Morgunblaðið - 17.08.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
29
Coca Cola-mótiö
Opna Coca Cola-golfmótiö
veröur haldiö á Nesvellinum
helgina 18. og 19. ágúst. Er
þetta mót þaö elsta sinnar teg-
undar, en þaö er opiö öllum
kylfingum. Þaö er Nesklúbbur-
inn sem sér um framkvæmd
mótsins og eins og nafnið
bendir til, gefur Coca Cola
verölaun. Skráning er þegar
hafin.
Fannasbikar
Opin kvennakeppni í golfi fer
fram á Grafarholtsvelli um
helgina, hinn svokallaöi Fann-
arsbikar. Bakhjarlar mótsins
eru Hanna og Valur Fannar og
gefa þau öll verölaun á mótinu,
en þaö eru glæsilegir skart-
gripir. Aukaverölaun veröa
veitt þeirri konu sem fer næst
holu á 2. braut í fyrsta teig-
höggi.
Ræst veröur út á laugardag-
inn klukkan 10.00 en klukkan
13.00 á sunnudaginn. Jafn-
framt fer fram á Grafarholts-
velli JónsAgnarsmótiö, sem er
unglingakeppni.
Hitachi-mót
Golfklúbbur Selfoss heldur
sitt árlega Hitachi-mót á Al-
viðruvelli viö Sogiö, laugar-
daginn 18. égúst. Keppt verö-
ur meö og án forgjafar og
veröur raast út frá klukkan níu
um morguninn og til eitt eftir
hádegiö.
Glæsileg verölaun gefa þeir
Vilberg og Þorsteinn, má nefna
aö litsjónvarp fæst fyrir holu í
höggi á einni braut og mynd-
segulband fyrir sama afrek á
annarri braut. Þeir sem fara
næst holu á umræddum braut-
um fá einnig glaöning.
5. flokkur
Úrslitakeppnin í hraömóti
fimmtaflokks mun fara fram á
KR-vellinum um helgina.
Keppnin hefst á morgun kl. 10
og lýkur meö úrslitaleiknum á
sunnudaginn um kl. 15.15.
Leikið er á tveimur völlum og
því nóg um aö vera hjá þeim
yngstu.
Blikadagur
HINN árlegi Blikadagur knatt-
spyrnudeildar UBK veröur hald-
jnn nk. laugardag 18. ágúat.
Dagskráin veröur fjölbreytt aö
vanda og má þar nefna kappleiki
í ýmsum aldursflokkum og mæt-
ast m.a. „Kópavogsrisarnir“
Breiöablik og Augnablik í spenn-
andi uppgjöri.
Tívolí, minigolf, knattþrautir,
vítaspyrnukeppni o.fl stendur þeim
sem mæta á þessa fjölskylduhátíö
til boöa aö taka þátt í. öll fram-
angreind atriöi fara fram á Kópa-
vogsvelli frá klukkan
10.00—16.00. í Félagsheimili
Kópavogs veröur kaffisala og hefst
hún klukkan 15.30 og þar veröur
síöan haldiö Biikaball um kvöldiö.
Óskar Jakobsson hættur að keppa:
„Vinur minn, veistu ekki
að ástin er þyngdarlaus?“
Frá Sveini Sveinssyni, fréttaritara Mbl. í Bandaríkjunum.
ÓSKAR Jakobsson, kúluvarpari í fremstu röð, var ekki meöal íalensku
keppendanna. Þótti mörgum þaö skarö fyrir skildi, því hann var aö
komast í góöa æfingu og farinn að kasta kúlunni reglulega yfir 20
metra, er hann varð fyrir þeim meiöslum sem komu í veg fyrir aö hann
keppti fyrir íslands hönd i Los Angeles. Óskar var staddur í LA og
fylgdist þar meö leikunum. Blm. náöi tali af honum áöur en hann hélt
til Austin í Texas á nýjan leik.
Er þaö rétt aö þú sért búinn að
leggja kúluna á hilluna?
„Já, ég er hættur sem kúluvarp-
ari, hér eftir verður kúluvarp bara
leikur. Ég er búinn aö vera aö
kasta í 14 ár og er oröinn saddur á
kúlunni. Þaö er líka kominn tími til
að snúa sér aö öörum þáttum í
lífinu og fara heldur mjúkum hönd-
um um konuna en ekki kúluna til
tilbreytingar. Ég er 29 ára og búinn
aö vera í stífri æfingu síöustu 8
árin.“
Spila meiðslin inn í ákvöröun
þína?
„Fyrir ári síðan ákvað ég að
taka mér ársfrí frá námi til að
undirbúa mig fyrir Ólympíuleik-
ana og hætta eftir það. Eg er í
mjög góðu formi og mér datt ekki
til hugar að eitthvað þessu líkt
gæti komið fyrir mig, ég var far-
inn að henda yfir 20 metra á æf-
ingum.“
Hvað var þaö sem kom fyrir?
