Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
29
NÉræður:
Haraldur Sigurðs-
son póstmaður
Eftir að bréfaútburður var tek-
inn upp hér í Reykjavík og annars
staðar og varð síðar föst atvinna
þeirra manna sem til þess voru
ráðnir, hlutu þeir starfsheitið
bréfberar. Þeir fengu einkennis-
búning sem tilheyrði starfinu og
voru þeir þannig auðkenndir frá
öðrum vegfarendum.
Þeir höfðu líka leðurtösku með
koparstykki framaná, með skjald-
armerki þjónustunnar, sem var
póstlúður.
Það var og verður ætíð mikið
ábyrgðarstarf að vera bréfberi, og
koma til skila oft einkamálum
annarra. Það gat líka valdið vand-
ræðum og leiðindum ef bréf týnd-
ust, eða komust ekki til skila í
tæka tíð.
Þessvegna var það mikilvægt að
fá í starfið hrausta og trúverðuga
Félag íslenskra heimilislækna:
Mótmælir reglugerðinni um
hámark eininga lyfjaávísana
Morgunblaðinu hefur borist frétta-
tilkynning frá Félagi íslenskra heim-
ilislækna þar sem félagið ítrekar mót-
mæli sín um setningu reglugerðar um
hámark eininga lyfjaávísana. Frétta-
tilkynningin birtist hér á eftir.
Hinn 19. júní sl. sendi stjórn Fé-
lags íslenskra heimilislækna heil-
brigðisráðherra svohljóðandi bréf:
„Stjórn Félags íslenskra heimilis-
íækna leyfir sér hér með að mót-
mæla mjög eindregið setningu
reglugerðar nr. 257, 29. maí 1984
um hámark eininga lyfjaávísana og
telur ógjörning fyrir lækna og aðr-
ar heilbrigðisstéttir að fara eftir
reglugerðinni. Stjórnin krefst þess,
að reglugerðin verði numin úr gildi
nú þegar."
í greinargerð með bréftnu segir:
„í reglugerð nr. 257 frá 29. maí 1984
um hámark eininga lyfjaávísana
segir í 1. grein, að óheimilt sé að
afhenda einstaklingi meira magn
lyfs skv. lyfseðli en sem nemur
tveggja mánaða birgðum miðað við
notkun að fyrirsögn læknis fyrir
hverja afgreiðslu o.s.frv.
Reglugerðarákvæði þetta virðist
sett til þess að draga úr þeim lyfja-
skömmtum, sem ávísað er til sjúkl-
inga, en hefur að sjálfsögðu þau
áhrif aukalega, að kostnaður sjúkl-
inga vegna lyfjakaupa eykst stór-
lega. Kemur þetta langharðast
niður á þeim, sem nota lyf að stað-
aldri vegna krónískra sjúkdóma,
svo sem öryrkja og ellilífeyrisþega,
en kemur auk þess harkalega við
pyngjuna hjá bammörgum fjöl-
skyldum.
Reglugerðin kemur í kjölfar
þeirrar ákvörðunar heilbrigðisyf-
irvalda að draga úr þátttöku
Tryggingastofnunar ríkisins í
greiðslum fyrir lyf og læknishjálp,
en sú stjórnunaraðgerð hefur verið
auglýst sem aðgerð til sparnaðar
fyrir ríkissjóð og kemur náttúru-
lega einnig harðast niður á öryrkj-
um, ellilífeyrisþegum og barn-
mörgum fjölskyldum, það er að
segja þeim, sem minnst mega sín í
þjóðfélaginu.
Stjórn FÍH bendir á, að ákvæði
reglugerðar nr. 257, 29. maí 1984
stangast á við ákvæði reglugerðar
291 frá 19. maí 1979 um gerð lyf-
seðla og afgreiðslu lyfja 3. grein.
Er harmað, að báðar reglugerðirn-
ar eru settar án nokkurs samráðs
við samtök lækna.
Loks vill stjórn FÍH taka það
fram, að hún telur orðalag 1. gr.
nýju reglugerðarinnar óviður-
kvæmilegt og til þess fallið að
spilla sambandi læknis og sjúkl-
ings. Er þar átti við 1. mgr. 1. gr.,
þar sem segir að óheimilt sé að af-
henda einstaklingi meira magn lyfs
o.s.frv. Ennfremur er allsendis
óljóst, hvaða aðilja (læknum, lyfja-
fræðing í apótekum eða jafnvel af-
greiðslufólki apóteka), er einkum
ætlað að tryggja nánar fram-
kvæmd reglugerðarinnar.
Af öllu framanskráðu dregur
stjórn FÍH þá ályktun, að læknum
og öðrum heilbrigðisstéttum, svo
sem lyfjafræðingum apóteka, sé
ógerlegt að vinna samkvæmt nýju
reglugerðinni og skorar á ráðherra
að afnema hana nú þegar. Margar
aðrar skynsamlegri leiðir og mann-
úðlegri eru til, einnig varðandi
lyfjakostnað, til að draga úr opin-
berum kostnaði í heilsugæslu."
Nokkrum dögum seinna var gef-
in út ný reglugerð af hálfu heil-
brigðisráðuneytis til áréttingar og
nánari skýringar á hinni fyrri. Það
er álit stjórnar FÍH, að hún hafi
litlu breytt um það álit, sem fram
kemur í bréfi félagsins til ráðherra.
