Morgunblaðið - 17.08.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
15
Moskvæ
„Vinátta ’84“ fyrir
þá sem heima sátu
Mowkvu, Prag, 16. igúst. AP.
MÖRG hundruð verkamanna hafa
að undanfornu unnið við að þrífa
götur og garða í Moskvuborg enda
standa þar nú fyrir dyrum „Vináttu-
leikirnir ’84“, íþróttamót fyrir þá,
sem var bannaö að fara til Los Ang-
eles. í Prag í Tékkóslóvakíu verða
svo haldnir sérstakir kvennaleikir.
Rúmlega 40 þjóðir senda
íþróttamenn til Moskvuleikanna
Veöur
víöa um heim
Amslerdam 23 heióskfrt
Berlin 21 skýjaó
BrUseel 25 heióskirt
Chícago 31 skýjaó
Dublin 20 heióskfrt
Frankfurt 25 skýjaó
Genl 25 heióskirt
Helsinki 15 skýjaó
Hong Kong 33 heióskirt
Jóhanneaarborg 19 heiðskfrt
Kaupmannahöfn 12 skýjaó
Kairó 37 heióskfrt
Liasabon 2« heiöskírt
London 25 skýjaó
Los Angeles 31 heióskirt
Madríd 32 heióskirt
Moskva 16 heiðskfrt
Nýja Delhi 33 skýjaó
New York 32 heiskýrt
Ósló 17 skýjað
Paris 23 skýjaó
Peking 29 skýjaó
Perth 15 skýjaó
Rio de Janeiro 23 skýjaó
Rómaborg 30 heióskfrt
San Francixco 18 heióskírt
Sydney 17 heióskirt
Tókýó 35 heiðskfrt
Vancouver 23 skýjaó
Vínarborg 23 heióskírt
Varsjá 19 skýjaó
og þar á meðal ýmsar vestrænar
þjóðir. Yfir leikunum hvílir hins
vegar mikil leynd og fréttamenn á
Vesturlöndum, sem vilja fylgjast
með þeim, kvarta undan því að
umsókn þeirra um vegabréfsárit-
un sé ekki svarað og sumum hefur
beinlínis verið neitað um hana
eins og t.d. sjónvarpsfréttamanni
breska ríkisútvarpsins, BBC. Ekki
er vitað til þess að bandarískir
íþróttamenn taki þátt í íþrótta-
mótinu í Moskvu og er ólíklegt tal-
ið, að þeir séu þar velkomnir.
Bandarisk íþróttakona mun
hins vegar taka þátt i kvennaleik-
unum í Prag, spretthlauparinn Al-
ice Brown, og þar verða þátttak-
endur rúmlega 230 frá 19 löndum.
Hófst keppnin i dag en þótt leik-
vangurinn taki 50.000 manns i
sæti voru aðeins mætt nokkur
hundruð áhorfenda og aðallega
annað íþróttafólk.
Tónlistarmót í
Angmagssalik
Kaupmannahöfn, 15. ájfúst. Frá Nils Jörgen
Rruun, frétUriUra Mbl.
HINN 22. ágúst nk. hefst tónlistarmót
í Angmagssalik á Grænlandi og stend-
ur það til 3. september.
Fengist hafa styrkir frá Norræna
menningarmálasjóðnum, færeysku
landsstjórninni, danska menning-
armálaráðuneytinu og banka til að
halda mótið.
Þátttakendur verða tónlistar-
menn frá Færeyjum, Danmörku,
Svíþjóð, Grænlandi, Noregi og Is-
landi og einnig munu Samar eiga
þar fulltrúa. Og svo munu heima-
menn að sjálfsögðu njóta móts-
haldsins með þátttakendum.
ERLENT
Fimm njir ráð-
herrar í íran
HUSSEIN Musavi, forsætisráð-
herra írans skipaði i dag fimm nýja
ráðherra í stað þeirra fimm, sem
þjóðþing lands samþykkti vantraust á
fyrr í vikunni. Skýrði Irna, hin opin-
bera fréttastofa landsins frá þessu í
dag.