„Ég var aö kasta á einni æfing-
unni og allt gekk fullkomlega vel
þar til i einu kastinu. Þá rann kúlan
til í greipinni rétt áöur en ég lét
hana flakka. Kúlan rann þannig til,
aö of mikiö átak kom á vísifingur
og var sem rýtingi væri stungiö í
handarbakið á mér og hrært í.
Sinafestingar í handarbakinu slitn-
uöu. Þaö er ákaflega erfitt aö
sætta sig viö svona lagað á síöustu
stundu, en ekki skal gráta Björn
bónda því svona eru jú íþróttirnar.
Eins árs uppbygging getur hruniö
á nokkrum sekúndubrotum.
En getur þú ekki kastaö kringlu
eftir sem áöur?
„Ja, ætli ég dundi mér ekki frek-
ar viö hana svona í rólegheitum
mér til skemmtunar. Ég er ekki
hættur líkamsrækt og mun halda
mér í sæmilegu formi. Ég hef mjög
gaman af þessu og sé ekki eftir
tímanum sem ég hef fórnaö í
íþróttirnar. Ánægjustundirnar hafa
veriö ófáar og reynslan ómetan-
leg.“
Ætlar þú aö halda sama trölls-
lega vextinum, eöa grenna þig
eitthvaö?
„Ha ha, ætli ég fari ekki niður í
svona 110 kg, létti mig um ein 10
kg.“
Kvartar konan þín ekkert und-
an þyngdinni?
„Nei vinur minn, veistu ekki aö
ástin er þyngdarlaus?"
Hvaö tekuröu þér fyrir hendur?
„Ég á eftir nokkrar einingar í
námi viö Austin-háskóla í Texas og
lýk þar gráöu í íþróttafræðum
næsta vor. Þar sem ég er ólækn-
andi sport-„idjót“, ætla ég aö
reyna fyrir mér sem þjálfari.“
Kemur þú þá heim eftir námiö?
„Þaö er nú óráöiö, en helst vildi
ég geta miölaö af reynslu minni til
ungs og upprennandi íþróttafólks
á íslandi. Möguleikarnir eru meiri
hér vestra og eins og þróunin hef-
ur verið, þá sækir íþróttafólk
hingaö í aöstööuna sem er ekki
sambærileg viö aöstööuna heima.
Þaö er heilmikiö af efnilegum
íþróttamönnum heima sem þarf aö
virkja.“
Snúum okkur aö ööru, hvenær
byrjaðir þú í íþróttum?
„Ég byrjaði sem smágrislingur í
fótbolta milli hliöa í Sigluvoginum
og aö kasta grjóti úti á róló. Eftir
aö metnaöurinn varö meiri fór ég
aö fullnægja honum og læddist þá
út á róló með fyrstu kúluna mína.
Ég var þá svona 12 ára gamall.
Síöan gekk ég í ÍR og hef veriö aö
þessu á fullu meira og minna síðan
ég var 15 ára. Ég haföi skilnings-
ríka atvinnuveitendur og vann lík-
amlega erfiöa vinnu, þannig
byggöi ég mig upp bæöi á og utan
vinnutíma."
Hefur þetta ekki veriö dýrt og
andjega erfitt í gegnum árin?
„Ég fékk mikinn andlegan styrk
• Óskar er búinn aö kveðja keppnisvellina.
frá foreldrum mínum og ákveönum
velvildarmönnum. Metnaöur minn
var lika svo mikill, aö ég horföi allt-
af fram á viö. Sumarkaupið fór allt
i íþróttavörur og utanlandsferöir."
Hvernig hefur sambandiö viö
fyrirmenn í íþróttamálum heima
verió?
„Þaö hefur veriö gott og er rétt
aö geta þess hvaö gott samband
milli þeirra og íþróttafólks er mik-
ilvægt. Þó að fé til íþróttamála sé
yfirleitt af skornum skammti er
ákaflega mikilvægt aö halda góöu
persónulegu sambandi milli stjórn-
armanna og upprennandi íþrótta-
fólks. Unglingar sem eru aö byrja
þurfa á fræöslu, uppörvun og
persónulegum stuðningi aö halda.
Persónuleg símtöl og hvatningar-
kort voru mikill andlegur stuðning-
ur og mega stjórnarmenn gera
meira af þessu.“
Hvað finnst þér um notkun
hormónalyfja í íþróttum?
