Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 HVAÐ SEGJA FLUGFÉLÖGIN? Yrði að sjá erlendu tilboðin til að geta dæmt um þau Sigfús Erlingsson Sigfús Erlingsson, framkvæmda- stjóri markaössviös Flugleiöa: Ferðaskrifstoturnar gætu sameinast meira um leiguflug en nú er gert Helgi Jóhannsson telur lítinn vanda fyrir feröaskrifstofurn- ar aö lækka verö á sólar- landaferöunum. Þaö eina sem þurfi aö gera sé aö fá flugfélögin til aö lækka leiguverö um 25—30%. Bendir hann félögunum á þær leiðir sem fara skuli til aö lækka veröið sem þessu nemur. Eflaust má svo telja upp hin og þessi atriöi er mætti haga á annan hátt í rekstri ferðaskrifstof- anna og ná þannig 30—40% sparnaöi hér heima. Þá væri samtals búiö aö ná fram 60—70% sparnaöi i kostnaöi viö sólar- landaferöir frá islandi og gætum viö þá væntanlega boöiö ódýrustu feröir sem völ væri á í allri Noröur-Evrópu. Ég tala nú ekki um ef hægt væri aö fá hóteleigendur í sól- arlöndum til aö taka til hendi og lækka sitt verö enn frekar. Þá væri nú stutt í aö viö islendingar næöum fram 100% lækkun og yröi þá ef til vill erfitt aö fá fólk til aö snúa heim úr þessum gjafaferöum. Svona er hægt aö láta gamminn geysa þegar ekki er veriö aö buröast meö óþægilegar staö- reyndir. Helgi segir þaö töluvert hagstæöara aö fljúga í áætlunarflugi frá fslandi til „hinna ýmsu staða“ en fara í sambærilegar feröir i leiguflugi frá Noröurlöndunum. Þessar upplýsingar stangast á viö fullyröingar um okur íslensku flugfélaganna og er ánægju- legt aö þau geta meö sínum sérfargjöldum keppt viö leiguflug frá Noröurlöndum. En til aö foröast allan misskilning skal tekiö fram, aö í leiguflugi frá islandi ákveöa Flugleiðir ekki verö á hverju sæti. Feröa- skrifstofur taka á leigu 164 sæta vél fyrir ákveöna upphæö á hverja flugstund. Inn í þvi veröi er eldsneytiskostnaöur, laun áhafnar, flugvallargjöld, yfirflugsgjöld, veö- urþjónustugjöld og þar fram eftir götunum. Verölagning pr. sæti er alfariö mál leigu- taka. Hann veröur aö reikna út álagningu vegna auglýsinga og kynninga og annars kostnaöar viö eigin rekstur, álagningu vegna ónotaöra sæta, og hve mikiö skal leggja á sætisverö fulloröinna vegna barna sem taka sér sæti en borga mun minna, svo eitthvaö sé nefnt. Þaö liggur því í augum uppi aö feröa- skrifstofurnar hafa mikinn hag af góöri nýt- ingu og meö því aö dreifa kostnaöinum á fleiri kæmi lægri upphæö á hvern einstak- an farþega. Þetta gætu þær til dæmis gert meö því aö sameinast meira um leiguflug en nú er gert. Hins vegar kemur ekki til mála aö flugfélögin fari aö velta kostnaði viö leiguflug yfir á áætlunarflugiö og far- þega í því flugi. Mestur hluti leiguflugsins fyrir ferðaskrifstofurnar er á háannatíma áætlunarflugsins. Flugleiöir skipuleggja sitt áætlunarflug langt fram í tímann og nú er til dæmis langt komiö skipulagningu áætl- unarflugs sumariö 1985. Þaö flug veröur einfaldlega aö hafa forgang fram yfir leigu- flug. Ef feröaskrifstofurnar tækju meira til- lit til áætlunarflugsins yfir háannatímann og tækju upp næturflug í nokkrum