Morgunblaðið - 24.08.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
21
Þór Vilhjilmason
mínu landi er með þeim hætti,
að menn borga ekki ýkja mikið.
Það er a.m.k. oft lítillar sektar
virði að fá góða sögu og selja vel.
Það eru þannig dómstólarnir,
sem gefið hafa æsipressunni
lausan tauminn, og þar er komið
að aðalvandanum á mínu landi
að því er ég tel. Bætt sjálfsögun
kæmi varla að miklu gagni. Þau
viðurlög, sem þar koma til álita,
eru ekki slík, að búast megi við,
að þau dragi úr ákafri leit blað-
anna eftir athygli lesendanna.
Og um hina svonefndu Siða-
reglunefnd Blaðamannafélags
íslands er það að segja, að hún
hefur aðeins fengið til meðferð-
ar um 30 mál síðan hún var sett
á fót fyrir um 20 árum. Ástæður
þess eru vafalaust margar, en sú
er augljósust, að nefndin starfar
fyrir luktum dyrum og að úr-
skurðir hennar eru aðeins birtir
í félagsbréfi blaðamannafélags-
ins en ekki kunngerðir almenn-
ingi.
Svo er að sjá sem vandamálin
á þessu sviði séu nokkurn veginn
hin sömu á Norðurlöndum, en
viðurlög þau, sem reynt hefur
verið að beita, eru ekki þau
sömu. Af þeim sökum hefur ekki
í umræðum á lögfræðingamót-
unum verið unnt að fjalla um
samnorræn lög, ekki einu sinni
sameiginlegar hugmyndir um
raunhæf úrræði til að bæta
ástandið. Varla hillir undir
breytingu til hins betra. í mínu
landi tel ég, að breyting muni
ekki geta orðið á næstu árum.
Svo virðist sem meðal fjölmiðla-
manna sé það ríkjandi ósk, að
þeir séu lausir við eftirlit lag-
anna. Þetta er ekki einsdæmi.
Aðrir áhrifahópar, einkum
stjórnmálaflokkarnir og hags-
munasamtökin, vilja helst kom-
ast undan því á mínu landi, að
réttarkerfið hafi afskipti af
málum þeirra. Öllum þessum
þremur hópum hefur tekist að
komast undan lagaeftirliti. Ég
held, að þetta gefi ekki tilefni til
sérstaks stolts, en hið eina, sem
við getum gert, er að leitast við
að vekja athygli annarra á því,
hvernig málin standa.
Bandalag íslenskra
skáta sextíu ára
um þessar mundir
Um þessar mundir á Bandalag
íslenskra skáta 60 ára afmæli.
Það var stofnað árið 1924 af Axel
V. Tulinius sem var fyrsti formað-
ur þess og jafnframt fyrsti skáta-
höfðingi Islands.
Skátahreyfingin sjálf barst
hingað til lands með Ingvari
Ólafssyni, dreng sem búsettur var í
Danmörku. Hann stofnaði Skátafé-
lag Reykjavíkur árið 1912 og voru
fundir þess haldnir í „Fjósi"
Menntaskólans í Reykjavík. Á
næstu árum voru stofnuð fjölmörg
skátafélög víðs vegar um landið og
hafa skátafélög verið starfandi á
65 stöðum á landinu.
Kvenskátar höfðu með sér
bandalag til ársins 1944, en þá
sameinuðust þessi tvö skátafélög.
Enn í dag tíðkast aðgreining kven-
og karlskáta og er það ekki fyrr en
á síðustu árum sem sameining
þeirra ryður sér til rúms víða á
Vesturlöndum.
Á sinum tíma var útbreiðsla
hreyfingarinnar hér á landi mjög
hröð, en á síðustu árum hefur
fjölgun þeirra ekki verið eins hröð
og oft áður. Nú eru skátafélög
starfandi á 28 stöðum á landinu og
eru félögin sjálf 39.
