Morgunblaðið - 24.08.1984, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
lltofgiiiililftftife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Fjölmiðlarnir
og réttarkerfið
Pólitískt
Samskipti þýsku ríkjanna
sem járntjaldið skiptir
milli austurs og vesturs hefur
borið hátt í fréttum undanfar-
ið í tilefni af því að hægri-
stjórnin í Vestur-Þýskalandi
og kommúnistastjórnin í
Austur-Þýskalandi hafa verið
að nálgast hvor aðra. Kreml-
verjar sem þola engar breyt-
ingar í austanverðri Evrópu
hamast nú við að hræða Erich
Honecker, ríkisleiðtoga í
Austur-Þýskalandi, frá því að
heimsækja Helmut Kohl,
kanslara Vestur-Þýskalands.
Þessi stórpólitíska hlið á
sambúð þýsku ríkjanna hefur
dregið athyglina frá þeirri
staðreynd að á milli þeirra er
mun nánara samband en ætla
skyldi við fyrstu sýn. Þannig
er til dæmis Austur-Þýska-
land í raun eina kommúnista-
landið sem nýtur hins sama
innan Evrópubandalagsins og
formleg aðildarríki þess, frá
þessu var gengið með samn-
ingum við Vestur-Þjóðverja á
sínum tíma en þeir hafa stuðl-
að mjög að viðskiptum milli
landanna.
Austur-Þjóðverjar eru und-
ir sama ok settir og aðrar
þjóðir er búa við miðstýrt hag-
skipulag kommúnista, fátækt-
arokið. Til að bæta efnahaginn
hafa austur-þýsk stjórnvöld
um langan aldur stundað póli-
tískt mansal, í þess orðs
fyllstu merkingu. Talið er að
frá því að þessi verslun með
fólk hófst á milli þýsku ríkj-
anna fyrir um tuttugu árum
hafi vestur-þýsk stjórnvöld
borgað austur-þýskum sem
svarar til 15 milljarða ís-
lenskra króna fyrir 22 þúsund
pólitíska fanga. Löngum hefur
verið samvinna um það milli
stjórnvalda í Bonn og ritstjóra
vestur-þýskra blaða að þessi
hlið á viðskiptum þýsku ríkj-
anna sé ekki rædd opinber-
lega. Á því er nú að verða
breyting. Nýlega birtist hér í
blaðinu stutt yfirlitsgrein um
þetta pólitíska mansal eftir
fréttamann The New York
Times í Vestur-Þýskalandi og
nú hefur Die Welt rofið þögn-
ina og skýrt frá því að í ár
muni stjórnin í Bonn greiða
um 1.100 milljónir króna fyrir
um 2.000 austur-þýska, póli-
tíska fanga.
Hér er lýst einhverjum
ógeðfelldasta þættinum í sam-
skiptum austurs og vesturs.
Eftir að kommúnistar reistu
Berlínarmúrinn 1961 hófu þeir
að selja fólk úr landi. Með
mannúðarrök í huga hafa
vestur-þýsk stjórnvöld keypt
menn úr fangelsum eða vinnu-
búðum kommúnista æ síðan.
„Honecker sækir Vestur-
mannsal
Þýskaland heim í haust, og lit-
ið verður á hann sem verðugan
þjóðhöfðingja; en enginn tekur
eftir skósveini hans, sem hirð-
ir peningana," var haft eftir
Erich Mende, sem var ráð-
herra þýskra málefna í Bonn,
þegar hið pólitíska mansal
hófst. Talið er að 70% þeirra
sem Bonn-stjórnin kaupir nú
sé fólk sem handtekið hefur
verið vegna þess að það reyndi
að flýja yfir dauðagildrur
kommúnista á landamærum
þýsku ríkjanna.
Kommúnistunum sem
stjórna Austur-Þýskalandi
þykir sjálfsagt að breyta frels-
isþrá þegnanna í peninga sem
því að selja þá pólitísku man-
sali. í löndum kommúnista er
litið á manninn eins og hverja
aðra eign ríkisins sem gengur
kaupum og sölum eftir því sem
hentar hverju sinni.
Útsala
Alþýðubanda-
lagsins
Nokkrir helstu foringjar í
liði kommúnista á íslandi
og fyrrum ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hafa sótt þekk-
ingu til pólitískra uppeldis-
stofnana í Austur-Þýskalandi.
Þeir hafa kannski kynnst því
þar að til framgangs sósíal-
isma sem oft er kenndur við
mannlega reisn af tals-
mönnum hans utan lands og
innan helgi tilgangurinn með-
alið, allt skuli gert til að halda
í völdin.
