Morgunblaðið - 17.08.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
13
Grænland:
Danskur rækju-
togari sekkur
Kaupmannahörn, 16. áffúst Frá Niels J.
Bruun, (irænlandsrréUaritara Mbl.
EINN af stærstu rækjutogurum
Dana sökk snemma í raorgun í Dav-
issundi, 200 sjómflur undan vestur-
strönd Græníands. Áhöfninni, 28
manns, var bjargað um borð f fær-
eyskan togara.
Danski togarinn, Ocean Prawn,
722 tonn, var að rækjuveiðum í
Davissundi í vondu veðri þegar
hann rakst á ísjaka, sem reif stórt
gat á síðuna. Skipið sökk á hálfum
öðrum tíma en áhöfninni, 25 Dön-
um og þremur Kanadamönnum,
var bjargað um borð í færeyska
togarann Fame. Var hann vænt-
anlegur með skipbrotsmennina
seinna í dag til Holsteinsborgar.
Þess má geta, að Ocean Prawn
hefur oft landað rækju á tsafirði.
Thailand ekki
tengt kynsvalli
Kangkok, 16. ágúst AP.
FERÐAMÁLARÁÐ Thailands hefur
lagt fram ýmsar tillögur sem miða
að því að breyta skoðun margra
ferðamanna á því, að þar sé kynsvall
eitt það helzta sem ferðamönnum er
boðið upp á, segir f AP-frétt frá
Bangkok. Verður beitt hinum ýmsu
ráðum í þessu augnamiði og refs-
ingar þyngdar gagnvart þeim sem
reyna að færa sér í nyt þessa skoðun
ferðamanna.
Ferðamálaráðið hefur einnig á
prjónunum að hafa meiri fjöl-
breytni í skoðunarferðum og segir,
að Thailand hafi upp á flest að
bjóða sem glatt geti ferðamenn í
leyfum sínum á uppbyggilegan og
siðsaman hátt og því sé rangt að
ferðamenn virðist tengja Thailand
kynsvalli og hvers kyns svinaríi og
öfuguggahætti.
Svíþjóð:
Eru kafbátar
enn á kreiki?
Stokkhólmi, 16. kgútH.
Frá Erik Lidén, frétUriUra Mbl.
í SVÍÞJÓÐ eru nú í uppsiglingu
heitar deilur, sem hófust með því, að
forsvarsmenn hersins lýstu því yfir,
að kafbátar væru enn á kreiki innan
sænskrar lögsögu. Varnarmálaráð-
herrann hefur brugðist ókvæða við
þessum yfirlýsingum og segir þetta
nýjar fréttir fyrir sig.
Claes Thornberg, sjóliðsforingi,
lýsti þessu fyrst yfir þegar blaða-
mönnum var kynntur ýmis bún-
aður, sem herinn ætlar að nota við
kafbátaleit, og síðar kom það
sama fram í viðtali Svenska
Dagbladet við Lennart Ljung, yf-
irmann sænska heraflans. Anders
Thunborg, varnarmálaráðherra,
sem er í sumarfríi, tók þessum tíð-
indum illa og krafðist tafarlaust
skýringa á því hvers vegna hann
hefði ekki verið látinn vita af
þessu sem varnarmálaráðherra.
í yfirlýsingu, sem Lennart
Ljung hefur nú látið frá sér fara,
dregur hann nokkuð í land og seg-
ir, að „líklegt sé“ að erlendir kaf-
bátar séu enn tíðir gestir í sænskri
landhelgi. Claes Thornberg, sjó-
liðsforingi, segist hins vegar ekki
taka neitt aftur.
Járnbrautar-
brú hrundi
Nýja Delhi, 16. áKÚxt. AP.
AÐ MINNSTA kosti 25 manns lét-
ust og á annað hundrað manns
slösuðust í dag, þegar brú yfir
fljót sem var í vexti, hrundi, þegar
járnbrautarlest var að fara yfir
hana. Ekki er vitað hversu margir
voru í lestinni og því gæti tala lát-
inna hækkað. Víðar á Indlandi
hafa verið flóð og vatnavextir og
manntjón og eignaskemmdir orð-
ið.
íbúar Scoresbysunds
frábitnir hafnargerð
Kaupmannahörn, 15. ágúsl Frá Nils Jörgen
Bruun, fréttaritara Mbl.
FULLTRÚAR grænlensku lands-
stjórnarinnar eru um þessar mundir
í Scorebysundi á austurströnd
Grænlands til þess að ræóa vió
heimamenn um staðsetningu birgða-
hafnar vegna væntanlegra umsvifa
við olíurannsóknir.
Hingað til hafa samtök útgerð-
armanna og sjómanna verið frá-
bitin slíkum framkvæmdum þar
sem þær mundu trufla og jafnvel
útiloka veiðar í Scorebysundi og
aðliggjandi fjörðum.
Þeir sem fengið hafa leyfi til
oliurannsóknanna vilja að höfnin
verði í einum af útfjörðum Score-
bysunds, Hurry-firði, sem skerst
inn í landið að norðanverðu við
sundið.
Heimamenn hafa kraflst þess.
að höfnin verði gerð fyrir norðan
Jameson-land, þar sem rannsókn-
irnar eiga að fara fram, í Carls-
berg- eða Flemmingfirði, en þeirri
hugmynd hafa olíufélögin vísað á
bug.
Sendinefnd landsstjórnarinnar
hafði i farangri sínum tilboð
handa heimamönnum um gerð
flugvallar fyrir plássið, sem væri
mun nær en völlurinn í Meistara-
vík, sem danska ríkið áætlar að
leggja niður, sennilega innan árs.
En eftir því sem fram kom í
grænlenska útvarpinu hefur tilboð
sendinefndarinnar ekki orðið til
þess, að heimamenn skiptu um
skoðun. Þeir hafna samningum á
sömu forsendu og áður, að hafnar-
gerðin muni trufla og jafnvel úti-
loka veiðar á þessum slóðum.
TILBOÐ
A
RAR
HREINLÆTISVORUM
SPAR þvottaefni 3 kg. 119,95
SPAR mýkingarefni 4,0 I 84,20
SPAR mýkingarefni 2,0 I 45,50
SPAR hreingerningalögur 0,75 I 32,40
SPAR uppþvottalögur/toft 1,0 I 21,25
SPAR þvottaklór 1,0 I 28,70
SPAR ræstiklór 1,0 I 19,30
SPAR ræstikrem 0,5 I 25,65
SPAR uppþvottal. sítrón 0,5 I 24,40
SPAR uppþvottal. sterkur 0,5 I 23,95
HAGKAUP
Reykjavík
Akureyri
Njarðvik