Morgunblaðið - 17.08.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
19
Stjórn SÍNE mótmælir:
Vill að lánasjóðurinn veiti
1. ársnemum víxillán
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi ályktun frá stjórn Sambands
íslenskra námsmanna erlendis:
Stjórn Sambands íslenskra
námsmanna erlendis mótmælir
þeirri ákvörðun menntamálaráð-
herra að Lánasjóður íslenskra
námsmanna veiti námsmönnum á
fyrsta ári ekki víxillán i haust.
Ráðherra vísar þeim til banka-
kerfisins um fé. Ráðstöfunin opin-
NámskeiÖ
um sállíkam-
leg vanda-
mál barna
Barnageðlæknafélag íslands held-
ur námskeið dagana 23. og 24. ágúst
nk. í kennslustofu geðdeildar Land-
spítalans 3. hæð. Aðalumræðuefni
námskeiðsins verður: Sállíkamleg
vandamál barna og unglinga.
Gestafyrirlesari verður prófess-
or Renata Gaddini frá Ítalíu. Dr.
Gaddini er prófessor í barnalækn-
ingum og barnageðlækningum og
auk þess sálkönnuður.
Námskeið þetta er sérstaklega
ætlað heilbrigðisstéttum, sem
vijla auka þekkingu sína og skiln-
ing á áðurnefndum vandamálum
barna og unglinga. Læknar,
hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar
og félagsráðgjafar hafa sérstakan
forgang að ráðstefnu þessari.
Nánari upplýsingar eru gefnar á
geðdeild Barnaspítala Hringsins.
Leiðrétting
í frétt Mbl. í gær, fimmtudag,
þar sem greint var frá bókagjöf
séra Valgeirs Helgasonar fyrrver-
andi sóknarprests og prófasts í
Ásum í Skaftártungu til Héraðs-
bókasafnsins á Kirkjubæjar-
klaustri, misritaðist peningaup-
phæð sem fylgdi bókagjöfinni.
Gjöfinni fylgdu 100.000 krónur í
peningum (ekki 100 krónur), sem
verja skal til þess að skrá safnið
og prenta bókaskrá þess.
Er hér með beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
WAGNER-
sjálfstýringar
m*
Wagner-sjálfstýringar,
komplett með dælusettum
12 ög 24 volt, kompás og
fjarstýringum fram á dekk,
ef óskaö er, fyrir allar
stæröir fiskiskipa og allt
niöur í smá trillur. Sjálf-
stýringarnar eru traustar
og öruggar og auöveldar í
uppsetningu. Höfum einn-
ig á lager flestar stærðir
vökvastýrisvéla.
Hagstætt verö og
greiösluskílmálar.
Atlas hf
Armúli 7 — Sími 26755.
Pósthólf 493, Reykjavík
berar betur en nokkuð annað
vilja- og getuleysi stjórnvalda til
að ráða bót á fjárhagsvanda LÍN.
1. Ákvörðun menntamálaráð-
herra Ieysir ekki fjárhagsvanda
LÍN, heldur er vandanum velt
yfir á næsta ár. Þá breytir LÍN
bankavíxlunum yfir í venjuleg
láp, og það fé verður sjóðurinn
að taka af fjárveitingu þess árs.
Það gerir það að verkum, miðað
við fjárveitingar til LÍN síðustu
árin, að vandinn verður enn
meiri næsta haust en hann er
nú.
2. í frétt menntamálaráðuneytis-
ins er engin trygging gefin fyrir
því að bankarnir veiti náms-
mönnum á fyrsta ári sömu
fyrirgreiðslu og LÍN hefur gert.
Raunar má ráða af orðum
fréttarinnar að bankana fýsi
lítt að taka verkið að sér, því
hér verða á ferðinni um 1.700
námsmenn sem sækja um 80
milljónir króna í fjóra til sex
mánuði. Bankar og sparisjóðir
hafa ekki þurft að sinna láns-
fjárþörf námsmanna í sllkum
mæli áður, heldur einvörðungu
veitt einum og einum náms-
manni víxil til skemmri tíma.
