Morgunblaðið - 24.08.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 24.08.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 k (Ljóam. Mbl. Árni Sœberg.) Leiðangursmenn stilltu sér upp í Bergstaðastraetinu áður en þeir béldu fótgangandi til Hótels Loftleiða, sem var fyrsti áfangastaður áleiðis til Kaupmanna- bafnar þann daginn, en þangað flugu þeir um kvöldið. Þeir eru frá vinstri: Leif Kjær Pedersen, sjúkrabflstjóri og kafari, þá koma Grænlendingarnir tveir, sem þátt tóku í leiðangrinum, Kidtlak Dunek veiðimaður og Johan Davidsen, lögregluþjónn frá Holstensborg, Einar Gade-Jörgensen símvirki, Nils Ole Coops hagfræðingur, Vagn Lundbye rithöfundur, Niels Holger Schöler dýralæknir, Torben Sveistrup lögfræðingur, þá kemur leiðangursstjórinn, Niels Stig Preben Andersen, majór i konunglegu dönsku lífvarðasveitinni og Síríusi, og síðan Erik Jansen læknir. „Fórum á 79. breiddargráðu til þess að gjalda 75 ára gamla þakkarskuld dönsku þjóðarinnar“ Ekki varð séð að meðlimir danska Grænlandsleiðangursins, sem kenndur er við minningu Jörgen Brönlund, væru sérlega teknir eftir nær tveggja mánaða návígi við Norð- urheimskautið, þegar blm. Mbl. hafði uppi á þeim á gistiheimili við Bcrgstaðastrætið á þriðjudag. En þeir stöldruðu aðeins við á íslandi í sólarhring og héldu með Flugleiðum til Kaupmannahafnar þá um kvöld- ið. Eins og fram hefur komið, var ætlunarverk leiðangursins meðal annars að komast að afdrifum tveggja meðlima hins fræga „Dan- mark'-leiðangurs, sem farinn var til Grænlands árið 1906 og varð m.a. til þess að tryggja Dönum endanleg yfirráð yfir Austur- Grænlandi, sem Norðmenn gerðu einnig tilkall til á þeim tíma. Helst átti að finna jarðneskar leif- ar þeirra Mylius-Eriksens og Höeg Hagens, sem haustið 1907 sögðu skilið við „Danmark“-leið- "angurinn á ísnum við Indipen- dence-fjörð ásamt þriðja manni, Grænlendingnum Jörgen Brön- lund, sannfærðir um að þeim tæk- ist að ná til byggða upp á eigin spýtur. Þá sannfæringu guldu þremenn- ingarnir með lífi sínu. Jarðneskar leifar Brönlunds fundust vorið 1908 á austurodda Lambert Lands. Honum var tekin gröf og var sú óhreyfð og gleymd allt til ársins 1963, að nýr leiðangur fann hana aftur. Hinir mennirnir tveir eru enn ófundnir. Einu vísbendingarnar um það hvar lík Dananna tveggja muni að finna, gefur að líta í síðustu orð- um dagbókar Jörgens Brönlund, og fram á þennan dag hefur eng- um tekist að túlka þau orð með sýnilegum árangri. Ekki heldur mönnunum tíu, sem snéru heim f frá auðnum Austur-Grænlands síðastliðinn þriðjudag. En leiðangursstjórinn, N.S. Preben Andersen, er hins vegar einn þeirra, sem árið 1963 fundu gröf Brönlunds, „mjög vel varð- veitta“, á Lamberts Landi við „79-Fjorden“. En fjörðurinn sá mun, þrátt fyrir nafnið, vera skyldari einhvers konar skriðjökli eða ísbreiðu á sjötugustu og ní- undu breiddargráðu norðurs en því náttúrfyrirbrigði sem fyrst kemur upp í hugann. „Lausn gátunnar hlýtur að liggja grafin annars staðar og nýir leiðangrar geta afskrifað það svæði, sem við leituðum á núna,“ sögðu leiðangursmenn við blm. Mbl. og tóku jafnframt fyrir það, að þeir væru mjög vonsviknir yfir þessum málalokum. En alls kváð- ust þeir hafa leitað á um 500 kíló- metra svæði í loftlínu. Hefur vakið mikla athygli heimafyrir Danir hafa fylgst með Brön- lund-leiðangrinum af miklum áhuga meðan á honum hefur stað- ið. M.a. hefur Berlinske Tidende reglulega birt þær fréttir, sem hægt hefur verið að hafa af leið- angrinum, á forsíðu sunnudags- blaðs síns og meðan blm. staldraði við hjá þessum hressilegu norður- förum linnti ekki símhringingum frá dönskum fjölmiðlum. Þeir fé- lagar sýndu þessari ásókn landa sinna reyndar lítinn áhuga en voru hins vegar afar viðræðugóðir við viðstadda og lögðu allir eitt- hvað til málanna. Einna drýgstir reyndust þó rithöfundurinn Lundby, leiðangursstjórinn And- ersen majór og læknirinn Jansen. Hitt er svo það, að Norðaustur- grænlensk landafræði er nokkuð tormelt ókunnugum áheyrendum, sér í lagi þegar um er að ræða staði, sem byrja að vera til á breiddargráðum þar sem mörg heimskort enda. Þeir félagar höfðu flestir brugð- ið sér í bæjarferð um daginn og m.a. keypt sér íslenskar hljóm- plötur. Engar lopapeysur voru hins vegar sjáanlegar, enda menn- irnir væntanlega búnir að fá nóg af slíkum klæðnaði um stundar- sakir. Johan Davidsen, græn- lenska lögregluþjóninum í hópn- um, hafði verið boðið í kaffi til íslenskra starfsbræðra