Benjamín Axel Árnason, fram-
kvæmdastjóri Bandalags íslenskra
skáta sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hlutverk skátafélaganna
hefði frá upphafi verið uppeldis-
legs eðlis. I skátafélögum er fólk
þjálfað í því að starfa saman í hóp-
um og mætti segja að eitt af
markmiðum hreyfingarinnar væri
að þroska einstaklinginn í samfé-
laginu.
Benjamín sagði að eitt af stærri
verkefnum íslenskra skáta í dag
væri til dæmis að byggja upp og
skipuleggja skátabúðir að Úlf-
ljótsvatni. Þar eru árlega haldin 20
til 30 námskeið fyrir skáta á öllum
aldri, að ógleymdum hinum árlegu
sumarbúðum skáta. Innan skáta-
hreyfingarinnar eru starfandi
nokkur ráð sem skipuleggja starf-
semi hennar. í þeim eru starfandi
30 til 40 manns sem allir leggja til
vinnu sína án endurgjalds. Launað-
ir starfsmenn hjá skátahreyfing-
unni hafa alltaf verið fáir og eru
þeir nú 2 til 3.
Hjálparsveit skáta er nokkuð
sem aðeins fyrirfinnst á íslandi.
Erlendis tíðkast það að er skátar
ná ákveðnum aldri ganga þeir í St.
Georgs-samtökin. Hér á landi er
Hjálparsveit skáta eins konar
millibilssamtök og taka St.
Georgs-samtökin við er starfi í
Hjálparsveit skáta lýkur.
Nýlega hefur verið stofnað
Skíðasamband skáta, sem gert var
til að koma á móts við hinn mikla
gönguskíðaáhuga sem á síðustu ár-
um hefur aukist í landinu.
Benjamín sagði að hér á landi
væru á döfinni miklar skipulags-
breytingar innan skátahreyfingar-
innar. Þær felast í því að hópum og
einstaklingum eru gefnar frjálsari
hendur í verkefnavali. Hingað til
hefur skátahópum verið úthlutað
verkefnum sem þeir hafa þurft að
útfæra og skila fullunnum til mats.
Eftir breytingarnar geta hóparnir
valið verkefnin sjálfir en þurfa að
vinna þau eftir ákveðnum reglum.
Undanfarin tvö ár hefur verið
haldið Reykjavíkurmót barna. Þar
hefur yngstu kynslóðinni gefist
kostur að fara i leiki og ærslast á
ýmsan hátt. Hugmyndin er að láta
börnin framkvæma það sem þau
hafa áhuga á. Gert er ráð fyrir að
breiða þessa skemmtun út um
landið og gera hana að árvissum
viðburði.
Þá er unnið að undirbúningi
landsmóts skáta sem áætlað er að
fari fram árið 1986 og er séð fram á
að eitt til tvö þúsund manns sæki
það mót.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Aukin andstaða gegn
Rússum í Eistlandi
að Rússum, en lagði áherzlu á að
auka yrði kennslu í rússnesku til
að efla „félagaslega, pólitíska og
hugmyndafræðilega einingu sov-
ézku þjóðarinnar".
f Eistlandi hefur verið dreift
leyniblöðum, þar sem lýst hefur
verið starfsemi lýðræðislegra
leynihreyfinga, sem berjast fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu undir
eftirliti SÞ til að ganga úr
skugga um hvaða stjórnarform
meirihluti landsmanna vilji.
Leyniblöðin hafa einnig sagt frá
víðtækum mótmælum í Tallinn,
Tartu, Parnu og fleiri bæjum,
þar sem mikið hefur borið á
eistneska fánanum og hrópuð
EISTLENDINGURINN Valdo Randpere, sem flúði til Svíþjóðar, segir
ástæðuna fyrir flóttanum mikla herferð gegn þjóðernissinnum í Eistlandi
og ugg sinn um meiriháttar hreinsun.
Randpere var háttsettur starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu og er
valdamesti Eistlendingurinn, sem hefur flúið, síðan Aarne Vahtra, starfs-
maður menningarráðuneytisins, fékk hæli í París 1982. Vahtra telur
Randpere hafa haft aðgang að ríkisleyndarmálum.