mæli mætti lækka leiguflugsveröið eitthvaö. Minni þjónusta um borö lækkaöi veröiö enn frekar, en þar er ekki um stórar upp- hæöir aö ræöa. Helgi talar um aö sameina skoöanir og eftirlit flugvélanna erlendis meö þarfir leiguflugsins í huga. Flugleiöir hafa unniö markvisst aö þvi árum saman aö færa þessa vinnu sem mest hingaö heim og engin stefnubreyting fyrirhuguð í þeim efn- um. Varöandi leiguflug fyrir flugfélög í nágrannalöndunum og verölagningu á því er rétt aö taka fram, aö Flugleiöir eru ekki í slíkum viöskiptum. Jafnframt er rétt aö undirstrika, aö viö höfum aldrei álitið er- lend undirboö tilkomin vegna góömennsku þeirra er aö þeim standa. Aö lokum vil ég ítreka aö þaö er dýrt og óhagkvæmt aö halda uppí umfangsmiklu leiguflugi aö degi til yfir hásumariö þegar umfang áætlunarflugsins er í hámarki. Flugleiöir eru nú sem fyrr til taks í viöræöur um leiöir til aö lækka kostnaö viö leiguflug- iö og ég vil minna á, aö í sumar er leigu- flugsverö Flugleiöa 8—12% lægri en var í fyrra vegna lækkunar á eldsneytisveröi. Trúi því hver sem vill aö ekkert sé hægt aö gera til aö lækka verö á sólarlandaferöum héöan annaö en aö fá flugfélögin til aö lækka sitt verö. Er allur annar kostnaöur óbreytanlegur? Magnús Oddsson markaðsstjóri hjá Arnarflugi: Eg sagöi í margnefndum sjón- varpsþætti aö viö hjá Arnarflugi gætum lækkaö veröiö strax, ef ís- lenskir neytendur og feröaskrif- stofur vildu bjóöa upp á næturflug og þjónustu, sem er hliöstæö og boðin er á þeim flugum, sem hér eru til viömiöunar, Þá mætti enn lækka flugveröiö, ef af- greiöslugjöld í Keflavík yröu þau sömu og eru t.d. í Kaupmannahöfn, en hér eru þau tvöfalt hærri. Allt þetta gæti lækkaö flugveröiö um ca. 12%. En þaö er ekki vegna viljaleysis Arn- arflugs aö þetta er ekki komiö í kring. Ég bauö þetta í sjónvarpinu 17. júlí. Og þá er spurningin þessi: Vilja farþegar aö dregiö veröi úr þjónustu og flogiö næt- urflug? Ég held, aö sú staöreynd, aö engin feröaskrifstofa hefur óskaö eftir breytingu sýnir aö mínu mati aö feröaskrifstofur leggja á þaö aöaláherslu aö veita sem besta þjónustu. Ég kannast ekki viö þær staöhæfingar, aö íslenskt flugfélag hafi lækkaö veröiö um 9%, þegar samningar stóöu yfir viö erlent flugfélag. Arnarflug flýgur fyrir Samvinnu- feröir-Landýn ieiguflug til Ítalíu, Svíþjóöar og Finnlands. Ég hef aldrei heyrt um tilboö frá ítölsku, sænsku eöa finnsku flugfélagi, svo hér getur ekki verið átt viö Arnarflug. Sú hugmynd aö hafa samvinnu um nýt- ingu tómra fluga er góöra gjalda verö, eins og allar hugmyndir til lækkunar á veröi til íslenskra neytenda. Flugfélög og feröa- skrifstofur hafa reynt af fremsta megni aö eyða þessum tómu flugum. Ég get nefnt nokkur dæmi: I sumar hefur Arnarflug gert samninga viö finnskar og sænskar feröaskrifstofur um flug til islands í tómum flugum í leigu- flugi Samvinnuferöa-Landsýna til Svíþjóð- ar og Finnlands. Þarna eru öll flug nýtt meö góöri samvinnu flugfélags og feröa- skrifstofu. Sama hefur átt sér staö í leigu- flugi til Kanada, irlands og Þýskalands