I hópi ráðherranna fimm, sem
neyddir voru til þess að segja af
sér, var Mohammed Salem varn-
armálaráðherra. Hefur vantraust
þingsins á honum verið túlkað sem
sönnun um óánægju þess með
stjórn hans á hermálaráðuneyti
landsins í strfðinu við írak, sem nú
hefur staðið yfir í nær fjögur ár.
Stjórn írans er nú skipuð 23
ráðherrum eins og áður. Þjóðþingið
þarf þó að staðfesta skipun nýju
ráðherranna fimm.
í hinu hátimbraða hofi náttúrunnar er aðeins einn frumkraftur að verki segja
vísindamenn við Cern.
saman í kjarna, rafsegulkraftpr- á, og veiki kjarnakrafturinn, sem
inn, senj ptvarpsbylgjur byggjast er að verkj í bruna sólar.
-------------------'-Z---------------------------------------------—
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir CLYDE HABERMAN
Stjórnmál í Japan:
Aðhald eða umbætur?
Nú stendur yfir í Japan kosningabarátta um embætti forsætisráðherra.
I kjölfar hennar hefur fylgt Iffleg umræða um lífsgæði og umbætur til
handa almenningi.
Einkum er deilt um hvort stjórnvöld eigi að veita meira fé til vegagerð-
ar, húsbygginga, skolpræsalagna og annars, sem telja má almenningi til
hagsbóta, en lítið hefur verið sinnt á undanförnum árum.
Menn andmæla ekki fram-
förum, en deilt er um
hversu hratt skuli farið og er
þetta eitt hið mesta hitamál sem
upp hefur komið i innanrfkis-
málum Japana að undanförnu.
Yasuhiro Nakasone, forsætis-
ráðherra, leggur áherslu á að-
hald í fjármálum Japana. Hann
telur að bættur efnahagur þjóð-
arinnar sé ekki nægilega tryggur
til þess að stjórnvöld geti veitt
auknu fé til félagsmála. Nokkrir
þeirra, sem í stjórn hans sitja,
hafa lýst sig andvíga áætlunum
um uppbyggingu, sem fjármagna
á með aukinni sköttun eða lán-
töku.
forsætisráðherra. Miyazawa
hyggst keppa við hann um stöð-
una og er áætlun hans um um-
bætur liður í þeirri baráttu.
Frjálslyndiflokkurinn er banda-
lag íhaldsamra afla. Hann hefur
verið við völd f 29 ár og fátt
bendir til þess að hann glati
þeim. Það er þvf nánast öruggt
að sá sem kosinn verður formað-
ur f nóvember verður forsætis-
ráðherra.
Sterk staöa Nakasone
Flest bendir til að Nakasone
verði fyrsti forsætisráðherra
Þeir keppa um embætti forsætis-
ráðherra: Til hægri er Nakasone
forsætisráðherra. Til vinstri er
Miyazawa og neðst er Komoto, en
aliir eru þeir flokksbræður.
Róttækar umbætur
Helsti keppinautur Nakasone
um forsætisráðherraembættið
er flokksbróðir hans Kiichi Miy-
azawa. Gagnstætt Nakasone er
skoðun hans sú að Japanir geti
veitt stórauknu fé til félagsmála
án þess að til þurfi að koma auk-
in skattbyrði almennings eða út-
gáfa rfkisskuldabréfa. Miyazawa
telur að á næstu árum verði
efnahagsbatinn mun jneiri en
Nakasone hefur spáð og þar með
myndist svigrúm til að hrinda f
framkvæmd 10 ára áætlun um
róttækar umbætur í félagsmál-
um.
Máli sínu til stuðnings hefur
Miyazawa nefnt að aðeins þriðj-
ungur heimila f Japan er tengd-
ur við aðal skolpræsakerfið. Á
öðru hvoru heimili er ekki
vatnssalerni. Miyazawa hefur
sagt að fjórar milljónir fjöl-
skyldna, um 10% þjóðarinnar,
búi í óviðunandi húsnæði.
Nýlega sagði Miyazawa í við-
tali: „Nú eigum við að einbeita
okkur að því að byggja upp það
sem okkur vantar í stað þess að
huga að auknum útflutningi.
