Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 Ljósmynd: Steinar Garðarsson Hlupu berfættir frá Höfn til Reykjavíkur Höfn, 19. ágúst. NÚ FYRIR stuttu unnu átta félagar úr Karatedeild Sindra á Höfn það einsUeða íþróttaafrek að hlaupa berfsttir frá Höfn til Reykjavíkur. Tilgangurinn með þessu hlaupi var að safna fé sem gert var með áheitum fyrirtækja og einstakl- inga til að hópurinn komist í æf- ingabúðir í Englandi síðar i þess- um mánuði en þar eru saman- komnir bestu Shotokan karate- kennarar heims. Hlaupið tókst mjög vel þrátt fyrir grenjandi rigningu og grýttan jarðveg og voru þeir félagar 38 tíma á hlaup- um. Er þeir komu til Reykjavíkur Iá leið þeirra niður í miðbæ og upp á Arnarhól þar sem ferð þeirra end- aði. — Steinar. 4stœóan fyrir þviaósvo marairhalda siavið esaT Allt f rá upphafi hef ur góð þjónusta verið sett á oddinn hjá ESAB Svoer einnig hérálandi. Ráðgjafar og fagmenn ESAB í Danmörku fara árlega um landið og gefa góð ráð og leysa vandamál, sem upp koma, varðandi suðu. (Jm gæði ESAB suðuvéla, fylgihluta og efnisefast enginn. Þjónustudeild okkar veitir allar upplýsingar og ráðgjöf um ESAB. Hafðusamband = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 24260. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: „Vaxandi áhugi á skóg- og trjárækt bæði meðal stjórn- valda og almennings“ — segir Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands AÐALFUNDUR SkógrækUrfélags íslands var haldinn á Kirkjubæj- arklaustri um síðustu helgi. Fundur- inn stóð frá fostudegi til sunnudags. Skógræktarfélagið var stofnað 1930 og er landssamband áhugafé- laga um skógrækt. Formaður fé- lagsins er Hulda Valtýsdóttir og var hún endurkjörin á þessum 54. aðaifundi. Rúmlega 80 fulltrúar sóttu fundinn víðs vegar að af landinu, en í félaginu eru um 30 áhuga- mannafélög. Auk þess sátu fund- inn fulltrúar frá Skógrækt ríkis- ins. Á föstudeginum voru miklar umræður um starfskiptingu Skógræktar ríkisins og skógrækt- arfélaganna eftir erindi ólafs Vilhjálmssonar og Sigurðar Blöndal. Ágreiningur var helst um það hvort Skógrækt ríkisins eigi að ala upp plöntur og selja, en það hefur hún gert hingað til og niður- greiðir verðið til skógræktarfélag- anna. Á þennan hátt styrkir hún minni skógræktarfélögin, en kepp- ir við stærri félögin sem einnig stunda plöntuuppeldi og sölu, þar sem þau geta ekki greitt verðið niður. Á laugardeginum hélt Ingvi Þorsteinsson erindi sem hann nefndi „Fjárbeit í skóglendi" og skýrði frá rannsóknum í Hall- ormsstaðarskógi og í Skorradal. Staðfestu þessar rannsóknir það sem skógræktarmenn hafa löng- um haldið fram að beit eyðileggur nýgræðing í skóglendi, en hins vegar veldur hófleg beit i skóg- lendi sem hefur náð ákveðinni hæð og þroska ekki skaða. Forsetinn kosinn heiðursféiagi „Ég er komin hingað af þvi að málefni skógræktarinnar er mitt hjartans áhugamál,“ sagði forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, en hún var gestur aðalfundarins. 