undanfarin ár. Aftur á móti er ákaflega erfitt aö selja tómt flug frá Ítalíu og Spáni í apríl, þegar tóma flugiö til baka er ekki fyrr en í sept- ember eöa október. Þaö er hæpiö aö feröaskrifstofur i þessum löndum vilji kaupa 130 sæti í 4—5 mánaöa ferö til is- lands. Til aö leiörétta misskilning, þá er þaö ekki rétt aö tóm flugvél frá Ítaiíu eöa Spáni megi ekki lenda í Dússeldorf eöa á áætlun- arstööum okkar. Hafi íslensk feröaskrifstofa náö samn- ingum um hóp frá Zúrich, Dússeldorf, eða Amsterdam voriö 1985 á sama degi og hún á tómt flug til islands, munum viö aö sjálf- sögöu lenda þar og fljúga áætlunarflug heim. Aö lokum þetta: Þaö er staöreynd, aö Arnarflug hefur flogiö mikið leiguflug fyrir erlendar feröa- skrifstofur og nú t.d. í vor mikiö fyrir belg- ískar. Ekki var þar um aö ræöa neitt verk- fall og mörg flugfélög um boðið. Þá höfum viö flogiö fyrir bresku feröaskrifstofuna Thomson nú í sumar eins og svo oft áöur, án þess aö nokkurt verkfall stæöi yfir. Þá fijúgum viö í sumar ieiguflug fyrir austur- ríska feröaskrifstofu milli Salzburg og Keflavíkur. Sl. vetur flaug Arnarflug einu sinni í viku fyrir breska feröaskrifstofu milli London og Amsterdam, á þeim tíma árs, þegar nóg framboð var á vélum. Magnús Oddsson Sumariö 1981 flugu Arnarflug og svissn- eska flugfélagiö Balair leiguflug fyrir svissneska feröaskrifstofu milli Zúrich og Keflavíkur. Einhverra hluta vegna gekk svissneska feröaskrifstofan frá samningum viö Arnar- flug eingöngu, fyrir 1982, en hætti aö skipta viö svissneska flugfélagiö. Þessi fáu dæmi tei ég aö sanni þá full- yrðingu mína aö okkar verö sé fyllilega samkeppnisfært viö þaö verö, sem í boöi er á þessum leiguflugmarkaöi, þegar viö greiöum sömu afgreiöslugjöld og veitum sömu þjónustu og samkeppnisaöilarnir. Ég hef aldrei séö tilboö frá erlendu leiguflugféiagi til íslenskra feröaskrifstofa, en oft hefur ýmsum tölum veriö varpaö fram um aö ódýrara sé aö fljúga meö þeim. Þvi er útilokaö fyrir mig aö fullyröa neitt um verðmun. Ég yröi aö fá aö sjá hvaö er innifaliö í þessum tilboöum til aö geta dæmt um þau. Ég er aö sjálfsögöu alltaf reiöubúinn til viöræöna viö forráðamenn feröaskrifstofa um lækkun feröakostnaöar en ég get þó ekki séö aö breyting veröi á flugveröi viö óbreyttar aöstæöur, en verri þjónusta eyð- ing tómfluga og næturflug gæti lækkað flutningskostnaö á bilinu 15—20%. En ég ítreka aö þar er ekki um aö ræöa lækkun á veröi flugfélaganna. En einhliða fullyröingar sumra feröa- skrifstofumanna um aö ísl. flugfélög séu dýrari, en erlend neyöa okkur e.t.v. til þess aö brjóta viöskiptatrúnaö viö viðkomandi feröaskrifstofu og upplýsa flugveröiö og hvaö er innifaliö. Þá veröa sömu skrifstofur aö leggja fram tilboö erlendu flugfélag- anna, sem svo hefur veriö haldiö á lofti. Arnarflug er til vegna kröfu almennings um samkeppni í samgöngum. Viö höfum aldrei skorast undan heiöar- legri samkeppni og teljum hana öllum til góös, svo fremi aö hún sé ekki á kostnaö þjónustunnar viö neytendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.