Morgunblaðið - 24.08.1984, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
39
ÍR-ingar
gegn
Gummersbach
Frá Jóhanni Inga Gunnarasyni, trétta-
ritara Morgunblaðsins (Kial.
ÞRIÐJU deildar liö ÍR f hand-
knattleik er nú í æfingabúöum í
Vestur-Þýskalandi. Stóö til að lið-
iö mætti b-liöi stórliösins Gumm-
ersbach og stendur þaö enn til.
Viö hefur bæst æfingaleikur gegn
aöalliöi félagsins. Voru IR-
ingarnir í sjöunda himni yffir aö fá
tækifæri til aö spreyta sig gegn
jafn sterku liöi og Gummersbach
er.
Gróttustrák-
ar í Kiel
Frá Jéhanni Inga Gunnarssyni, trétta-
ritars Morgunbiaösins IKM:
ÞRIÐJI flokkur Gróttu í hand-
knattleik er í æfingabúöm í Kiel
um þessar mundir og veröa
strákarnir hér næstu daga við æf-
ingar. Því næst taka þeir þétt í
sterkum „túrneringum". Dvöl
Seltirninganna hefur vakiö
nokkra athygli í Vestur-Þýska-
landi, því liöiö var einnig í æf-
ingabúöum í Kiel í fyrra, hélt síö-
an heimleiöis og vann fyrsta ís-
landsmeistaratitil í sögu Gróttu.
Aöalfundur HKRR
AÐALFUNDUR Handknatt-
leiksráös Reykjavíkur verður
haldinn aö Hótel Esju, 2. hæö,
mánudaginn 27. ágúst og hefst
fundurinn klukkan 20. Fundar-
efni: Venjuleg aöalfundarstörf.
• Frá leik Fram og ÍA í íslands-
mótinu í sumar. Skagamenn hafa
unniö báöa leikina gegn Fram f
deildinni 1:0. Þaö eru þeir Jón
Leó og Júlíus Pétur sem þarna
eru komnir framhjá Guömundi
Baldurssyní markverði Fram.
ÞAÐ er óhætt aö segja aö þessi
liö hafi marga hildina háö á und-
anförnum árum í íslenskri
knattspyrnu. Alls hafa fariö fram
72 leikir frá því aö fyrsti leikurinn
fór fram 12. júní 1046. Hér fylgir
yfirlit yfir leiki liöanna sundurliö-
aö eftir keppnum.
L U J Fr»m M
Mandsmót 59 27 14 18 112 91
Bikark. KSf 5 4 0 1 11 3
Aukaleikir 3 0 12 1 4
Meistarak. KSÍ 5 2 2 1 8 11
Alls 72 33 17 22 132 109
Eins og fram kemur hér í yfirlit-
inu hafa liöin fimm sinnum veriö
mótherjar í Bikarkeppni KSf, þó
Styttist í bikarslag
Skagamanna og Frammara
Hér fylgir saman
tekt yfir leiki
þessara félaga
frá upphafi
aldrei í úrslitaleik fyrr. Fyrsta viöur-
eignin fór fram 16. október 1960
og var í 4. liöa úrslitum keppninn-
ar. Fram sigraði 0—2 og lék til
úrslita í keppninni gegn KR. Þetta
var fyrsta áriö sem leikiö var í Bik-
arkeppni KSi. Næsti leikur liöanna
var 22. september 1963 og unnu
Skagamenn 3—0, þriöji leikurinn
var 17. október 1964 og unnu
Skagamenn þá 2—0, fjóröi leikur-
inn var síöan leikinn 5. október
1969 og enn unnu Skagamenn nú
3—0. Fimmta viöureignin var fyrir
röskum tíu árum en þá áttust liöin
viö í 8. liða úrslitum, Skagamenn
unnu öruggan sigur, 2—0. Fyrr á
árum þegar b-liö 1. deildarliöanna
tóku einnig þátt í Bikarkeppni KSi
mættust b-liö Fram og Akurnes-
inga tvívegis og vann Akranes
báöa leikina, þann fyrri sem fram
fór 1961, 3—0, og hinn síöari sem
fram fór 1968, 8—1.
Akurnesingar unnu sinn stærsta
sigur á Fram árið 1960, 5—1, en
Fram vann sinn stærsta sigur á
Akurnesingum 1971, 1—8, í viður-
eign liöanna í Meistarakeppni KSÍ.
Margar viöureignir liöanna hafa
veriö minnisstæöar og yfirleitt hart
barist. Vonandi verður svo elnnig í
bikarúrslitaleiknum 1984. Akur-
nesingar stefna aö því aö sigra í
keppninni þriöja áriö í röö en alls
hafa þeir ellefu sinnum leikiö til úr-
slita í keppninni. Framarar ætla sér
á hinn bóginn aö krækja sér í einn
titil eftir þrjú mögur ár og því má
búast víö skemmtilegum leik.
ittumst
Höllinni
Við bjóðum alla velkomna á
Heimilissýninguna og þar með upp á
hressingu á básnum okkar í
Laugardalshöllinni. Stúlkurnar okkar
veita SPRITE, e.t.v. kökur og kex og líka
FRESCA. Svo er ekki að vita nema
eitthvað leynist í pokahorninu,
sérstaklega fyrir krakkana.
Sjáumst á Heimilissýningunni.
Verksmiójan