Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 13
I
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984
45
Dögg Pálsdóttir formaður barnaverndarnefndar:
Tilkynningaskylda ótvíræð
„Þad er sjaldgæft að
barnaverndarnefnd fái til
meðferöar mál þar sem
eingöngu er um aö ræða
misþyrmingar eöa illa
meðferð á börnum,“ segir
Dögg Pálsdóttir lögfræð-
ingur, sem er formaöur
Barnaverndarnefndar
Reykjavíkur. „Þó eru
barnaverndarnefndir, sem
eru í hverjum kaupstaö og
hverjum hreppi landsins,
sá aöili sem ber að til-
kynna slík mál.“
„Ástæðan fyrir því hve lítið af
þessum málum kemur fyrir barna-
verndarnefnd kann aö vera sú að
þau séu meöhöndluö annars staö-
ar, t.d. hjá Félagsmálastofnun, og
fari síöan ekki lengra. Þaö er rík
ástæöa til aö vekja athygli á þeirri
ábyrgö, sem hvílir á hverjum þeim
sem veröur var viö illa meöferö á
börnum. í lögum um vernd barna
og ungmenna segir í 18. grein: „Ef
opinber starfsmaöur veröur í
starfa sínum var viö misfellur á
uppeldi og aöbúö barna eöa
ungmenna er honum skylt aö gera
barnaverndarnefnd viövart. Sér-
staklega er kennurum, prestum,
læknum, Ijósmæörum, hjúkrun-r
arkonum, sálfræöingum, félags-
ráögjöfum og þeim, sem fara meö
framfærslumál, skylt aö fylgjast
eftir föngum með hegðun og upp-
eldi barna og ungmenna og hafa
náiö samstarf viö barnaverndar-
nefnd.“ Þessi lagagrein gefur til
kynna aö sérstakar kröfur eru
geröar tíl þessara stétta í þessu
Dögg Pólsdóttir.
efni en sú grein sem lýtur aö al-
mennri tilkynningaskyldu er ekki
síöur afdráttarlaus. Þaö er 48.
grein laganna og hún er svona:
„Hver sem veröur þess vís aö for-
eldrar, forráöamenn, kennari,
meistari eöa aörir þeir sem forsjá
barns eöa ungmennis er falin,
leiöa þaö á siöferöilega glapstigu,
misbjóöa því eöa vanrækja á ann-
an hátt uppeldi þess svo mjög aö
líkamlegri eöa andlegri heilsu þess
eða þroska sé hætta búin, skal
skyldur aö tilkynna þaö barna-
verndarnefnd þar sem barniö er.
— Vanræksla í þessu efni varöar
sektum, varöhaldi eöa fangelsi allt
aö tveimur árum. — Annars er
hverjum manni rétt aö gera barna-
varndarnefnd viðvart um hvert þaö
tilvik sem telja má aö barnavernd-
arnefnd eigi aö láta sig skipta." f
framhaldi af þessu má benda á aö
þegar velferö barna og ungmenna
er í húfi hlýtur þessi lögboöna til-
kynningaskylda aö ganga fyrir
hinni ströngu þagnarskyldu, sem
er vinnuregla í ýmsum stéttum, án
þess þó aö þaö þýöi aö þagnar-
skyldan sé ekki sjálfsögö og nauö-
synleg eftir sem áöur.“
„Má treysta því að fariö sé meö
nafn þess sem tilkynnir sem trún-
aöarmál?"
„Já, þaö má treysta því. Nýlega
kom upp mál þar sem einstakling-
ur tilkynnti aö barn heföi slæman
aöbúnaö. Þegar máliö var rann-
sakaö kom hins vegar í Ijós aö
þessi staöhæfing var úr lausu lofti
gripin. En þar meö var máliö ekki
útkljáö. Fólkiö, sem haföi verið
boriö þessum sökum, kraföist aö
fá uppgefiö nafn þess sem lét í té
þessar röngu upplýsingar. Þaö er
ekki erfitt aö skilja þetta fólk. Þaö
sér hver sjálfan sig meö þaö. Þaö
er ekki hægt aö sætta sig viö aö
vera borinn röngum sökum. En viö
getum ekki gefiö upp þetta nafn.