„Ja, úr því þú minnist á þetta vil
ég nota tækifærió og mótmæla
óraunhæfum og ósmekklegum aö-
dróttunum í garö íþróttafólks í
USA sem birtust i reykvísku dag-
blaöi síóasta vetur eöa vor. Þar var
þvi haldiö fram af fréttaritara og
viömælanda hans að viö notuöum
öll hormónalyf í okkar uppbygg-
ingu. Fulltrúi frá „dópnefndinni"
mætti og geröi mælingar sem
sönnuöu aö fullyröingarnar áttu
viö engin rök aö styöjast. En þegar
eitri er stráó í akur bíöur hann
þess seint bætur og afleiöingar
þessara skrifa uröu til þess aó
ýmsir aðilar sem höföu ætlað sér
aó styrkja umrætt íþróttafólk,
drógu sig til baka. Annars er
þróunin í íþróttamálum nú sú, aó
sálfræöin er oröin mikilvægari
þáttur í uppbyggingu líkamans.
Hormónar eru sem betur fer á
hrööu undanhaldi. Sálfræóin er
oröin einn stærsti þátturinn í
íþróttafræöum í dag.“
Er völlur IA
ónothæfur?
NU ÞEGAR rignt hefur avo til
stanslaust hér á suövesturhorni
landsins eru knattspyrnuvellir á
því svæöi mjög illa farnir og má
segja aö sumir þeirra séu aö
veröa ónothæfir sökum bleytu.
Viö höföum samband viö Jón
Gunnlaugsson, vallarstjóra á
Akranesi og spuröum hann
hvernig ástandiö hjá íslands- og
bikarmeisturum ÍA væri.
„Þaö er alveg Ijóst aö ef þaö á
aó leika hér á grasvellinum á laug-
ardaginn, en þá eiga Skagamenn
aö leika viö KA, þarf veöriö aö lag-
ast mikiö og ég efast reyndar um
aö þaö myndi naBgja til aö völlur-
inn yröi leikhæfur," sagöi Jón.
Hann sagói aö í vikunni fyrir
verslunarmannahelgi heföi veriö
ráöist í aö endurbæta völlinn, hann
heföi verió tekinn upp á um 300
fermetra svæði og settar á hann
nýjar þökur, en síöan þá heföi ekki
stytt upp á Akranesi og því væri
allt á floti og auk þess væri þetta
nýja sem í völlinn heföi veriö sett
ekki gróiö.
„Þaö er alveg Ijóst aö ef á aö
leika þennan leik á laugardaginn
hér á Akranesi þá veröur aö leika
leikinn á mölinni en hvort það
veröur gert get ég ekkert sagt
um,“ sagöi Jón aö lokum.
Við höföum einnig samband viö
Hörö Helgason, þjálfari Skaga-
manna, og spuröum hann aö þvt
hvernig ástandiö væri á vellinum.
Höröur sagöi aö völlurinn væri
alveg á floti, þaö rinni bara ekki af
honum vatniö, enda hefði rignt
mjög mikið á Akranesi aö undan-
förnu. Hann sagöi aö þaö væri
fyrst íþróttabandalagiö sem tæki
ákvöröun um þaö hvort þeir fengju
aö leika á grasvellinum og ef þaö
fengist ekki þá væri þaö ákvöröun
knattspyrnuráös hvar leikiö yröi.
„Ég veit ekki hvaö veröur gert í
þessu máli, en þaö mun allt skýr-
ast á morgun, föstudag, og þá
verður tekin ákvöröun um hvernig
tekiö veröur á þessu máli. Aö mínu
áliti er þaö algjört neyöarúrræöi aö
leika leikinn á malarvelli, en þaö er
knattspyrnuráös aó ákveöa þaö
endanlega," sagöi Höröur aö lok-
um.
Máli Gylfa áfrýjað
EINS og Morgunblaöiö skýröi fré
ó sínum tíma þá fundust merki
þess aö Gylfi Gíslason, lyftinga-
maður fré Akureyri, heföi notaö
ólögleg lyf og var hann dæmdur í
keppnisbann vegna þessa. Nú
hefur lyftingasambandi íslands
borist skýrsla um þetta mál og
hefur málinu veriö áfrýjaö.
Guömundur Þórarinsson, for-
maóur lyftingasambandsins. sagöi
í samtali viö blaöió aö á fundi sem
lyftingasambönd Noröurlanda
héldu í Los Angeles á meöan
Ólympíuleikarnir stóöu yfir, heföi
veriö ákveöiö aö áfrýja þessu máli
og var þaö gert.
Að þessari áfrýjun stóöu öll
Noröurlöndin og sagöi Guömund-
ur aö nú væri ekkert annaö aö
gera en aö biöa og sjá til hverja
lausn þetta mál fengi hjá alþjóóa-
lyftingasambandinu. Hann sagðist
vonast til aö afgreiösla þessa máls
tæki ekki langan tíma en nú væri
ekkert hægt aö gera annaö en
biöa og vona.