Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 25

Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 25 Leiðangurinn kom að gröf Jörgen Brönlunds, Grænlendingsins sem iést síðastur þremenninganna, sennilega í byrjun desember 1907 á austurhluta Lambertslands og fannst þar 19. mars 1908. Leiðangursmenn afsönnuðu þá kviksögu, að í gröf Brönlunds hefðu fundist bein af fleiri en einum manni og hlóðu nýjan minnisvarða á gröfinni á 79. breiddargráðu. Hvíld. (Ljósmyndirnar tóku þeir að sjáifsögðu sjálfir.) Vanasti jöklafari hópsins, Nils Ole Coops Olsen, sígur niður í jökulsprungu í 79-skriðjöklinum til hjálpar Hans M. Petersen. En sá síðarnefndi sat fastur í 27 metra dýpi með brotinn fót — á haus — uns tókst að ná honum upp. Á stærra kortinu má sjá rannsóknarsvæði leiðangursins. Neðst til vinstri er „79-fjörðurinn“ og Lamberts Land, þar sem Jörgen Brönlund bar beinin. Á því minna er heildarumfang leiðangursins. staðarákvarðanir og úttektir á leiðangrinum, að því er Andersen sagði. Fundu forsögulega byggð „Við fundum sem sagt hvorki tangur né tetur af Eriksen né Ha- gen í þessari ferð. En í Jomfru Tidsfordriv-Fjord fundum við hins vegar leifar af mannabústöð- um frá forsögulegum tíma. Heilt þorp, á u.þ.b. 40.000 fermetra svæði, fjöldann allan af verkfær- um úr tinnu og beini og dýragildr- ur,“ sögðu leiðangursmenn og vildi einn þeirra giska á tíu þúsund ár, sem aldur þessa fundar, sem því miður gafst ekki tími til að ræða nánar. Sorg í Kaumannahöfn 1909 Sumir leiðangursmanna Brön- lund-leiðangursins þekktust áður en upp var lagt, aðrir ekki og eins og sjá má af stöðuheitunum koma þeir úr ýmsum áttum. Er þeir voru spurðir um tildrög leiðang- ursins, svaraði Vagn Lundby því til, að hann sjálfur, Preben And- ersen og Einar Gade-Jörgensen hefðu í upphafi komið saman og rætt þá hugmynd, að halda upp á 75 ára afmæli Danmark-leiðang- ursins með eftirminnilegum hætti. „Það ríkti sorg í Kaupmanna- höfn þegar Danmark-leiðangurinn kom í höfn. Skipin sigldu inn á heimahöfn sína með fána dregna til hálfs að hún, á hafnarbakkan- um stóðu þúsundir þungbúinna Dana og margir grétu, vegna mannanna sem ekki snéru aftur," sagði Lundby. „En þvf má ekki gleyma að þetta var stórmerkur leiðangur. I honum var unnið gagnmerkt vísindastarf á fjölda- mörgum sviðum og margir þátt- takendanna tuttugu og átta áttu eftir að geta sér orð sem bestu vísindamenn sins tima. Einn þeirra var Alfred Wegener, faðir landrekskenningarinnar. En hana setti hann einmitt fram í fyrsta sinn í fimmta bindi frásagnarinn- ar af Danmark-leiðangrinum, sem taldi 3.000 blaðsiður þegar hún kom út. Wegener fórst við rann- sóknir á Grænlandsjökli árið 1930. Þá kortlögðu leiðangursmenn síð- asta hluta Grænlands, sem eftir var að kortleggja og það vó þyngst á metunum þegar Alþjóðadóm- stóllinn í Haag dæmdi Dönum og ekki Norðmönnum óskoruð yfirráð yfir Austur-Grænlandi árið 1933. Því sögðum við, þegar við lögð- um upp í þennan leiðangur, að við værum með honum að endur- gjalda sjötíu og fimm ára gamla þakkarskuld dönsku þjóðarinnar við mæta og hugrakka menn,“ sagði Lundbye. Nær sögunni Þegar hér var komið sögu, var komið að brottfarartíma leiðang- ursmanna og síðustu forvöð að eiga nokkur orð til viðbótar við leiðangursstjórann. En eins og kom fram hér á undan, var það hann, sem fann jarðneskar leifar Jörgen Brönlund í annað sinn, fimmtíu og sex árum eftir napur- legan dauðdaga þessa grænlenska veiðimanns. En nú lagði Brön- lund-leiðangurinn einnig leið sina að gröf þess, sem hann heitir eftir, reisti þar nýja vörðu, rannsakaði vegsummerki og færði bein Brön- lunds í nýja kistu. „Þessi leiðangur hefur verið virði hverrar mínútu þeirra fjöru- tíu og þriggja sólarhringa og nítján klukkustunda, sem við dvöldum á Grænlandi," sagði Andersen, nákvæmur eins og sæmir leiðangursstjóra í heimsk- autaleiðangri. „Þegar við sáum hvað gröf Brönlunds hefur varðveist vel í öll þessi ár, varð það okkur hvatning til þess að leita að vegsummerkj- um eftir hina tvo. Sérstaklega þar sem jörð er að hluta auð á þessum slóðum að sumarlagi. Hingað til hefur verið leitað þegar ís og hjarn er yfir öllu og stundum mest úr flugvélum. Við álitum hins veg- ar að það yrði árangursríkast að ferðast fótgangandi eins og menn- irnir gerðu sem við vorum að leita að sporum eftir. Fram að seinni heimsstyrjöldinni varð að fara á hundasleðum alla leið til þess að komast á þetta svæði. Tæknin gerði okkur kleift að komast loft- leiðina að Station Nord, en þaðan fórum við fótgangandi eins og þessir þrír menn gerðu síðasta hluta sinnar ferðar. Þeirra hefur verið leitað áður, árið 1910, einhvern tímann upp úr 1930 og oftar. f sumar fann Kajak-leiðangurinn leifar af búð- um, sem þeir höfðu hafst við í og sá fundur á vonandi eftir að varpa ljósi á margt. En síðasta lífsmark- ið, sem fundist hefur frá þeim Er- iksen og Hagen, er varða, sem þeir hlóðu með Brönlund 12. september 1907. Þá áttu þeir nokkra mánuði eftir ólifaða, en síðan veit enginn neitt. Það er mjög líklegt, að þeir hafi hlaðið fleiri vörður, a.m.k. eina, og reynt að koma í hana upplýsingum þegar þeim var orðið ljóst að hverju dró. Og hver er skýringin ef þeir gerðu það ekki? Við feng- um engin bein svör við þessum spurningum á Grænlandi nú. En við erum hins vegar alls ekki vonsviknir yfir því að hafa ekki fundið jarðneskar leifar þessara manna, það var ekki aðalatriðið," sagði Preben Andersen. „Mikilvægast er, að með því að hafa gengið svo að segja aftur á bak í sporin þeirra, höfum við færst nær því að geta sagt söguna frá þeirra sjónarhóli.“ H.HA Læknirinn Erik Jansen og rithöfundurinn Vagn Lundbye voru í góðu formi eftir Grænlandsferðina, Ifkt og aðrir leiðangursmenn. Örlög heimskautafara hafa löngum verið Lundbye hugleikin. Hann skrifaði bókina „Omkom 79 Fjorden“ um afdrif þeirra þriggja meðlima „Danmark-leiðangursins“ er hér segir af og kvaðst vera með aðra í smíðum, byggða að hluta á Brönlund- leiðangrinum. Morfninbiadiö/Árni Sæberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.