Þjóðernishyggja stendur föst-
um fótum í Eistlandi og veldur
stjórnvöldum áhyggjum. Eist-
lendingar hafa aldrei sætt sig
við stjórn Rússa, sem nú eru
30% íbúanna, og gagnrýna þá
opinskátt í samræðum við út-
lendinga. Ein helzta dægradvöl
þeirra er að horfa á finnska
sjónvarpið, enda er tunga þeirra
náskyld finnsku. Finnskir sjón-
varps- og útvarpsþættir breiða
út vestrænar hugmyndir.
Flótti Randpere fylgir í kjöl-
far tilskipunar frá miðstjórn
sovézka kommúnistaflokksins til
embættismanna í Eistlandi um
að taka ástandið fastari tökum. í
tilskipuninni sagði að embættis-
mennirnir legðu ekki nógu mikla
áherzlu á að innræta kommún-
isma og sovézka föðurlandsást.
Þeir verði að sannfæra Eistlend-
inga um að „söguleg örlög Eist-
lendinga standi í órofa tengslum
við þróun og mátt sovézka ríkis-
ins“.
Flokksstarfsmönnum var sagt
að beita fjölmiðlum betur til að
koma þessum boðskap á fram-
færi, taka meiri þátt í opinberu
lífi og tryggja að bætt lífskjör og
„aukin hugmyndafræðileg með-
vitund" héldust í hendur.
Greinilega var átt við kritur
Rússa og Eistlendinga þegar
embættismenn í Eistlandi voru
gagnrýndir í tilskipuninni fyrir
að „taka ekki þjóðasambúðar-
vandamál nógu föstum tökum".
Og greinilega var verið að kvarta
yfir skorti á hollustu við
Kremlverja þegar embættis-
mennirnir voru gagnrýndir fyrir
að hafa látið undir höfuð leggj-
ast að móta „alþjóðahyggju".
Þeir voru líka gagnrýndir fyrir
óstjórn í efnahagsmálum og loks
var þeim sagt að taka harðar á
skrílmennsku, drykkjuskap og
þjófnaði á ríkiseignum.
Þannig viðurkenna sovézk
yfirvöld sjálf hve erfitt er að
stjórna Eistlandi í óþökk þjóðar-
innar, sem hlaut sjálfstæði í lok
fyrri heimsstyrjaldar, en glataði
því með griðasáttmála Hitlers
og Stalíns, sem leiddi til innlim-
unar í Sovétrikin eftir kosningar
undir eftirliti Vishinskys. Leið-
togi eistneska kommúnista-
flokksins, Karl Vaino, viður-
kenndi líka í tímaritinu „Komm-
unist" í fyrrasumar að því færi
fjarri að „eitur þjóðernishyggju,
fjandskapur í garð rússnesku
þjóðarinnar" og aðrar hliðar
„borgaralegrar hugmyndafræði"
væru úr sögunni eftir 40 ára
stjórn Rússa.
Vaino lýsti ugg vegna náins
sambands eistneskra útlaga við
Eistlendinga og fordæmdi út-
lagasamtök, aðallega í Svíþjóð,
fyrir að senda undirróðursrit til
Eistlands og útvarpa þangað
andsovézkum áróðri. Þótt ekki
hefði tekizt að æsa til verkfalla
eins og í Póllandi hefði verið
dreift áskorun til landsmanna
um að leggja niður vinnu á
fyrsta vinnudegi hvers mánaðar.
Hann neitaði ásökunum um að
það væri stefna kommúnista-
flokksins að gera Eistlendinga
starfi í Evrópu í hættu og sakaði
þá um að undirbúa dreifingu
flugmiða til að boða stofnun
„Frelsissamtaka Eistlands", sem
væru ekki til.
Strangur dómur Tartos var
greinilega liður í tilraunum sov-
ézkra yfirvalda til að bæla niður
mótmæli þjóðernissinna og bar-
áttu fyrir mannréttindum og
enn eitt dæmi um taugaveiklun í
Kreml vegna ólgunnar í Eist-
landi.