Standa því mótmæli félagsins enn.
bréfbera, enda voru þessir menn
næstum átrúnaðargoð í sínu
hverfi, og mátti oftast reikna með
þeim á sama tíma með póstinn.
Góður bréfberi var eins og kóngur
í ríki sínu, sem allir treystu.
Einn af elstu núlifandi bréfber-
um Reykjavíkur, sem þessi fram-
ansögðu orð gætu átt við, er 90 ára
í dag, og á því að baki langan og
farsælan starfsdag. Hann heitir
Haraldur og fæddist í Reykjavík
24. ágúst 1894, sonur Sigurðar
Jónssonar bókbindara og fyrri
konu hans, Helgu Eiríksdóttur.
{ mars 1920 var hann ráðinn
sem bréfberi á pósthúsið í Reykja-
vík, og gegndi hann því starfi til
ársins 1947 eða í 27 ár. Eftir það
vann hann við innistörf til ársins
1964, en hætti þá vegna aldurs. En
samtals vann hann hjá póstþjón-
ustunni í 44 ár.
Þegar ég fór að vinna við póst-
húsið í Reykjavík 1946, kynntist
ég Haraldi Sigurðssyni sem
starfsmanni og einnig sem ná-
granna, því hann bjó í næsta húsi
við mig um fjögurra ára skeið.
Þegar hann kom heim úr vinn-
unni, var hann fljótur að hafa
fataskipti og fara út í garðinn sinn
og hlú að blómum og trjám.
Hann kunni skil á flestum jurt-
um sem í garðinum voru, og hafði
gaman af að fræða aðra um ætt
þeirra og eiginleika. Þeir sem um
götuna fóru, stönsuðu oft hjá
garðinum, til þess að skoða hann
og dást að honum.
Þegar Haraldur var unglingur,
dvaldi hann mörg sumur í sveit,
austur í Árnessýslu. Þar kunni
hann vel við sig; sagði mér að sig
hefði oft iangað til að verða bóndi,
en möguleikarnir voru ekki fyrir
hendi, fyrir fátækan kaupstaðar-
dreng. En kannske hefir hann
svalað að einhverju leyti þessari
þrá, með ræktuninni í garðinum
sínum á Hrísateig 4.
Haraldur sagði mér oft sögur af
bréfberastarfinu, sem var mjög
illa launað, t.d. þurfti hann að
borga drengjum, sem hann fékk
sér til hjálpar við að koma út jóla-
póstinum, úr sínum eigin vasa, og
var þó varla aflögufær. Já, svona
var þetta í þá daga.
Haraldur var alltaf glaður og
hress og hafði góð áhrif á alla sem
hann umgekkst. Hann var léttur í
máli og kunni vel að segja frá, svo
eftir var tekið.
Síðustu árin sem hann starfaði,
vann hann inni, eins og áður er um
getið, við sundurgreiningu á pósti,
og var þar, sem í útburðinum, dáð-
ur af samstarfsfólkinu. Það er
bæði gagnlegt og gaman að kynn-
ast manni eins og Haraldi. Hann
er einn af þeim mönnum sem ég
hefi kynnst á lífsleiðinni, sem ég
mun seint gleyma.
Þegar ellin fór að sækja á hánn
og verða honum fjötur um fót, fór
hann til Hólmfríðar dóttur sinnar
og tengdasonar, Helga Arasonar,
en þau búa á Skeljastöðum II við
Búrfellsstöð. Það var aðdáunar-
vert hvað þau hugsuðu vel um
hann á allan hátt.
Eftir að Haraldur þurfti að vera
meira undir læknishendi, hefir
hann dvalið á Sólvangi í Hafnar-
firði. Þrekið er að mestu þrotið, en
þó fer hann oftast í föt og situr í
hjólastól hvern dag.
Kona Haraldar var Signý M.
Eiríksdóttir og eignuðust þau tvö
börn: Hólmfríði og Helga. Signý
lést árið 1960.
Að endingu vil ég þakka Haraldi
gömul og góð kynni og árna hon-
um allra heilla i tilefni dagsins.
Dýrmundur Ólafsson
MÚSÍKFÓLK-TÓNLISTARNEMAR
NY LEIÐ
FYRIR ÞÁ SEM VANTÍAR
LEIGA MEÐ KAUPRÉTTINDUM
Leiðin sem við bjóðum hentar bæði til að
kynnast vel hljóðfæri sem ætlunin er að
eignast - og létta átakið sem til þess þarf.
* Leigusamningur er gerður til a.m.k.
12 mánaða.
* Verðhljóðfærisinseróbreyttallt
leigutímabilið.
* Leigutaki getur gert kaupsamning hvenær
sem er á tímabilinu og fengið allt að
6 mánaða leigu dregna frá kaupverðinu.
* Mánaðarleigan er 2,2% af útsöluverði
hljóðfærisins.
Seljum píanó, flygla, blásturs- og strengjahljóð-
færi. Höfum nýlega fengið umboð fyrir stærstu
píanóframleiðendur í V-Evrópu, SCHIMMEL í
V-Þýskalandi. SCHIMMEL merkið er aldar-
gamalt - tengt hefð, gæðum og fjölbreytni.
Gefum nánari upplýsingar með aðstoð
myndbands, litprentaðra bæklinga og
sýnishorna á sýningunni Heimilið
og fjölskyldan í Laugardalshöll -
og í verslun okkar.
Lamparog glerhf
Suðurgötu 3 - Reykjavík
Sími91-21830