Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 1

Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 190. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hershöfð- ingi fórst í Líbanon Beirút, 23. ágúst AP. FORSETI herrráðs Líban- onshers, Nadim Hakim, fórst í dag í þyrluslysi í fjöllum Norður-Líbanons ásamt níu öðrum, þar á meðal tveimur hernaðarráðgjöfum og þremur liðsforingjum samkvæmt frétt í útvarpsstöð stjórnarinnar. Hakim, sem var æðsti yfir- maður drúsa í hernum, var ætl- að mikilvægt hlutverk í að endurbæta öryggisáætlun , sem miðar að því að færa stjórnvöld- um aftur í hendur stjórn á fjallasvæðum er nú eru á valdi drúsa. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og George Bush varaforseti rabba hér saman léttir í lund ásamt konum sínum eftir að þeir voru tilnefndir í embætti forseta og varaforseta á flokksþingi repúblikana í Dallas. Sigurvissa einkennir flokksþing repúblikana „Við erum flokkur grósku, demó- kratar flokkur stöðnunar,“ — sagði Reagan í útnefningarræðu DalUs, 23. ágúst AP. RONALD REAGAN forseti sagði í út- nefningarræðu sinni á þingi repúblik- ana í Dallas í nótt að þeir heyrðu til flokki gróskunnar en demókratar flokki stöðnunar og bað um stuðning manna úr báðum flokkum. Fulltrúar á flokksþinginu eru vissir um að Reagan nái endurkjöri með stuðningi kjörmanna allra rfkja Banda- ríkjanna nema Vestur-Virginíu og District of Columbia. Reagan var útnefndur forsetaefni með atkvæðum 2.233 þingfulltrúa og George Bush hlaut nánast sama stuðning til varaforsetaframboðs. í ræðunni gerði Reagan grein fyrir viðhorfunum þegar hann tók við embætti, því sem hann hefði komið í verk síðan og verkefnunum næstu fjögur ár. Bush varaforseti sagði um forseta- frambjóðanda demókrata, Walter Mondale, i sinni tilnefningarræðu: „Þú hefur misst af tækifærinu. Þinn tími er liðinn.“ Varaforsetinn sagði að Reagan væri styrkur leiðtogi, sem væri ekki hræddur við að taka erfiðar ákvarð- anir. Nú væri ekki lengur talað um að starf forseta væri of erfitt fyrir einn mann og skuldinni ekki lengur skellt á bandarísku þjóðina þegar eitthvað færi úrskeiðis. „Ég er hreykinn af því að starfa fyrir forseta, sem vinnur að friði og biðst ekki afsökunar á Bandaríkjun- um. Menn hafa gleymt hiki og veik- leika Carter-Mondale-áranna. þegar messað var yfir hausamótunum á vinum okkar og þeir voru slðan skildir eftir á köldum klaka.“ Bjartsýni repúblikana í Dallas stingur í stúf við svartsýni demó- krata á þingi þeirra í San Francisco, þar sem aðeins 33% spáðu Mondale sigri. { Dallas spáðu 94% Reagan sigri. 78% töldu að efnahagsmálin sterkustu hlið repúblikana, 7% rýrn- un verðbólgu. 45% töldu fjárlaga- hallann veikasta blettinn. í morgun gagnrýndi Reagan and- stæðinga hugmynda sinna um setn- ingu laga um daglegar bænastundir i skólum landsins: „Stjórnmálamenn þurfa á leiðsögn trúarbragða að halda,“ sagði hann. Torskilið væri hvernig unnt væri að snúast gegn hugmyndinni í nafni umburðarlynd- is og frelsis. Paul Laxalt öldungadeildarmaður Bretland: Ha fnar verkamenn boða verkfall á ný l.uníiunum. 23. á*ú*L AP. Verkalýðsleiðtogar lýstu yfir í dag, að efnt yrði til verkfalls hafnarverkamanna á Brctlandi á morgun, föstudag, í annað sinn á þessu sumri. Þessi ákvörðun var tekin eftir að stáliðnaðarmenn hófust handa við að skipa upp kolafarmi flutn- ingaskips frá Panama í Skotlandi í dag. Áður höfðu verkalýðsfor- ingjarnir bannað uppskipun til að lýsa yfir stuðningi við verkfall kolanámumanna. Skoskir verkalýðsleiðtogar sögðu að höfnum í Skotlandi yrði einnig lokað lokað á morgun. Forsvarsmenn stáliðnaðar- manna, sem fylgdust með því þeg- ar kolafarmi skipsins var skipað upp, lýstu yfir því, að þeir gætu ekki steypt sér í glötun með því að styðja verkfall kolanámumanna. Skýrt var frá því í Bretlandi í dag að tjónið af völdum verkfalls- hafnarverkamanna, sem stóð 11 daga í júlí, hafi numið 650 milljón- um punda. Atvinnumálaráðherra Bret- lands, Tom King, bað hafnar- verkamenn í dag að endurskoða hug sinn, þar sem verkfall þeirra kæmi öllum illa. „Annað hafnar- verkfall mun stefna atvinnu mörg hundruð þúsunda manna í hættu,“ sagði ráðherrann. sagði: „Valið stendur milli ótta Walters Mondale við framtíðina og varanlegar og staðfastrar bjartsýni Ronalds Reagan.“ Yelena Bonner dæmd í útlegð? Washington, 23. áxúsL AP. TALSMAÐUR bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag að hann vissi ekki um sannleiks- gildi fréttar þess efnis að eigin- kona sovéska andófsmannsins Andreis Sakharovs, Yelena Bonner, hefði verið leidd fyrir rétt og dæmd í flmm ára útlegð fyrir róg um Sovétríkin. Lýsti dómurinn mannfyririitningu Sovétmanna ef sannur væri. Talsmaðurinn sagði að bandarískir embættismenn gætu ekki staðfest fréttina, en hún vekti ugg. Hann sagði ennfremur, að samkvæmt fréttinni hefði réttarhöldunum lokið 17. ág- úst. Með því að útvega mynd- bandasnældur með Sakhar- ov-hjónunum til sýninga í bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC reyndu Sovétmenn að dreifa athygli frá frétt um réttarhöld yfir Yelenu Bonn- er. Eins ættu snældurnar að styðja staðhæfingar Sov- étmanna að Sakharov-hjónin væru við góða heilsu þrátt fyrir hungurverkfall þeirra og einangrun frá umheiminum. Sjá frétt um Sakharov-hjónin á bls. 17. Ögnaratburður í Iran Lögreglumenn og björgunarfólk sjást hér að störfum í grennd við aðaljárnbraut- arstöð Tehcrans, þar sem öfhig sprengja sprakk í gærmorgun, með þeim afleið- ingum að 17 manns biðu bana og yflr 300 manns særðust. Sjá: Standa harðvítugir öfgamenn að baki sprengingunni í fran? á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.