Morgunblaðið - 24.08.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.08.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST1984 7 Kristinn syngur Don Giovanni í Tívolí KRISTINN Sigmundsson, söngv- ari, syngur aðaihlutverk í kons- ertuppfærslu á óperunni Don Gio- vanni, eftir Mozart, með Tívolí- hljómsveitinni í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn í næstu viku. Hóp- ur sem Kristinn söng með í Vín- arborg, var boðið að taka þátt í uppfærslunni. Kristinn sagði í samtali við Morgnunblaðið, að það væri mikill heiður fyrir sig að fá að taka þátt í þessari uppfærslu. Fleiri tónleikar verða í Tívolí á næstunni og má þar nefna tón- leika meö söngkonunni Christu Ludwig og pianóleikaranum Eric Werba, en til stóð að þau héldu tónleika á Listahátíð nú í vor. í haust heldur Kristinn til Washington til söngnáms. Hann verður í einkatímum hjá kennara Williams Parker, John Bullock. William Parker hefur haldið tónleika og námskeið hér og var Kristinn á nám- skeiði hjá honum fyrir tveimur árum. Kristinn hefur haft í mörgu að snúast undanfarið. Hann hefur nýlega lokið upptökum á plötu ásamt Jónasi Ingimund- arsyni. Á plötunni syngur Kristinn bæði erlend og inn- lend sönglög. Platan er vænt- anleg á markað nú í haust. Kristinn er einnig nýlega kom- inn heim úr söngferðalagi frá Þýskalandi. Kristinn Sigmundsson Ekki kvaðst Kristinn vera búinn að gera það upp við sig hvort hann vildi heldur helga sig ljóðasöng eða óperusöng. „Mér líkar óskaplega vel að syngja óperur, þar reynir á sviðshæfileika og samvinnu við marga aðila og enginn óperu- sýning er eins. Óperan gefur hins vegar söngvurum ekki eins mikla möguleika til túlkunar og ljóðasöngurinn, þá getur maður meira farið sínar eigin leiðir í samvinnu við undirleikarann. Textinn er yfirleitt miklu dýpri í ljóðasöngnum en í óperum. Þetta eru mjög ólík viðfangs- efni. Það sem getur skipt miklu máli er að það er erfitt að lifa af ljóðasöngnum, hann höfðar til mun færri hlustenda en óperutónlistin.” sagði Kristinn. Landhelgisgæzlan kynnir sér bandarísku strandgæslunæ íslenzkur stýri- maður í leiðangri með Northwind ÞORVALDUR Axelsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæzlunni, er nú um borð í Northwind, ísbrjóti banda- rísku strandgæzlunnar. Tekur hann þátt í 6 vikna leiðangri skipverja í norðurhöfum til að kynnast starf- seminni og notkun þyrlu frá skipinu. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeg- ar Northwind hefði verið hér fyrir um viku, hefði komið upp sú hugmynd að Gæzlan fengi að hafa mann um borð í þessum leiðangri í fyrrgreindum tilgangi. Hefði þeirri hugmynd verið tekið mjög vel af bandarísku strandgæzlunni og hún boðið þeim að hafa tvo menn um borð, stýrimann og þyrluflugmann. Hins vegar hefði ekki getað orðið af því að þyrlu- flugmaður færi með og því hefði niðurstaðan orðið sú, að Þorvaldur Axelsson, stýrimaður, hefði farið í leiðangurinn. Um leiðangurinn sagði Gunnar, Þorvaldur Axelsson að hann stæði í um 6 vikur og helgaðist rannsóknum í norður- höfum, allt norður fyrir 81° norð- lægrar breiddar. Leiðangrinum lyki svo 23. september næstkom- andi, er skipið kæmi til Skotlands. Vantar rigningu fyrir gróðurinn — segir Katrín Ás- grímsdóttir hjá Skóg- rækt ríkisins á Hallormsstað GRÓÐRARSTÖÐ Skógræktar rfk- isins á Hallormsstað í Fljótsdal er í fallegu umhverfi og í góðu veðri er gaman að heimsækja staðinn og skoða sig um. Katrín Ásgríms- dóttir, frá Höfn í Hornafirði, er ein þeirra sem vinna í gróðrarstöðinni í sumar. — Hvernig er að vinna hér? „Það er mjög gaman. Veðrið hefur verið mjög gott, alltaf hlýtt. Ég kom hingað 24. apríl og þá var um 17 stiga hiti." — Hefur þú unnið við svona störf áður? „Já, ég er garðyrkjulærð og vann til dæmis hér í hitteðfyrra. Starfið er mjög skemmtilegt, sérstaklega vegna þess hve það er fjölbreytt." — Hvenær er mesti annatím- inn hjá ykkur? „Það er mest að gera í júní. Þá er verið að planta og einnig er þá mikið selt af trjám .“ — Hvert seljið þið aðallega? „Við seljum mikið niður á firði, en einnig töluvert til Reykjavíkur. Mest er um pant- anir. Það er sjaldgæft að fólk Katrfn Ásgrímsdóttir komi hingað til að kaupa plönt- ur.“ — Svona í lokin, hefur þetta góða veður haft einhver slæm áhrif? „Já, það vantar rigningu fyrir gróðurinn. Hann er orðinn mjög þurr. Einnig höfum við orðið vör við afar fjölskrúðugt skordýralíf hér í sumar.“ Eftir hina stórkostlegu 35% verðlækkun á lambalifur er vart hægt að gera betri matarkaup á íslandi. Til dæmis kostar allt hráefni í þennan Ijúffenga franska rétt aðeins um 33 krónur. (200 g lifur á um 18 kr. og allt meðlæti á um 15 kr.) Lambdifur a'la fíersillade Fyrir einn Matreiðslumaöur Francois Fons, Grillið Hótel Saga Hvers vegm lifur? Dr. Jón Öttar Ragnarsson, dósent Skáskerið tvær til þrjár þunnar sneiðar af lambalifur og veltiö uppúr hveiti. Bræðið smjör á vel heitri pönnu, kryddið lifrina á báðum hliðum með salti og pipar og steikiö létt beggja vegna. Færið síðan lifrina á fat. Bætið smjöri á pönnuna ásamt steinselju og hvítlauk. Hellið siðan ediki á pönnuna og heyrist þá yndislegur söngur. Eftir því sem hann er fegurri hefur betur tekist til með réttinn. Bragðbætið sósuna eftir smekk með salti og pipar og hellið henni síðan yfir lifrina á diskinum. Berið fram með soðnum kartöflum og e.t.v. öðru grænmeti. Þennan óvenjulega og Ijúffenga rétt tekur aðeins nokkrar minútur að laga. Lifur er ein þessara afurða úr lífríkinu sem næringarfræðingar telja svo holla aö hún er oft - ásamt nokkrum öðrum - sett í sérstakan flokk sem kallast hollustuvörur eða bætiefnagjafar. En hvers vegna er lifur holl? Vegna þess að hún er að jafnaöi bætiefnaríkari en flestar ef ekki allar aðrar algengar matvörur sem á boðstólum eru. Lifur er t.d. frábær uppspretta járns og kopars, fólasíns og Bia, A, og D-vítamíns. Hún er einnig fremur fitusnauð og því mikið notuð í megrunarfæði. Fððu uppskriftabækling í næstu verslun Framleiðendur Stórkostleg verðlækkun á lambalifur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.