Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
Greiðslukortafyrirtækin um uppsögn matyörukaupmanna:
Frjálsir að því að eiga við-
skipti við þá sem þeir vilja
„GreiðslukortafyrirUekjunum
hefur verið sent bref þar sem farið
er fram í frekari viðræður og jafn-
framt höfum við óskað sérstaklega
eftir því að rætt verði um þá mögu-
leika að annaðhvort verði gert upp
tvisvar sinnum ( mánuði við mat-
vörukaupmenn eða að sá kostnaður
sem matvöruverslanir bera í formi
þjónustugjalds, sem nú er 2—3%,
verði að mestu leyti felldur niður,“
sagði Gunnar Snorrason í samtali
við Morgunblaðið í gær. Hann vildi
þó benda á að þó svo gengið yrði að
annarri hvorri tiliögunni þá stæði
sá kostnaður eftir sem nauðsynleg-
ur væri vegna pappírsvinnu.
„Við erum samt sem áður
reiðubúnir til þess að ræða allar
þær hugmyndir sem geta orðið til
samkomulags i þessu máli en ef
það ekki næst þá munu uppsagn-
imar koma til um næstu mánaða-
mót.“ Gunnar sagði ennfremur að
matvörukaupmenn myndu kynna
viðskiptavinum sínum þessa upp-
sögn á næstunni með ýmsum
hætti.
Morgunblaðið spurðist fyrir
um það hjá greiðslukortafyrir-
tækjunum Visa ísland og Kredit-
kortum hf. hvaða áhrif þessar
uppsagnir hefðu á fyrirtækin.
Einar S. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Visa ísland, sagði,
að þeim hefði borist bréf frá þeim
matvörukaupmönnum sem sagt
hefðu upp samningunum þar sem
farið væri fram á frekari viðræð-
ur og þá sérstaklega um tvær
hugmyndir. Sagði hann að þegar
hefði verið reynt að komast að
samkomulagi og matvörukaup-
mönnum þegar verið boðin mikil
lækkun þjónustugjalda. Hann
kvað þó stjórn fyrirtækisins ræða
um þetta mál á fundi sínum í dag
og athuga það nánar.
„Það eru hins vegar ekki nema
23 matvöruverslanir, af 78 mat-
vöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu sem bjóða upp á notkun
kortanna, sem hafa sagt upp og
helmingur þeirra eru smáversl-
anir sem hver um sig veltir ekki
nema um 250 þúsundum króna í
gegn hjá okkur á mánuði og
borga um 7—8 þúsund á mánuði í
þjónustugjald," sagði Einar.
„Þessir aðilar eru hins vegar
frjálsir að því að eiga viðskipti
við þá sem þeir vilja. Ég fæ bara
ekki betur séð en að þeir séu að
bægja frá sér stórum hópi við-
skiptavina sem einfaldlega munu
leita þangað sem þeim verður
gert kleift að versla á þann hátt
sem þeir óska,“ sagði Einar að
lokum.
Haraldur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Kreditkorta hf,
sagði að fyrirtækið hefði fengið
ósk um viðræður og þeir væru
reiðubúnir til þess að reyna að
finna lausn á málinu. „Mér sýnist
samt að þeir vilji að við sitjum og
stöndum eins og þeim líst best,“
sagði Haraldur. „Ef þeir vilja
eiga við okkur viðskipti þá verður
að komast að samkomulagi um
þau. Við lifum i frjálsu landi þar
sem hægt er að gera frjálsa
samninga og ef einhverjir vilja
ekki eiga viðskipti við þá sem
nota plastkort í staðinn fyrir
peninga þá eru þeir frjálsir að
því.“
Aðspurður um hvaða áhrif það
gæti haft ef ekki næðist sam-
komulag og til uppsagnanna
kæmi, sagði hann að það kæmi til
með að minnka veltuna að ein-
hverju leyti en það væri ekki
ólíklegt að þeir sem á annað borð
notuðust við greiðslukort beindu
viðskiptum sínum þangað sem
kortin væru tekin góð og gild.
„Sköpun,“ höggmynd Helga Gísla-
sonar, sem í sumar veróur komið
fyrir í Grasagarðinum í Laugardal.