Skv. einni ákærunni dreifði
Tarto fréttabréfum um mann-
réttindi og undirritaði opin bréf.
Þar á meðal var áskorun frá
1979 til framkvæmdastjóra SÞ,
ríkisstjórna Sovétríkjanna,
Vestur- og Austur-Þýzkalands
og aðildarríkja Atlantshafsyfir-
lýsingarinnar um formlega upp-
sögn griðasáttmálans 1939.
Skorað var á SÞ að kanna hvers
vegna Eystrasaltslöndin hefðu
aldrei endurheimt sjálfsákvörð-
unarrétt sinn. Yfirlýsinguna
undirrituðu fjórir Eistlendingar,
fjórir Lettar, 37 Lithaugar,
Ándrei Sakharov, Malva Landa,
Viktor Nekipelov og Arina
Ginzburg.
í réttarhöldunum kom einnig
við sögu opið bréf til ríkisstjórna
Sovétríkjanna, Islands, Noregs,
Danmerkur, Finnlands og Sví-
þjóðar með beiðni um aðild
Eystrasaltslandanna að kjarn-
orkuvopnalausu svæði í Norður-
Háskólinn í Tallinn, stofnaöur 1632.
hafa verið vígorð gegn Rússum.
Opinberar fréttir um „stórfellda
röskun á almannareglu" og
fréttir um fangelsanir pólitískra
andstæðinga hafa rennt stoðum
undir þessar frásagnir.
Nýlega var 46 ára eistneskur
þjóðernissinni og andófsmaður,
Enn Tarto, dæmdur í 10 ára
vinnubúðarvist og fimm ára Síb-
eríuútlegð að auki fyrir andsov-
ézkan áróður og aðstoð við „vest-
rænar útvarpsstöðvar". Hann
var sakaður um að búa til fréttir
um verkföll og taka saman lista
um pólitíska fanga. Tass sagði
að á þessum lista væri að finna
úrhrök og stríðsglæpamenn og
Tarto hefði staðið í „glæpsam-
legum tengslum" við útlagasam-
tök.
Tass sakaði Bandaríkjamenn
um að „reyna árangurslaust að
nota liðhlaupa til að sýna að í
Eistlandi ríkti andstaða gegn
sovézku stjórnarformi". Rétt áð-
ur en afvopnunarráðstefnan i
Stokkhólmi hófst hafði Tass sak-
að Bandaríkjamenn um kynda
undir þjóðernishyggju í Eist-
landi til að spilla fyrir Rússum á
ráðstefnunni. Tass varaði þá við
því að „aðgerðir af andsósíalísk-
um toga“ mundu stofna sam-
Evrópu. Þrátt fyrir áhuga Rússa
á slíku svæði voru 13 Eistlend-
ingar, sem undirrituðu bréfið,
yfirheyrðir, leit var gerð á heim-
ilum þeirrra og nokkrir þeirra
voru handteknir.
Tarto hefur einnig undirritað
mótmæli gegn innrás Rússa í
Afghanistan, bréf þar sem lagzt
var gegn því að mannvirki í
Eistlandi yrðu notuð í sambandi
við Ólympíuleikana 1980 og yfir-
lýsingu til stuðnings Walesa.
Tarto var í mörg ár náinn vinur
andófsmannsins Juri Kukk og
einn af 19, sem undirrituðu bréf
til Æðsta ráðsins til að mót-
mæla meðferð á Kukk í fanga-
búðum. Mat var þröngvað ofan í
hann þegar hann fastaði og hann
lézt síðar.
Mál Kukks vakti litla athygli á
Vesturlöndum og þó hafa kunnir
Eistlendingar skrifað undir
áskoranir til umheimsins með
tilmælum um stuðning við
mátstað þeirra. Barátta gegn ný-
lendustefnu er stöðugt til um-
ræðu á vettvangi SÞ, en aldrei er
minnzt á Eystrasaltslöndin. Mál
þeirra hafa aldrei komið til
kasta samtakanna — það mundi
spilla sambúð austurs og vest-