Þaö kemur hreinlega ekki til
greina, þó ekki væri nema af þeirri
ástæöu aö meö því væri beinlínis
komið í veg fyrir aö fólk treysti sér
til aö sinna lögboöinni tilkynn-
ingaskyldu.“
„Hvernig mál eru þaö sem koma
til kasta barnaverndarnefndar?”
„Þaö má skipta þeim í þrjá aö-
alflokka. f fyrsta lagi eru þaö for-
sjár- og umgengnismál. Þar er
barnaverndarnefnd umsagnaraðili.
f ööru lagi fjöllum viö um ættleiö-
ingar- og fósturmál og veitum þar
umsögn í hverju tilvíki. f þriöja lagi
eru mál sem kalla má alvarleg
barnaverndarmál. Þá er oft um aö
ræöa fjölskyldur þar sem mjög
margt amar aö og þaö sem aö
börnunum snýr er einungis hluti af
langtum stærra vandamáli. Oft er
engin leiö aö hafa börnin á þess-
um heimilum. Þeim er komiö í fóst-
ur, sem vissulega er ekki gert
nema í ýtrustu neyö. Svo viröist
ástandiö í fjölskyldunni kannski
lagast aftur og þá byrjar ásóknin í
aö fá börnin til baka. Þetta eru
mjög erfiö mál og viö í nefndinni
erum í grundvallaratriöum treg til
aö þvæla þessum börnum fram og
til baka þannig aö þau séu notuö í
einhverri tilraunastarfsemi, sem
aö því er bezt verður séö er fyrst
og fremst í þágu hinna fullorönu er
hlut eiga aö máli.“
„Hvernig gengur aö koma börn-
um í fóstur?”
„Þaö gengur oftast vel þegar litil
börn eiga í hlut en úr því aö börn
eru orðin 7—8 ára er erfitt aö
koma þeim fyrir auk þess sem þau
aölagast þá langtum síöur nýjum
staö. Mörg undanfarin ár hefur
þaö veriö afar sjaldgæft aö mæöur
láti nýfædd börn en nú síðustu
mánuöi hafa verið nokkur dæmi
þess aö viö fáum slík mál til meö-
feröar þar sem stefnt er aö ætt-
leiöingu. Fjöiskyldur og einstakl-
ingar vilja gjarnan taka lítiLbörn í
skammtímafóstur og líka til lengri
tíma en síöur eldri börn. Þess má
geta aö hér í borginni eru starfandi
nokkur fjölskylduheimili og þaö
eru sannkallaöar mannúöarstofn-
anir. Þau taka viö börnum sem
ekki er hægt aö koma fyrir á
einkaheimiium. Rekstur fjölskyldu-
heimilanna hefur gefizt ágætlega
en þau þyrftu aö vera fleiri.“
„Hvert er vald barnaverndar-
nefndar?"
„Barnaverndarnefnd er eins og
áöur segir umsagnaraöili og hún
getur svipt foreldra foreidravaldi
og ráöstafaö börnunum á þann
hátt sem æskilegast er taiiö í
hverju tilviki. Yfir barnaverndar-
nefndum er síðan barnaverndar-
ráð, sem hægt er aö skjóta málum
til, nokkurs konar áfrýjunarstofn-
un, sætti fólk sig ekki viö úrskurö
barnaverndarnefndar. Varöandi
ættieiöingar, forsjár- og umgengn-
ismál vegna skilnaðar er hiö end-
anlega vald hjá dómsmálaráöu-
neytinu."