„Sköpun“í
grasagarðinn
í Laugardal
„Sköpun“, bronshöggmynd Helga
Gíslasonar, verður nú í sumar sett
upp í grasagarðinum í Laugardaln-
um í Reykjavík.
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum 10. ágúst síðastliðinn að
höggmyndin „Sköpun", sem borgin
keypti af Helga Gíslasyni á sýn-
ingu hans í febrúar á síðasta ári,
verði komið fyrir í grasagarðinum
í Laugardal. Til stendur að setja
höggmyndina upp áður en sumri
lýkur, en Helgi Gíslason og Haf-
liði Jónsson garðyrkjustjóri borg-
arinnar fundu höggmyndinni stað
í sameiningu.
Kamarorghestarnir. Frá vinstri eru Þorbjörn Erlingsson, Kristján Þór Sig-
urðsson, Olafur Sigurðsson, Lísa Pálsdóttir og Björgúlfur Egilsson. Þau leika
í Félagsstofnun stúdenta íkvöld og annað kvöld frá kl. 22.
„Kamarorghestamir** á Islandi:
„Spilum ruddarokk
með blöðrupoppívafi"
C'aster skipherra segir blaðamönnum eitt og annað um sögu skipsins.
Bandaríski ísbrjóturinn
Northwild heimsóttur
„VIÐ KÖLLUM okkur „Kammer-
rock“ í Danmörku — bæði er óhægt
að snara nafninu „Kamarorghest-
arnir“ yfir á dönsku og auk þess
þykir danska nafnið penara," sögðu
nokkrir liðsmenn íslensku rokk-
hljómsveitarinnar þegar þeir áttu
leið um miðborg Reykjavíkur í gær.
„Kamarorghestarnir“ er fimm
manna hljómsveit, skipuð ungum ís-
lendingum, sem allir hafa verið bú-
settir í Kaupmannahöfn undanfarin
ár. Hljómsveitin hefur verið á ferða-
lagi um ísland undanfarnar vikur en
í lok þessa mánaðar halda þau utan
aftur.
Kamarorghestarnir hafa starf-
að meira og minna óslitið í hart-
nær áratug. Hljómsveitin var
stofnuð sem einskonar leik- og
kabaretthópur heimilisfólksins i
kommúninni „Skúnknum", sem þá
var til í Hveragerði. Um tíma voru
liðsmennirnir átta og stundum níu
en fyrir fimm árum varð breyting
á: þá fækkaði þeim niður í fimm
og hópurinn sneri sér að því að
spila hressilega rokktónlist. Þeim
vefst tunga um tönn þegar þau eru
beðin að skilgreina tónlist sína —
„neo post-punk“ hefur hún verið
kölluð og stundum „ruddarokk
með blöðrupoppívafi".
En hvernig hefur svo gengið í
sumar á hringveginum?
„Æ,“ segir Lísa Pálsdóttir,
söngvari sveitarinnar, „þetta hef-
ur verið hálfgert leyniferðalag
enda höfum við lítið verið auglýst.
Hinsvegar hefur okkur verið mjög
vel tekið af þeim, sem komið hafa
á dansleiki okkar og hljómleika.
Við ætlum að klykkja út með því
að spila í Félagsstofnun stúdenta
föstudags- og laugardagskvöld og
svo erum við að velta fyrir okkur
•,að spila á Austurlandi um aðra
' helgi-. ,Þar er okkar fólk — ein-
spillir ekki að þar er jafnan miklu
betra veður en hér sunnan!ands.“
Kamarorghestarnir gerðu hlé á
samstarfinu í fyrra þar til þau
tóku upp þráðinn aftur í vor. Nú
hyggjast þau snúa aftur til Dan-
merkur, leika þar eftir því sem að-
stæður leyfa og snúa sér að gerð
nýrrar hljómplötu. Fyrsta plata
flokksins, „Bísar í banastuði", kom
út fyrir fjórum árum og er nú ill-
fáanleg. „Það ævintýri gekk.ekki
nægilega vel,“ sögðu þau og glottu
undirfurðulega. „Dreifingaraðil-
inn hérlendis stóð ekki í stykkinu
og svo spillti það verulega fyrir að
tvö lög, sem þóttu hafa óviður-
kvæmileg heiti, voru bönnuð í
Ríkisútvarpinu. Við seldum rest-
ina af upplaginu í Atlavík um
verslunarmannahelgina.