Okkur vantar betra húsnæði,
vegi og skolpræsi. Úr þessu get-
um við bætt.“
Nú í haust verður kosið um
formann Frjálsiyndaflokksins,
en þeirri stöðu gegnir Nakasone
hefur gegnt ábyrgðarmiklum
embættum m.a. verið utanríkis-
ráðherra. Það kann hins vegar
að koma honum f koll að hann
hefur aldrei gegnt mikilvægum
embættum innan flokksins.
Undanfarna mánuði hefur
hann reynt að styrkja pólitfska
stöðu sína. Hann fór til Kina og
var mikið gert úr þeirri ferð f
fjölmiðlum. Það er aftur á móti
einkennilegt að mestan pólitísk-
an meðbyr hlaut Miyazawa eftir
að ráðist hafði verið á hann á
hóteli í Tókýó. Þangað fór hann
til fundar við mann, sem Miyaz-
awa taldi að ætlaði að styrkja
sig í kosningabaráttunni. En
maðurinn hafði greinilega annað
í hyggju því hann réðst á Miyaz-
awa og sló hann f höfuðið með
öskubakka. Miyazawa yfirbugaði
árásarmanninn og hlaut fyrir
bragðið mikið lof hjá almenn-
ingi.
Japana til að gegna embætti
lengur en tvö ár frá því að Eis-
aku Sato sat að völdum. Skoð-
anakannanir sýna að fylgi Naka-
sone er óvenju mikið. Staða hans
innan Frjálslyndaflokksins virð-
ist mjög trygg og það er auðvitað
mikilvægt ætli hann að hljóta
endurkosningu. Þar vegur
þyngst á metunum stuðningur
Kakuei Tanaka fyrrum forsæt-
isráðherra.
En Nakasone er alls ekki
ósigrandi. Margir sem fylgjast
með stjórnmálum í Japan telja
að hann hafi einbeitt sér um of
að utanríkismálum og innanrik-
ismál geti reynst honum þung í
skauti.
Hugsanlegir keppinautar
Nakasone eru Miyazawa og
Toshio Komoto, virtur sérfræð-
ingur f efnahagsmálum. Báðir
eru þeir leiðtogar fylkinga innan
Frjálslynda flokksins og báðir
eru þeir ósammála Nakasone um
nauðsyn aðhalds i fjármálum
þjóðarinnar. Meira hefur borið á
Miyazawa og virðist hann ákveð-
inn að keppa við Nakasone um
formannsstöðuna. Hin róttæka
umbótaáætlun hans virðist því
sniðin til þess að draga marka-
línu á milli hans og Nakasone.
Hlaut lof almennings
Miyazawa er 64 ára gamall og
------—
Áætlun hans um aukin útgjöld
til félagsmála kann að freista
margra stjórnmálamanna, sem
eru orðnir þreyttir á aðhaldsað-
gerðum. Kosning Miyazawa
myndi veita þeim tækifæri til að
gefa kjósendum sínum loforð um
umbætur og þar með auka vin-
sældir þeirra.
Ef litið er framhjá stjórnmál-
um er ljóst að Miyazawa hefur
vakið athygli á máli, sem er Jap-
önum mikilvægt. Spurningin um
gildi og markmið hagvaxtarins
er nú í brennidepli. Almenn
óánægja er ríkjandi: fólk sér
ekki afrakstur vinnu sinnar.
Margir eru óánægðir með hús-
næði sitt og kalla það „kanínu-
holur“ eins og eitt sinn var gert í
hagskýrslu frá Evrópu. Vega-
gerð hefur lítið verið sinnt þó að
bílaeign Japana sé mjög mikil.
Stjórnmálaskýrendur og virtir
ritstjórar hafa margir hverjir
lofað Miyazawa fyrir að vekja
menn til umhugsunar um mál,
sem eru þjóðinni mikilvæg, þó
svo margir láti f ljós efasemdir
um gildi áætlunar hans.
Cfyde Haberman er bladamadur
The New York Times og sendi
þessa grein fti Tókýó.
■wfín?