Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 16

Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 yl(*S=S3j|* Ronald Reagan og Nancy kona hans fagna útnefningu hans, sem forsetaefnis Repúblikanaflokksins í Dallas í fyrrakvöld. Suður-Afríka: 30 % kynblendinga greiddu atkvæði Jóhannesarborg, Suóur-Afríku, 23. ágúst P.W. BOTHA forsætisráðherra við- urkenndi í dag, fimmtudag, að and- stæðingum kosninganna, sem fram fóru í gaer, hefði tekist að draga verulega úr kjörsókn. Kynblendingar kusu í kosningum til sérstakrar þingdeild- ar, sem suður-afríska stjómin sagði stórt framfaraskref í kynþáttamál- um. Kjörsókn varð innan við 30% af yfir 900.000 skráðum kjósendum. Verkamannaflokkurinn hlaut 76 af 80 sætum þingdeildarinnar, smáflokkur fékk tvö sæti og óháð- ir tvö. En mál málanna var kjörsóknin. Þeir sem andstæðir voru kosn- ingunum hvöttu fólk til að hunsa þær, annars vegar af því að þing- deildin sem kosið var til er aðskil- in aðalþinginu, sem hvítir einir sitja, og þar að auki undir það sett, hins vegar af því að meiri- hluti Suður-Afríku-manna, svert- ingjar, höfðu ekki fengið atkvæð- isrétt. Andstæðingar kosninganna hafa hrósað sigri, en stjórnin segir kjörsókn hafa verið fullnægjandi. í morgun beitti lögregla tára- gasi og gúmmíkylfum til að hafa hemil á um 1.500 ungmennum sem grýttu bíl í eigu ríkisins og réðust á aðsetur borgarstjóra í einni af hyggðum svertingja. I kvöld sprakk sprengja nálægt menntamálaráðuneytinu í Booys- ens, einni útborg Jóhannesarborg- ar, að sögn lögreglu. Ekki er vitað til að manntjón hafi orðið. Áhyggjur V-Þjóðverja vegna skops Reagans Hunborg, 23. igúM. AP. SKOÐANAKÓNNUN sem vestur- þýska vikuritið Stern hefur gert leið- ir í Ijós að Vestur-Þjóðverjar hafa meiri áhyggjur af skopskyni Reag- ans Bandaríkjaforseta en Banda- ríkjamenn sjálfir. Könnunin leiddi í Ijós að 45 % Vestur-Þjóðverja telja að gamanyrði forsetans á dögunum um Líbería: Hermenn skutu á háskólastúdenta Losdon, 23. ágúst AP. HERMENN skutu í gær á stúdenta, sem efnt höfðu til mótmælafundar við háskóla Líberíu í höfuðborginni Monroviu, að því er breska útvarpið, BBC, hefur eftir heimildarmönnum sínum, sem voru sjónarvottar að at- burðinum. Samkvæmt frétt BBC voru 13 manns fluttir á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir byssukúlum her- manna. Ekki er vitað hvort ein- hver hafi látið lífið. Háskólanum hefur verið lokað og öllu starfsliði hans verið sagt upp störfum. Telur Líberíustjóm að hann hafi ekki verið lærdóms- setur heldur vettvangur stjórn- málaáróðurs. að sprengjuárás hefði verið fyrirskip- uð á Sovétríkin sýni „duldar óskir“ hans, en aðeins 17% Bandaríkja- manna eru sömu skoðunar. Könnunin náði til eitt þúsund manna í Bandaríkjunum og 540 í Vestur-Þýskalandi og var fram- kvæmd dagana 15,—17. ágúst sl. 64% Vestur-Þjóðverja töldu að ummæli forsetans sköðuðu sam- búð austurs og vesturs. 44% Bandaríkjamanna voru sömu skoðunar. 23% Vestur-Þjóðverja og 43% Bandaríkjamanna töldu að slík ályktun ýkti áhrif orða hans. Spurt var hvort menn teldu að þessi umdeilda gamansemi forset- ans drægi úr möguleikum hans til að ná endurkjöri í nóvember. 35% Bandaríkjamanna töldu svo vera, en 50% þeirra töldu það af og frá. 3% þátttakenda í Bandaríkjunum töldu að ummæli forsetans ykju frekar sigurlíkur hans en hitt. Rama Rao í Nýju Delhí: „Stuðningsmönn- um boðnar mútur“ Nýju Delkf, 23. áplirt. AP. RAMA Rao, sem fylkisstjóri Andhra Pradesb-fylkis á suður Indlandi hef- ur vikið úr embætti forsætisráðherra þar, sagði á blaðamannafundi í dag, að menn á vegum flokks Indiru Gandhis, forsætisráðherra Indlands, Kongress-flokksins, hefðu boðið þingmönnum i fylki sínu jafnvirði 750 þúsund ísl. króna í mútur ef þeir hættu stuðningi við stjórn sína. Rama Rao kvaðst vera aö skipu- leggja mótmælafundi í Andhra Pradesh-fylki til að krefjast þess að fylkisþingið fengi aö koma sam- an og lýsa yfir stuðningi við stjórn sína. Hann hefur fengið 161 þing- mann, sem er meirihluti á fylkis- þinginu, með sér á fund Zail Singh, forseta Indlands, til að sýna að stjórn hans nýtur trausts, gagn- stætt því sem fylkisstjórinn full- yrðir. Forsetinn lofaði að tryggja Rama Rao réttlæti „innan ramma