Morgunblaðið - 17.08.1984, Page 28

Morgunblaðið - 17.08.1984, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 Minning: Einar G. Einarsson lögregluflokksstjóri Fæddur 28. aprfl 1928 Dáinn 9. ágúst 1984 Að hittast og gleðjast hér um nokkra daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. í dag er borinn til hinstu hvílu mágur minn og vinur, Einar G. Einarsson, lögreglumaður á Akur- eyri. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur og Einars Guðbjartssonar, sjómanns á Grenivík, sem er löngu látinn en Guðrún lifir son sinn, 84 ára. Leiðir okkar Einars lágu fyrst saman er hann kynntist uppeldis- systur minni, Hermínu Jakobsen en þau giftust 21. október 1950. Þeim varð sjö barna auðið, tvö yngstu bðrnin, sem voru drengir, létust í fæðingu. Einar var dulur en dagfarsprúður maður enda vel liðinn í starfi sem og annars stað- ar. Hann gladdist i góðra vina hópi og sönggyðjan seiddi hann. Gamansamur var hann, þó ekki hefði hann hátt og oft hitti hann í mark. Hann unni lífinu, var mannvinur og að þekkja Einar var mannbætandi. Eiginkona, börn og fjölskyldur þeirra áttu hug hans allan. Alltaf var hann boðinn og búinn til hjálpar hvar og hvenær sem var. Það eru vandfundir hans líkar. Ég þakka guði fyrir að ég fékk að kynnast svo góðum vini. Hjart- ans þakkir fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og börnin min. Tumi og Baldvin sem fjarstaddir eru í dag, senda honum sínar bestu þakkir og kveðjur. Elsku Hermína mín og börn, Guðrún og aðrir aðstandendur, guð styrki ykkur og styðji. Við eig- um góðar minningar. Far þú í friði friður guðs þig blessi, haf þú þðick fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði guð þér nú fylgi. Hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Gulla Björk Öll verðum við að hlýta þeim æðsta dómi, að eitt sinn skal hver deyja. Það er sem fylgi því níst- andi kuldi, er við sjáum á bak góð- um vini, eða svo varð mér við er ég frétti andlát mágs míns, Einars G. Einarssonar. Jafnvel þótt við hér á Akureyri njótum nú eins feg- ursta sumars í mörg ár fannst mér sem ský drægi fyrir sólu og allt yrði dimmt. Minningar hrannast upp og líða í gegnum hugann og við spyrjum okkur sjálf aftur og aftur, því Íífið sé svo miskunnarlaust að kalla burt fólk á góðum aldri. Fólk með sterka lífslöngun og vilja til frek- ari starfa. Söknuðurinn er sár og við finnum til smæðar okkar gagnvart því mikla valdi sem við verðum öll að lúta. Einar Guðbjartsson Einarsson var fæddur á Miðgörðum á Greni- vík 28. apríl 1928. Foreldrar hans voru Guðrún Stefánsdóttir, sem lifir son sinn, Stefánssonar út- vegsbónda og konu hans Friðriku Kristjánsdóttur og Einar Guð- bjartsson vélstjóri Björnssonar og konu hans Sigríðar Bjarnadóttur. Einar var yngstur af sjö börnum þeirra hjóna en faðir hans andað- ist áður en Einar fæddist. Var hann einn af fjórum mönnum sem komst af í hinu hörmulega slysi, er vélskipið Talisman fórst við íÉ Vestfirði árið 1922. Náði hann aldrei fullri heilsu eftir þá hrakn- inga. Eftir fráfall manns síns réðst Guðrún sem ráðskona til föður síns á Miðgörðum og þar ólust systkinin upp. Þeirra elst var Friðrika Halldóra, sem var búsett á Akureyri, nú látin, þá tvíbura- systurnar Guðríður og Margrét, sem létust á unga aldri, Alda hús- freyja á Akureyri, Þorsteinn Mikael vélstjóri og skipstjóri í ólafsfirði, en hann hafði alist þar upp frá 11 ára aldri hjá föðursyst- ur sinni, Matthías lögreglustjóri á Akureyri og Einar. Mannmargt var á Miðgarða- heimilinu eins og á öðrum út- vegsheimilum, þar sem sjómenn- irnir dvöldu þar um vertíðir. Þau systkinin fóru strax og þau höfðu getu til að vinna við útgerð afa síns til sjós og lands. Ekki var títt að þá gæfust tómstundir sem nú, en söngur og íþróttir voru þeim nærri og minnast margir marg- raddaðs söngs sem ómaði í beit- ingaskúrnum á Grenivík. Ungur að aldri fluttist Einar til Akureyrar og lauk hann gagn- fræðaprófi þar og réðst til versl- unarstarfa. Árið 1950 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Minning: Valgerður Gísladótt- ir frá Vagnsstöðum Fædd 5. desember 1898 Dáin 28. júní 1984 Við getum ekki