sinna á Miðbæjarstöðinni og rithöfundur- inn Vagn Lundbye hafði gert svip- aða ferð í Norræna húsið. Lundbye er þekktur rithöfundur í Danmörku og mörgum Íslending- um að góðu kunnur frá fyrri heim- sóknum sínum hingað til lands. Hann hefur reyndar nýlokið við að skrifa bók um Danmark-leiðang- urinn, „Omkom 79 Fjorden" heitir hún, og kvaðst hann vissulega ætla að skrifa aðra um Brönlund- leiðangurinn. Úlfarnir eltu alltaf „Við lögðum upp frá veður- athugunarstöðinni Station Nord á 81. breiddargráðu, könnuðum síð- an svæðið þar fyrir sunnan í þaula og fórum allt fótgangandi," sögðu þeir, en vildu ekki gangast við mannraunum að ráði. „Leiðangrar á óþekktum svæðum fela alltaf í sér hættu, en við vorum vel undir ferðina búnir og lentum ekki í neinum kröggum, utan hvað einn maður fótbrotnaði í íssprungu og varð að snúa heim við annan mann. Við vorum því tólf í upp- hafi. Þar af höfðu níu okkar reynslu af heimskautaleiðöngrum og fimm okkar, þ.á m. leiðangurs- stjórinn, hafa verið í konunglegu varðsveitinni, Síríusi, einu her- sveitinni í heiminum, sem fer um eftirlitssvæði sitt á hundasleðum. ísbirni sáum við nokkrum sinn- um, en þeir tóku sem betur fer á sig sveig þegar þeir urðu okkar varir. Það er nokkuð mikið af moskus-uxum og heimskautaúlf- um á þessu svæði og fer heldur fjölgandi. Úlfarnir eltu okkur all- an tímann, en komu þó aldrei nær okkur en í u.þ.b. 50 metra fjar- lægð. Hitinn fór sjaldnast mikið niður fyrir frostmark en nú er veturinn að koma þarna og því vissara að hafa sig heim,“ sögðu þeir og drógu því næst úr pússi sínu til- efni fararinnar, dagbókartextann dularfulla og sýndu blm. Omkom 79-Fjorden Textinn er svohljóðandi: „Omkom 79-Fjorden efter forsög hjemrejse over Indlandsisen i November maaned. Jeg kommer hertil i aftagende Maaneskin, og kunde ikke videre af forfrosninger i Födderne og af mörket. Andres lig findes midt i Fjorden foran Bræ (omtrent 2V4 Mil) Hagen döde 15 November og Mylius om- trent 10 dage efter. Jörgen Brönlund." (Á ísl. líta þessi orð út eitthvað á þessa leið: „Fórst(?) 79-fjörðurinn eftir til- raun heimferðar yfir innlandsís- inn í nóvembermánuði. Ég kem hingað á minnkandi tungli og komst ekki lengra sökum kals á fótum og myrkurs. Lík hinna er að finna í eða á miðjum firðinum framan við skriðjökul (u.þ.b. tvær og hálfa mílu) Hagen dó 15. nóv- ember og Mylius u.þ.b. 10 dögum siðar. Jörgen Brönlund.“) „Þetta var það eina, sem Jörgen Brönlund skrifaði á dönsku í dag- bókina“ sögðu leiðangursmenn. „Hann vissi að það var úti um hann, en jafnframt að lík hans myndi finnast kæmist hann inn á fast land og það gerði hann. Hann vissi einnig, að ef Grænlendingar yrðu fyrstir til að finna líkið, voru líkur á að þar yrðu ólæsir menn á ferð. Því reit hann hinstu skila- boðin á dönsku svo að danskir leit- armenn gætu skilið þau og farið eftir þeim við leitina að hinum. Hefði hann skrifað þau á móður- máli sínu, eins og allt annað í bók- inni, skildum við ef til vill hvað hann á við með orðinu „omkom“, sögðu leiðangursmenn. „Beinasta merking þess í dönsku er að far- ast, en Brönlund getur hafa átt við „í kringum 79-fjörðinn“ eða eitt- hvað allt annað. Það vitum við ekki enn, þó að margar tilgátur séu uppi og okkar sé sú, að menn- irnir hafi farist i einum af litlu fjörðunum nálægt þeim stað á iandi, sem Brönlund fannst á, og að ástæðan fyrir þvi, að jarðnesk- ar leifar þeirra finnast ekki sé, að þær eru horfnar í ísinn að eilifu. Þessir þrír menn dóu ekki úr hungri heldur úr kulda. Þeir tóku þá ákvörðun að skilja við hina leiðangursmennina, haustið 1907, og höfðu trú á að þeir kæmust til byggða af eigin rammleik. Ein ástæðan fyrir því að svo varð ekki , kann að vera sú, að fyrir slysni var vistunum ójafnt skipt á sleð- ana þegar leiðir skildu. Þremenn- ingarnir fengu t.d. ekki með sér nálar né annað til saumaskapar. Þegar skórnir þeirra fóru að gefa sig, gátu þeir ekki gert við þá og þá kól á fótum, eins og kemur m.a. fram í texta Brönlunds". Um dagbækur Brönlunds er annars það að segja, að þær eru frægar, geymdar á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og þykja mjög merkilegar. Þó að hann væri gefnari fyrir að festa á blað hugleiðingar um náttúruöfl og eigin veiðiskap en nákvæmar Flugfélag Norðurlands kom við sögu í ferðinni og sá m.a. um að landa vistum til leiðangursmanna við Centrum-vatnið í Kronprins Christian Land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.