Menntamálaráðuneytið hefur
ekki gert neina samninga við
bankana. Sérhver námsmaður á
fyrsta ári verður því að eiga við
NÝTT íslenskt fyrirtæki, Sting hf.,
hefur gert samning við framleiðend-
ur bandaríska framhaldsmynda-
flokksins Dynasty um einkaleyfi á
dreifingu þáttanna hér á landi. Að
sögn Steinars Berg, forstjóra
hljómplötufyrirtækisins Steina hf.
verður hið nýja fyrirtæki rekið í
tengslum við Steina hf., en verður þó
rekstrar- og fjárhagslega sjálfstætt
fyrirtæki.
Steinar Berg sagði, að auk
einkaleyfis á dreifingu Dynasty-
þáttanna hefði Sting hf. tryggt sér
réttindi á ýmsu öðru efni erlendis
frá, sem ekki væri tímabært að
greina frá á þessu stigi. Auk þess
hefur fyrirtækið tekið yfir mynd-
bandaumboð þau er Steinar hf.
hafði áður, þ.e. CBS/FOX og
MGM/UA. Steinar Berg sagði að
bankastjóra á sama grundveili
og hver sá sem sækir um víxil.
Það er ósiðlegt, þareð bankar
fara eftir eigin útlánareglum og
viðmiðunum, en ekki eftir lög-
um um námslán. Bankastjórar
eiga ekki að ráða því hverjir
komast í nám og hvaða náms-
leiðir fólk velur sér! LÍN er ætl-
að að tryggja jafnrétti til náms,
ákvörðun ráðherra er skref í
þveröfuga átt. LÍN á að vera
verkfæri til félagslegrar jöfn-
unar í íslensku þjóðfélagi,
bankarnir eru það ekki.
3. í frétt ráðuneytisins er það ekki
tekið fram, að námsmenn á
fyrsta ári verða að sækja um
lán strax í haust eigi LÍN að
breyta bankavíxli í venjulegt
lán. Með þessu fyrirkomulagi er
námsmönnum gert mjög erfitt
fyrir, er þeir þurfa bæði að
sækja um lán hjá LÍN og ganga
á fund bankastjóra.
Stjórn SÍNE harmar úrræða-
leysi menntamálaráðherra, og þau
þröngsýnu hagsýnis- og fjárfest-
ingasjónarmið sem ráða ferðinni.
Lausn ráðherra er engin lausn,
hún aðeins frestar vanda LÍN.
Stjórn SÍNE krefst þess að betur
verði búið að LÍN en hefur verið
undanfarin ár, og að sjóðurinn fái
nægilegt fé til að starfa sem
skyldi.
von væri á fyrstu Dynasty-þáttun-
um í lok september nk., en ekki
væri ákveðið með hvaða hætti
þáttunum yrði dreift.
Dynasty nýtur gífurlegra vin-
sælda víða um heim og eru þætt-
irnir taldir jafnvel af sömu stærð-
argráðu og Dallas, enda byggðir
upp samkvæmt svipaðri formúlu.
Þó þykja Dynasty-þættirnir taka
fyrirmyndinni fram um flest, og
er allt þar stærra í sniðum, en hjá
Ewing-fjölskyldunni í Dallas.
Þættirnir fjalla um vellauðuga
fjölskyldu og er aðalpersónan Al-
exis leikin af leikkonunni Joan
Collins. Þykir þeim er séð hafa
þættina, að J.R. sé eins og hvitvoð-
ungur í samanburði við hana,
hvað varðar klæki og skepnuskap
gagnvart meðbræðrum sínum.
John Forysthe, sem leikur Blake Carrington, umsvermaður af helstu persón-
um í Dynasty, sem leiknar eru af Lindu Evans, Pamelu Bellwood, Heather
Locklear, Pamelu Sue Martin og Joan Collins (t.h.) sem leikur Alexis.