Helstu stefnumál Alþýðu-
bandalagsins hafa verið á út-
sölu síðan Alþýðubandalagið
fékk þrjá ráðherra (þar af tvo
með gömul tengsl við Austur-
Þýskaland) haustið 1978. Nýj-
asta dæmið um þessa útsölu
eru yfirlýsingar Svavars
Gestssonar á Þingvöllum um
„samnefnara í utanríkismál-
um sem dugir". Þessi orð
verða ekki túlkuð á annan veg
en þann að Svavar geri sér
ljóst að hann nái ekki að nýju
að setjast í ráðherrastól nema
með því að hætta að berjast
gegn NATO og varnarliðinu.
Rétt er að minnast þess að
þótt pólitíska mansalið hafi
létt efnahagsþvingunum
Kremlverja af austur-þýskum
stjórnvöldum ganga þau enn
erinda heimskommúnismans.
Innan eigin raða rökstyður
forystusveit Alþýðubanda-
lagsins útsöluna á þann veg að
því aðeins sé unnt að koma á
raunverulegum sósíalisma að
stundaður sé ráðherrasósíal-
ismi.
Inngangsorð
Þórs VUhjálms-
sonar á 30.
norræna lög-
frœðingamótinu
„Fjölmiðlarnir og réttarkerfið“
kallaðist umræðuefnið á lokafundi
30. norræna lögfræðingamótsins,
sem haldið var í Osló 15.—17.
ágúst. Fyrir þinginu lá skýrsla
norsks prófessors um málið, annar
norskur prófessor flutti inngangs-
fyrirlestur, en síðan fengu orðið í
pallborðsumræðu 5 lögfræðingar,
einn frá hverju landi. Þór Vil-
hjálmsson forseti Hæstaréttar var
þeirra á meðal, og hefur verið sagt
frá inngangsorðum hans í útvarps-
fréttum. Morgunblaðið birtir nú
þessi inngangsorð.
Þegar ég tók í fyrsta sinn þátt
í norrænu lögfræðingamóti, það
var 1960, var rætt um Friðhelgi
einkalífs á allsherjafundinum
fyrsta morguninn. Árið 1966 var
fjallað um Persónuvernd og fjöl-
miðla á allsherjarfundinum síð-
asta morguninn, og 1978 hélt
danski dómsmálaráðherrann,
sem þá var, inngangsfyrirlestur
um Réttarvernd einstaklinga í
nútímaþjóðfélagi. Á dagskrá
deildarfundar var Vernd mann-
helgi í fjölmiðlunum. Og nú ræð-
um við þessi vandamál enn á ný,
sennilega af þeirri ástæðu, að
mönnum þykja ekki hafa fund-
ist fullnægjandi svör við mikil-
vægum spurningum. Raunar er
það svo, að á fyrri mótum hafa
menn ekki ætíð verið á einu máli
um, að hér sé um alvarleg
vandamál að ræða. Þeirrar
skoðunar var einkum annar
framsögumannanna 1966, og
hann hélt fram viðhorfum sín-
um af krafti og mælsku. En ekki
voru margir sammála honum.
Ég hef spurt sjálfan mig,
hvort nokkuð hafi gerst í um-
ræðunni eða réttarþróuninni á
fslandi síðan fjallað var um
málin á lögfræðingamótinu
fyrir 6 árum, sem verið gæti, að
þeir sem hér eru hefðu áhuga á
að heyra. Ef til vill það, að það
verður æ ljósara, hve lítið rétt-
arkerfið og fjölmiðlarnir eiga sam-
an að sælda. Lagaeftirlitið með
fjölmiðlunum er ekki virkt. Og
við það bætist, að hið ólögfesta
eftirlitskerfi, sjálfsögunin, hef-
ur enga þýðingu, eða að minnsta
kosti næstum enga.
í landi mínu eru, eins og á
öðrum Norðurlöndum, reglur
um meiðyrði, um friðhelgi
einkalífs o.s.fr.v og við og við
eru kveðnir upp dómar um sekt-
ir, bætur, ómerkingar, upptökur
og annað, sem til heyrir. En
þessir dómar hafa sjaldnast
verulega þýðingu fyrir dómþola.
Fjölmiðlamenn virðast ekki
taka því með ýkjamikilli alvöru,
að dómar gangi gegn þeim á
þessu sviði, — siðferðisleg áhrif
eru með öðrum orðum ekki mik-
il. Spurningin, sem dæmdur rit-
stjóri lætur sig varða, virðist
fremur vera sú, hve mikið hann
þarf að borga. Og réttarvenja í