Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
19
Er laxaræktunin að
leggja árnar í eyði?
Norskur vísindamaður segir, að minnkandi laxgengd í ár
sé að kenna úrkynjun en ekki úthafsveiðum
„Stórkostlegum mis-
tökum við ræktun laxáa
og þróuninni í laxeldinu
er aðallega um að kenna
minnkandi laxagengi í
árnar. Mikil hætta er á,
að ratvísi laxins og þeir
lífeðlisfræðilegu þættir,
sem stjórna göngum
hans, geti gjöreyðilagst
vegna kynblöndunar við
lax, sem sloppið hefur úr
laxeldisstöðvum, og við
aðra laxastofna."
Sá, sem gefur þessa
skýringu á minnkandi
laxagengd í ár, heitir
Hans Nordeng, vísinda-
maður við háskólann í
Osló, og kom hann fram
með hana í viðtali við
blaðamenn frá Me’a,
blaði norsku útvegs-
bændasamtakanna.
Nordeng segir að það
sem nú ógni laxastofnun-
um sé úrkynjun en ekki
úthafsveiðarnar.
Hvernig ratar laxinn í ána?
Árum saman hefur Nordeng
kannað háttu laxins og sér-
staklega ratvísi hans, hvernig
hann fer að því að rata úr sjón-
um upp í ána þar sem hann
klaktist út og lifði fyrsta skeið-
ið. Hefur hann haft að leiðar-
ljósi þá kenningu, að ákveðin
lyktarefni, svokölluð feromon,
vísi honum veginn heim. Það
gerist þá þannig, að laxaseiðin,
sem eru að ganga til sjávar á
sama tíma og fullorðni laxinn
gengur upp í þær, skilja þessi
lyktarefni eftir í ánni og í sjón-
um undan árósnum en þau eru
sérstök fyrir hvern laxastofn og
hverja á.
Úrkynjunin
Hans Nordeng telur, að rækt-
un laxáa með seiðum frá öðrum
laxstofnun geti breytt erfðaeig-
inleikum laxins og ratvísi þann-
ig að hann þekki ekki lengur
lyktina af seiðunum, sem eru að
ganga til sjávar. Það kallar
hann úrkynjun eða erfðameng-
un.
„Það er þess vegna meira en
líklegt, að minnkandi laxgengd í
ár, sem hafa verið í ræktun ár-
um saman, sé einmitt þessu að
kenna. Laxinn veit ekki lengur
hvar hann á ætt sína og óðul,“
segir Nordeng og heldur því
fram, að ef haldið verði áfram á
þeirri braut að hræra saman
laxastofnum muni það að lokum
eyðileggja árnar alveg.
Undanvillingar
Nordeng er einnig þeirrar
skoðunar, að lax, sem sleppur úr
laxeldisstöðvum og blandar
blóði við villtan lax, geti aukið á
úrkynjunina. Þess vegna sé
nauðsynlegt að koma í veg fyrir,
að hann sleppi ásamt því að
gjörbreyta stefnunni í seiða-
sleppingum. Hann vekur at-
hygli á því, að víða um lönd sé
nú farið að taka tillit til þessara
atriða.
Pólitískt sprengiefni
Það virðist ljóst, að ef Nord-
„Lastoðu ei laxinn / sem leitor móti / straumi sterklega / og stiklar
fossa" segir Bjarni Thorarensen í kvæði sínu um Odd Hjaltolín. Hans
Nordeng heldur hins vegar, að laxinn sé hættur að nenna þessu því að
hann viti ekki til hvers.
eng hefur rétt fyrir sér, þá er
hér á ferðinni pólitískt sprengi-
efni (í Noregi a.m.k.). Fyrir það
fyrsta hafa þá norsk stjórnvöld,
Umhverfismálaráðuneytið og
Veiðimálastjórn, algjörlega
vaðið í villu og svíma með stefn-
una í laxveiðimálum og í öðru
lagi fá nú sjómenn, sem veiða
lax í sjó, og stangveiðimenn og
áreigendur ný ágreiningsefni.
Hans Nordeng heldur því
nefnilega fram, að góð laxveiði í
sjó stafi einkum af tvennu, laxi,
sem sloppið hefur úr eldisstöðv-
um, og því, að villti laxinn ratar
ekki upp í ána sína aftur.
(Politiken.)
otórkost'eg «
Nó er st ftiaskkun-
Nlik«ver»'8e
itsa'a
í B\órr»ava'’
50% a
Vuccap'°nlur ....■•••• 20-50% a's'attU'
Burknar •_ ,öntut • •
Aðrar P°ttap
vjðsigtón'sírnar