Dynasty dreift
á myndböndum
Peningamarkaðurinn
GENGIS-
SKRANING
NR. 156 — 16. ágúst
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl.09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollari 31,040 31,120 30,980
1 St.pund 41,089 41,195 40,475
1 Kan. dollari 23,826 23,887 23,554
1 l>on.sk kr. 2,9754 2,9831 2,9288
1 Norsk kr. 3,7660 3,7757 3,7147
1 Saen.sk kr. 3,7357 3,7453 3,6890
1 Fi. mirk 5,1587 5,1720 5,0854
1 Kr. franki 3,5319 3,5410 3,4848
1 Belg. frsnki 0,5368 0,5382 0,5293
1 Sv. franki 12,9630 12,9965 12,5590
1 Holl. gyllini 9,6412 9.6661 9,4694
1 V-þ. mark 10,8531 10,8811 10,6951
1ÍL líra 0,01760 0,01764 0,01736
1 Austurr. sch. 13447 13486 1,5235
1 Port escudo 0,2080 0,2085 0,2058
1 Sp. peseti 0,1911 0,1916 0,1897
1 Jap. yen 0,12869 0,12902 0,12581
1 írskt pund SDR. (SérsL 33,446 33332 32,885
dráttarr.) 31,6183 31,6997
1 Belg. franki 03317 03331
INNLÁNSVEXTIR:
Sparisjóðtbækur------------------ 17,00%
Sparisjóðsreikningar
meö 2ja mánaöa uppsögn
Útvegsbankinn................ 18,00%
meö 3ja mánaða uppsögn
Alþýöubankinn................ 19,00%
Búnaöarbankinn.............. 20,00%
lönaöarbankinn............... 20,00%
Landsbankinn................ 19,00%
Samvinnubankinn.............. 19,00%
Sparisjóöir.................. 20,00%
Útvegsbankinn............... 19,00%
Verzlunarbankinn............. 19,00%
meö 4ra mánaöa uppsögn
Útvegsbankinn............... 20,00%
með 5 mánaöa uppsögn
Útvegsbankinn................ 22,00%
með 6 mánaöa uppsögn
lönaöarbankinn.............. 23,00%
Sparisjóðir................. 23,50%
Útvegsbankinn............... 23,00%
meö 6 mánaöa uppsögn + bónus 1,50%
lönaöarbankinn.............. 24,50%
meö 12 mánaöa uppsögn
Alþýöubankinn................ 23,50%
Búnaðarbankinn................21,00%
Landsbankinn.................21,00%
Samvinnubankinn...............21,00%
Útvegsbankinn............... 23,00%
Verzlunarbankinn............. 24,00%
meö 18 mánaða uppsögn
Búnaðarbankinn............... 24,00%
Innlónsskírtsini:
Alþýðubankinn................ 23,00%
Búnaöarbankinn............... 23,00%
Landsbankinn............... 23,00%
Samvinnubankinn..........:..... 23,00%
Sparisjóðir.................. 23,00%
Útvegsbankinn............... 23,00%
Verzlunarbankinn............. 23,00%
Verðtryggðir reikninger
miðað við lánskjaravisitölu
með 3ja mánaöa uppsögn
Alþýðubankinn................. 2,00%
Búnaðarbankinn................ 0,00%
lönaöarbankinn................ 0,00%
Landsbankinn.................. 4,00%
Samvinnubankinn............... 2,00%
Sparisjóöir................... 0,00%
Útvegsbankinn................. 3,00%
Verzlunarbankinn.............. 2,00%
meö 6 mánaöa uppsögn
Alþýðubankinn................. 4,50%
Búnaðarbankinn................ 2,50%
Iðnaöarbankinn................ 4,50%
Landsbankinn.................. 6,50%
Sparisjóöir................... 5,00%
Samvinnubankinn............... 4,00%
Útvegsbankinn................. 6,00%
Verzlunarbankinn.............. 5,00%
meö 6 mánaöa uppsögn + 1,50% bónus
lönaðarbankinn1*.............. 6,00%
Ávísana- og hlaupareikningar:
Alþýöubankinn
— ávisanareikningar.........15,00%
— hlaupareikningar........... 7,00%
Búnaðarbankinn................ 5,00%
lönaðarbankinn............... 12,00%
Landsbankinn................ 9,00%
Sparisjóðir..................12,00%
Samvinnubankinn............... 7,00%
Útvegsbankinn................. 7,00%
Verzlunarbankinn..............12,00%
Stjömureikningar.
Alþýöubankinn2*............... 5,00%
Satnlán — heimilitlán:
3—5 mánuöir
Verzlunarbankinn............. 19,00%
Sparisjóöir.................. 20,00%
6 mánuðir eöa lengur
Verzlunarbankinn..............21,00%
Sparisjóöir.................. 23,00%
Kaskð-reikningur
Verzlunarbankinn
tryggir aö innstæöur á kaskó-reikning-
um njóti beztu ávöxtunar sem bankinn
býður á hverjum tíma.
Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæöur i Bandaríkjadollurum.... 9,50%
b. innstæöur i sterlingspundum..... 9,50%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum...... 4,00%
d. innstæöur í dönskum krónum....... 9,50%
1) Bðnus greiðist til viðbðtar vöxtum á 6
mánaða reikninga sem ekki er tekiö út at
þegar innstæða er laut og reiknast bðnusinn
tviavar á ári, í júti og janúar.
2) Stjörnureikningar eru verðtryggðir og
geta þeir sem annað hvort eru eldri en 64 ára
eða yngri en 16 ára stotnað siíka reikninga.
ÚTLÁNSVEXTIR:
Almennir víxlar, lorvextir
Alþýöubankinn............... 22,00%
Búnaðarbankinn............. 22,00%
lönaðarbankinn.............. 22,50%
Landsbankinn................ 22,00%
Sparisjóöir................. 23,00%
Samvinnubankinn............. 22,50%
Útvegsbankinn............... 20,50%
Verzlunarbankinn............ 23,00%
Viðskiptavíxlar, forvextir:
Búnaöarbankinn.............. 23,00%
Ytirdráttarlán a( hlaupareikningum:
Alþýöubankinn............... 22,00%
Búnaöarbankinn.............. 21,00%
lönaöarbankinn.............. 22,00%
Landsbankinn.................21,00%
Samvinnubankinn............. 22,00%
Sparisjóöir................. 22,00%
Útvegsbankinn............... 26,00%
Verzlunarbankinn............ 23,00%
Endurseljanleg lán
fyrir framleiöslu á innl. markaö. 18,00%
lán í SDR vegna útflutningsframl. 10,00%
Skuklabrát, almenn:
Alþýöubankinn............... 24,50%
Búnaðarbankinn.............. 25,00%
Iðnaöarbankinn...'.......... 25,00%
Landsbankinn................ 24,00%
Sparisjóöír................. 25,50%
Samvinnubankinn............. 26,00%
Útvegsbankinn............... 23,00%
Verzlunarbankinn............ 25,00%
Viötkiptaskuldabráf:
Búnaðarbankinn.............. 28,00%
Verðtryggð lán
í allt aö 2% ár
Búnaöarbankinn............... 4,00%
Iðnaðarbankinn............... 9,00%
Landsbankinn................. 7,00%
Samvinnubankinn............. 8,00%
Sparisjóðir.................. 8,00%
Útvegsbankinn................ 8,00%
Verzlunarbankinn............. 8,00%
í allt aö 3 ár
Alþýöubankinn................ 7,50%
lengur en 2 'h ár
Búnaöarbankinn............... 5,00%
lönaðarbankinn.............. 10,00%
Landsbankinn................. 9,00%
Samvinnubankinn............. 10,00%
Sparisjóöir.................. 9,00%
Útvegsbankinn................ 9,00%
Vera marbankinn.............. 9,00%
lengur en 3 ár
Alþýöubankinn................ 9,00%
Vanskilavextir--------------------- 2,50%
Spariskírteini ríkissjóðs:
Verötryggð......................... 5,08%
Gengistryggö....................... 9,00%
Spariskirteini nkissjóös eru til sölu í Seöla-
banka Islands, viðskiptabönkum, sparisjóöum
og hjá nokkrum umboðssölum.
Ríkisvíxlar:
Ríkisvíxlar eru boönir út mánaöarlega.
Meöalávöxtun ágústútboðs...2530%
Lífeyrissjódslán:
Lífeyrissjööur etarfsmanna rfkisins:
Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur
og er lániö vísitölubundiö meö láns-
kjaravisitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og elns
ef eign sú, sem veö er i er lítilf jörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjðöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrlr
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lánið 10.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á
tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast viö höfuöstól leyfllegrar láns-
upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs-
fjórðungi, en ettlr 10 ára sjóösaölld er
lánsupphæöin oröin 300.000 krónur.
Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 krón-
ur tyrir hvern ársfjóröung sem líður. Því
er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
3% ársvexti. Lánstimlnn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravieitalan fyrir ágúst 1984
er 910 stig en var fyrir júlí 903 stig.
Hækkun milli mánaöanna er 0,78%.
Mlöaö er viö visitöluna 100 í júni 1979.
Byggingavisitala fyrir júli til sept-
ember 1984 er 164 stig og er þá miöaö
viö 100 í janúar 1983.
Handhalaakukiabréf i fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18-20%.