Morgunblaðið - 17.08.1984, Side 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
185. tbl. 71. árg.
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Símamynd/AP.
Ólympíuskrúðganga
Bandarísku keppendurnir á Ólympíuleikunum ganga hér um götur New
York, þar sem þeim var vel fagnað i hitið sem haldin var þeim til
heiðurs.
Bandarískt skip, þar sem fjórar þyrlur hafa bsekistöð meðan á leit þeirra að tundurduflum stendur, sést hér á leið til
Kúez-skurðar, en þaðan hélt það til Súez-flóa.
De Lorean
sýknaður
Los Angeles, 16. ágúst. AP.
Bflaframleið-
andinn John De
Lorean var i dag
sýknaður af öll-
um ákæruatrið-
um um að hafa
reynt að koma í
dreifingu kókaíni
að verðmæti 24
milljónir dollara
í því skyni að
bjarga bílaverksmiðju sinni frá
gjaldþroti.
Eftir að dómur var kveðinn
upp sagðist De Lorean þakka
guði fyrir og brast í grát fyrir
utan dómshúsið. Hann hafði
ávallt haldið fram sakleysi
sínu.
Hefði De Lorean verið sekur
fundinn átti hann yfir höfði
sér 67 ára fangelsi og yfir 185
þúsund dollara sekt.
Kviðdómurinn, sem skipaður
var sex konum og jafnmörgum
körlum, kvað einróma upp úr-
skurð sinn.
Fyrsta tundurduflið í
Rauðahafi gert óvirkt
Kalró, 16. ágúst. AP.
EGYPSKUR tundurduflaslæðari
gerði fyrsta tundurduflið á Rauða-
hafi óvirkt í dag að sögn dagblaðs
í Kaíró. Ekki var þó nánar greint
frá því hvar tundurduflið fannst.
Bandarískt skip kannaði í dag
Súez-skurð ásamt fjórum þyrlum
og hélt síðan áfram til Súez-flóa.
Er þetta liður í áætlun nokkurra
þjóða til að slæða upp tundurdufl
á Rauðahafi og Súez-flóa, sem
þegar hafa valdið skemmdum á 16
skipum.
í dag rakst t.d. skip frá Kýpur á
tundurdufl á Rauðahafi og
skemmdist vél þess talsvert við
áreksturinn.
Líbýustjórn sakaði í dag Banda-
ríkjamenn um að hafa komið fyrir
tundurduflunum í Rauðahafi og
Súez-flóa, og væri markmið þeirra
að ná yfirráðum á þessum sigling-
arleiðum í samvinnu við Breta og
Frakka.
Bandaríkjamenn sögðu hins
vegar í dag að möguleiki væri á að
Líbýumenn hefðu staðið á bak við
lagningu tundurduflanna. Egypt-
ar hafa tekið i sama streng og
benda á að einungis þremur dög-
um áður en fyrsta sprengingin
varð á Súez-flóa hafi líbýskt skip
verið þar á siglingu.
Franskir stjórnarerindrekar
ítrekaðu í dag að leit Frakka að
tundurduflunum væri ekki gerð i
samstarfi við Breta og Banda-
ríkjamenn. „Við aðstoðum ein-
göngu stjórnir Egyptalands og
Saudi-Arabíu," sagði franskur
stjórnarerindreki um hlutdeild
Frakklands í leitarstarfinu.
Enn er ekki vitað með vissu
hver kom tundurduflunum fyrir,
en vinstri sinnuð skæruliðasam-
tök í París, sem berjast-á móti
stjórn Khomeinis í íran, stað-
hæfðu í dag, að íranar hefðu byrj-
að framleiðslu á tundurduflum í
upphafi þessa árs. Enn fremur
kom fram í tilkynningu samtak-
anna að Iranar hefðu flutt inn
mikið magn tundurdufla.
Pólverjar fusir
til viðræðna
V«rsjá, 16. ifpisL AP.
PÓLSK stjórnvöld skýrðu frá því
í dag, að þau væru reiðbúin til
viðræðna við Bandaríkjamenn
um betri sambúð ríkjanna.
