslu, ferðakostnaðar til og frá vinnu og aukins matar- kostnaðar vegna fjarveru frá heimilinu. Kona sem þiggur laun í 10. launaflokki BSRB í 3. þrepi, hefur í laun fjórtán þúsund sex hundruð áttatíu og eina krónu. Þegar hún hefur greitt í lífeyrissjóð, stéttar- félagsgjald, útsvar, tekjuskatt og barnagæslu, eru eftirstöðvar hennar krónur sex þúsund tvö hundruð sjötíu og þrjár, og er þá ótalinn ferðakostnaður og aukinn matarkostnaður. Hvers vegna er konan að vinna úti, kann einhver að spyrja. Því miður er margt ungt fólk og jafn- vel eldra, svo illa statt vegna hárr- ar húsaleigu, afborgana af hús- næði eða vegna framfærslukostn- aðar að það getur ekki misst þess- ar fáu krónur sem þó verða eftir. Nú heyrist kveinað úr öllum átt- Ingimundur Sæmundsson skrifar: _Kæri Velvakandi! I Staksteinum 3. ágúst sl. segir Guðmundur Þ. Þórarinsson að Al- þýðubandalagið og Hjörleifur Guttormsson hafi skaðað ísland og íslendinga um langa framtíð með miður viturlegum málflutn- ingi sínum. Þetta segir hann ásamt fleiru sem ekki verður fest á blað hér. Ég er ekki sömu skoðunar og Guðmundur. Ég held að Hjörleif- verið boðið upp á undanfarið. Nú er sjónvarpað allan júlímán- uð, en engu að síður er ekki sjón- varpað á fimmtudögum eins og verið hefur. Ég tel mig vera afar háðan sjónvarpi, get nær ekkert um að tekjuskattur hjá hjónum sem bæði vinna úti sé of lítill og því kröfur um að rýra afrakstur þessarar konu sem við er miðað í bréfinu, með auknum sköttum. Hvað myndu heimavinnandi hús- mæður segja, ef þeim væru reikn- aðar tekjur fyrir að passa eigin börn og elda mat, og væru skatt- lagðar fyrir það eins og tíðkast með útivinnandi konur? Fyrir það eitt að taka við pen- ingum frá atvinnurekanda og halda á þeim til barnapíunnar verður konan að borga tekjuskatt af þeim peningum sem eru þó tekjur barnapíunnar en ekki hennar. Skattlagðar tekjur og rauntekjur eru ekki einn og sami hluturinn. Hlutur útivinnandi hjóna er mun lægri en uppgefnar tekjur til skatts segja til um eins og sést hér að framansögðu. í ljósi þessara staðreynda vil ég biðja viðkomandi aðila að endur- meta stöðuna, það er að segja hvort sá mismunur á sköttum sem nú tíðkast sé eins óréttlátur og þær raddir segja sem heyrst hafa í Velvakanda og í þætti útvarpsins um skattamál. ur vilji landi sínu og þjóð allt hið besta og því hefur hann staðið fast á sínu. Það er trú mín að hann, eins og flestir aðrir, vilji hreint og ómengað loftslag. Ég er undrandi yfir þeim stjórnmálamönnum sem sjá engin úrræði önnur fyrir þjóð- ina til að komast áfram en að reisa álver og efla stóriðju. Það er óskemmtilegt til þess að vita að í Eyjafirðinum verði reist álver, því að mínu mati er hann alltof fallegur fyrir slíkt." farið sakir „gangtruflana" og er svo um ótal marga fleiri. Á ég þar við sjúklinga sem hafa fótavist en komast lítið út. Hjá því fólki er dagurinn lengi að líða og sjón- varpið því fyrir það mikil afþrey- ing. Það er annars furðulegt hvað manni er boðið upp á hjá sjón- varpinu. Fyrir nokkrum dögum var okkur gert að horfa á tæplega fimmtíu ára gamla mynd, svart/hvíta að sjálfsögðu, og hét hún „Uppreisnin á Bounty". Til þess að gera myndina árennilegri 1 augum sjónvarpsnotenda var hún kölluð óskarsverðlaunamynd. Þá var okkur fyrir nokkrum dögum boðið upp á þrautleiðinleg- an, sænskan söngvara í sextíu mínútur, sem frekar gæti kallast „raulari" heldur en hitt. Þetta þurftum við að horfa á, en slíkt er ekki til siðs hjá „almennilegum" sjónvarpsstöðvum. Állar auglýs- ingar um dagskrá o.fl. eru marg- tuggnar á sama kvöldi í þeim til- gangi einum að lengja tímann. Svart/hvítar myndir eru orðnar alltof margar, erum við ekki ann- ars að borga fyrir litasjónvarp, eða hvað? Svart/hvítar myndir fást sjálfsagt fyrir lítið fé, því þær vill enginn sjá lengur. Allt er þetta gert vegna þess að við höfum enga viðmiðun við aðrar stöðvar og erum því einangruð eins og áð- ur var. Það væri hvalreki á fjörur sjón- varpsins að geta sjónvarpað öllu eða nær öllu efni frá ólympíuleik- unum. Sumt af þessu efni er orðið gamalt, fengið frá Dönum eða í gegnum Danmörku, en ekki í gegnum sjónvarpsstöðina Skyggni. Yfirverkfræðingur Landsímans sagði, að sjónvarpið hefði ekki áhuga á að nota Skyggni, eins skrýtið og það er. Þetta hefði auðvitað kostað nokk- uð, en sú tækni verður allsráðandi innan skamms að hver sjón- varpsnotandi verði með eigin „móttakara", þ.e. með sinn skerm. Sú þjóð, sem ekki tekur hina nýju tækni í sína þjónustu, verður illa á vegi stödd. I þessu sambandi vil ég minna á það, að nú er verið að byggja nýtt útvarpshús, eða öllu heldur HÖLL og ég spyr: TIL HVERS? Ríkis- sjóður er á hausnum og þau hundruð milljóna sem varið er til byggingar á þessari höll væru bet- ur notuð til annarra hluta. Burt með alla einokun og einangrun! Það hæfir ekki á þvi herrans ári 1984!“ Skattlagðar tekjur og rauntekjur tvennt ólíkt Andvígur álveri við Eyjafjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.