Morgunblaðið - 17.08.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 17.08.1984, Síða 32
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11340 OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl. SlMI 11633 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Bótakrafa vegna meintra mistaka fæðingarlækna HJÓN í Reykjavík fhuga nú kæru á hendur Rikisspítölunum vegna meintra mistaka lækna og hjúkrun- arliös i fæðingardeild Landspítal- ans. Málavextir eru þeir, að konan var lögð inn á fæðingardeildina haustið 1982 og kom þá í ljós að fóstrið var ekki í réttri stöðu. Venja mun að gera keisaraskurð í slíkum tilfellum. Lögmaður hjón- Nýtt hjarta- þræðingatæki STJÓRN Ríkisspítalanna ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag að festa kaup á nýju hjartaþræðingatæki af gerðinni Siemens, en tækið kostar tæplega 16 milljónir króna. Einnig var ákveðið að bjóða út og kanna tilboð í uppfyllingu á einnar hæða byggingu á lóð Landspítalans, þar sem fyrirhuguð er aðstaða fyrir hjartalækningar. Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að væntanlega yrði hafist handa við fram- kvæmdir við bygginguna nú á næstu dögum, en reiknað er með, að starfsemi hinnar nýju hjarta- lækningadeildar geti hafist í byrjun næsta árs. Davíð sagði ennfremur að með þessu væri verið að koma aðstöðu til rann- sókna á hjartasjúkdómum í svip- að horf og best gerist í heiminum og mætti segja að hér væri um að ræða fyrsta skrefið í þá átt að hefja hjartaskurðlækningar hér á landi. BSRB frest- ar ákvörðun um verkfalls- aðgerðir STJÓRN og trúnaðarmannaráð BSRB samþykkti á fundi sínum í gær að skora á þá sem með for- sjá ríkisfjármála fara að gera BSRB gagntilboð og ganga til samningaviðræðna hið allra fyrsta, samkvæmt því sem Har- aldur Steinþórsson varaformaður BSRB upplýsti blm. Mbl. í gærkveldi. Hann sagði að þessi ályktun hefði verið samþykkt einróma, með 52 atkvæðum við- staddra. Ályktunin er svohljóðandi: „Sameiginlegur fundur stjórn- ar og samninganefndar BSRB skorar á forsvarsmenn ríkisins og sveitarfélaga að leggja fram gagntilboð og ganga til við- ræðna við BSRB og aðildarfé- lögin með það í huga að ná samkomulagi sem allra fyrst. Fundurinn ákveður að ef við- unandi árangur næst ekki í samningaviðræðunum verði boðað til sameiginlegs fundar stjórnar og samninganefndar eigi síðar en 3. september nk. til að taka ákvörðun um verk- fallsboðun." anna, Jón Steinar Gunnlaugsson, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að það hefði þó ekki verið gert. „Það var gerð svokölluð ytri vending, sem hvorki er venjuleg né eðlileg við slíkar aðstæður og í því eru mistök lækna og hjúkrun- arliðs fólgin,“ sagði Jón Steinar. „Barnið leið af súrefnisskorti i fæðingu og hlaut af varanlegan heilaskaða." Lögmaðurinn sagði enn fremur, að hann hefði sent bréf til Ríkis- spítalanna þar sem málavöxtum er lýst og þvi, að þarna hefðu orðið mistök, sem Ríkisspítalarnir bæru ábyrgð á. í bréfinu er óskað eftir afstöðu Rikisspítalanna til þessa máls og það reifað, að spítalarnir séu bótaskyldir. Er óskað eftir að þeir viðurkenni ábyrgð sína. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði, að neituðu Ríkisspítalarnir ábyrgð á þessu hörmulega atviki færi málið fyrir dómstóla. Ekki hefur áður verið höfðað mál vegna meintra mistaka lækna og hjúkrunarliðs við fæðingu. Slegið með gamla laginu Hann Tóti á Finnbogastöðum gefur sér tíma til að líta upp frá slættinum og skyrpa hressilega á brýnið áður en hann brýnir ljáinn að hann bíti betur. Hann veit sem er, að þrátt fyrir nýtízku tæki og vélar létu forfeður hans orfið og Ijáinn duga til að fella grasið og með þrautseigju kemur hann heyinu í hlöðu. Sjömannanefnd skilar bráðabirgðaáliti: Búvörur verði háðar framleiðsluleyfum HIN svokailaöa sjömannanefnd sem Jón Helgason landbúnaðarráðherra skipaði í aprfl síöastliðnum til að huga að bættu skipulagi framleiðslu landbúnaðarvara og fleira, hefur skilað bráðabirgðaáliti til landbún- aðarráðherra. Nefndin leggur meðal annars til að stjórnvöld og bænda- samtökin semji um að framleiðend- um verði tryggt fullt verð fyrir ákveðið heildarmagn mjólkur og sláturafuröa. Jafnframt yrðu gerðir framleiðslusamningar við alla bænd- ur þar sem þessu heildarmagni yrði skipt i milli þeirra og þeir gætu síð- an ekki vænst þess að fá neitt fyrir það sem þeir framleiddu umfram það. Nefndin leggur einnig til að öll búvöruframleiðsla, sem ætluð er til sölu á almennum markaði, verði háð framleiðsluleyfum þar sem tiltekið væri um hámarks- magn og tegund framleiðslu. Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneyt- isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu sem er formaður sjömannanefnd- arinnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að tilgangur nefndar- manna með þessari tillögugerð væri fyrst og fremst sá að meiri stjórnunarleg tök náist á fram- leiðslunni en það væri i allra þágu, Seðlabankinn: Vextir gamalla skulda- bréfa 23%eftir 11. ágúst Hækkunin nemur tveimur prósentustigum SEÐLABANKINN hefur ákveðið að hæstu lögleyfðu vextir á skuldabréfum útgefnum fyrir II. ágúst skuli frá og með 20. ágúst vera 23% og er hækkunin 2 prósentustig. Nokkur óvissa hefur verið innan bankakerfisins um hverjir hæstu lögleyfðu vextir séu í raun og hefur verið vitnað til vaxta á viðskipta- skuldabréfum Búnaðarbankans, sem eru 28% með samþykki Seðla- bankans. Hefur einnig verið vitnað í lög um okur, dráttarvexti og fleira nr. 58 1960, en þar segir í 2. grein að heimilt sé að taka ársvexti af skuld með veði í fasteign eða með hand- veði, sem séu jafnháir þeim vöxtum er stjórn Seðlabankans leyfir bönk- um og sparisjóðum að taka hæsta. Margir bankamenn hafa lagt þann skilning i þessi lög að hæstu lögleyfðu vextir á skuldabréfum séu því 28%, hvort sem þau eru gefin út fyrir 11. ágúst eða eftir þann tíma og því ættu vextir að hækka um 7%. „Hæstu löglegu vextir eru ákveðn- ir fyrir einstaka lánaflokka og af skuldabréfum eru þeir 28% eftir 11. ágúst,“ sagði dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri þegar hann var spurður álits á umræddu atriði. Að sögn Jóhannesar Nordal eru það eingöngu viðskiptaskuldabréf sem bera svona háa vexti og eingöngu þau sem gefin eru út eftir 11. ágúst. Á almennum skuldabréfum útgefn- um fyrir sama tíma geta vextir hæstir orðnir 26% hjá Samvinnu- bankanum. Eldri skuldabréf munu hins vegar samkvæmt ákvörðun Seðlabankans bera frá og með 20. ágúst hæst 23%, eins og áður segir. „Varðandi gömlu skuldabréfin er á það að benda að í þeim flestum er beinlínis höfðað til vaxtaákvarðana Seðlabankans. Það er því óhjá- kvæmilegt til þess að skapa eitt- hvert réttaröyggi í þeim samningum að Seðlabankinn ákveði þá vexti. öll ný lán sem veitt eru bera þá vexti sem bankarnir hafa auglýst." Að- spurður sagði Jóhannes Nordal það mat Seðlabankans að ákvörðun Seðlabankans um vexti á skulda- bréfum útgefnum fyrir 11. ágúst stæðist að lögum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur ákvörðun Seðlabank- ans vakið nokkra óánægju meðal bankamanna sem hafa bent á að annað hvort verði Seðlabanki að horfast í augu við gerðan hlut eða draga aftur til baka leyfi Búnaðar- bankans og annarra banka sem hafa vexti á skuldabréfum hærri en þeir geta sætt sig við. Þá óttast margir að hætta sé á að nú sé verið að draga í land hvað varðar frelsi inn- lánsstofnana til að ákvarða vexti. bæði bænda og neytenda. Sagði hann að ef hugmyndunum yrði hrint í framkvæmd þá ætti einnig að verða auðveldara fyrir stjórn- völd að halda utan um þessi mál, þau vissu um hvaða stærðir væri að ræða. Sveinbjörn sagði að nefndar- menn hefðu verið sammála um þessar hugmyndir en vildu að þeim yrði komið í framkvæmd á rúmum tíma. Tók hann fram að þetta væru frumhugmyndir sem alveg væri eftir að vinna úr. í sjö- mannanefndinni eiga sæti auk ráðuneytisstjórans, Ingi Tryggva- son formaður Stéttarsambands bænda og fimm bændur: Birkir Friðbertsson í Birkihlíð, Sigurður Þórólfsson I Innri-Fagradal, Jó- hannes Torfason á Torfalæk, Þórður Pálsson á Refsstað og Her- mann Sigurjónsson í Raftholti. Söl handa veð- hlaupahestum Miðhús, 16. íkúsI. í GÆR voru tíu manns frá Þörunga- vinnslunni á sölvafjöru suður f Saurbæ í Dalasýslu. Þegar heim er komið eru sölin þurrkuð og möluð, síðan eru þau flutt út til Bandaríkj- ana, en þar eru þau notuð sem fjör- efni í fóðurblöndur fyrir veðhlaupa- hesta. Verðið er allgott eða 3,4 dollarar fyrir kílóið, sem samsvarar 105 krónum islenskum. Þar sem hér er um lítið magn að ræða, er það eng- inn sérstakur búhnykkur fyrir Þörungavinnsluna nú, en séu þess- ar ferðir upphaf að nýtingu sölva til manneldis, þá er betur af stað farið en heima setið. — Sveinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.