látið hjá líða, að minnast hennar ömmu okkar nokkrum orðum, en hún lést í Landspítalanum aðfaranótt 28. júní síðastliðinn. Valgerður Gísladóttir var fædd á Vagnsstöðum í Suðursveit 5. desember 1898, dóttir hjónanna Gísla Sigurðssonar og Halldóru Skarphéðinsdóttir. Hún var næst- yngst 8 systkina sem öll eru látin, nema yngsti bróðirinn Gunnar, er býr á Vagnsstöðum ásamt syni sínum og tengdadóttir. Amma ólst upp á Vagnsstöðum ásamt foreldrum, systkinum, móð- urömmu og móðursystur, við öll algeng sveitastörf þeirra tíma. Veturinn 1922 dvaldi hún um 6 vikna skeið á Hoffelli í Nesjum og nam þar orgelleik hjá Sigurbjörgu Jónsdóttur, sem hún átti eftir að hafa mikla ánægju af. Vorið 1929 fór amma alfarin að heiman og flutti á Höfn ásamt til- vonandi lífsförunauti sínum, Gísla Teitssyni en hann lést 2. septem- ber 1968. Þau gengu í hjónaband 10. maí 1930 og höfðu þá byggt sér lítið hús sem þau kölluðu Tungu. Ári seinna, 2. maí 1931 eignuðust þau dótturina Þórunni, er síðar giftist Jóni ögmundssyni frá Kaldárhöfða í Grímsnesi en hann lést árið 1978. Auk þess ólu þau upp að miklu leyti dótturdóttir sína Gyðu Valgerði. Á Höfn bjuggu þau í farsælu hjónabandi í 39 ár og voru lengst af með smá búskap, eins og tíðk- aðist á þeim tíma í litlum kaup- túnum. Síðustu árin sem afi lifði var hann heilsulítill og þar af 5 ár algjörlega í rúminu og annaðist amma hann með miklum sóma. Er afi lést fluttist amma suður í Grímsnes til dóttur sinnar og tengdasonar, en hún festi þar ekki yndi, hugurinn var fyrir austan, hún saknaði þess að sjá ekki „fjöllin sín stóru og fallegu“ og sjóinn, svo hún flyst austur að Vagnsstöðum á heimili bróður síns Gunnars, bróðursonarins Þórarins og konu hans Ingu og dvaldi þar í góðu yfirlæti síðustu æviárin. Amma kom alltaf suður á hverju sumri að heilsa upp á vini og ættingja meðan heilsa og kraft- ar leifðu, en hugurinn vildi ætíð leita í sveitina, hvort byrjað væri að slá, eða „hvað hún Sigga litla væri núna að gera," en hún var henni afar kær. Amma var stórbrotin kona, at- hafnasöm og greind, þótt ekki hefði hún mikla skólagöngu að baki. Hún gat oft á tíðum verið skemmtilega hnyttin og gaman- söm. Hún var góð og guðhrædd kona, sönn í sinni trú og sjaldan var sálmabókin langt frá koddanum. Fyrir þó nokkrum árum söng hún ásamt systkinum sínum Þórunni og Skarphéðni, Passíusálma, Hall- gríms Péturssonar inn á segul- band og mátti víst ekki tæpara standa að þeir féllu ekki í gleymsku. Á efri árum undi hún sér oft við hannyrðir og það er margt fallegt eftir hana sem prýð- ir heimili okkar systranna. Ömmu var hvíldin kærkomin, hinn mikli háttatími er kominn. Nú hvílir hún við hliðina á honum afa austur á Höfn í Hornafirði, og við erum sannfærðar um það að nú dvelur hún amma á meðal vina. Guð veri með henni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð nú þér fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (sb. 619 Vald. Briem) Gyða og Ella. Hermínu K. Jakobsen. Þeirra börn eru Einar Ingi, stýrimaður, bú- settur á Akureyri, kvæntur Sigríði Jakobsdóttur, Jóhann Kristján rafvirki á Akureyri, kvæntur Önnu Margréti Árnadóttur, Ing- unn Elísabet ritari, búsett í Reykjavík, Stefán Friðrik, mat- reiðslunemi í Reykjavík, heit- bundinn Lindu Jónsdóttur, og Lár- us Ragnar, sjómaður í ólafsvík, heitbundinn Björk Þráinsdóttur. Einar var einstakur eiginmaður og fjölskyldufaðir, kærleiksríkur og hlýr og bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti. Hann var hreinlyndur og hjálpsamur og leið aldrei betur en þegar hann gat veitt öðrum hjálp eða aðstoð, ekki síst börnum sínum, hvort heldur að gæta lítillar afastúlku eða afa- drengs. Þá voru ófá handtökin sem Einar átti þegar börn hans voru að koma sér upp eigin hús- næði. Sem fyrr sagði hóf Einar versl- unarstörf hér á Akureyri en síðar réðst hann til starfa hjá Mjólkur- samlagi KEA. Þá voru börnin öll í ómegð og lagði hann þá oft nótt við dag til að sjá heimili sínu far- boða. Var hann í fjölda ára við dyravörslu í Alþýðuhúsinu á Ak- ureyri. Árið 1963 réðst hann til starfa í lögreglunni á Akureyri og starfaði þar til hinsta dags. Einar var