Nýja platan verður í nokkuð
öðrum dúr en sú fyrri og við get-
um leyft okkur að vinna hana í
rólegheitum, því tveir okkar eiga
hljóðver í Kaupmannahöfn. Á
meðan reynum við að finna okkur
útgefanda — það er nóg að gefa út
eina plötu á eigin reikning. Text-
arnir, sem við notum í Danmörku,
eru flestir á ensku enda þýðir ekk-
ert að bjóða Dönum upp á íslenska
texta. Það þýðir að við myndum
aðeins spila einu sinni á hverjum
stað.“
Fimmmenningarnir — Lísa
Pálsdóttir, Björgúlfur Egilsson
(bassi), Kristján Þór Sigurðsson
(gítar), Ólafur Sigurðsson
(trommur) og Þorbjörn Erlings-
son (hljómborð) — stunda ýmsa
vinnu í Kaupmannahöfn: leigu-
bílaakstur, skrifstofustörf, nám,
hljóðfæraleik og einn vinnur á
dönsku hagstofunni. Hvort þau
koma aftur til íslands að ári segja
þau að fari eftir ýmsu — allt gæti
gerst. En þau segjast ákveðin í að
halda áfram að spila glaðlega
Að dvelja á ísbrjótnum Northwind
í nokkra mánuði myndi ekki vera
við hæfi margra. Á skipinu starfa
140 skipverjar og er ekki hægt að
jafna dvölinni þar við veru á
skemmtiferðaskipi, því æði þröngt
er á þingi þar. Skipið er 40 ára gam-
alt og hefur það oft lent í kröppum
leik á heimshöfunum og á það að
baki mörg björgunarstörf.
Blaðamönnum var boðið um
borð og sýndur farkosturinn sem
nú liggur við festar í Sundahöfn.
Skiphera ísbrjótsins, Caster,
bauð upp á kaffisopa og fræddi
blaðamenn um eitt og annað í
tengslum við skipið. Hann sagði
að fyrir einum og hálfum mánuði
hefðu festar verið leystar í heima-
höfn skipsins, Wilmington og var
áð í Söndre Stromf jord ellefu dög-
urrr f.cinrá Þar unnu skrpverj'ar að
uppsetningu radíóvita og lögðu
bauju við festar. Þaðan var haldið
norður eftir endilangri strand-
lengju V-Grænlands, til Thule og
sama leið var sigld til baka. A
leiðinni til íslands var komið við á
mörgum stöðum, en á Grænlands-
sundi hreppti skipið svo slæmt
veður að flýta varð för þess um
einn dag.
Helstu verkefni ísbrjótsins eru
fylgdarstörf á þeim svæðum sem
mikið er um ís og ísrek. Þó er
einnig fengist við ýmislegt annað
svo sem björgunarstörf.
ísbrjótar Bandaríkjamanna
heyra undir strandgæsluna, sem
lýtur stjórn samgöngumálaráðu-
neytisins, og er því strandgæsla
eitt af verkefnum skipsins. Á
ÓfHðarjtímum getur forseti Banda-
ríkjáóna gefrð á'it !ög sem innlíma
strandgæsluna í herinn. Verkefn-
um hefur t.d. verið sinnt við
Bahamaeyjar og björgunaraðgerð-
ir hafa komið við sögu skipsins.
ísbrjóturinn Northwind er 40
ára gamall og kemur það meðal
annars fram í rými og ýmsum
þægindum sem á nýrri skipum
væri að finna. Skipið er búið öllum
nýjustu siglingatækjum eins og
gervihnattasiglingatækjum.
Caster skipherra sagði að sam-
starf við íslenska aðila væri mjög
gott og mætti til dæmis nefna
Landhelgisgæsluna. Enfremur
sagði hann að vegna góðrar legu
væri ísland mjög hagstæður við-
komustaður og væri gjarnan
staldrað hér við.
Héðan fer (sbrjóturinn North-
wind í rannsóknarleiðangur til
austurstrandar Græníands með
vísindamenn. « > j ' •