í fréttatilkynningu stjórnar-
innar, sem hin opinbera frétta-
stofa landsins kom á framfæri,
segir að pólsk stjórnvöld vilji
ræða við Bandaríkjamenn um að
hefja á ný áætlunarflug milli
landanna, og frekari samskipti
þeirra á sviði menningar og vís-
inda.
Þettar er fyrsta formlega svar
pólsku stjórnarinnar við þeirri
ráðstöfun Bandaríkjastjórnar, að
aflétta að nokkru þeim hömlum
sem lagðar voru á Pólverja eftir
að herlög voru sett í Póllandi ár-
ið 1981. Ákvörðun Bandaríkja-
manna sigldi í kjölfar sakarupp-
gjafar pólitískra fanga Póllandi,
sem veitt var í síðasta mánuði.
Edmund Baluka, sem verið
hefur í fangelsi í Póllandi frá því
1981, var leystur úr haldi í dág.
Að sögn pólsks embættismanns
náði sakaruppgjöf pólitískra
fanga til Balukas.
Hann átti þátt í að skipuleggja
verkfall við höfnina í Szechin ár-
ið 1970, sem leiddi til uppþota
með þeim afleiðingum, að þáver-
andi formanni kommúnista-
flokks Póllands, Wladyslaw
Gomulka, var vikið frá völdum.
Baluka flúði í kjölfar verk-
fallsins til Frakklands, en sneri
síðan til heimalands síns árið
1981. Var hann dæmdur í fimm
ára fangelsi fyrir „rógburð um
pólsk stjórnvöld" í útlegð sinni í
Frakklandi á árunum
1973-1981.
Beirút, 16. ágúst. AP.
ÍSRAFLSKAR herþotur gerðu
árás í dag á bækistöðvar palest-
ínskra skæruliða, sem studdir eru
af Sýrlendingum, í Beka-dal í
Austur-Líbanon,
Að sögn herstjórnar ísraela
var skotmark herþotanna bæki-
stöðvar skæruliða, þar sem
árásir á ísraelsher eru skipu-
lagðar.
I útvarpi khistinna manna í
Líbanon var sagt að fjórir hefðu
farist og þrír særst í loftárás
ísraela, en herþoturnar sneru
aftur til ísraels, án þess að hafa
orðið fyrir tjóni.
Áður en árás ísraela var gerð
í dag fór leiðtogi shíta, Nabih
Berri, þess á leit við Sameinuðu
þjóðirnar að opinber rannsókn
yrði gerð á athöfnum ísraela í
Suður-Líbanon.
Óstaðfestar fregnir herma, að
herþotur ísraela hafi hæft tvær
byggingar í bækistöðvum pal-
estínsku skæruliðanna.
Talsmaður Mousha-hópsins í
Sýrlandi sagði að ísraelar hefðu
gert árás á eina bækistöð hans,
en ekkert mannfall hefði orðið.
Heimildamenn innan ísra-
elska hersins segja að palest-
ínsku skæruliðarnir heyri PLO
til.
Vilja hjálpa
frú Sakharov
Wa-shington, 16. ágúst. AP.
55 vestrænir vísindamenn frá 13
ríkjum, þar á meðal sex Nóbels-
verðlaunahafar, hafa boðist til að
dveljast viku hver í Sovétríkjunum
verði það til þess að konu sovéska
andófsmannsins Andreis Sakhar-
ovs, Yelenu Bonner, verði gert
kleift að að fara til Vesturlanda til
að leita sér lækninga.
Að sögn Morris Pripsteins,
sem er prófessoc við Berkeley-
háskóla í Kaliforníu, var skeyti,
þar sem gerð var grein fyrir boði
vísindamannanna um að dvelj-
ast í Sovétríkjunum meðan
Bonner væri í læknismeðferð
erlendis, sent Konstantín Chern-
enko forseta Sovétríkjanna með
leynd. En fyrir þá sök, að skeyt-
inu var ekki svarað var ákveðið
að gera efni þess uppskátt.
Hingað til hafa sovésk stjórn-
völd neitað Yelenu Bonner um
vegabréfsáritun til Vesturlanda,
þar sem þau óttast m.a. að hún
mundi nota ferðina til bera út
róg um Sovétríkin meðan á dvöl
hennar þar stæði.
Loftárásir á
búðir í Beka-dai