Guðrún Kristinsdóttir hjá félagsmálastofnun:
„Höfum ekki tök á að vinna
fyrirbyggjandi starf“
„Þau mál þar sem hags-
munir barna eru í húfi og
koma til meðferðar hór hjá
okkur varða aðallega van-
hirðu og vanrækslu af
ýmsu tagi,“ segir Guðrún
Kristinsdóttir, sem er for-
stööumaður þeirrar deild-
ar hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar er hef-
ur með höndum fjöl-
skyldumál. „Þessum mál-
um er oft vísað til okkar
frá öðrum stofnunum og í
langflestum tilfellum er
um að ræða lágtekjufólk
sem á við mikil og marg-
þætt vandamál aö stríða.
Mál fjölskyldna sem búa
viö betri efnahag koma
síður til meðferðar hór.“
„Hversu mörg eru þau börn
sem fjölskyldudeildin hefur af-
skipti af?“
„Nýjustu tölur sem ég hef hand-
bærar eru frá 1982, en á því ári
náöi aðstoð Félagsmálastofnunar í
einni eöa annarri mynd til 1.466
barna. Svonefnd barnaverndarmál
sem stofnunin tók fyrir voru 291
aö tölu og áttu þar 579 börn hlut
aö máli. Félagsmálastofnun vinnur
í nánum tengslum viö Barnavernd-
arnefnd Reykjavíkur og á þessu
sama ári kom 31 mál fyrir nefnd-
ina. Þessar tölur segja í sjálfu sér
litla sögu því ætla má aö einungis
mjög alvarleg mál komi til meö-
feröar barnaverndarnefndar og
Félagsmálastofnunar, en ill meö-
ferö á börnum, ofbeldi og skortur
á góöri umhiröu af ýmsu tagi er
venjulega falin inni á heimilunum
og kemur ekki til kasta opinberra
aöila. En vissulega veröum viö vör
viö ýmislegt sem full ástæöa væri
til aö athuga nánar og vekur grun
um aö atlæti sem börn búa viö sé
ekki eins og vera ber.“
„Hvernig vinnur stofnunin að
þeím málum þar sem ætla mé aö
börn eigi um sért aö binda?“
„Sú vinna sem hér fer fram er
aö miklu leyti óbein, því viö förum
fremur sjaldan inn á heimlli og ger-
um oft ráöstafanir í gegnum aöra,
meö miölun á aöstoö, mælum
meö forgangi ýmissa úrræöa, s.s.
heimilishjálp, húsnæöi, dagvistun,
vistun á stofnunum o.s.frv. Við
höfum ekki tök á aö vinna fyrir-
byggjandi starf og erum því aö
reyna aö bjarga því sem bjargaö
veröur. Viö erum fáliöuö og höfum
úr litlu aö spila þannig aö viö höf-
um sjaldnast möguleika á því aö
gera viöeigandi ráöstafanir í tæka
tíö. Meö fyrirbyggjandi starfi
mætti spara mikiö, bæöi í pening-
um taliö og því sem ekki veröur
metiö til fjár. Viö höfum t.d. álitiö
þaö mjög brýnt aö gera úttekt á
barnaverndarmálum í Reykjavík
og höfum sótt um styrk til að rann-
saka þau mál, en hann hefur ekki
fengist enn sem komiö er. Þaö háir
okkur mjög aö um þessi mál eru
engar upplýsingar til, en slíkar
upplýsingar eru aö sjálfsögöu for-
senda þess aö hægt sé aö vinna
aö úrbótum af einhverju viti. I
framhaldi af slíkri könnun ímynda
ég mér aö þyrfti aö samræma bet-
ur þaö sem gert er til aö hjálpa
fjölskyldum sem eru í vanda
staddar."