1 lok fundarins var hún kosin heið- ursfélagi Skógræktarfélagsins. Aðrir gestir á fundinum voru m.a. Jón Helgason, iandbúnaðarráð- herra, og Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri. Eftir fundarstörf á laugardag gengu fundarmenn til minn- ingarkapellu Jóns Steingrímsson- ar. Séra Sigurjón Einarsson rakti þar sögu kirkjunnar á Kirkjubæj- arklaustri og rifjaði upp atburði Móðuharðindanna og eldmessu séra Jóns 20. júlí 1783. Eftir athöfnina lögðu fundar- menn leið sína upp í Klaustur- brekku þar sem gróðursettar voru um 100 trjáplöntur. Vigdís Finn- bogadóttir, forseti, gróðursetti fyrstu plöntuna, sem var hengi- björk, ættuð úr Norður-Noregi. Kvaðst hún í fyrsta skipti gróð- ursetja þá trjátegund. Klausturbrekka er reitur sem Skógrækt ríkisins hefur umsjón með. Klausturbræður eiga landið og hófust nanda við að gróðursetja í reitinn árið 1944. Sagan segir að pað ár hafi þeir verið svo önnum kafnir við gróðursetningu að þeir hafi ekki komist á lýðveldishátíð- ina. Reiturinn er nú orðinn mjög myndarlegur og má þar sérstak- lega nefna birkið og sitkagrenið, sem er mjög fallegt. „Með betri fundum“ Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri, var einn fund- armanna, hann hefur setið alla aðalfundi félagsins utan einn. „Þetta er nú með betri fundum,“ sagði Hákon. „Það hefur orðið mikil breyting á skógræktinni síð- an ég byrjaði. Þá var t.d. almenn skoðun að ekki þýddi að rækta barrtré á íslandi. Það var óskap- lega erfitt að byrja og hefði maður eins og Valtýr Stefánsson, rit- stjóri, ekki stutt mig hefði ég aldr- ei getað neitt. Marga fleiri get ég nefnt eins og Hermann Jónasson, Knút Zimsen og Sigurð Sigurðs- son, og auðvitað áhugafélögin. Þá Forseti íslands, Vigdls Finnbogadóttir, sat aðalfund Skógræktarfélagsins. Mikill áhugi fyrir nytjaskóg- um meðal bænda í Eyjafirði. Talað við Tómas Inga Olrich, formann Skógræktarfélags Eyfirðinga f EYJAFIRÐI er byrjað að rækta svokallaða bændaskóga sem eru nytjaskógar I eigu bænda. Sógrækt- arfélag Eyfirðinga hefur haft veg og vanda af skipulagi þessara skóga og látið bændum í té plöntur þeim að kostnaðarlausu. Blm. hitti Tómas Inga Olrich, formann Skógræktarfélags Ey- firðinga, að máli á aðalfundinum og spurði hann m.a. um fram- kvæmd bændaskóganna i Eyja- firði. „Bændur verða að tengjast skógræktarstarfi, því það eru þeir sem eiga jarðirnar. Við höfum haft mjög góða samvinnu við þá, en í Skógræktarfélagi Eyfirðinga eru núna 3 bændur í stjórn. Ríkissjóður verður að kosta framkvæmdir að mestu leyti en bændur taka þátt í kostnaðinum með því að leggja fram vinnu sina og jörðina. Með þessu er skapaður vísir að skógræktarbændum, þeim sem koma til með að hafa tekjur af skógrækt. Við höfum starfað að þessu nú í tvö sumur og hafa um 70 þúsund plöntur verið gróður- settar. Ríkið lagði til 500 þúsund krón- ur í ár en þeir fjármunir hafa ekki verið nýttir vegna þess að enn vantar skipulag á þessar fram- kvæmdir. Ennþá hafa ekki verið gerðir neinir samningar milli bændanna og ríkisins, en samn- ingsdrög liggja hjá landbúnaðar- ráðuneytinu. Við töldum okkur ekki geta beð- ið með það að hrinda þessu i fram- kvæmd, vegna þess að bændur tóku strax svo vel í þessa hug- mynd. Þegar við fórum t.d. að at- huga áhuga á skógrækt meðal þeirra, buðust okkur strax um 900 hektarar lands. Af því svæði völd- um við um 3—400 hektara sem við hófum að rækta. Við tökum ekki belti sem eru innan við 10 hektarar að stærð því þá verða jaðarsvæðin svo stór. Vöxturinn er miklu betri í stórum skógi sem getur að miklu leyti skýlt sér sjálfur." Hvert er starfssvið Skógræktar- félags Eyfirðinga? „Skógræktarfélagið sér um úti-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.