stjórnarskrárinnar", en kvaðst ekki hafa vald til að setja hann i embætti á ný. Mál þetta hefur komið Indiru Gandhi í nokkra klípu. Hún segist ekkert hafa vitað af því fyrr en Rama Rao, sem vikið hefur verið úr embætti forsætisráðherra í Andhra Pradesh-fylki á Indlandi. eftir á að Rama Rao hefði verið settur af, en margir draga þau orð hennar í efa. Pólland: Enginn árangur viðræðunum um efnavopn í Genf 1 Hóta að fangelsa Samstöðumenn á ný ERLENT Varsjá, 23. igúM. AP. PÓLSKA stjórnin hefur varað tvo af forystumönnum Samstöðu, sem nýlega voru látnir lausir úr fangelsi, við því að sakaruppgjöf þeirra kunni að verða aft- urkölluð. Er þeim borið á brýn að valda uppþotum og spilla almannafriði. Menn þessir eru þeir Jan Rulewski og Wladyslaw Frasyniuk. Geaf, 23. ígÚKL AP. FULLTRUAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á afvopnunarráðstefn- unni í Genf sökuðu í gær hvor annan um að koma í veg fyrir allt sam- komulag um samning varðandi bann við framleiðslu og meðferð efna- vopna. Yfirlýsingar beggja full- trúanna gáfu til kynna, að risaveldin tvö eru jafn fjarlæg því og áður að ná samkomulagi um slíkan samning, en George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, lagði fram tillögur að slík- um samningi í aprfl sl. Gert er ráð fyrir, að fundum ráðstefnunnar Ijúki að sinni í næstu viku. Louis Fields sendiherra, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefn- unni, sagði í gær, að afstaða Sov- étríkjanna til samningstillagn- anna væri „óraunsæ" og hélt því fram, að Sovétríkin hefðu meiru að tapa en Bandarikin með því að skýra frá geymslu- og framleiðslu- stöðum efnavopna sinna. „Sov- étríkin virðast greinilega telja mikla hernaðarlega áhættu vera fólgna í því að skýra frá efnavopn- um sínum og það gefur til kynna, að þessi vopn séu miklu þýð- ingarmeiri i hernaðaráætlunum Sovétríkjanna en Vesturlanda," var haft eftir Fields. Þá sagði Fields, að Sovétmenn hefðu ekki lagt fram neinar gagn- tillögur í staðinn fyrir þann hluta samningstillagnanna, sem þeir teldu óaðgengilegan. Victor Issraelyan sendiherra, fulltrúi Sovétríkjanna, svaraði með því að segja, að Sovétríkin hefðu skilaö áliti sínu á samn- ingstillögum Bandarfkjamanna og endurtók fyrri ásakanir Sov- étmanna um, að með þeim hefðu „viðræðurnar aðeins færzt aftur á bak“. „Ef samkomulag á að nást um alþjóðlegan samning, þá verð- ur að taka afstöðu annarra með I reikninginn," sagði Issraelyan I yfirlýsingu sinni. Sovétmenn hafa mótmælt þeim ákvæðum samningsuppkastsins sem ósanngjörnum, þar sem gert er ráð fyrir eftirliti með fram- leiðslu á efnavopnum. I tilkynningu, sem saksóknari ríkisins gaf út i morgun og birt var i öllum helztu dagblöðúm Póllands, var sagt, að þessir menn hefðu reynt að valda truflunum i kirkjumessum. Rulewski skýrði fréttamönnum hins vegar svo frá í dag, að eftir messu 13. ágúst sl. í Bydgoszcz í Norður-Pól- landi, hefði hann stigið upp í prédik- unarstólinn og þakkað þeim 3.000 manns, sem komin voru til þess að fagna honum. Síðan las hann upp Ijóð, sem tileinkað var þeim námu- mönnum, sem drepnir voru í átökum við lögreglu eftir setningu herlaga i Póllandi 13. desember 1981. Slmamynd AP. Peres þarf þrjár vikur Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael, sem nú reynir stjórn- armyndun, sagði í gær, að hann þyrfti að minnsta kosti þrjár vikur til að mynda meirihlutastjórn. Áður höfðu bjartsýnisraddir talað um að stjórn yrði mynduð innan viku. Það sem kveikti bjartsýni var sú ákvörðun Ezer Weis- mans, leiðtoga Yahad-flokksins, að styðja Peres í embætti forsætisráðherra. Á myndinni sjást þeir saman, Peres (t.v.) og Weizman, eftir að samkomulag þessa efnis var gert. Heræfing- ar Varsjár- bandalags Png, Tékkóslóvakíu, 23. ógúuk AP. Varnarmálaráðberra Tékkóslóvakíu, Martin Szur, sagði í dag, að heræfingar Varsjárbandalagsins, sem haldnar verða í Tékkóslóvakíu f næsta mánuði, mundu leiða f Ijós „siðferðilegan og pólitískan styrk“ hernaðarsamvinnu ríkjanna, að því er fréttastofan CTK hcrmdi. Fyrst var sagt frá fyrirhuguðum heræfingum fyrr í þessum mánuði, en fjölmiðlar austantjaldsríkjanna hafa ekki tiltekið neina dagsetningu fremur en venjulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.