„Hvernig er samstarfi héttaö
viö aörar stofnanir sem fjalla um
málefni barna og eiga sinn þétt (
uppeldi þeirra?“
„Um málefni einstakra fjöl-
skyldna er yfirleitt nokkuð góö
samstaöa en þetta samstarf er þvi
miöur takmarkað þannig aö of
seint er tekiö á málum í þessum
stofnunum, alveg eins og hjá
okkur. Starfsfólk í skóium, dag-
vistum og sjúkrahúsum er afar hik-
andi viö aö tilkynna um alvarleg
mál til okkar og gerir þaö yfirleitt
of seint. Þetta á sérstaklega viö
um alvariegustu barnaverndarmál-
in, eins og t.d. þar sem ofbeldi
Guörún Kristinsdóttir.
gagnvart börnum er á feröinni. Hér
vil ég því nota tækifæriö og minna
á lögbundna tilkynningaskyldu
sem nær til almennings, en sér-
stök skylda hvílir á fólki sem vinn-
ur aö málefnum barna. Tregöan
viö aö bregöast viö þessum mál-
um á sér margar skýringar, t.d.
þessar: Viö foröumst aö horfast í
augu viö þaö sem er á seyöi og
höldum jafnvel aö grunur okkar og
áhyggjur eigi ekki viö rök aö styöj-
ast. Okkur hættir til aö halda aö
um einangraö tilfelli sé aö ræöa
þegar litið er á barn sem er veikt,
meö marbletti, fölt og þreytulegt
og gerum ráö fyrir aö þetta eigi sór
eölilegar skýringar. Viö gerum lika
ráö fyrir því aö enginn geti í raun
og veru veriö vondur viö börnin
sín. Okkur finnst aö allir foreldrar
hljóti aö elska börnin sín, ekki
satt? Hugmyndin um friöhelgi
einkalífsins heldur Ifka aftur af
okkur. Okkur finnst aö við veröum
aö geta lagt fram sannanir á hend-
ur foreldrum um aö eitthvað
ákveðiö hafi átt sér staö áöur en
viö förum aö blanda okkur í máliö.
Svo vonum við að ástandiö fari aö
lagast. Viö bíöum átekta og ætlum
aö sjá til, t.d. hvort ýmis úrræði
beri ekki tilætlaöan árangur, s.s.
bætt húsnæöi, bætt dagvist og
sérkennsla. Margir eru líka van-
trúaöir á aö úrlausnar sé von þótt
tilkynnt sé um svona mál. Hvaö
getur Félagsmálastofnun svo sem
gert? Þetta gengur allt svo hægt
hjá þeim, hugsar fólk. i sambandi
viö þessar fjölskyldur eru oft
margar stofnanir, en hver og ein
vinnur í sínu horni. Ef brotunum
væri raöaö saman kæmi áreiöan-
lega oft í Ijós aö máliö er langtum
alvarlegra en ætla mátti. Af þess-
um ástæöum má Ijóst vera aö
grunur um ofbeldi er hættumerki
sem taka ber alvarlega. Þaö er
betra aö nokkur mái séu athuguö
án tilefnis, sem kemur þó ekki í
Ijós fyrr en eftir á, en aö mál séu
látin liggja í þagnargildi árum sam-
an og síðan sé fariö aö ráöstafa
börnum aö heiman þegar þau eru
komin á skólaaldur eins og oft á
sér staö.“
„Er sérhæft fólk hjé Félags-
málastofnun sem starfar aö mél-
um er einkum varöa börn og vel-
ferö þeirra?"
„Nei, þaö er ætlast til aö sami
starfsmaöur sjái um öll þau mál er
eina fjölskyldu varöar, aöstoöi í
sambandi viö fjárhagsleg vanda-
mál, veikindi, barnavernd o.s.frv.
Kröfurnar sem geröar eru til þess-
ara starfsmanna eru miklu meiri en
svo að sanngjarnt og raunhæft
geti talist. Mér liggur viö aö segja
aö þær séu ofurmannlegar. Viö
þyrftum aö geta sérhæft starfs-
menn í meöferö einstakra mála-
flokka. Á einu sviöi höfum við gert
tilraun meö sltka sérhæfingu, þ.e. í
sambandi viö unglingavernd.
Nokkur reynsla er komin á þetta
fyrirkomulag og mór er óhætt aö
fullyrða aö þaö hafi gefist mjög
vel. Ég tel aö meö slíkri tilhögum
ættum viö aö geta náö árangri á
fleiri sviöum."