góður söngmaður og var í mörg ár félagi í Karlakór Akureyrar. Gleðimaður var hann á góðri stundu en þó held ég að hvergi hafi hann notið sín eins vel og í faðmi fjölskyldunnar. Hann var einlægur áhugamaður um íþróttir og stundaði þær fram- an af aldri. Voru þau hjónin sam- huga í áhuganum og hvöttu bðrn sín mjög á íþróttabrautinni. Með Einari Einarssyni er geng- inn góður drengur og verður skarð hans vandfyllt. Minning hans er björt og gefur þakklæti öllum þeim sem hann þekktu. Elsku Hermína, ég bið góðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. Söknuður ykkar er sár en minningin um góðan dreng lifir. „Hér þótt lífið endi rís það upp 1 Drottins dýrðarhendi." Jóhanna Pálmadóttir Erlendur Guð- mundsson - Minning Fæddur 23. desember 1900 Dáinn 9. ágúst 1984 Erlendur Guðmundsson var alda- mótabarn og fæddist á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru hjónin Arnbjörg Jónsdóttir frá Melhús- um á Akranesi og Guðmundur Erlendsson bátasmiður frá Jarlagsstöðum í Borgarfirði. Þau fluttu austur á Seyðisfjörð fyrir aldamótin því þar var mikil gróska í atvinnulífinu og voru öll börnin fædd á Seyðisfirði. Þau voruð aðeins 3 börnin sem upp komust, móðir mín Guðbjörg, Er- lendur og Guðrún, en hún dó á besta aldri, 20 ára. Alls voru börn- in 8, en hin dóu í frumbernsku. Afi minn dó þegar Lindi var 16 ára svo hann varð snemma að standa á eigin fótum. Ungur hóf Lindi störf á sjónum og á skipum og fyrstu alvörusjómennskuna byrjaði hann 1915 þegar hann var ráðinn á kútter Hurricane hjá föð- ur mínum. Á heimleið úr einni veiðiferðinni skall á ofsaveður og þeir sjö sem um borð voru hrökt- ust fyrir veðri og vindum í 17 daga. Mastrið brotnaði og fór út- byrðis ásamt öllum reiða, en þeim tókst að koma upp útbúnaði til bráðabirgða þegar lægði. í hrakn- ingum voru þeir alls 25 daga og þegar veiðiferðin er meðtalin hafði ekki spurst til þeirra í 35 daga, og voru þeir taldir af. Árið 1918 réð hann sig á danska skonnortu frá Svendborg, Elisa- bet, sem var stödd á Seyðisfirði. Þar fékk hann illa vist og ótrúlega meðferð sem unglingspiltur og reyndi hann flótta eins fljótt og hann gat. Það byrjaði fyrst í Martinique í Karabíska hafinu, en þar náðist hann og var þá „kjöl- dreginn". Seinna reyndi hann flótta með öðrum manni og var þá aftur gripinn, en félagi hann slapp yfir fljót á sundi. Þetta var í Kanada og var hann þá hengdur upp í mastur og látinn dúsa þar. Eftir þessa meðferð tefldi hann ekki aftur í tvlsýnu og var á þess- ari skonnortu þar til hún kom til heimahafnar í Svendborg eftir árs útivist. 1 Svendborg fór Lindi í mat- reiðsluskóla og lærði einnig kon- fektgerð. Hann helgaði sig matar- gerðarlistinni upp frá því. Lengst af starfaði hann á sjónum á flest- um tegundum skipa og komst oft í hann krappann. Ég sagði oft í gamni við Linda að hann hefði níu líf, þannig hefur lífshlaup hans verið. Margar á ég endurminn ingarnar um þennan hugljúfa frænda minn sem öllum vildi gott gera. Síðustu ár sin sem mat- sveinn vann hann á flugvellinum í Keflavík, en á hótelum hér í Reykjavík starfaði hann nokkuð fyrr á árum og var einnig með eig- in rekstur um tíma. Árið 1934 festi hann ráð sitt. Eftirlifandi kona hans er Kristín Gunnarsdóttir frá Völlum á Rang- árvöllum, mesta myndar- og dugn- aðarkona, sem staðið hefur við hlið hans í blíðu og stríðu. Börn þeirra eru: Guðrún, gift Ásgeiri Þór Ásgeirssyni tæknifræðingi og eiga þau tvö börn, og Gunnar, gift- ur Sigríði Jóhannsdóttur og eiga þau einnig 2 börn. Að leiðarlokum vil ég þakka Linda fyrir samfylgdina, glaðværa og létta lund, spaugsyrðin sem alltaf voru á takteinum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og móður flyt ég Kristínu og börnum inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Linda. Guðmundur Jónsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, VALGERDUR KRISTJANA SIGURGEIRSDÓTTIR Bragagötu 25, andaöist á Grensásdeild Borgarspítalans 16. ágúst. Ásdís Kjartansdóttir, Valborg Kjartansdóttir Clark, Erla Ólafsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir, tengdasynir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.